Morgunblaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. júní 1963 RINAULT RENNUR ÖT RENAULT R-8 ★ ★ er bíll framtíðarinnar. ★ Diskahemlar á öllum 4 hjólum (sá fyrsti í heimi í þessum verðflokki), en diskahemlar eru tvisvar sinnum öruggari og fjórum sinnum léttari í notk- un og endast mun betur og auk þess einfaldari og ódýrari í endurnýjun. ★ 4ra cyl. 48 ha. toppventlavél með 5 höfuðlegum, sem gerir gang vélarinnar þýðan og hljóðlausan og endinguna meiri. Benzíneyðsla aðeins 6,9 lítrar á 100 km. Innsiglað vatnskerfi, sem er öruggt í allt að 40° frosti. Tveggja ára ábyrgð á kerfinu. Kraftmikil vatnsmiðstöð, sem gefur þægilegan stofuhita um allan bílinn þegar í stað, og heitt loft á framrúðu og hliðarrúður. Innbyggt loftræstingarkerfi, sem heldur ávallt hreinu og fersku Iofti í bílnum. Stór farangursgeymsla. Þægileg og handliæg hilla fyrir yfirhafnir. Sér geymsla fyrir varahjól. Kraftmikið 12 volta rafkerfi. Sérstök stöðuljós á brettum auk stefnuljósa. RENAULT R-8 er 4ra dyra með sérstökum barnaöryggislæsingum á afturhurðum. Allur ryðvarinn og kvoðaður. Renault bifrciðarnar hafa reynzt afburðavel hér á Iandi. Allir þekkja endingu Renault 1946. Eigum örfáa bíla, sem enn er óráðstafað. Verð, krónur: 147.500,00. Viðgerðarverkstæði er í rúmgóðum húsa- kynnum að Grensásvegi 18. — Varahluta- birgðir fyrirliggjandi. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ mw?55' m: w&iM Wm&fc ■' ' " Renault R4L og R4 (350 kg) sameina kosti sendibílsins og fjölskyldubílsins. Renault-bílamar eru í sér- flokki, vegna gæða og end- ingar. ★Verð kr: 92 þús. á R4. ★ Verð kr: 121 þús. á R4L Lítið inn í RENAULT bílabúðina Lækjargötu 4. — Sýningarbílar á staðnum. RENAULI (I! RÍTTl BÍLL Columbus hf. Símar 22118 og 22116. Ólöf Gestsdóttir INIeðra - Hálsi áttræð ÓLÖF Gestsdóttir er fædd 25. júní 1883 að Eyrarútkoti í Kjós. Foreldrar hennar voru^þau hjón- in Guðrún Gísladóttir og Gestur Jónsson, er þar bjuggu. Eins og að ofan getur er Ólöf fædd í Eyr- arútkoti, en ólst upp frá tveggja ára aldri á Kiðafelli. Árið 1885 fengu foreldrar hennar Kiðafell í Kjós til ábúðar, en um svipað leyti og þangað skyldi flytja um vorið, drukknaði faðir Ólaf- ar. Flutti þá móðir hennar að Kiðafelli með börn sín, og bjó þar fram til ársins 1901. Brá hún >á búi, og dvaldist eftir það á vegum Ólafar dóttur sinnar. Árið 1901 giftist Ólöf Andrési Ólafssyni I Bæ í Kjós. í Bæ bjuggu þau hjónin Ólöf og Andr- és fram til ársins 1922, að þau fluttust að Neðra-Hálsi, og hefur Ólöf átt þar heima síðan. Mann sinn missti Ólöf 1931. Eftir dauða hans bjó Ólöf að N-Hálsi með bömum sínum til ársins 1947, að synir hennar tveir, Oddur og Gísli, tóku við jörðinni. Eftir það hefur Ólöf dvalizt þar í skjóli þeirra. Eins og sjá má af þessum fáu örðum, sem hér hafa verið sögð af æviferli Ólafar á N-Hálsi, læt- ur það af líkum, að ekki hafi ævi braut hennar alltaf verið stráð rósum, og að ekki muni vera hægt að þakka þá átta áratugi, sem hún hefur lagt að baki, að hún hafi átt svo náðuga daga eða hlíft sér við erfiði um æv- ina. Öðru nær. Lengst af hefur starfsdagurinn verið langur og strangur. Ólöf er aðeins tveggja ára, þegar faðir hennar fellur frá. Segir það sína sögu um það, að snemma hafi hún orðið að taka til hendi, því að ekki mun ekkjunni á Kiðafelli >afa veitt af allri þeirri hjálp, sem tiltæk var, ef heimilið átti að geta hald izt saman. Og ekki mun erfiðið hafa minnkað, er hún hóf sjálf búskap, aðeins 18 ára að aldri, enda stækkaði fjölskylda þeirra hjónanna, Ólafar og Andrésar, fljótt. Þau hjónin eignuðust 14 börn, sem öll komust til þroska nema eitt, er dó fárra vikna gam alt. Sjálfsagt eru þeir teljandi dag- arnir, sem Ólöf hefur lagzt ó- lúin til hvíldar að kvöldi, meðan hinn stóri barnahópur yar að komast á legg, en heimilið og börnin var hennar heimur, og því ekki talið eftir $ér, þótt starfs dagurinn væri langur og þreytt- ur lagzt til hvíldar. Og ein stóð Ólöf heldur ekki í lífsbarátt- unni. Við hlið- hennar stóð eig- inmaðurinn, traustur og mikil- hæfur mannkostamaður, virtur og metinn af öllum sem til hans þekktu. Samhent voru þau hjón- in í að koma börnum sínum til manns og skapa þeim sem bezta Klæðningar — húsgögn Höfum fyrirligg'jandi sófasett frá krónum 7.350,00. — Svefnsófar, svefnbekkir, svefnstólar o. fl. 5 ára ábyrgð er tekin á allri nýsmíði. Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. Húsgagnaverzl. og vinnustofa, Þórsgötu 15 (Baldursgötumegin) — Sími 12131 Til leigu 6 herb. íbúð til leigu nú eða síðar. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 26. þ.m., merkt: „6 herb. — 5765“. Nauðungaruppboð Uppboð það sem auglýst var í 50., 55. og 56. tbl. Lög birtingablaðsins 1962 á vélbátnum Vísi KE 70 fer fram að kröfu Fiskveiðasjóðs íslands í skrifstofu embættisins að Mánagötu 5, Keflavík þriðjudag- inn 2. júlí kl. 10,30 f.h. 21. júní 1963. Ræjarfógetkin í Keflavík. jóúur vörubíll Chevrolet ’53 til sölu. Skipti á 5 manna bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 50124. framtíð. Það tókst þeim líka með ágætum. Mun vart hafa sézt öllu mannvænlegri systkinahópur ea börn þeirra Hálshjónanna, Ólaf- ar og Andrésar. Einnig sorginni hefur Ólöf fengið að kynnast, eins og flest- ir þeir, sem eitthvað komast til aldurs. Þremur börnum sínum hefur Ólöf orðið að sjá á bak: Ágústu, er dó sem ungbarn. Gesti hreppstjóra og bónda á Hálsi, er drukknaði í Meðalfellsvatni árið 1947 ásamt konu sinni og Guðbjörgu, er lézt fyrir tveim árum. Þyngsta áfallið hlaut Ólöf þó, er hún missti mann sinn frá mörgum barna þeirra þá enn á bernskuskeiði. Var Andrés eins og áður getur mikill mannkosta- maður. Forvígismaður í öllum fé lags- og menningarmálum sveit- ar sinnar, er til heilla horfðu. Organisti var hann um áratugi á kirkjum sínum, Saurbæjar- og Reynivallakirkju. Hreppstjóri var hann um rúman tug ára. Þótt Ólöf hafi ekki farið var- hluta af mótlæti og erfiðleikum lífsins, þá mun henni þó ekki hafa verið neitt fjær skapi en að æðrast né gefast upp. Hóg- værðin og prúðmennskan, trú- mennskan og skapfestan hafa ver ið hennar góðu fylginautar. Og svo vel þykist ég þekkja til Ólaf- ar á N-Hálsi, að ég tel mig geta fullyrt, að þegar hún lítur nú áttræð yfir liðna ævi, þá sé henni þakklætið efst í huga. Þakklæt- ið fyrir gæfuríkt líf. Þakklætið fyrir hina mörgu sólargeisla, sem á lífsbraut hennar hafa skinið. Þakklætið fyrir að hafa fengið að heyja lífsbaráttuna við hlið góðs og göfugs eiginmanns. Þakk lætið fyrir að hafa fengið að sjá björnin sín verða að nýtum og virtum þjóðfélagsþegnum. Þakk- lætið fyrir að hafa mætt erfið- leikum lífsins og sorgum sem eðlilegum afleiðingum þess að hafa notið gleði og blessunar. Megi heiðríkja þessa göfuga lífsskilnings lýsa þér áfram um ævikvöldið, kæra vinkona. Kristján Bjarnason Demparar til fyrirliggj- andi í flestar gerðir bifreiða. Hvítir dekkjahringir Aurhlífar framan og aftan Bremsuskálar Bremsudælur Bremstuslöngur Spindilkúlur Spindilboltar Stýrisendar Kúplingsdiskar Kúplingspressur Púströr Hljóðkútar Bílamottur Sprautulökk til blettunar Tjakkar 1V2—12’/2 tonn Innihurðahúnar Luktarammar Flautur 6, 12 og 24 volt BÍLANAUST HF, Höfðatúni 2. — Sími 20185. Stapafell, Keflavík. Sírni 1730.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.