Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. júni 1956 MORGUISBLAÐIÐ 15 Ræða Krúséifs Frh. af bls. 1 ar gerði öllum meðlimum polit- búró mjög erfitt fyrir.“ Ýmiss fyrirtæki og stofnanir í Sovétríkjunum hafa verið nefnd- ar eftir frægum núlifandi mönn- um. Krúséff upplýsti í ræðu sinni að hann og fleiri hefðú tekið þátt í því með Stalin að gefa ýmsum stofnunum nöfn sín. Þessu verð- ur að breyta, sagði Krúséff. En breytingin verður að gerast smátt og smátt. Að öðrum kosti gætu menn haldið, sagði Krú- séff, að mennirnir sem stofnan- irnar voru skírðar eftir, hefðu verið teknir fastir. „Ég minnist þess, á hvern hátt Ukrainumenn spurðu þau tíðindi, að Kosior hefði verið tekinn höndum,“ sagði Krúséff. Útvarpið í Kiev byrjaði venju- lega útsendingar sínar með þess- um orðum: „Þetta er Kosior- útvarpið.“ Síðan helt Krúséfí áfram: „Einn daginn byrjaði út- varpið án þess að nafn Kosiors væri nefnt. Allir voru sannfærð- ir um að eitthvað hefði komic -fyrir Kosior, að hann hefði senni- lega verið tekinn fastur." Þetta reyndist rétt. Þingvallaferðir FIB með gamla fólkið „10 ára afmæli rr FYRIR um það bil 10 árum vakti Víkverji nú Velvakandi, máls á því í dálkum sínum, að við- eigandi væri að Félag ísl. bif- reiðaeigenda gleddi vistmenn Elli- og hjúlcrunarheimilisins Grundar, með því að bjóða þeim í skemmtferð austur á Þingvöll. Síðan hefur þetta verið árleg ferð sem farin hefur verið og hafa þær jafnan verið hinar á- nægju legústu og um aðrá helgi verður þessi árlega skemmtit'erð farin. Austur á Þingvöll hefur svo F.Í.B. fengið góða skemmtikrafta til þess að koma fram og skemmta ferðafólkinu, þar hafa svo veit- ingar verið á borð bornar. En það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og því hefur stjórn Fél. ísl. bifreiðaeigenda beðið Mbl. fyrir þau vinsamlegu til- mæli hins fjölmenna hóps félags- manna, um að þeir taki þátt í hópferðinni og leggi til bila. Eru félagar beðnir að gera viðvart í síma skrifstofunnar 5659, frá kl. 1—4 og á kvöldin í síma 3564 og 82818, sem allra fyrst. Þá kvaðst félagsstjórnin einn- ig vænta þess að þau firmu í bænum, sem lagt hafa til í nest- ispokana, bregðist vel við er til þeirra verður leitað í nafni FÍB, i sambandi við þessa skemmti- ferð, en ferðin verður farin laug- irdaginn 16. jún. 35 nýir kenitarar brautskráðir Kennaraskólanum var slitið þriðjudaginn 29. maí. Alls voru í skólanum í vetur Innilega þakka ég öllum, sem glöddu mig með heimsókn. um, gjöfum og skeytum á sextugsafmælinu 27. maí. — Guð blessi ykkur. Vilhjálmur Arnason. Toilet-pappír í 100 oer 210 rúllu kössum. H. BIHIEDiKTSSniy & CO.H.F. Hafnarhvoll — Sími 1228. Auglýsing um auðkenni leigubifreiða til fólksflutninga. Samkvæmt auglýsingu dómsmálaráðuneytisins nr. 44, 9. apríl 1956, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L á öllum leigubifreiðum, allt að 8 farþega- Merki þessu skal komið fyrir annað hvort aftan við skrásetningarmerki bifreiðarinnar eða fyrir miðju þess að ofan eða neðan. Merki þessi fást hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, Borgartúni 7, alla virka daga nema laugardaga, kl. 9—16,30. Þeir leigubifreiðastjórar í Reykjavík, sem fengið hafa atvinnuleyfi samkvæmt reglugerð nr. 13, 9. apríl 1956, um takmörkun leigubifreiða í Reykjavík o.fl., skulu vera bún- ir að auðkenna bifreiðir sínar fyrir 1. júlí n.k. Lögregiustjórinn í Reykjavík. 102 nemendur, þar af 20 í handa- vinnudeild. Til prófs komu allir nema einn, sem veiktist fyrir próf. Einn utanskólanemandi kom til prófs. 93 luku prófi og stóðust það. 6 urðu að fresta prófi í einstökum greinum vegna for- falla. Þrír náðu ekki fullnægj- andi prófi. Úr fjórða bekk útskrifuðust 25 með kennaraprófi. Hæstu eink- unn, 8,65, hlaut Hjördís Halldórs- dóttir. Úr stúdentadeild útskrif- uðust ÍO með kennaraprófi. Hæstu einkunn þar, 8,60, hlaut Tryggvi Þorsteinsson. Þessir útskrifuðust úr fjórða bekk: 1. Aðalheiður Gunnlaugsdóttir, Bakka í Víðidal. 2. Arnþrúður Arnórsd., Þverá í Fnjóskadal. 3. Árni Ragnarsson, Flateyri. 4. Bára Guðmundsd., Hafnarf. 5. Benedikt Halldórsson, Hall- gilsstöðum, N.-Þing. 6. Elín Óskarsd., Reykjavík. 7. Ester Karvels, Ytri-Njarðvík. 8. Friðbjörg Haraldsd., Hafnarf. 9. Garðar Ólafsson, Reykjavík. 10. Guðm. Sigurðsson, Reykjav. 11. Gunnlaugur Sigurðsson, Val- þjófsstöðum, N.-Þing. 12. Haraldur Ólafsson, Reykjav. 13. Helga Hróbjartsd., Reykjav. 14. Hjördís Halldórsd., Fáskr.f. 15. Jens Hallgrímss., Grundarf. 16. Jóhann Sigvaldason, Klifs- haga, Axarfirði. 17. Jón Kristinsson, Húsavík. 18. Jón Pálsson, Höfðakaupstað. 19. Jón Þórarinsson, Reykjavík. 20. Jóna Hansen, Reykjavík. 21. Nanna Úlfsd., Úlfljótsvatni. 22. Pálmi Ólason, Þórshöfn. 23. Sveinn Þórarinsson, Rvík. 24. Vígþór Jörundsson, Hellu, Steingrímsfirði. 25. Þórir Hallgrímsson, Rvik. Úr stúdentadeild útskrifuðust með kennaraprófi: 1. Anna Kristjánsd., Reykjav. 2. Anna Sigurkarlsd., Eyrarb. 3. Bryndís Víglundsd., Reykjav. 4. Dröfn Hannesd., Rvík. 5. Elín Thorarensen, Reykjavík. 6. Jón Einarsson, Reykjavík. 7. Margrét Guttormsd., Hall_ ormsstað. 8. Sigríður Guðjónsd., Reykjav. 9. Sigrún Sigurðard., Reykjavík. 10. Tryggvi Þorsteins., Vestm.eyj. Viðstaddir skólauppsögn voru nokkrir þeirra, sem útskrifuðust fyrir fimm árum, ennfremur tólf þeirra, sem útskrifuðust fyrir tuttugu og fimm árum, og færði sá árgangur skólanum að gjöf á- litlega fjárupphæð, stofnfé að sjóði, sem verja skal til verðlauna þeim nemendum til handa, sem bezta frammistöðu sýna í ís- lenzku. Önnur stórgjöf barst skólanum fyrr á þessu starfsári. Var það vandað segulbandstæki, sem Sveinbjörn Egilsson og Magnús Jóhannsson, eigendur Radíó- og raftækjastofunnar á Óðinsgötu 2 færðu skólanum að gjöf s.l. haust. KIWI gljdinn er bjartastar og dýpstar .Kiwi verndar skó yða« og tykur endinguna. ASalumboSsmcnn: O. JOHNSON & KAABER H.F. Málmsteypa til leigu Málmsteypa í fullum gangi, með miklu af mótum og ýmsum vélakosti og nægu húsnæði, er til leigu frá næstu mánaðarmótum. Föst viðskipti, sem nema allt að hálfura afköstum 4—5 manna geta komið til greina ef um semst. Lysthafendur sendi nöfn sín og heimilisfang i Póstbox 341, Reykjavík. Aðstoðarbókhaldari karl eða kona, getur fengið atvinnu við eitt af stærri verzlunarfyrirtækjum bæjarins. — Tilboð með upp- lýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „Bókfærsla 1956 — 2548“. TRÉSMIÐIH Nokkra trésmiði vantar að Grímsórvirkjun. Uppl. á skrifstofunni. Verklegar framkvæmdir hf., Laufósvegi 2. Faðir okkar tengdafaðir og afi PÁLL FRIÐRIKSSON, Grettisgötu 33, andaðist í sjúkrahúsi aðfaranótt 6. júní. Börn, tengdabörn og barnabörn. Móðir mín GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR andaðist í sjúkrahúsinu á Akranesi fimmtudaginn 7. júni. Ragnar Jóhannesson. Maðurinn minn LÁRUS HJALTESTED bóndi að Vatnsenda, andaðist aðfaranótt hins 8. þ.m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Sigríður Hjaltesied. Bálför mannsins míns GUÐMUNDAR JÓNSSONAR bónda að Galtarholti, sem lézt 5 þ. m. fer fram frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 12. þ. ra. kl. 1,30 síðd. Blóm afbeðin. Gró* Jóhannsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HELGA GUÐMUNDSSONAR frá Eskifirði, sem andaðist 28. maí. Eiginkona og börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.