Morgunblaðið - 09.04.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.1954, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 9 apríl 1954 MORGVNULAÐIÐ Ot*.: H.f. Árvakur, Reykjavflc. Framkv.stj.: Sigfúa Jónsson. Ritstjdrl: Valtýr Stefánaaon (ábyrgðarm.) Stjórmnálaritatjóri: Sigurður Bjarnasou frá Vigur. Lcabók: Árni óla, aimi 8043. Auglýsingar: Árni GarSar Kriatinason. Rltstjóm, auglýsingar og afgreiCsla: Áuaturstræti 8. — Simi 1600 Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. 1 lauaasölu 1 krónu eintakUJ. WC —^i £ 5 ÚR DAGLEGA LÍFINU i Kommar í klípu KOMMUNISTAR eru í mikilli klípu um þessar mundir. Ber þar margt til. Fyrst er það, að þeir eru nú orðnir ákaflega hræddir við baráttu sína gegn virkjun Sogs og Laxár fyrir Marshallfé. Reyna þeir nú að láta líta svo út að þeir hafi jafnan haft geysilegan áhuga fyrir virkj- un Efra Sogs. Lætur blað þeirra jafnvel liggja að“ því í gær, að frumvarp ríkisstjórnarinnar um þessa virkjun sé árangur af bar- áttu Einars Olgeirssonar. Mikil er oftrú kommúnista á einfeldni Islendinga. Leið- togar kommúnista hafa barizt eins og ljón gegn virkjun íra- foss, sem nú framleiðir 31 þús. kw. raforku handa Reykvík- ingum, áburðarverksmiðjunni og sveitum, kaúpstöðum og kauptúnum Suðvesturlands. Þeir hafa brennimerkt þá menn sem „landsölumenn“ og „Ameríkuagenta“ sem béittu sér fyrir þátttöku íslands í efnahagssamstarfi hinna vest- rænu þjóða. En einmitt það gerði virkjun írafoss mögu- lega. Svo þykjast kommúnistar hafa haft einhverja forgöngu um und- irbúninginn að virkjun Efra Sogs!! Ollu aumlegri blekking hefur varla sést á prenti, En kommúnistablaðið er líka guggið vegna vaxandi fylgis ís- lendinga við varnarsamtök hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Fyrir skömmu reyndi það, að gera sér mat úr, að hvorki Danir né Norð- menn hefðu talið nauðsyn á að bandarískur her væri í landi þeirra á friðartímum. Hér í blaðinu var þá á það bent, að bæði Norðmenn og Danir ættu sinn eiginn landher, flota og flugher. Þeir hefðú sjálfir byggt bækistöðvar fyrir landvarnir sín- ar, að vísu með amerískri efna- hagsaðstoð. Islendingar hefðu hinsvegar engar landvarnir og ættu engan her og myndu ekki eignast hann. Það væri því engin furða þótt þeir þyrftu frekar á erlendu varnarliði að halda í landi sínu en frændur þeirra á Norðurlönd- um. , í * I gær spyr svo kommunista- blaðið að því, hvort Morgunblað- 1 ið telji að líkur séu á því, að gerð verði rússnesk árás á ísland, án þess að snert verði við Noregi og Danmörku, sem bæði „hafa hafnað bandarísku hernámi". Þessi fyrirspurn kommúnista- blaðsins er gersamlega út í hött. Bæði Norðmenn og Danir hafa, ( eins og áður er sagt sína eigin heri. Og samkvæmt Atlantshafs- J sáttmálanum jafngilti árás á þau árás á önnur riki varnarbanda- lags lýðræðisþjóðanna. Um leið og rússnesk árás væri talin yfir- vofandi á þessi lönd myndu þau fá liðstyrk, annaðhvort frá Banda ríkjunum eða öðrum stórveldum varnarsamtakanna. Rússnesk árás á íslandi væri einnig sama sem árás á Noreg og Danmörku, samkvæmt ákvæðum fyrrgreinds sáttmála. Allt bendir hinsvegar til þess, að ef svo hörmulega til tækist að Rússar hæfu nýja heimsstyrjöld þá myndu Norðurlönd verða fyrr fyfir árás þeirra en ísland. Að sjálfsögðu myndi hið ör- fámenna varnarlið, sem nú dvel- ur hér á landi hrökkva skammt til þess að hindra vel undirbúna stórárás á Island. En áður en til slíkrar árásar kæmi hefði áreið- anlega margt gerst og tóm gefizt til þess að efla varnir landsins frekar. ★ Um afstöðu kommúnista til hlutleysisins þarf ekki margt að segja. Þeir kröfðust þess að ísland væri hlutlaust meðan . það var Rússum í hag og þeir ' voru í bandalagi við nazista. Þegar Rússar voru komnir í síðustu styrjöld kröfðust kommistar þess að Islendingar I segðu Japönum og Þjóðverj- um strið á hendur. Nú þcgar árásarhættan staf- ar frá Rússlandi krefjast kommúnistar á ný að ísland sé hlutlaust!! Við slíka vindhana er naum ast hægt að röliræða. Þeir hafa enga sjálfstæða skoðun. Þeir , sjálfir og blað þeirra er fjar- stýrt. Því er ekki stjórnað í I Reykjavík heldur í Moskvu. Þetta skilur íslenzka þjóðin. Þessvegna hrynur fylgið stöð- ugt af kommúnistum á íslandi. Hver sagSi þaðl HVAÐA flokkur var það, sem snerist gegn tillögum Jóns Þor- lákssonar og Jóns á Rc-ynistað fyrir 25 árum um rafvæðingu sveitanna? Það var Framsóknarílokkur- Hvaða stjórnmálamaður mælti þá þessi orð: „Og hvar á að út- vega ríkinu alla þá peninga, all- ar þær milljónir, sem borga þarf fyrir virkjanir á ýmsum stöðum, og langar og dýrar leiðsxur um strjálbýlar sveitir landsins?“ Og hvaða flokksleiðtogi komst að orði á þessa leið um þá menn, sem vildu hagnýta fossaflið á ís- landi til almenningsnota. „Þeir munu fúsir til þess að leggja út í svona fyrirtæki, sem er hrein- asta hallærisráðstöfun fyrir allar stéttir þjóðfélagsins‘“. Tíminn segir í gær að Morg- unblaðið hafi skrökvað þessum ummælum upp á Tryggva heit- inn Þórhallsson. Þetta er mesti misskhningur hjá Tímanum. Mbl. hefur aldrei eignað hinum látna stjórnmála- manni þessi orð. Þau eru tekin upp úr ræðum Jónasar Jónsson- ar á Alþingi í umræðunum um frumvarp Sjálfstæðismanna. Jón- as Jónsson var þá aðallleiðtogi Framsóknarflokksins og lang- samlega þróttmesti og mikilhæf- asti þingmaður hans. Hann var jafnframt dómsmálaráðherra og mótaði í öllu stefnu flokks síns. ★ Það fór líka þannig að flokk- urinn tók rækilega undir orð hans og notaði stjórnaraðstöðu sína til þess að drepa raforku- tillögur Jóns Þorlákssonar og Jóns á Reynistað. Þessi afstaða Framsóknar- flokksins árið 1929 var held- ur ekkert stundarfyrirbrigði. Árið 1931, tveimur árum síð- ar, sagði Tíminn, að frumvarp um fyrstu virkjun Sogsins væri „samsæri andstæðinga Framsóknarflokksins“. Það er von að Tíminn harmi þessi orð nú. ★ Ekki sorglegt og ekkert tjón Ungverskur skólakennari bað nemendur sína að setja saman setningu, hverrar meining væri mikið áfall eða reiðarslag. Fyrsti drengurinn svaraði: „Amma mín dó í s.l. viku“. — „Það var sorglegt", sagði kenn- arinn, „en áfall né reiðarslag var það ekki“. Næsti drengur svaraði: „Pabbi setti útvarpið niður og braut það“. — „Það var mikið tjón fyrir hann, en reiðarslag var það ekki“, sagði kennarinn. Þá var komið að Moricz litla. Hann svaraði: „Stalín lézt á s.l. ári“. — „Alveg rétt“, sagði kenn- arinn himinlifandi. „En hvernig datt þér þessi setning í hug?“ „Jú-ú“, sagði Moricz. „Það var ekki sorglegt, og það varð ekkert tjón — svo það hlaut eiginlega að vera áfall eða reiðarslag“. ^JJrimaeb nnc^etefaix ■k 3000 tungumál Samkvæmt skýrslu frá UNES- CO-stofnuninni eru í dag töluð í heiminum rúmlega 3000 tungu- mál. Af 13 höfuðtungumálunum er kínverska töluð af flestum eða rúmlega 450 millj. manna, þá kemur enska sem töluð er af um 250 millj. manna, þriðja í röðinni af tungumálunum er Hindu-Urdu, sem 160 millj. manna tala og fjórða í röðinni er rússneska, sem töluð er af 140 millj. manna. ★ Hægar sagt en gert Svisslendingar horfast í augu við ýmis stór vandamál í sam- bandi við Genfarráðstefnuna, sem erfitt verður að leysa. Sendi- XJeluaLanái ókriiar: K Ferðamálafélaginu þakkað. ÆRI Velvakandi! Ég vildi biðja þig að koma á framfæri þakklæti mínu til Ferðamálafélags Reykjavíkur fyrir gott byrjunarstarf í sam- bandi við að fá lagfært það ófremdarástand, sem er í matsölu málum okkar. Blaðasamtalið, sem birtist hér í blaðinu á dögunum var ágætt, hvert orð var satt og í tíma talað. Ef dæma á okkur eftir þeim mat, sem fæst hér á veitingahúsum, þá verður matið á okkur ekki hátt miðað við aðr- ar menningarþjóðir. Eitt skulum við þó hafa hugfast, að ekki eiga veitingamenn hér einir sökina. Hér er fyrst og fremst um að kenna sjálfu ríkisvaldinu — það virðist engan skilning hafa á þess um málum, ef til vill vegna þess, að of fáir háttvirtir þingmenn hafa gifst menningarþjóðir, sem nálægt okkur búa. Verða að rétta úr sér. VIÐ erum menningarþjóð, um það má ekki efast, en til að heilbrigð menning geti þrifizt verða nauðsynleg skilyrði til þess að vera fyrir hendi í landinu. Þröngsýnir menn, hvort sem um meðferð áfengis eða veitinga- húsmenningu er að ræða, mega ekki fá tækifæri til að ráða of miklu í landinu, menn verða að rétta úr sér og læra að hugsa á heimsins hátt. Ég fagna stofnun Ferðamálafélagsins og vona, að innan þess verði formaðurinn, Agnar Hansen, jafn farsæll í störfum sínum og í flugmálum okkar, þannig að vænta megi úr- bóta á óviðunandi ástandi í veitinga- og gistihúsamálum okk- ar. Ferðamálafélagsmenn, haldið áfram á þeirri braut, sem þið haf- ið farið inn á, bendið á gallana og gerið tillögur til bóta. — Fólkið í landinu stendur að baki ykkar. — Áhugamaður um menningar- mál.“ Ónærgætni gagnvart sjúklingum. SJÚKLINGUR hefir ritað mér eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi! Ég hefi verið sjúklingur í 15 ár. Oft hefir mér sárnað hve þeir sem heilbrigðir eru geta verið skilningslausir og ónærgætnir í garð þeirra sjúku, hvernig þeir jafnvel svívirða okkur, sem höf- um orðið undir í lífinu. Enginn heilbrigður maður get- ur fyllilega gert sér grein fyrir öllum þeim erfiðleikum, sem við verðum að ganga í gegnum. Hver íhugar það t. d. hvílík fátækt rennur í kjölfar veikinda. Ég hefi enga vinnu getað fengið um langt skeið en á hverjum mánuði fáum við 530 kr. örorkustyrk. Það er öll sú fjárhæð, sem við verðum að lifa á, greiða með húsnæði, fæði, þjónustu og klæðnað. Hraktist burt. EG HEFI gert margar tilraunir til að fá mér vinnu, og tókst mér það fyrir nokkrum árum. Ég reyndi að vinna starf mitt eftir beztu getu. Vinnuveitandinn var mér velviljaður, en þá *bárust spjótin á mig úr annarri átt, þ. e. a. s. frá starfsfólki stofnunarinn- ar. Það fór í stuttu máli þannig, að ég kraktist úr starfinu fyrir tillitsleysi og hrottaskap sam- starfsfólks míns — ég hefi enga vinnu fengið síðan. Mig langar til, Velvakandi minn, að beina þeim tilmælum til fólks, að það temji sér meiri nærgætni og kurteisari fram- komu gagnvart sjúku fólki — það á við nóg að stríða samt. — Sjúklingur." Snarræði. PRESTUR kom einu sinni að bæ til manns, sem grunaður var um sauðaþjófnað, og vildi svo til að mörk þeirra voru eins að því undanskildu, að prestur hafði bita fram yfir. Presti var tekið svo vel sem föng voru á, og voru borin fyrir hann svið meðal ann- ars. Markið var á sviðunum og tók prestur eftir því. „Er ekki þetta biti, Jón minn?“ sagði hann við bónda um leið og hann skar eyrað af, en bóndi þreif eyrað af presti, stakk því upp í sig og át það og sagði um leið: „Það er ekki biti, og ekki hálfur biti“. Ávíta hinn vitra og hann mun elska þig. nefndir Rússa, Kínverja og Norð- ur-Kóreumanna hafa hver um sig pantað 1. flokks hótel til ráð- stöfunar AUK húsnæðis fyrir skrifstofur. I Genf eru aðeins 5 hótel, sem gætu gengt þessu hlutverki, og það er erfitt „í lýðræðislandi“, sagði fulltrúi svissnesku ríkis* stjórnarinnar í Genfarráðstefnu- málum, „að hótelin afturkalli öll j loforð sem þau hafá gefið við- skiptavinum um húsnæði á þess- um tima — aðeins vegna þess að 3 þjóðir æskja þess“. 1 Fulltrúinn skýrði svo frá að sjá þyrfti 3000 fulltrúum frá 21 þjóð fyrir húsnæði, ásamt um 1000 blaðamönnum. Kína mætir á ráðstefnunni með að minnsta kosti 200 fulltrúa, Rússland með 150. Búist er við að Frakkarnir verði að búa handan landamær- anna í frönsku Divonne, og að hótel í Lausannes verði einnig tekin í þjónustu Genfarráðstefn- unnar. ★ Hvernig maður verður gamall Glaður í bragði skyldi maður vera og ekki sístynjandi yfir dagsins vandamálum. — Þannig | hljóðar upskrift Titos marskálks um það, hvernig maður eigi að ná háum aldri. Ráð þessi gaf . hann nokkrum erlendum blaða- mönnum nýlega, er þeir spurðu j hann hvað hann myndi gera til þess að verða gamall. j Tito er nú 61 árs. Hann heldur líkama sínum stæltum með því að stunda veiðar. Til þeirra hverfur hann af og til — einn til tvo daga í senn. Og á meðan ber- ast kviksögurnar um að hann sé ' sjúkur og að dauða kominn. j Aðrar lífsreglur hans eru: borðið lítið og drekkið lítið — að tyrknesku kaffi undanskildu — og iðkið morgunleikfimi. Á tveimur s.l. árum hefur Tito skorið vindlinganeyzlu sína nið- ur úr 60 á dag í 25 — og það verður að viðurkenna að hann lítur vel út nú. Hann hló að spurningu blaðamanns um það hvort satt væri að hann hefði fengið_ aðkenningu að slagi á s.l. ári. „í öllu falli segja læknar mínir mér, að hjarta mitt sé sterkara en þeirra“, sagði Tito. Tito bragðar vín aðeins er hann á vetrarmorgnum fer til villisvínaveiða. Þá hefur hann flösku af Rajika — „blóma- koníak“ — í vasanum. Svo steik- ir hann svínsflesk við opinn eld — það bragðast vel með Rajika. ★ Faldir hljóðnemar Fulltrúar Vesturveldanna á Genfarráðstefnunni munu hafa meðferðis „stálleitartæki“. Þetta er gert vegna þess, að brezku fulltrúarnir á Berlinarfundinum fundu með slíku tæki 6 falda hljóðnema í herbergjum sínum. Nú skal koma í veg fyrir að þetta bragð kunni að verða leikið aft- ur. — ★ Karlmenn móttækilegri fyrir kvef en kvenfólk RANNSÓKNIR á heilsufari al- mennings, sem hefur staðið yfir í eitt ár í Danmörku er nú lok- (ið. Safnað hefur verið upplýsing- um um heilsufar og tilraunir gerðar á 30 þús. manns og tekið hefur verið tillit til tveggja síð- ustu ára. Aðal kvilli þessa fólks á síðastl. ári hafði verið kvef- sótt, og virtust karlmennirnir hafa verið mótttækilegri fyrir það en konur. Þannig að 25% karlmannanna hafði þjáðst af lángvarandi kvefi en aðeins 15% kvennanna. Næst algengasti sjúkdómur meðal karlmannanna var maga- og þarrpasýki en hjá konum gigt og ofreynsla á vöðv- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.