Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 28. janúar 1958 .ititMtofriifr Utg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ' Aðaintstjorar: Valtýr Steiansson (ábm.) Bjarni Benediktssors. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. i Mtn eina von er, að ekki verði sagt: Hann er e/liœr. Hann hefði átt að Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garð'ar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Simi 22480 Askriftargialrí kr. 30.00 á mánuði ínna.nands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. SVOR KJOSENDANNA hœtta fyrir mörgum árum Krónprinsinn í Japan á að velja sér unnustu Krónprinsinum" í Japan, Aki- hito, hefir verið tilkynnt, að hann eigi innan skamms að tru- lofa sig. Hann er nú 24 ára. Nafnalisti aðalsmeyja, sem koma til greina, hefir verið lagður fyr- ir hans keisaralegu hátign. Krón- prinsinn hefir lofað að taka ákvörðunina fyrir marzlok. Lík- legast þykir, að 18 ára aðalsmær verði fyrir valinu. Hún heitir Hatsuko Kitashirakawa og er dóttir prins nokkurs, sem nú er látinn. Þrjár aðrar aðalsmeyjar eru einnig taldar hafa mikla möguleika: Yukiko Matsudaira, frænka greifans Yasumasa Matsudaira, sem er siðameistari við japönsku hirðina. Ayako Fushimi, dóttir hins látna prins Hiroyoshi Fushimi. Hún var Verður hún keisaraynja í Japan. leiksystir krónprinsins í æsku, og hafa þau verið rinir ætíð síðan. Yukiko og Ayako eru báðar 23 ára að aldri. Sumiko Shimzu, se mer elzta dóttir forseta jap- anska Rauða krossins. Hún er 19 ára. Froshmenn finno skólngn bnðker I* KOSNINGUNUM á sunnu- daginn var, sögðu kjósend- ur til um tvennt. Annars vegar hverjir ættu að fara með stjórn bæjar- eða sveitarfélags þeirra næstu 4 árin. Hins vegar lýstu þeir trausti eða vantrausti á nú- verandi ríkisstjórn. Fyrirfram var enginn ágreiningur um, að úr þessu tvennu ætti að skera, þótt það vitanlega færi eftir at- vikum á hverjum stað á hvort atriðið væri lögð meiri áherzla. Svo sem vænta mátti og verða hlýtur, urðu úrslitin ólík á mis- munandi stöðum. í frjálsu þjóð- félagi sýnist ætíð sitt hverjum og hér á landi er það þekkt frá gamalli tíð, að afstaða til manna og málefna fer ætíð nokkuð eft- ir byggðarlögum. Sigur Sjálf- stæðisflokksins er þó ótvíræður. Flokkurinn hefur ekki aðeins unnið einn glæsilegasta kosninga sigur í sögu þjóðarinnar í Reykja vík, heidur sótt á víðs vegar. ★ Á Selfossi hafa andstæðingarnir raunar svipt Sjálfstæðismenn hreinum meirihluta fulltrúa með því að sameinast allir. Móti því vegur margfaldlega, að nú hafa Sjálfstæðismenn unnið algeran meirihluta fulltrúanna í Vest- mannaeyjum, Keflavík, Sauðár- króki og Stykkishólmi, en á öll- um þessum stöðum voru þeir í minnihluta síðast. Þrátt fyrir erfiða aðstöðu hafa þeir viða annars staðar unnið á, svo sem á Akureyri. Sigur Sjálf- stæðismanna á Ólafsfirði er og eftirminnilegur. Þar höfðu Sjálf- stæðismenn að vísu meirihluta bæjarstjórnar. Nú sameinuðust allir andstæðingarnir á móti þeim, en þvi svöruðu Ólafsfirð- ingar með því að fá Sjálfstæðis- flokknum einum meirihluta at- kvæða. Þá má ekki gleyma Hafnar- firði. í fyrsta skipti á heilum mannsaldri fá Sjálfstæðismenn nú fleiri atkvæði við bæjarstjórn- arkosningar þar en Alþýðuílokk- urinn. Mætti það vera nokkur leiðbeining fyrir þá. sem sögðu eftir Alþingiskosningarnar í fyrra, að ekki væri að rnarka fylgisaukningu Sjálfstæðismanna vegna þess að hún hefði fyrst og fremst verið í Reykjavík. Al- þýðuflokksmenn í Hafnarfirði hafa nú sýnt, að þeir sætta sig ekki fremur en flokksbræður þeirra í Reykjavík við undir- lægjuháttinn við Framsókn. ★ Framsóknarflokkurinn hefur sums staðar unnið nokkuð á í þessum kosningum. Hann hefur enn sannað að það var rétt, sem fulltrúaráð Alþýðuflokksins sagði á s. 1. sumri, að hans áhuga- mál væri að gera samstarfsflokk- ana litla Fulltrúaráðið gaf þessa lýsingu að vísu á viðhorfi allra andstöðuflokkanna í Reykjavík til Alþýðuflokksins þar. En með þessu er lýst réttilega þeirri höfuðstefnu, sern Framsóknar- flokkurinn fylgir í samstarfi við hvern sem er. Óvild Framsóknarmanna til Sjálfstæðismanna sprettur fyrst og fremst af því, að Sjálfstæðis- menn láta ekki minnka sig i sam starfi með þeim hætti sem Fram- sókn keppir að. Þrátt fyrir dýr- keypta reynslu áður fyrr, gekk Alþýðuflokkurinn Framsókn á hönd í Hræðslubandalaginu. Nú hafa báðir uppskorið sín laun. Framsóknarmenn eru vafalaust fagnandi yfir óförum félaga sinna, en hætt er við að sú gleði komi þeim sjálfum í koll, áður en langt um líður. ★ Kommúnistar, Alþýðubanda- lagið eða hverju nafni sem menn vilja nefna þá, hafa tapað í þess- um kosningum. Þó ekki eins og verðugt væri. Hér sannast það, sem Morgunblaðið hefur æ ofan í æ bent á eftir atburðina í Ung- verjalandi í fyrra, að þá glötuðu lýðræðissmnaðir stjórnarliðar ómetanlegu tækifæri. Ef beir þá hefðu slitið samstarfi við komm- únista, mundi sá flokkur hafa lið- ast sundur og styrkur lýðræðis- sinna vaxið að sama skapi. Und- irlægjuháttur og imynduð klók- indi urðu þá ofan á og má Al- þýðubandalagið vissulega muna þeim, sem því réðu, lífgjöfina. Hrun Þjóðvarnar er endanleg sönnun þess, að meirihluti íslend- inga er nú orðinn sannfærður um, að land okkar verður að verja, ekki síður en önnur þjóð- lönd. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur þar unnið glæsilegan sig- ur. Eftirminnilegastur verður þó sigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. í honum felst verðug traustsyfirlýsing fyrir stjórn hans á bæjarmálum Rvíkur. Jafn- framt kemur fram í honum full- komin vantraustsyfirlýsing á nú- verandi ríkisstjórn og stuðningur við stefnu Sjálfstæðisflokksins í þjóðmálum. ★ Að þessum sigri hafa margir unnið og mörgum ber því að þakka. En fyrst og fremst er þetta sigur hins nafnlausa kjós- anda. Það eru viðbrögð hvers einstaklings, sem hér skera úr. Ríkisstjórnin hefur reynt að halda sér uppi með því að þegja um eða skrökva til um hinar mikilvægustu staðreyndir. Því hefur t.d. verið haldið blákalt fram, að dýrtíðin hafi lítið sem ekkert vaxið síðastliðið ár. Á þessu hefur látlaust verið hamr- að, þó að hver einasta húsmóðir í landinu finni það daglega, hversu miklu ver peningarnir endast nú en áður. Það er táknrænt svar við öllum skröksögum ríkis- stjórnarinnar, að Reykvíkingar skuli senda góða og gegna reyk- víska húsmóður frú Gróu Péturs- dóttur í bæjarstjórn úr 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, og þar með auka fulltrúatölu flokks- ins fram úr því, sem hinir bjart- sýnustu höfðu vonað. Fylgisaukningin, sem gerir Sjálfstæðismönnum mögulegt að vinna svo frækilegan sigur, væri óhugsandi, kjósendur vildu ekki með því segja við ríkis- stjórnina: Hingað og ekki lengra, Þið haf- ið nóg illt gert og nú vill þjóðin sjálf segja til um hvernig málum hennar skuli skipað. Þingrof og nýjar kosningar er óhjákvæmileg afleiðing kosninga úrslitanna nú. Krafan um það er ekki krafa Sjálfstæðismanna einna, heldur sýna kosningarnar, að undir þá kröfu er tekið um allt land af ótal kjósendum, sem áður hafa greitt öðrum flokkum I atkvæði. BREZKI rithöfundurinn Somer- set Maugham varð 84 ára sl. laugardag. Fréttamenn fjöl- menntu því til þessa aldraða rithöfundar í sl. viku til að vita, hvernig lægi á honum. Ymislegt mun hafa borið á góma í dagstofunni í hinu hvíta, tíu herbergja einbýlishúsi rithöfund- arins á frönsku Riviera. Ég- ætla að lesa mér til skemmtunar og ferðast ofur- lítið meira Um 50 milljónir eintaka hafa selzt af bókum hans. Hann hætti að skrifa skáldsögur fyrir 11 ár- um, en skrifar nú ritgerðir. — „Spyrjið mig ekki, hvernig þess- ar nýju ritgerðir verða........ Mín eina von er, að ekki verði sagt: Hann er elliær. Hann hefði átt að hætta fyrir mörgum árum. En ég hlakka til að hætta. Ég verð orðinn 85 ára, þegar bókin kemur út. Mér mun finnast ég vera frjálsari. Sjáið þið til, ég les töluvert, áður en ég skrifa. Nú ætla ég að lesa mér til skemmtunar og ferðast dálítið meira“. Sjö klst. á dag við skrifborðið Að jafnaði situr Maugham um sjö klukkustundir á dag við skrif- borð sitt. Hann övelst þó ætíð góða stund úti í garðinum og ver alltaf nokkrum hluta dags- ins í að spjalla við vini sina. Nágranni hans, rithöfundurinn Jean Cocteau, er tíður gestur. „Hann er framúrskarandi snjall og skemmtilegur í viðræðum,'* segir Maugham og bætir við. „Ég mundi gjarna vilja hitta Picasso, en mér þykir ósennilegt, að ég fari til Cannes til að hitta hann.“ Maugham segist hafa kynnt sér nútímabókmenntir lítið. Blaða- menn sögðu, að hann hefði samt sýnt mikinn áhuga á brezku rit- höfundunum, sem kallaðir hafa verið „reiðu, ungu mennirnir" og er átt við Kingsley Amis, John Osborne o. fl. Einnig sagðist Maugham sjá eftir að hafa ekki fylgzt betur með nútíma banda- rískum bókmenntum. Maugham telur Ernest Hemingway lang- fremstan meðal bandarískra höf- unda, en lét þau orð falla um frönsku skáldkonuna Francoise Sagan, að bækur hennar segðu ekki „nógu mikla sögu“. 0-^-0 Að lokum drap Maugham á efni, sem löngum hefir verið honum mjög hugstætt: „Ég hefi trú á því, að skáldsagnahöfund- ar eigi ekki að taka þátt í stjórn- málum og deilumálum líðandi stundar .... Ég hefi aldrei þótzt vera fær um annað og meira en að segja sögur. Það, sem hin- ir svokölluðu engagé höfundar segja um dægurmálin, gleymist um leið og málm taka nýja stefnu.“ Froskmennirnir, sem kafa við Miðjarðarhafsströnd Frakklands, ganga nú undir nafninu „forn- minjafiskimenn“, því að í hvert skipti, sem þeir kafa niður á hafsbotn finna þeir einhverjar fornminjar. Um þúsundir ára hafa skip siglt að ströndinni, en aðeins er áratugur eða svo síðan tekið var að rannsaka nákvæm- lega hafsbotninn og safna sam- an þeim hlutum, sem glatazt hafa í sjóinn á liðnum öldum. Unnið er að því að endur- byggja forn-rómverskt tréskip, og stjórnar bandarískur forn- minjafræðingur því verki. Búizt er við, að ferðamenn, sem leggja leið sína til Miðjarðarhafsstrand- arinnar í Frakklandi, muni sækj- ast mjög eftir að sjá þetta skip. O—•—O Nýlega gerðist dr. Perrimond- Nefnd skipuð til að rannsaka jarð- skjálftatjónið PEKING 24. jan. — Sendiráð Ytri-Mongólíu í Peking upplýsir, að ríkisstjórn landsins hafi nú skpað sérstaka nefnd til þess að rannsaka í heild manndauða og eignatjón í sambandi við hina miklu' jarðskjálfta, sem urðu í Ytri-Mongólíu 4. desember sl. Fregnir af þessum jarðskjálft- um hafa fyrst borizt út núna. Trouchet, einn af lyfjafræðingum franska flotans, froskmaður og kafaði niður á sjávarbotn í grennd við Toulon. Þar kom hann auga á einkennilega lagaðan stein, sem stóð upp úr sandinum. Ásamt froskmönnum af rann- sóknarskipi flotans, Elie-Monier, vann hann að því að losa stein- inn, sem síðan var fluttur á land. Er skeldýrin höfðu verið hreins- uð af steininum, kom í ljós, að þetta var skólaga baðker, að öll- um líkindum mörg þúsund ára gamalt. Nú hefir kerið verið sett á safn í París, en áður en svo var gert, tókst hinni laglegu dóttur Perrimonds, Brigitte, sem er 16 ára, að reyna baðkerið. Ef til vill hefir einhvei samtímakona Kleópötru setið í baðkerinu næst á undan Brigitte. Jarðskjálftarnir áttu upptök sín í Altai-fjöllum og varð þeiira aðallega vart í hringmynduðu svæði sem er um 2200 kílómetrar í þvermál. Jarðskjálftakippirnir voru m.a. mjög harðir í höfuðborginni Ulan Bator, sem er um 700 km frá upp- tökustað jarðskjálftans. Hafa mörg hús hrunið og skemmzt í borginni. Að lokum segir í tilkynningu sendiráðsins að aðstoð vegna jarð skjálftanna hafi borizt m. a. frá Rússlandi, Kína og Tékkóslóvak- íu. Hvergi er þó vitað til að skýrt hafi verið opinberlega frá jarðskjálftatjóninu fyrr en nú. Brigitte í baðkerinu þrönga. Það er 90 cm á lengd og 36 cm breitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.