Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 8
8 MORGVl\ hlAÐIÐ Sunnudagur 4. júlí 1954 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innaiilands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Eina sfrek „vinstri stjórnarinnar“ l UR DAGLEGA LIFINU í MÖRG ÁR hafa Tímamenn og Alþýðuflokksmenn stært sig af „vinstri stjórn“ sinni á árunum 1934—1939. Þeir hafa kallað hana „frjálslynda umbótastjórn“ og öðrum fögrum nöfnum. Þessi stjórn hafi starfað í anda þeirra Per Albins og Franklins D. Roosevelt og fleiri ágætismanna, segja þeir. Það er undarleg tilviljun að einmitt á valdatímabili þessarar „frjálslyndu umbótastjórnar“ skyldi kommúnisminn fyrst fyrir alvöru fara að vinna nokkuð fylgi í þessu landi. Fram til ársins 1934 mátti þessi rússneski flokkur heita gersam- lega fylgislaus hér. En við kosn- ingarnar árið 1937 eftir þriggja ára „frjálslynda umbótastjórn“ Framsóknar og Alþýðuflokksins stórvinnur hann allt í einu á og fær þrjá þingmenn kjörna. Hver skyldi nú vera skýring- in á þessu? Hún er ekki langsótt. Þeir, sem muna árin fyrir síðustu heims- styrjöld vita, hvernig stjórnar- far þjóðin bjó þá við og hvernig búið var að öllum almenningi. Atvinnutæki þjóðarinnar gengu úr sér og bannað var að kaupa ný. Fólkið flýði sveitirnar til at- vinnulítillar sjávarsíðu. Þó sagð- ist Framsókn alltaf vera að „bjarga sveitunum og landbún-! aðinum". Tekjur sjómanna og verkamanna voru svo lágar, að þess vóru dæmi að sjómaður í sjávarþorpi hefði 150 krónua! árstekjur. j Öll viðskipti voru hneppt í dróma hafta og skriffinnsku. j Stjórnin hafði oftrú á höftum og bönnum. Með þeim hélt hún að hægt væri að halda þjóðarskút- unni á réttum kili. En allt seig sífellt lengra á ógæfuhliðina. Ríkisskuldir hrúg- uðust upp og lánstraust ríkisins þvarr. Það er óþarfi að rekja þessa sögu frekar. Hún er mörgum í fersku minni. Tímabil „vinstri stjórnarinnar", sem Tíminn og Alþýðublaðið kalla „frjálslynda umbótastjórn" var sannkallað hallæristímabil. Fór svo að lok- um að flokkar þessarar óláns- stjórnar gáfust algerlega upp og báðu Sjálfstæðisflokkinn ásjár. En það er önnur saga. ' I ★ Þaff var á þessu hallæris- tímabili, sem kommúnisminn náffi fyrst nokkurri rótfestu á íslandi. Lánleysi „vinstri stjómarinnar", atvinnuleysi, sukkiff, gengdarlaus misnotk- un pólitísks valds og bágindi almennings sköpuffu hinni nei- kvæffu niffurrifsstefnu nokk- um hljómgmnn meffal íslend- inga. Þannig gafst þá hin fyrsta „vinstri stjórn“ á íslandi. Hún skapaði jarðveg fyrir öfgar og upplausn og fleytti þremur komm únistum inn á Alþingi íslendinga við næstu kosningar, sem fram fóru. Það er sannarlega ekki að furða þótt blöð þeirra fjokka, sem stóðu að þessari lánlausu stjórn lofi hana í tíma og ótíma og harmi, að ekki skuli unnt að koma slikri stjóm á laggimar að nýju. í raun og veru var kosið um það við síðustu alþingiskosning- ar, hvort skapa ætti möguleika til myndunar „vinstri stjórnar" Framsóknar og Alþýðuflokksins að nýju. Þessir tveir flokkar höfðu samvinnu með sér í nokkr- um kjördæmum í því skyni að hnekkja áhrifum Sjálfstæðis- flokksins. En hvernig gafst þessi tilraun? Þannig, að Alþýðuflokkurinn tapaði tveimur aðalvígjum sín- um og Framsókn tveimur kjör- dæmum. Fyrir kosningar höfðu Framsókn og Alþýðuflokkurinn haft samtals 24 þingmenn en Sjálfstæðismenn 19. Eftir kosningarnar í fyrrasum- ar höfðu þessir flokkar 22 þing- menn en Sjálfstæðismenn 21. Dómur þjóðarinnar var ótví- ræður. „Vinstri stjórn“ kærði hún sig ekki um. Til þess var reynslan of beizk af hinni „frjáls- lyndu umbótastjórn" fyrirstríðs- áranna. Þannig dæmir þjóffin stjórn- málaflokka og leifftoga þeirra af verkum þeirra en ekki eftir innantómu orffagjálfri. Sjálf- stæðismenn munu halda áfram baráttunni fyrir þeim umbót- um á hinum íslenzk.a þjóff- i félagi, sem útrýma aff lokum hinni föffurlandslausu stefnu kommúnista. Fylgishrun henn ar er hafiff. Örlög þessarar öfgastefnu eru ráffin meffal ís- lendinga. if EMANUEL Swedenborg var sænskur lífeðlisfræðingur. Árið 1716 útnefndi Karl 12. Svíakon- ungur hann yfirforstjóra sænsku námanna óg þar að auki var hann einhver hinn mesti þúsund þjala smiður síðan Leonardo da Vinci leið. Swedenborg fann upp og kom í framkvæmd aðferð til þess |f að flytja skip yfir þurrt land. Kom það sænska flotanum að sérstaklega miklum notum. Hann gerði teikningu að kafbát og ' „flugvagni“, er hann nefndi svo. Hann átti sæti í efri deild sænska þingsins og flutti þar bráðsnjallar ræður fyrir auknum viðskiptum, bindindislöggjöf og tugakerfinu. Hann var éðlisfræðingur, sem var á undan Kant og Laplace með kenningar sínar um þokuheiminn j og sem jarðfræðingur var hann og langt á undan sínum tíma. Framlag hans til vísindanna fól m. a. í sér kenninguna um segul- magn sameindanna, kvikasilfur- dælu og aðferð til þess að ákveða stöðu skips á hafi úti eftir af- stöðu tunglsins. Sem lífeðlisfræð- ingur gerði hann margar uppgötv ~S>we cíe vi loiAcj ocý trá Lanó anir, m. a. um starfsemi kirtla kerfis líkamans. ★ OG LOKS kom að því apríl- | nótt eina, árið 1744, þegar hann var 56 ára að aldri, að hann öðl- 1 aðist opinberun og þá hófst nýtt líf fyrir Emanuel Swedenborg. | í stóru ritsafni, sem telur um 30 bindi (sum þeirra eru skrifuð með sjálfkrafa skrift, eftir því sem Swedenborg skýrði sjálfur j frá, og eru það boð frá andaheim- inum) setur hann fram trúar- kenningu sína, sem byggist á sameiningu hinnar heilögu Guðs- þrenningar í Jesús Kristi og hann trúði því, að Guð hafi stigið nið- ur til jarðarinnar í annað sinn. Framhaldslífið og andaheimur- inn var eins raunverulegt í aug- um Swedenborgs sem heimaborg hans, Stokkhólmur. Hann hreif Svíadrottningu, Lovísu Úlrikku meg því að færa henni kveðjur frá látnum bróður hennar og skemmti samtíðarmönnum sínum með frásögnum um merka menn, sem gengið höfðu í hjónaband eftir dauðann á himnum. □—★—□ ★ SKYGGNI var annar af dul- hæfileikum þeim, sem Sweden- borg voru gefnir. Um kl. 6 kvöld eitt árið 1759 fölnaði Swedenborg skyndilega og varð óttasleginn á svip. Hann var þá staddur hjá vini sínum í Gautaborg. Hann skýrði honum frá því, að á þeirri stundu hefði geysi mikill bruni kviknað í Stokkhólmi, 325 mílur frá Gautaborg og gaf Sweden- \JetvalzanJii ihrifar: Brauð og kartöflur FYRIR hálfu öðru ári síðan urðu talsverða blrðaskrif hér um mat- aræði Rússa. Varð blað kommún- ista ókvæða við þegar það upp- lýstist, að Rússar lifa að lang- mestu leyti á korni, aðallega brauði. Hinn 2. þ.m. birtir blaðið samt grein um lífskjörin í Austur- Þýzkalandi og skýrir þar frá þvi, að íbúar þessa óhamingjusama landshluta lifi að mestu á brauði og kartöflum. Farast blaðinu þannig orð: „Af óskömmtuðum matvælum keypti hann (verkamaður með konu og tvö börn, á einum mán- uði) þetta: 30 brauð 1,5 kg hvert 21,60 M. 30 kg kartöflur 3,30 M“ Þá vitum við það. Tvær fullorðn- ar manneskjur og tvö börn borða til jafnaðar þrjú pund af brauði og tvö pund af kartöflum á dag. Það er ekki um það að villast að maginn kallar eftir sínu og verð- ur að sætta sig við brauð og kart- öflur, þar sem lítið er um annað, jafnvel þótt kommúnistablaðið haldi því fram að fjölskyldan fái til samans einn líter mjólkur á dag. Það er engu líkara en að blaff hins fjarstýrða flokks sé að gefa skýringar á þvi, hvers vegna fólkið flýr í stríðum straumum undan stjórn komm únista í Austur-Þýzkalandi til Vestur-Þýzkalands, þar sem hið hræðilega „auðvaldsskipu- lag“ ríkir og fólkið býr ennþá við vestrænt lýðræði. Meira um Hótel Borg. OSKRIFAR: . „í síðasta miðvikudagsblaði Mbl.. skrifar G. (gestur?) athuga- semdir við umsögn hins einkenni lega sérfræðings mr. Harold Champion um Hótel Borg hér í bænum og hrekur staðleysur hans í þeim efnum. í viðbót við hin réttmætu orð G. vildi ég taka þetta fram: Ég er líka talsvert kunnugur gistihúsum erlendis, einkum beztu hótelunum á Norðurlönd- um, en þau þekki ég af eigin reynslu og hefi stundum dvalið þar langvistum, svo sem Palace Hotel í Kaupmannahöfn, Grand Hotel í Osló og Grand í Stokk- hólmi. Allir munu kannast við, að þessi hótel eru ákveðin 1. flokks í þessum löndum, og er einnig hótelmenning nægilega kunn með þessum þjóðum. Það er nú staðreynd, sem margir inn- lendir og erlendir gætu vottað um, þeir er skynbragð bera á þessa hluti, að Hótel Borg stend- ur þessum 1. fl. gistihúsum fylli- lega á sporði, og að ýmsu leyti tek ég það fram yfir, að því er snertir híbýli, aðbúnað og viður- gerning. Saigt í glensi? EFTIR mynd að dæma í Mbl. virðist Mr. H. Champion vera kátur og gamansamur, og hefir hann ef til vill sagt þetta í glensi, sem blaðið hefir eftir honum. Og óneitanlega er það að áliti sumra nærri broslegt, er hann telur gistihúsin í Englandi standa svo miklu framar H. B., að það myndi þar teljast sem „sveitahótel“ eða flokkast sem „2. fl. B gistihús"!! — Þess er vert að geta, að þessi herramaður bjó að sögn alls ekki á Hótel Borg meðan hann dvaldi hér nýverið, kom aðeins nokkrum sinnum til borðhalds þar í veit- ingasal og naut þar hins ágæt- asta beina á allan hátt, að dómi þeirra, sem með honum voru, þar á meðal fulltrúa Flugfélags ís- lands, en þar eru menn víst nægilega undrandi yfir ummæl- um þessa Englendings í Mbl. En um hitt skal ekki dæmt hér, hver heiður Flugfélaginu eða Ferðaskrifstofunni er að slíkum áðfengnum sérfræðingi, er þannig meiðir helztu gististofnun lands- I ins, sem þessi félög standa í góðu viðskiptasambandi við. Álit matsnefndar. LOKS má bæta þessu við: Hin opinbera matsnefnd, sem skip uð var samkvæmt nýrri löggjöf frá Alþingi og um hríð hefir rann sakað gisti- og veitingahús bæj- arins, hefir einróma gefið það álit til dómsmálaráðuneytisins, að Hótel Borg væri fyrsta flokks, og skil ég ekki, að kleift sé að vé- fengja þann dóm. Ó“ M Vill hitaveituleiðslu í Tjörnina. AÐUR nokkur, dýravinur, sem býr við Bjarkargötuna, f hefir vakið athygli mína á eftir- j farandi: j Þessa dagana stendur yfir mik- ið umrót hér í Bjarkargötunni í sambandi við viðgerð þá og um- bætur, sem þar er verið að gera. Mér datt í hug, hvort ekki mætti nú í leiðinni leggja eina hita- t veituleiðslu niður í Tjörnina, sitt frá hvorum enda Bjarkargötu í niðri tjörnina. Slík ráðstöfun ' mundi forða margri öndinni frá því að þurfa að hrekjast til sjáv- ar þegar Tjörnina leggur, og verða olíubrák eða öðru fári að bráð. Leiðslu þessa mætti gera þann- ig úr garði, að hægt væri að loka fyrir heita vatnið, þegar hlýtt er í veðri, og þess er ekki þörf. Hinsvegar, þegar frost koma og Tjörnina leggur alla, gæti þessi leiðsla haldið opnum dálitlum vökum, þar sem endurnar ættu sér athvarf. Þegar alloft áður hafa komið fram uppástungur í þessa sömu átt, og fyndist mér tilvalið, að nota nú tækifærið, til að láta verða af framkvæmdum, um leið og viðgerðin á götunni fer fram. Mér virðist að það myndi kosta sáralítið, og viss er ég um, að allir bæjarbúar mundu fagna því að þetta mál næði fram að ganga. Dýraverndunarfélagið ætti að láta það til sín taka. Dýravinur.“ Bronsstytta af Emanuel Sweden- borg, gerff af sænsk-ameríska myndhöggvaranum Carl MiIIes. borg nákvæmar lýsingar á út- breiðslu eldsins, eftir því sem leið á kvöldið. Hús vinar hans var þegar brunnið til ösku, sagði hann, og hans eigið í hættu. Um kl. 8 hrópaði hann upp yfir sig: „Guði sé lof, eldurinn hefur ver- ið slökktur þrjú hús frá mínu.“ Tveir dögum seinna kom sendi- boði til Gautaborgar 'og bar þær fréttir, að skýrsla Swedenborgs um brunann hefði verið rétt í öllum smáatriðum. □—★—□ ★ ÞEGAR Swedenborg andað- ist, árið 1772 höfðu fylgismenn hans og skoðanabræður engin áform uppi um að efna til sam- taka sín á milli. En 16 árum seinna mynduðu brezkir fylgend- ur hans fyrsta söfnuðinn, sem byggði á kenningum hans í Great Eastcheap-hverfinu í Lundúnum, og þegar árið 1784 var skozkur maður einn, James Glen, tekinn að boða skoðanir hans í Boston og Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa alla tíð verið hrifnir af kenningum Swed- enborgs í trúmálum og þær átt miklu fylgi að fagna. Heimspek- ingurinn Emerson nefnir hann „stórkostlegan anda, sem er langt á undan samtíð sinni og ekki verður metinn réttilega nema með grandskoðun og úr hæfilegri fjarlægð. Henry James sagði um hann, að hann væri skynsamasti og framsýnasti heimspekingur sinnar tegundar. . , □—★—□ ★ I SÍÐUSTU viku héldu fylgia menn hins sænska vísindamanns þing sitt í Bandaríkjunum. í söfnuðum þeirra um allan heim eru nú 25 þús. manna. Á fundi þessum var gefin út yfirlýsing, þar sem eftirfarandi er m. a. að finna: „Endurkoma Krists til jarðar- innar hefur þegar hafizt, stendur Framh. á bls. 12 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.