Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. júní 1956 MonnrjKnr.AfíiÐ 13 Anna Pálsdóttir hástreyja Skaltaielli ÞANN 28. f.m. andaðist á Lands- spítalanum í Reykjavík Anna Pálsdóttir húsfreyja frá Skafta- íelli í öræfum, 28 ára a3 aldri. Var hún fædd að Sauðanesi í Austur-Húnvatnssýslu 24. nóv. 1928. Dóttir hinna kunnu merk- ishjóna, Sesselíu I>órðardóttir og Páls Jónssonar, bónda í Sauða- nesi. Voru börn þeirra hjóna 12 og Anna meðal þeirra yngstu. Hún fór 3ja ára gömul í fósur að Húnastöðum á Ásum og ólst þar upp hjá hjónunum Sigur- björgu Gísladóttir og Jóni Bene- diktssyni, er gegnu henni í for- eldra stað. 17 ára gömul fór hún í Garðyrkjuskólann á Reykjum í ölvusi og lauk þar námi. En það átti eigi fyrir henni að liggja, að flytja aftur heim á æsku- stöðvarnar. Dvaldi hún i Reykja- vík við ýms störf nokkur ár og flutti þaðan að Skaftafelli í ör- aefum og giftist þar bóndanum, Ragnari Stefánssyni í Skaftafelli. Er það þróttmikill og duglegur bóndi og af hinni merku Skafta- fellsætt, sem búið hefir á ættar- óðalinu í 14 ættliði. Þau hjónin eignuðust tvö börn, dreng og stúlku. Misstu þau stúllcuna 1 árs gamla, en drengurinn, Einar, að nafni, er á lífi, en heilsulítill. Hann er á 3. ári. Við, sem þekktum önnu Páls- dóttur á æskuárum hennar heima á Húnastöðum, vissum að hún var mjög efnilegur og þróttmikilí unglingur. Glaðlynd og vel gefin, þróttmikil og ágætlega dugleg til allrar vinnu. Voru miklar vonir foreldra, fósturforeldra og ann- arra vandamanna tengdar við framtíð hennar. Hún var öllum geðþekk og naut ástúðar allra sinna nánustu. Hin ágæta kona Sigurbjörg, fósturmóðir önnu lét sér mjög ant um hennar hag, enda var milli þeirra mikið ást- ríki. En samvistir þeirra urðu styttri en vonir stóðu til, og hefir það ef til vill átt sinn þátt í því, að önnu fór sem ungunum er fljúga frá hreiðrinu nokkru fyr en flugfjaðrirnar eru að fullu vaxnar. Hún fór í fjölmennið eins og svo margar ungarmeyjar sveit- anna nú á tímum. En hún undi sér þar ekki lengi. Hugurinn stefndi atð sveitafegurðinni, sveita lifinu og sveitastörfunum í sam- vinnu við hina lifandi náttúru. En Anna tók ekki stefnu heim í sitt fagra ættarhérað, heldur í annað landshorn í Austur-Skafta- fellssýslu. Þar virtist og ánægju- leg framtíð blasa við henni. Mað- urinn, sem hún tengdist, þrótt- mikill og vel ættaður bóndi, á merkilegu höfuðbóli. Hjónin tóku til starfa með kjarki, dugnaði og björtum framtíðarvonum. Örðugleikarnir voru miklir eins og víða er nú á tímum i sveit- um okkar lands. En hjónin gengu á hólm við þá, eins og margir fieiri, er líkt stendur á um. Allt virtist í fyrstu á góðri fram- tíðarleið. En óhamingjan situr stundum á næsta leiti, þar sem þó virðist allt leika í lyndi. Svo fór hér. Hin unga þróttmikla og glaðlynda kona, bilaðist á heilsu eftir fá ár, þrótturinn hvarf og vonirnar bruztu eins og æfin- lega þegar þannig fer. Nú hefir sú ógæfa fengið þann endi, sem allra bíður að lokum. Hin djarflega og vonbjarta húsfreyja er horfin fyrir fullt og allt, úr afskektu sveitinni, þar sem búizt var við að hún ætti langa æfi fyrir höndum. 28 ára gömul, hvarf hún yfir landamær- Pantið tíma í síma 4772. Ljósmvndastofan LOFTUR h.t. in til fóstru sinnar og foreldra. Bóndinn og litli drengurinn horfa harmi lostnir á eftir eigin- konu og móður. Systkynin mörgu, aldraður fósturfaðir, uppeldis- systir og margir aðrir kunningj- ar og vinir sakna sárt og undr- ast, að dauðinn skyldi koma svona fljótt niður á þessum stað. AUir þessir harma hina geð- feldu konu, og minnast hennar með virðingu og þökk. Jón Páimasor er komið Bezti augnaháralitur, sem framleiddur hefur verið í heiminum til þessa. — Fæst í 5 litum: Svartur, hrúnn, grár grænn, blár. Aðalútsala MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 MARKAÐURINN Laugavegi 100 Xngólfsstræti 6. Hörður Ólafsson Múlfhitningsskrifstofa. Smiðjustíg 4. Sími 80332 og 7673 Rnftækiavarahlutir Raftækjaviðgerðir Höfum yfirleitt varahluti fyrirliggjandi og önnumst við- gerðir á eftirióidum tækjum: Miele þvottávélar og þurrkur Siemens eldavélar og isskápar Graetz eldavélaT Prestcold ísskápar International Harvester ísskápar Sternette isskápar Sunbeam hrærivélar Braun rakvélar' Erres bónvélar Prometheus straujárn Morphy Rychards straujárn og brauðristar Dormeyer hrærivéiar. Sækjum lieim og sendum öll stærri tæki. Raftœkja- og Raflagnavinnustofa Ólafs Haraldssonar Bankastræti 10. Afgreiðsia í Véla- og Raftækjaverzlun. Sími 2852. Hcimasími: 89438. Tveir vörubílðr til sölu Öðrum getur fylgt laust hús tii mannflutninga og varavél, hinum spil og bóma. Hagstætt verð og skil- málar. KEILIR H.F. Símar 6500, 6550, 6551. Seljum mjólkurís til heimaneyzlu í vönduðum plasíílátum í S B O R G, Austurstræti. Bílaviðgerðir Bifvélavirki eða maður vanur bílaviðgerðum, getur fengið atvinnu strax. SKODAVERKSTÆÐIÐ við Kringlumýrarveg sími 82881 Glæsileg og sérlega vel mc-5 farin Packard-bifreið — Ultramatic-Drive — model 1950 er til söiu. Bifreiðin verður til sýnis í dag kl. 15—17 að Grenimel 31. — Til- boðum sé skilað I afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir kl. 18 n.k. mánudag merkt: „PACKARD — 2563“. Stulka oskast Rösk og ábyggileg stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar á Vesturgötu 53. Lisfer diesel báfavel 16 hestöfl, til sölu. Upplýsingar á véiaverkstæði Kristjáns Gíslasonar. Sími: 81120.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.