Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 9
Laugat'dagur 9. júm 1956 MORCUNBZAÐIÐ 9 Bandamannasaga: ,Kollóttar kindur' Ragnar Jónsson og Pétur Ólafsson NÚ skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður“, sag'ði kaptein- inn á „kútter Haraldi", þegar landskjörstjórn kom sér ekki saman um viðurlögin við þeim brotum, sem meiri hluti hennar taidi Hræðslubandalagið hafa framið gegn ákvæðum stjórnar- skrár og kosningalaga. Bandamenn eru þó ckki búnir að bíta úr nálinni umhinn endanlega úrskurð í því máli. Þetta sýnast þeir nú vera farnir að sjá, og gleði þeirra út af „sigrinum" hefir ekki enzt miklu lengur en vist Rannveigar í Alþýðuflokkn- um. Þetta má marka af ýmsum sói- armerkjum, en einna gleggst kom það fram í sambandi við „sigur- bát;ðina“ á miðvikudagskvöldið Ástandið verður ekki lagiært með dsökunum á hendur æskunni FORSTJÓRAR Helgafellsútgáf- unnar og ísafoldar, Ragnar Jónsson og Pétur Ólafsson, köll- uðu í gær blaðamenn á sinn fund til þess að segja þeim frá nýrri bókaútgáfu er þeir væru að hrinda af stokkunum. Taldi Mbl. hugmynd þess svo athyglisverða, að ég afréð að freista að fá um hana nokkru fyllri upplýsingar. Náði því aftur fundi þeirra Pét- urs og Ragnars. BÓKMENNTAVAKNING — Þið sögðuð á blaðamanna- fundinum að með hinni nýju smábókaútgáfu væri markvíst stefnt að bókmenntavakningu meðal íslenzks æskufólks. Hvað eigið þið við með þessum orðum? — Við getum ekki látið sem við sjáum ekki þá óheillaþróun, sem þó virðist enn ekki hafa náð hámarki, að ungt fólk, og raunar allir, lesi minna og minna af góð- um og þroskandi bókmenntum, en meira og meira af forheimsk- andi tímaritarusli og gerfibók- menntum. Þetta verður að breyt- ast ef fólkið á ekki að flosna upp og eyðileggja sitt andlega heilsu- far. Við álítum að hér, eins og annars staðar hafi átt sér stað hin herfilegustu mistök, sem á engan hátt verða lagfærð með barna- legum ásökunum á hendur unga fólkinu. Hér hafa að vanda hinir eldri brugðist. Það er ekki fyrst og fremst þörf nýmæla í bók- menntum eða listum, allt slíkt kemur eflaust óboðið ef þjóð- félagið fær að þróast frjálst og eðlilega. En það er alveg lífsnauð- syn að tryggja meira samræmi milli framboðs á góðum hlutum og gagnlegum og hins, sem á öll- um tímum hefur kitlað taugar þeirra óþroskuðu og lítilsigldu, og alltaf er jafnarðvænlegt að ausa fé í að auglýsa. Þetta er hlutverk hinna ábirgu þegna hvers þjóðfélags. BÓKAÚTGÁFAN í DAG — Er þá enn of lítið gefið út af bókum á íslandi? — Já, það er vissulega enn of lítið til af bókum, og þær eru flestar óhentugar, og of mikið borið í þær, sem ætlaðar eru unga fólkinu. Bókmenntafélögin hafa bætt verulega úr bókaskortinum og lækkað bókaverð, nú síðast Almenna bókafélagið, sem er orð ið langstærst og bezt trúandi til að ná tilgangi sínum. Þeirra meg- inhlutverk, auk þess að halda niðri bókaverðinu, er að ráðast í þær stórútgáfur, sem enginn ein- staklingur fær ráðið við í þessu landi. Engin samvinnufélög hafa gert annað eins átak í þá átt að lækka vöruverð og bókmennta- félögin, enda ekki hugsuð sem einokunarfélög. Þetta var nú út- úrdúr. Frítímum fólksins fjölgar stöð- ugt, og miklu hraðar en útgáfan. Bezta sönnun þess er hinn gífur- legi innflutningur erlendra tíma- rita og myndablaða, sem alltaf fer vaxandi. Er þó meginhluti þess alveg einskis virði, og varla einu sinni á borð við það versta, sem hér er gefið út, nema hvað þar má sjá glæsilegri liti á mynd- um. Fjöldinn allur af ungu fólki er að verða ólæs á þroskað ís- lenzkt mál. Það liggur öllum stundum í auðvirðilegum mynda- blöðum. Þetta sama fólk getur svo ekki haft yfir eitt kvæði eftir ástsælasta skáld þjóðarinnar og uppáhalds ljóðasmið foreldra sinna, og veit ekkert um sjálfan Jón Sigurðsson. Hins vegar er sú gleðilega stað- reynd að þau heimili, sem með lagi halda góðum bókum að ungl- ingunum, ná ótrúlega miklum árangri í þá átt að venja þau af óþverranum með líkum hætti og áður hefur tekist að venja krakk- ana af vínarbrauðsáti sem gerir þau ólystug á góðan og hollan mat. ÚTGÁFUSTARFSEMIN — Hvað á að gefa út? — Við erum alveg sannfærðir um að í þjóðfélagi eins og okkar, sem ekki hentar harðsvíruð bönn og bannfæringaf sé til aðeins eitt ráð, og það er að gefa fólkinu kost á góðu lestrarefni. Jöfnum höndum klassísk rit, sem öllum er nauðsynlegt og skylt að lesa, til þess að geta talist menn með mönnum. Allt nýtilegt sem fram kemur í skáldskap hérlendis og erlendis, og raunar einnig í vís- indum og listum yfirleitt. Ef þetta mistekst, eða er vanrækt verða afleiðingarnar þær, að menningin bíður ósigur í bili að meira eða minna leyti. Allar þýð- ingar verða vitanlega að vera gerðar af færustu mönnum. Bæk- urnar verða að vera svo ódýrar að fólk hiki ekki við að stinga þeim á sig, hvenær sem er, sofna með þær eða hafa þær með sér á vinnustaði, biðstofur og hvert sem leið liggur, og fleygt þeim að lokum og fengið sér nýtt ein- tak. Alltaf og alls staðar verður að vera við hendina fjölbreytt bókaval, þegar hentar að grípa til þess. Allt verður að miðast við það að þroska fólk um leið og þvi er skemmt, bæta smekk þess og örfa sköpunarþrá þess og lífslöngun, í stað þess efnis, sem alltof mikið er nú af, sem tæmir hug fólks. Heilbrigt ungt fólk þarf geysi- mikið að lesa. Samkvæmt skoð- anakönnun er hér hefur farið fram, virðist margt fólk hér á landi lesa eina bók á viku og sumirmeira. — Hvernig ætlið þið svo að koma þessum bókum til fólks- ins? — Við ætlum að hafa þær til sölu alls staðar þar sem einhver sala fer fram, á veitingastofum, í matvörubúðum og söluturnum. Og við ætlum að senda sölumenn með þser inná heimilin. — Og þið treystið ykkur til þess að selja þessar bækur fyrir 20 krónur? — Þær mega ekki kosta meira. Við þurfum að selja mikið. Við þurfum að koma þeim í hvert hús. Við höfum góða samvisku, því við vitum að við erum að vinna þarft verk. f fyrstu at- rennu treystum við á eldra fólkið, sem veit hvað á boðstólum er. Þegar unga fólkið hefur komizt verulega á bragðið, þá er öllu borgið. Við munum byrja á nokkr um úrvalsritum íslenzkum, því „að fortíð skal hyggja ef frum- legt skal byggja", eins og skáld- ið kvað. — Þið ætlið að veita verðlaun fyrir dyggilegan lestur? — Já, eiginlega mætti orða það svo. Verðlaunin sem við gefum, geta þeir einir gert sér vonir um að fá, sem lesa ljóðin rækilega, því unglingarnir, sem völdu fimm kvæðin úr safninu, hafa ekki val- ið út í bláinn. Næsta getraun verður með allt öðrum hætti, en þó verður svo um hnútana búið, að sá einn geti vænst þess að ná verðlaunum útúr okkur, sem les- ið hefur rækilega viðkomandi bók. Verðlaunin eru þvi viður- kenning fyrir dyggilegan lestur. — Hverjar verða næstu bæk- ur? — Næst kemur úrval úr rit- um Jóns Sigurðssonar forseta, Halla eftir Jón Trausta, Snæ- fríður íslandssól eftir Laxness, Aðventa Gunnars Gunnarssonar með nýjum myndum eftir Gunn- ar yngri, Mýrarkotsstelpan í þýð- ingu Björns Jónssonar ritstjóra ísafoldar, Uppreisn englanna i þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, úrval erlendra smásagna í þýð- ingu Jóns Sigurðssonar frá Kald- aðarnesi, svo nokkrar bækur séu nefndar. — Þá verða líka leikrit? — Það er ákaflega mikilsvert fyrir ungt fólk, og vitanlega alla, að lesa leikrit, æfa sig í að sjá persónurnar fyrir sér og sviðið. — Þið talið líka um bækur um vísindi og listir? — Já, í þessu safni munu meðal annars koma út litlar listaverka- bækur, bækur með einni fallegri litmynd og 10—20 öðrum mynd- um, en aðalefnið verður lesmál, var. Hræðslubandaiagið hafði auglýst mikla „skemmtun“ á Hótcl Borg, — en aðsóknin var svo nálægt núllpúnskinum, að þeir aflýstu henni á siðusiu stundu. ★ ★ ★ „Það er undarlegt með lömbin", sagði karl einn fyrir norðan, „hvað þau rekast ilia, og fara þau þetta þó á hverju ári.“ Hann var á leið með reksturinn í kaupstað- inn til slátrunar. Svipað þessu munu foringjar Hræðslubandalagsins hafa kom- izt að orði þegar þeir sáu, hve lítið innleggið varð hjá þeim á Hótel Borg hinn 6. þessa mán- aðar. Það spáir ekki góðu um rekslurinn að kjörboröinu hinn 24. júní. Annars er það athyglisvert, hve hvumpinn Strandamanna- goðinn er í „Timanum" út af því, að í þessum greinarflokki hafa stundum veriö teknar líkingar úr daglegu máli bænda og búaliðs þessa lands. „Hann nefndi lamb og leit á mig”, sagði móðguð sál endur fyrir löngu. Ekki þarf Hermann að óttast þetta með lambið, en hitt er sýnilegt, að ýmsir eru farnir að skotra til hans augunum, þegar nefndur er gemlingur eða eldri ásaúður. Hann og skriffinnar hans standast ekki reiðari en ef þeir heyra kollótta kind nefnda, og sé minnzt á meðferðina á kúgild- unum, sem maddama Framsókn á að standa skil á til hvers fram- bjóðanda Hræðslubandalagsins, þá fer nú að þjóta í pilsunum hjá gömlu konunni. Ekki er um nema eina skýringu að ræða á þessarri bræði hjá kerlu. Það er samvizkan, sem slær hana. Og hún hefir veitt því eftirtekt, að kjósendur hafa skilið líkinguna — og æ fleiri þeirra eru staðráðnir í því að láta hana ekki fara með sig sem kvikfénað. ★ ★ ★ Eftir að hafa komizt þetta á- leiðis með svikin gegn kosninga- lögunum, harma prófessorar Hræðslubandalagsins það nú mest, að hafa ekki gengið miklu lengra. Þegar áður cn framboðsfrestur var útrunninn voru sauðakaup- menn Hræðslubandalagsins farn- ir að ræða það sín á milli, að þeir hefðu ekki gengið nógu Iangt í fjárskiptunum. í djúpri fyrirlitn- ingu sinni á dómgreind kjósenda þykjast bandamenn mega ráð- stafa atkvæðum þeirra að þeim algerlega fornspurðum. Alþýðuflokksmenn bentu Fram- sóknarmönnum á, að samkvæmt úrslitum síðustu kosninga voru frambjóðendur Framsóknar „vissir" í nokkrum kjördæmum. Þeir gætu jafnvel sums staðar átt von á að komast að með kynning á listamönnunum. Tvær slíkar bækur, um Gunnlaug Scheving og Þorvald Skúlason eru í undirbúningi. Að nokkru leyti munum við lerta samvinnu við önnur forlög' um litlar gagn- orðar bækur um vísindi og listir. — Draga þessar smábækur ekki úr sölu annarra bóka? — Nei, vissulega ekki, þvert á móti. Þetta eru nánast bókmennta kynningar. Þetta eru eiginlega ekki bækur í þeirri merkingu, sem við eigum við hér. Smábóka- útgáfan gefur bara út lesmál, les- mál handa þeim sem nú kaupa léleg tímarit í stað menntandi, göfgandi bókmennta. Það er ekki hægt að horfa lengur uppá það ófremdaráctand að unga fólkið þekki ekki Höllu, ekki Sölku, ekki Fjallabensa, ekki Bjart, og varla Jónas eða Pál. Við ætlum að reyna að bæta svolítið þetta vandaræðaástand, sögðu þeir Ragnar og Pétur að lokum. Sv. Þ. meirihluta, sem gæti skipt tug- um atkvæða. Hvað búmennska er það, að láta þessi atkvæði fara til spillis?, sagði alþýðu-prófessorinn. Við eigum að fá að bjóða fram jafn- framt ykkur í þessum kjördæm- um, og þar eigið þið að skammta okkur allt sem þið megið án vera af atkvæðum. Þá nýtast þau fyrir uppbótarsætin handa okkur. Foringjum Framsóknar leizt vel á hugmyndina, en þegar væntanlegir frambjóðendurhenn- ar úti um land fréttu um hana, sló i liart. Foringjunum til sárr- ar gremju urðu þeir að láta af áforminu. Ekki er það þó nema að formi til, sem þessar bollaleggingar hafa verið lagðar á hilluna. Fregnir berast um það frá ýmsum stöðum, að hæfilegum fjölda kjósenda í ýmsum kjördæmum, þar sem Framsókn hefir verið föst í sessi undanfarið, hafi verið bent á að kjósa landlista Alþýðu- ílokksins. ★ ★ ★ En mikið vill meira. Skipverj- um á „kútter Haraldi“ finnst það vera mikil flónska af Hræðslu- bandalaginu að vera að fara fram með Framsóknarmenn í ýmsum kjördæmum, þar sem yfirgnæf- andi líkur eru fyrir sigri Sjálf- stæðismanna. Þessi atkvæði fari alveg til ónýtis. Hvað sem Fram- sóknarmenn á þessum stöðum gera, ætla þeir sér að nota sín at- kvæði fyrir sig, og undirbúa nú fullkomin svik við Framsókn. Hvað er þetta? Erum við ekki flokkur, þótt við séum dauður flokkur? segja þeir. Við EIGUM okkar menn og ráðstöfum þeim eftir okkar „sérhagsmunum“. Þar gildir eignaryétturinn, þótt allt annað verði þjóðnýtt. ★ ★ ★ Ef á annað borð er fallizt á grundvallar-sjónarmið þeirra, þá hafa þeir rétt fyrir sér. Er nokk- uð Ijótara að hafa Framsókn að ginningarfífli en að sniðganga ákvæði stjórnarskrár og kosn- ingalaga? Þetta brask gæti líka, ef það blessaðist, fært þeim fleiri upp- bótarþingmenn en jafnvel Hræðslubandalagið hefir gert ráð fyrir í liinum opinberu út- reikningum sínum. Markmiðið sem auglýst er, er nú sem stend- ur að ná hreinum meirihluta á Alþingi með röskan þriðjung at- kvæða að baki sér. Hvers vcgna ekki að færa sig upp á skaptið og fá hreinan meiri- hluta með svo sem 20—25% af greiddum atkvæðum? Reiknings- glöggir menn ættu að atliuga hvort þetta gæti ekki h u g s a n - I e g a tekizt, með þeim svikum, sem þegar cru opinber, og með þeim viðbótar-brellum, sem nú er verið að undirbúa. Það gæti hugsanlega tek- i z t að falsa vilja kjósendanna jafnvel miklu meira en hið opin- bera markmið Hræðslubanda- lagsins segir til um. En til þess að svo mætti verða, eru ýmsar for- sendur, sem ekki mega bregðast hræðslu-prófessorunum. í fyrsta lagi yrðu þeir að vita nákvæmlega fyrir atkvæðatölu hvers einasta frambjóðanda, hvar í flokki sem hann stendur. Og i öðru Iagi yrðu þeir að hafa fullt og óskoraö vald til þess að selja sína eigin kjósendur milli flokka að geðþótta reiknings- meistaranna. ★ ★ ★ En ætli reikningslistin hjá Gylfa sé alveg óskeikul? Og skyldu allir fyrri kjósendur flokka Hræöslubandalagsins vera eins liðugir og Rannvcig i því að hlaupa á milli flokka? Vér hættum á að ncfna enn einu sinni snöru í hengds manns húsi frammi fyrir Ilcrmanni og Gylfa. Kjósendur ciga sitt eigif atkvæði. Stjórnarskríin hefi. lengi geynit ákvæði um Ieynileg- ar kosningar til þcss að verndc sannfæringu kjósandans gegn hnýsni manna eins og þcirra. Það er cngin hætta á þ*í, a< kjóscndur látí þá bandamenn fara með sig cins og fé á f»li, — af þeirri einföldu ástæðu, að þeir eru ekki kvikfóuaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.