Morgunblaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 25. júní 1963 TUORGVNBLAÐ1Ð 23 Hrafn Tulinius, læknir, ásamt konu sinni, Helgu Brynjólfsdótt- ur og böruiáp- Frá þingi Krabbameinsfélaga Norðurlanda: Hrafn Tulinius hlaut 83 þús. kr. styrk Rækileg legkrabbaleit að hefjast Ný stjórn / Israel Esbkol fylgir stefnu Ben Gurions — Osvald Framhald af bls. 24. myndír. Hornstrandamyndin tek ur hálftíma og sýnir ýmsa gamla vinnuhætti, auk hins hrikalega landslags 'þar norður frá. Gerði Osvaldur hana upp í vetur og bætti í hana köflum, sem hann hefur tekið að undanförnu. onnur af filmum Osvaldar, Öskjumyndin, var nýlega sýnd víða um Bandaríkin. Dr. Sigurð ur Þórarinsson, jarðfræðingur, hafði hana með sér í fyrirlestrar ferð um bandaríska háskóla, og sýndi hana við aðal jarðfræði- stofnanir þar í landi. Segir hann að myndin hafi vakið mikla at- hygli. M.a. var hún sýnd í Den- var í Colorado, en jarðfræðistofn unin þar á gott eldfjallamynda- safn. Var Öskjumyndin borin saman við kvikmyndir, sem hafa verið teknar af fagmönnum þar, og stóðst fyllilega samanburð við myndir atvinnumanna, sem sér- staklega höfðu verið gerðir út til kvikmyndatöku af eldgosum. 'Voru áhorfendur mjög hrifnir af tónlistinni við myndina, sem Magnús B1 Jóhannsson hefur gert og hafði engum áður dottið í hug að auka áhrifin af eldgosum með nútímatónlist. íslendingar skoða einnig kvik myndir Ósvaldar. Sonur hans er um þessar mundir á sýningarferð um Vestfirði með 4 kvikmyndir, Öskjumyndina, myndina um Hall dór Kiljan Laxnes, Fjallaslóðir og Barnið er horfið. — Kennedy Framhald af bls. 1. einaðrar Evrópu við Bandaríkin á j afnréttisgrundvelli. Segir, að við samræðurnar l dag hafi feng izt staðfesting á því, að aðilarnir eéu sammála um, að Atlantshafs- bandalagið sé og verði framtíð- inni mikilvægt varðveizlu frið- arins, og allt verði gert til þess, að efla sameiginlega skipulagn- ingu varna bandalagsins. í yfirlýsingunni segir, að líta megi á sameiginlegan kjarnorku- her Atlantshafsbandalagsins, sem mikilvægan lið í samræmingu varna bandalagsríkjanna. Benda lAdenauer og Kennedy á, að xnikilvægt sé, að öll lönd innan Atlantshafsbandalagsins, sem éhuga hafi á stofnun kjarnorku- hersins, taki þátt í viðræðunum um grundvallaratriðin, sem semja þarf um, áður en hann verður stofnaður. í tilkynningunni er einnig rædd sameining Þýzkalands og segjast Adenauer og Kennedy vona, að hún takist á friðsam- legan hátt. Segjast þeir munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að varðveita frelsi Vestur-Berlínar og nota hvert tækifæri til þess að for- dæma Berlínarmúrinn og hin ó- mannúðlegu áhrif, sem hann hef- ur á lífið í borginni. Stjórnmálamennirnir segjast vera sammála um nauðsyn samn ings um bann við kjarnorkutil- raunum hið allra fyrsta. Einnig segjast þeir vera sammála um höfuðatriðin á sviði efnahags- mála og vilja sérstaklega benda á nauðsyn aukinnar þátttöku hinna vanþróuðu landa í heims- verzluninni. ★ Á fundinum, sem Kennedy hélt með fréttamönnum, benti hann á hættuna, sem stafa myndi af því, að fleiri ríki fengju kjarn- orkuvopn. Sagðist hann óttast, að þetta yrði innan þriggja ára og þá væri voðinn vís. Þess vegna væri nauðsyn samnings um bann við kjarnorkuvopnatilraunum meiri nú en nokkru sinni. For- Betinn ræddi sáttmála Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands, eagði hann, að Bandaríkin væru ánægð með vináttu þessara ríkja, en lagði áherzlu á að Bandaríkja menn vildu fyrst og fremst efla Atlantshafsbandalagið í heild. Á miðvikudaginn fer Kennedy til 'Vestur-Berlínar og þaðan heldur hann til írlands sama dag. í GÆR var tilkynnt á þingi norrænu krabbameinssamtak- anna. að Hrafn Tulinius, lækn ir, hefði hlotið styrk samtak anna í ár. Styrkurinn nemur 10 þúsund krónum sænskum eða 82.743 íslenzkum krónum. Hrafn er 32ja ára gamall. Hann tók stúdentspróf frá Verzlunar- skólanum 1950 og læknisfræði- próf við Háskóla íslands 1958, vann síðan við háskólann og seinna við sjúkdómarannsókna- stofnun prófessors Búchners í Freiburg í Baden-Wúrttemberg í Vestur-Þýzkalandi. Þar starf- aði hann að krabbameinsrann- sóknum. Síðan var hann ráðinn til starfa við M. D. Anderson Hospital í Houston í Texas. Vinn ur hann þar að rannsóknum á krabbameini ásamt prófessor William O. Russell. ★ Samband krabbameinsfélaga á Norðurlöndum — Nordisk Can- cerunion — heldur árlega þing, þar sem formenn og ritarar félag anna á Norðurlöndum bera sam- an bækur sínar og úthluta styrknum. Þingin hafa verið hald in frá árinu 1948. Á íslandi hefur þing verið haldið einu sinni áður, árið 1958. Þessir sitja þingið að þessu sinni: Frá Danmörku: dr. Charles Jacobsen, dr. med. E. Meulengr- acht, prófessor, og T. Cramer, framkvæmdastjóri. Frá Finn- landi: dr. med. S. Mustakallio, prófessor, og N. Voipið, ritari. Vitni vantar Þann. 18. þ.m. var ekið á Volks- wagenbílinn R 13664 á bílastæði móts við Hótel Sögu. Var aftur- bretti bílsins dældað, svo og þakið, þannig að sýnt er að bíll- inn, sem skemmdunum olli, hef- ur verið stór vörubíll. Eru þeir, sem upplýsingar geta gefið um málið beðnir að snúa sér til um- ferðardeildar rannsóknarlögregl- unnar. Þann 21. júní var ekið utan í Volkswagenbílinn R 710, á bíla- stæði SÍS við Ingólfsstræti. Vit- að er að gömul, blá Moskvitsbif- reið átti þarna hlut að máli, og er hér með skorað á ökumann hennar að hafa samband við rann sóknarlögregluna, og einnig þeir, sem sjónarvottar kunna að hafa verið að málinu. Frá Islandi: Níels Dungal, próf- essor, dr. med. Friðrik Einars- son og Halldóra Thoroddsen, rit- ari. Frá Noregi: dr. med. R. Eker, forstjóri og O. Jacobsen, ritari. Frá Svíþjóð: dr. med. E. Berven, prófessor og frú G. Julin, ráðu- neytisstjóri. Hvað á að segja krabba- meinssjúkling? Framkvæmdastjórar félaganna hittust á sunnudag, en á mánu- dag hófst sjálft þingið í húsi Krabbameinsfélagsins á Suður- götu 22. í dag verða umræður um efnið: „Hvað á að segja krabbameinssjúklingi?“, og flyt- ur dr. Friðrik Einarsson inngangs erindi að umræðunum. Á mið- vikudag og fimmtudag ferðast þingfulltrúar um Borgarfjörð og Snæfellsnes. Legkrabbamein breiðist út Á fundi með blaðamönnum í gær sagði Níels Dungal, að fund- urinn þá um morguninn hefði verið mjög lærdómsríkur. Öll félögin væru að byrja nákvæma leit að legkrabbameini. Maga- krabbi væri algengastur, en örð ugt væri að uppgötva hann í tíma. Öðru máli gegndi um leg- krabbamein. Hann væri mjög auð velt að finna á byrjunarstigi og útrýma honum. Ef allar konur létu rannsaka sig reglulega, mætti útrýma legkrabbameini að fullu. Legkrabbi er sífellt að verða algengari. í Bandaríkjunum er hann að ná háskalegri útbreiðslu, og einnig á Norðurlöndum kveð- ur æ meira að honum. Hér á ís- landi fer útbreiðsla hans sívax- andi, einkum í Reykjavík. Auð- séð væri, hvert stefndi, og nú væri um að gera að kæfa hann í fæðingunni. Krabbameinsfélagið vonast til þess að geta hafið leit að leg- krabbameini í haust. Það er þó ýmsum annmörkum háð, aðal- lega vegna skorts á sérþjálfuðu fólki. Ætlunin er að byrja á því að skoða allar konur í Reykja- vík á aldrinum 25 til 60 ára, en siðan hefst sams konar leit úti á landi. Verða konurnar síðan skoðaðar annað eða þriðja hvert ár. Mikið er komið undir sam- stafi við kvenfólkið, því að vita- skuld verður ekki hægt að þvinga konur til þess að gangast undir rannsóknina. Jerúsalem, 24. júní (NTB) L E V I Eshkol skýrði forseta ísraels, Shazar, frá því í dag, að Itann hefði myndað stjórn, sem í ættu sæti nær allir ráð- herrarnir í fráfarandi stjórn Ben Gurions. Lýsti Eshkol því yfir, að hann myndi í meginatriðum fylgja sömu stefnu og Ben Gurion. Eshkol verður bæði forsætis- og varnarmálaráðherra, Golda Meir verður utanríkisráðherra, Pinhas Sapir fjármála- og við- skiptamálaráðherra og Dov Joseph dómsmálaráðherra. Eru þau öll meðlimir sósíaldemókrat- íska Mapai-flokksins. Aðrir flokkar í samsteypu- stjórn Eshkols eru þjóðlegur flokkur trúaðra og vinstrisinnaði Acduth Avodah-flokkurinn. - Iþróttir Framh á bls- 22 Þremur mínútum síðar fá Akur eyringar vítaspyrnu á Val fyrir grófa hindrun í mikilli mark- hættu. Skúli Ágústsson skoraði aði 2—1 fyrir Akureyri. Þremur mín. síðar komast Vals menn í gegn út á miðju fyrir klaufalegan varnarleik Ak. Berg- steinn sótti upp hægri kant og tókst að gefa vel fyrir. Hermann útherji skoraði auðveldlega þvi Einar markvörður hafði hlaupið út móti Bergsteini. Fáum sekúndum fyrir hlé náði Valur forystu enn fyrir klaufa- lega vörn. Hermann gaf fyrir markið og þar var allt opið. Steingímur innherji læddi bolt- anum í netið fyrirhafnarlaust. 3—2 í hléi fyrir Val var væg- ast sagt á ódýran máta. En mörk- in telja — og Akureyringar geta sér um kennt að staðan var svona. ár Lokasókn Akureyrar Valur jók í 4—2 á 28. mín. síð. hálfleiks og það var eina fallega mark þeirra. Bergsteinn gaf fyrir og út frá endamörkum meistara- lega vel fyrir Hermann sem kom aðvífandi og skallaði snöggt með jörðu — alveg óverjandi. Nú héldu menn að úrslitin væru ráðin. En Akureyringar ger breyttust. Kári Árnason sem kom inn sem varamaður seint í fyrri hálfleik hafði nú sameinast lið- inu og gerði slíkan usla í Vals- Nýja stjórnin nýtur stuðnings 68 af 120 þingmönnum ísraels. Laxveiðif réttir úr Dölum og Borgarf. Akranesi, 24. júní. Fjórir laxveiðimenn fóru á fimmtudagskvöldið vestur í Dali, tveir til að veiða í Fáskrúð og tveir í Haukadalsá. Komu lax- veiðimennirnir heim á laugar- dag og höfðu veitt ails 12 laxa, 8 í Haukadalsá og 4 í Fáskrúð. Lax arnir voru allir svipaðir að þyngd, um 10 pund hver. — Veiðin er afar treg í Laxá, þótt vatnsmagnið sé gott í ánni, sagði Sigurður Sigurðsson, bóndi í Lambhaga mér um Laxá í Leir- ársveit, og átti þá við neðri og betri hluta árinnar. Flestir hafa 5 laxar veiðzt á einum degi. 25 laxar eru veiddir síðan byrjáð var 12. júní. vörninni að framverðir og bak verðir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Á 29. mín. nýtti hann méist- aralega eitt af hinum glæsilegu útspörkum Einars markvarðar, hljóp með sendingu hans gegnum alla vörn og skoraði auðveldlega. Á 36. mín. lék hann í gegn á miðju vallarins, komst einn inn- fyrir vörn og skoraði með hörkti- skoti, sem snerti stöng og þver- slá í senn — gersamlega óverj- andi. Máttu Valsmenn í lokin þakka fyrir jafnteflið og stig í leiknum þó öðruvísi væri spáð í upphafi. ★ Liðin Akureyrarliðið er nú mjög að vakna og er hverju liði hættulegt hér — hvað þá er á heimavöllinn kemur. Steingrímur er mjög létt- ur og leikinn að verða svo og Kári með sinn mikla hraða. Með Skúla og Guðna að baki og Einar í markinu eru meginstoðirnar taldar. Með betri útherjum væri erfitt að standast Akureyringum snúning. Valsliðið má ekki af Árna Njáls syni sjá. Hann var fjarverandi og vörnin óvenjulega máttlítil. Framverðirnir sáust ekki á löng- um köflum og liðið slitnaði. Út- herjarnir eru meginstyrkurinn, en miðjutríóið vaklandi og óör- uggt. Hannes Sigurðsson dæmdi mjög veL — A. St. B Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir GUÐRÍÐUR SVEINSDÓTTIR Höfðaborg 75, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. þ. m. kl."1,30 e.h. — Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofn- anir. Þorgrímur Ólafsson, Ólafur Þorgrímsson, Valgerður Eiðsdóttir, Ingibjörg Þorgrímsdóttir, Harald ísaksen, Inga Helma Þorgrímsd., Einar Frímannsson, Sigurður Þorgrímsson, Anna Kristmundsdóttir. Útför hjartkærrar eiginkonu og móður okkar ÓLAFAR JÓHÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR sem andaðist 18. þ. m. verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikud. 26. júní kl. 13,30. Kristján Eggertsson og börn hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu vegna frá- falls og jarðarfarar eggerts o. briem frá Árgeirsvöllum. Eiginkona og synir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.