Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 1
 Bæjarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, aðalfulltrúar og varafulltrúar. Myndin er tekin í Sjálfstæðishúsinu síðdegis í gær. í fremri röð eru aðal- fulltrúarnir (talið frá vinstri): Magnús Jóhannesson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Guðmundur H. Guðmundsson, Auður Auðuns, Gunnar Thoroddsen, Gróa Pétursdóttir, Geir Hallgrímsson, Einar Thoroddsen, Björgvin Frederiksen, Gísli Halldórsson. Aftari röð (varafulltrúarn- ir): Ingvar Vilhjálmsson, Úlfar Þórðarson, Þorbjörn Jóhannesson. Höskuldur Ólafsson, Kristján J. Gunnarsson, Friðleifur I. Friðriksson, Þór Sandholt, Páll S. Pálsson, Guðjón Sigurðsson. Á myndina vamar Gunnar Helgason. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Þjóðin svarar vinstri stjórninni: Stórsigur Sjálfstæðis- manna í kosningunum Unnu tvö sæti í Reykjavík og meirihluta í Vestmannaeyjum, Keflavík, Sauðár- króki og Sfykkishólmi HEILBKIGÐ DÓMGBEIND almennings sigraði í hæjar- og sveitarstjórnarkosningunum á sunnuciaginn. Niðurstaðan varð stórfelldur sigur Sjálfstæðismanna víðs vegar um land, en rnikill ósigur vinstri-stjórnarflokkanna. Má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í þessum kosningum unnið cinn mesta kosningasigur, sem unninn ltefur verið hér á landi, í senn í Reykjavík og um allt land. Þessi kosninga- úrslit voru bæði traustsyfirlýsing við forystu Sjálfstæðis- manna í einstökum bæjar- og sveitarfélögum og vantraust á stefnu vinstri stjórnarinnar í landsmálum. I Reykjavík unnu Sjálfstæðismenn stórkostlegan sigur. Vann flokkurinn þar tvö sæti í bæjarstjórn og hlaut 10 bæjarfulltrúa kjörna og 57,7% kjósenda. Þá unnu Sjálfstæðismenn meirihluta í bæj- arstjórn þriggja kaupstaða: Vestmannaeyja, Keflavíkur og Sauðárkróks. Ennfremur hlaut flokkurinn meirihluta í bæj- arstjórn Ólafsfjarðar, sem hann hafði áður haft. Meðal kauptúna, sem hann vann mikinn sigur í má nefna Stykkishólm, þar sem hann hlaut hreinan meirihluta. I hinum 14 kaupstöðum, sem kosið var í hlutu Sjálfstæðis- menn 28,130 atkvæði og 51,2% atkvæða í stað 45% atkvæða árið 1954 er bæjarstjórnar- kosningar fóru síðast fram. Er hér um að ræða stórkost- lega fylgisaukningu Sjálf- stæðismanna. I kaupstöðunum og kaup- túnum þeim, sem kosið var í, hlutu Sjálfstæðismenn sam- tals 30788 atkvæði, en allir andstæðingar þeirra og óháðir listar samtals 30349 atkvæði. Hafa Sjálfstæðismenn þannig hlotið hreinan meirihluta at- kvæða í kaupstöðum og kaup- túnum landsins. Er hér um að ræða einstæðan kosningasig- ur. Sjálfstæðismönnum er ljóst að mikill fjöldi fólks úr öðr- um flokkum og ópólitískra manna hefir snúizt á sveif með þeim í þessum kosning- um. Fyrir Þessa liðveizlu þakka þeir af heilum hug um leið og þeir heita því að vinna af alefli að framkvæmd hags- munamála almennings. Sigur Sjálfstæðismanna í Reykjavík í Eeykjavik urðu úrslit bæjar- stjórnarkosninganna sem hér segir: A-listi Alþýðuflokkur 2860 at- kvæði (8,2%). Bæjar- stjórnarkosningar 1954 4274 (13,5%). Alþingis- kosningar 1956 (18,8%) uúræðslubandalag). B-listi Framsóknarflokkur 3277 autvæði (9,5%). Bæjar- stjórnarkosn. 1954 2321 tY,4%). Alþingiskosning- ar 1956 sjá Hræðslu- ^ciidalag. D-listi Sjálfstæðisflokkur 20027 atKvæði (57,7%). Bæjar- stjórnarkosn. 1954 15642 Frumhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.