Morgunblaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25. júní 1963 MORCVNBLAÐ1Ð 13 Þura í Garði jarðselt að Skútustöðum MÝVATNSSVEIT, 26. júní — Út- för Þuru skáldkonu í Garði fór fram í Skútustaðakirkju s.l. laug ardag að viðstöddu miklu fjöl- menni. Sr. Örn Friðriksson, prest ur á Skútustöðum, jarðsöng. Þura Árnadóttir var fædd í Garði í Mývatnssveit 26. janúar 1891 og dvaldi þar mestan hluta ævinnar. Það kom snemma í ljós að hún átti létt með að yrkja og varð fljótlega landskunn fyrir kveðskap sinn. Hún gaf fyrstu ljóðabók sína út árið 1953, sem nefndist: „Vísur Þuru í Garði“, og var hún endurprentuð með smávegis viðauka og breyting- um árið 1957. Einnig gaf Þura út ættfræðirit, „Skútustaðaætt- in“. Þura í Garði tók mikinn þátt i félagslífi sveitar sinnar og var um skeið formaður Ungmenna- félagsins Mývetningur. Hún var alla tíð mjög hneigð fyrir garð- yrkjustörf og síðustu tvo ára- tugina vann hún að mestu við þau störf, lengstum sem umsjón armaður Lystigarðsins á Akur- eyri, eða um það bil 17 ár. Áður hafði hún unnið mikið starf við gróðursetningu á Höfða í Mý- vatnssveit. Þura í Garði lézt á fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 13. júní s.l. — Jóhannes. Paul Levy á fundi Varðbergs Tveir erlendir ferðamenn, Galster frá Þýzkalandi (t.v.) og Verhoog frá Hollandi í safni Einars i Jónssonar myndhöggvara í gær. A gólfinu stendur vasi gerður af Einari, með blómum í tilefni 40 ára afmælis safnsins. ' (Ljósm. Sv. Þ.) Gestir í satni Einars Jóns- sonar flesfir erlendir Allt að 500 manns á dag sfá safnið, sem nú er 40 ára að safn meistarans, og óhætt er að lofa hverjum þeim, sem þangað kemur, að hann fer út betri maður en hann kom. FÉLAGIÐ Varðberg efndi á laug- ardaginn til hádegisverðarfundar í Þjóðleikhúskjallaranum og flutti þar ræðu Paul M. G. Levy, yfirmaður upplýsingadeildár Ev- rópuráðsins, sem hafði skamma viðdvöl hér á landi — á heim- leið úr fyrirlestrarferð í Banda- ríkjunum. Formaður Varðbergs, Heimir Hannesson, bauð gestinn velko'm- inn, en Þór Vilhjálmsson, borg- ardórxari, og starfsmaður upp- lýsingadeildar Evrópuráðsins hér á landi, kynnti gestinn. Paúl Levy hefur um áratuga- skeið verið jöfnum höndum há- skólakennari og blaðamaður í heimalandi sínu, Belgíu. Síðustu árin fyrir styrj.öldina var hann fréttastjóri belgíska útvarpsins, en er Þjóðverjar lögðu undir sig SÁ staður, sem erlendir ferða- menn heimsækja hvað mest í Reykjavík, er listasafn Ein- ars Jónssonar, myndhöggvara, á Skólavörðuholti, sem um þessar mundir er 4Q ára gam- alt. Er það raunar svo, að safnið heimsækja " tiltölulega fleiri útlendingar en Islend- ingar, og verða flestir furðu lostnir, sökum þess að þeir hafa ekki átt von á því að sjá verk listamanns á borð - við Einar Jónsson hér norður á hjara veraldar. Þeim erlend- um ferðamönnum, sem heim- sótt hafa safnið, ber saman rnn að Eirtar Jónsson hafi ekki aðeins verið einn mesti lista- maður, sem íslenzka þjóðin hefur átt, heldur hafi hann einnig skipað sér veglegan sess meðal hinna miklu er- lendu myndhöggvara með verkum sínum, og þá einkum með hinum trúarlegu lista- verkum sínum. Fréttamenn Mbl. gengu í gær um safnið og fylgdust með viðbrögðum gestanna, sem flestir eru erlendir. Menn gengu þar um með lotningar- svip, stöldruðu lengi við hvert einstakt verk og virtu það fyr ir sér í þögulli aðdáun. Við tókum tali tvo menn, Gáister frá Þýzkalandi og Henk Verhoog frá Hollandi. Báðum bar þeim saman um að þeir hefðu orðið undrandi á því að í Reykjavík fyndist slíkt safn. Annar þeirra hafði séð póstkort með einni mynda Einars; - hinn hafði í húsi í borginni rekizt á bókina um Einar Jónsson og verk hans og báðir ákyáðu að eyða dag- stund í safninu á SkólaVörðu- holti. ' Þegar við fórum fengum við þær upplýsingar,. að þá daga sem erlend skemmtiferðaskip væru í Reykjavíkurhöfn, kæmu 4—500 útlendingar á dag í safnið, en að sjálfsögðu minna aðra daga. En einkennilegt er það, að í Reykjavík skuli vera e. t. v. þúsundir, sem ekki hafa skoð- Henk Verhoog virðir fyrir sér höggmyndina Bæn. Góður humarafli Grindavíkurbáfa Grindavík, 24. júní. HÉR hefur verið fremur kalt í vor, og hefur gróðri farið lítið fram, en í gær og í dag hefur verið blíðuveður, sunnan andvari og eftir hádegi í dag var 40 stiga hiti móti sólu og 16 stig í for- sæluL Afli hefur verið góður hér hjá humarbátum að undanförnu; mestan humarafla í einni sjóferð hefur Flóaklettur fengið, 7.8 tonn. Bátarnir eru tvo sólarhringa í veiðiferðinni. í dag lönduðu fimm bátar, og fékk Kári mestan hum- arafla, 4 tonn 670 kg, Ólafur fékk 4 tonn 590 kg, Staðarberg var þriðja með 4 tonn 540 kg. Mikið er að gera hjá fyrirtækj- unum. Langt mun vera komið að pakka öllum saltfiski frá vertíð- inni, og nú vinnur mikið af kven fólki og krökkum hjá báðum frystihúsunum í humar. Sex bátar fóru héðan á síld- veiðar fyrir Norðurlandi, og fóru þeir allir tíunda til fimmt- ánda þ. mán. — G. Mikil ölvun ú Akureyri AKUREYRI, 24. júní — Ölvun var mjög almenn á Akureyri að- faranótt sunnuda.gs, eftir að fólk kom af dansleikjum í nágrenni bæjarins, og var lögreglan önn- um kafin fram undir moigun við að stilla til friðar og fjarlægja ölóða karla og konur af götum bæjarins. Mikið var um aðkomufólk í bænum og átti það sinn bátt í sukkinu — St.E. Belgíu var Levy í hópi þeirra, sem lenti í fangelsi þeirra. Tveimur árum síðar flutti BBC frétt um að Levy væri einn þeirra, sem látizt hefðu af illri meðferð í fangabúðum þeirra, en þetta var ekki rétt. Til þess að afsanna fregnina létu Þjóðverjar Levy lausan og komst hann síðar undan á flótta til Bretlands og starfaði með belgískum flótta- mönnum þar unz styrjöldinni lauk. Levy hefur haft töluverð af- skipti af stjórnmálum og hefur unnið hjá Evrópuráðinu allt frá stofnun þess. í ræðu sinni rakti hann að nokkru sögu Evrópuráðsins og ýmis þáu vandamál, sem það hefði fengizt við. Hann ræddi einnig um vandamál heimsins nú á tímum, andstæðurnar milli lýð ræðis og einræðis og hlutverk Evrópu í uppbyggingu varanlegs frjáls heims. Berlínarmúrinn, sagði hann, er táknrænn fyrir djúpið, sem skilur Austrið og Vestrið. Og Berlínarvandamálið verður ekki leyst án þess að vandamál Þýzkalands verði jafn framt leyst. Og skapizt slíkt and- rúmsloft, að hægt verði að leysa þýzka vandamálið, þá verður auðvelt að leysa öll önnur vanda- mál í samskiftum Austurs og Vesturs. — Styrkur okkar, ekki sízt smáþjóðanna, mundi aukast, ef hin frjálsa Evrópa sameinað- ist undir einu merki í sókninni fram til varanlegs frelsis og lýð- ræðis til handa öllum þjóðum, | sagði Levy að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.