Morgunblaðið - 09.04.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.04.1954, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 9. apríl 1954 Erfiðlega gengur að fá 4s Frá aSalfundi Skógræktarfé!. Hainarf jarðar Hafnarfirði, 8. apríl. AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var haldinn 30. marz s.l. í Sjálfstæðishúsinu. — Formaður flutti skýrslu stjórn- arinnar, og gat þess m. a., að erfiðlega hefði gengið að fá fólk til útplöntunar á síðastliðnu vori. — Þá skýrði hann frá því, að Noregs- for skógræktarfólks væri fyrirhuguð á þessu sumri, og væru þrír umsækjendur á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. GENGUR ERFIÐLEGA AÐ FÁ JÖRÐINA ÁS Formaður vakti máls á því hvernig gengi fyrir félagið að fá aukið landrými til skógræktunar. Sagði hann, að jörðin As, sem félagið hefði haft augastað á til ræktunar, og það hefði lagt fyrir löngu drög á að fá, þegar það losnaði úr ábúð, fengist nú ekki nema að litlu leyti, með því að Verið væri að leigja jörðina aftur til ábúðar. — Á fundinum voru lesin upp bréf, sem höfðu verið skrifuð til landbúnaðarráðuneyt- isins svo og bæjarstjórnar Hafn-, arfjarðar, en þau hefðu ekki bor- íð tilætlaðan árangur. HARMAR FRAMKOMU FYRRV. LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Á fundinum kom fram mjög eindreginn stuðningur við gerðir félagsstjórnar í máli þessu, og voru eftirfarandi ályktanir sam- þykktar einróma: „Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn 30. marz 1954, harmar framkomu fyrrver- andi landbúnaðarráðherra, Her- manns Jónassonar, gagnvart fé- laginu við byggingu jarðarinnar Ás í Garðahreppi, þar sem félag- ið þó var búið að leggja drög fyrir landinu áður en leiga til nú- verandi ábúanda kom til greina, og felur fulltrúum þeim, sem kosnir voru til aðalfundar Skóg- ræktarfélags íslands á sumri komanda að hreyfa þessu máli þar og fylgja því með festu.“ Enn fremur var samþykkt eft- irfarandi tillaga: „Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn 30. marz 11954, beinir þeirri áskorun til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, að neytt verði þess réttar, sem Hafn- arfjarðarbær hefur til að eignast útland jarðarinnar Ás í Garða- hreppi. Að framgangi þessa máls verði unnið af fullri festu nú þegar.“ Þá voru reikningar félagsins lesnir upp og samþykktir. Einnig var lesinn upp reikningur skóg- ræktarsjóðs systkinanna Ingi- bjargar Kristmundsdóttur og Gunnlaugs og Guðmundar Krist- mundssona, og voru eignir hans í árslok kr. 25.246.05. — Lögum félagsins var breytt þannig, að fjölga stjórnendum úr 5 í 7. Úr stjórn áttu að ganga Þor- valdur Árnason og Jón Gestur Vigfússon. Baðst Þorvaldur und- an endurkosningu. — í stjórnina voru kosnir þeir Jón Gestur Vig- fússon form., Pálmi Ágústsson, — og samkvæmt lagabreytingunni þeir Páll V. Daníelsson og Krist- ján Símonarson. Aðrir í stjórn eru Jón Magnússon, Ólafur Vil- hjálmsson og Ingvar Gunnarsson. — í varastjórn eru þeir Eiríkur Björnsson, Guðmundur Gissurar- son og Sigurjón Vilhjálmsson. — G. E. Dansh Bfdms veif kýs frelsi BERLÍN, 7. apríl. — Jafnaðar- mannablaðinu Telegraf í Berlín segist svo frá, að 18 manna aust- ur-þýzk danshljómsveit hafi flú- ið til Vestur-Berlínar s. 1. föstu- dag. Hljómsveitarmenn höfðu ekkert með sér nema hljóðfæri sín. Áður hafði Karl Walter, stjórn- andi hljómsveitarinnar, flúið til Vestur-Berlníar. Neituðu komm- únistar honum um leyfi til að stjórna hljómsveit sinni, af því að hann hefði leikið „ofsafenginn, amerískan djass.“ Giftsst og skilja á sama degi í DANMÖRKU horfir til stór- vandræða, með skyndibrúðkaup verkamanna, sem í hundraða tali gera samninga við stúlkur um að giftast þeim og skilja svo við þær sama dag. Það sem liggur til grundvallar þessum giftingum er það, að giftir menn fá hærri laun en ógiftir. Verkamennirnir fullyrða að frá því sé gengið formlega að stúlk- urnar hafi ekki nein óþægindi af þessum giftingum. í festum til- fellum sé samkomulag um það að skilja samdægurs. Eftir að „hjón- in“ hafa borðað saman huggulega máltíð, eftir giftinguna, og kannske fengið sér eitt glas, fari þau venjulega að ganga frá skiln aðinum, og það fari í flestum til- fellum mjög friðsamlega og vin- gjarnlega fram, því að hvorugt kæri sig um hitt, og aðalatriðið er auðvitað að vera fráskilinn. I nokkrum tilfellum hefur þetta mistekist, þannig að konurnar hafa ekki samþykkt skilnaðinn. Höfðingleg gjöf GRÍMUR JÓNSSON, fyrrver- andi útgerðarmaður í Súðavík við Isafjarðardjúp, og kona hans, Þuríður Magnúsdóttir, sem nú eru búsett . ú Reynimel 50 í Reykjavík, hafa gefið 15 þúsund krónur til kirkjubyggingar í Súðavík. Súðvíkingar eru fyrir löngu hættir að sækja hina gömlu sókn arkirkju sína að Eyri í Seyðis- firði nema við hátíðleg tækifæri, enda yfir langan sjóveg að fara. Undanfarin ár hafa guðsþjónust- ur í Súðavíkurþorpi farið fram í samkomuhúsi, sem er eign Sjó- manna- og verkalýðsfélags Álft- firðinga, en eru nú fluttar í hinu nýja skólahúsi staðarins, sem vígt var og tekið til afnota um miðjan s.l. febrúarmánuð. Þótt þar sé vel að guðsþjónustum bú- ið, þá er eigi að síður mikil þörf á kirkju í Súðavíkurþorpi, sem ætluð væri öllum íbúum Álfta- fjarðar, en þeir voru 279 talsins um s.l. áramót. Súðvíkingar flytja þeim hjón- um, Þuríði og Grími, innilegar þakkir fyrir hina höfðinglegu gjöf til kirkjubyggingarinnar. — Vonandi verður hægt að efla kirkjubyggingasjóðinn sem mest á næstunni, svo að unnt reynist að hefja byggingu kirkjunnar, áður en mjög langt um liður. Magnús Guðmundsson, sóknarprestur í Ögurþingum. FELAGSVIST OG DAIV3S í G. T.-húsinu í kvöld kl. I, stundvislcga. GÖMLU OG NÝJU DANSARNIR CARL BILLICH stjórnar hljómsveitinni. Aðgöngumiðasala frá kl. 8 — Sími 3355 Ath.: Komið suemma til að forðast þrengsli. KARLAKORINN FOSTBRÆÐUR Kvöldvaka í Sjálfstæðishúsinu sunnud. 11. apríl kl. 9. Gamanþættir, eftirhermur, gamanvísur, söngur o. fl. Dansað til klukkan 1, Aðgöngumiðar í Sjálfstæðishúsinu í dag klukkan 5—7. —Borð tekin frá um leið. — Pantanir í síma 2339. Bezta skemmtun disins! FYRIR nokkru útnefndi jap- anska landbúnaðarráðuneytið 8 japanska búfræðinga, til þess að fara til Danmerkur og fullnuma sig í búfræði og mjólkurbússtörf- um. Búfræðingarnir leggja af stað 20. apríl, með skipi frá Jap- an og munu dvelja eitt ár í Dan- mörku. Gömlu dansarnir ðingm SÍMÍ í kvöld klukkan 9. Stjórnandi Baldur Gunnarsson. Hljómsveit Svavars Gests leikur. Miðasala frá kl. 8. Félag Þingeyinga í Reykjavík heldur kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu í kvöld klukkan 8,30. TIL SKEMMTUNAR: Kvikmyndin: Fagur er dalur. Tígulkvartettinn syngur. Fluttar verða gamanvísur eftir Egil Jónasson frá Húsavík. Dans. Aðgöngumiðar seldir í Sjálfstæðishúsinu í dag frá kl. 5—7 og við innganginn. — Borð tekin frá um leið. STJÓRNIN Heimdallur Kvöldvaka Heimdallur F.U.S. efnir til kvöldvöku í Sjálfstæðisbúsinu laugardaginn 10. apríl kl. 8,30 e. h. Dagskrá: Ávarp: Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Einleikur á píanó: Gísli Magnússon. Leikþáttur: Þrír Heimdellingar. Einsöngur: Ketill Jensson. Heimdallar-þáttur. Dans. Aðgöngumiðar verða seldir í dag kl. 5—6 e. h. í skrif- stofu Heimdallar, Vonarstræti 4 (V.R.) STJÓRNIN Þ{óðdansafélag Reykpvíkur með aðstoð Karlakórs Reykjavíkur Skemmtun í Austurbæjarbíó n. k. sunnudag 11. apríl klukkan 2 e. h. r Sýndir verða þjóðdansar frá 15 löndum (í þjóðbúningum) einnig kórsöngur, kvartettsöngur og einsöngur. Aðgöngumiðar á kr. 20,00, almenn sæti fyrir börn á kr. 10,00, verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Lárusar Blöndal. AUGLYSING ER GULLS ÍGILDI - ..... AAAAAAAAAAAAaatil MARKÚ* Kfthr B4 D*ðð NO LLCK, TANK...IW AFCAID Jl! k 1) — Því miður, Gyða, ég get ekki fundið linsuna, villt þú reyna? 2) — Já, ég ætla að reyna. . 3) Svo kafar hún niður í djúp- I laust. Ég e rhrædd um að linsan ið. — Ihafi grafizt milli tveggja steina, I 4) — Nei, það var árangurs- ’ svo við getum aldrei fundið hana,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.