Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 11. mars 1950. jiyfgpiiiiii&iM Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. frainkv.stj.: Sigfús Jo Rltstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgSana.I r Frjettaritstjóri: ívar Guðmunassoi A.uglýsingar: Árni Garðar Kristinssou Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askrrftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanianda, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbök, kr. 15.00 utanlands. Þung ábyrgð UM ÞAÐ BIL hálfum mánuði eftir að núverandi ríkisstjórn settist að völdum, stóðu leiðtogar Framsóknarflokksins upp á Alþingi og kröfðust þess að stjórnin legði fram tillögur sínar um lausn vandamála atvinnu- og efnahagslífs okkar íslendinga. Svo auðvelt verk töldu þeir að undirbúa tillög- ur um nauðsynlegar ráðstafanir í þessu efni. Þeir fengu þá þau svör að ríkisstjórnin hefði þegar er hún tók við völd- um hafist handa um undirbúning víðtækra ráðstafana til viðreisnar. Fáeinum vikum síðar kröfðust þessir sömu leiðtogar Fram- sóknarflokksins þess að ríkisstjórnin legði tillögur sínar fyr- ir Alþingi. Sömu svörin voru gefin af hálfu ríkisstjórnar- innar. Hið mikla og vandasama mál væri í fullum unclir- búningi og yrði lagt fyrir Alþingi jafnskjótt og þess væri I.ostur. Rekstur bátaútvegsins hafði jafnframt verið tryggð- ur til bráðabirgða eftir troðnum slóðum. Undirbúningi ríkisstjórnarinnar að viðreisnartillögunum var lokið 2. febrúar. Þann sama dag voru þær sendar hin- um lýðræðisílokkunum til álita með áskorun um að heíja um þær víðtækt stjórnarsamstarf. Síðan leið róunlega þriggja vikna samnmgaþóf án þess að það færði ríkisstjórnina nær því takmarki að ná umræddu samkomulagi við lýðræð'.s- flokkana. Fyrsti mars var á næsta leiti en fyrir þann tíma hafði ríkisstjórnin heitið þinginu að hafa lagt tillögur sín- ar fram, enda bráðabirgðarráðstafanir til handa útgerðinni, miðaðar við þann tíma fyrst og fremst. Ríkisstjórmn hlaut því að freista þess að Alþingi tæki þinglega afstöðu til frumvarps hennar, sem tilbúið 'hafði verið um þriggja vikna skeið. Hún lagði frumvarp sitt um viðreisnarráðstafanir fyrir Alþingi. Ríkisstjórninni var fyr- irfram kunnugt um, að Framsóknarflokkurinn var aðalatriði þessara tillagna samþykkur, enda hafði blað hans lýst því yfir að þær væru uppsuða úr „úrræðum“ hans frá s. 1 sumri. Ef allt var með felldu, hlaut þingfylgi þess þessvegna að vera öruggt. En allt reyndist ekki með felldu þegar til kom. Ábyrgðartilfinninguna vantaði hjá Framsóknarflokknum Flokkurinn, sem hvað eftir annað hafði krafið ríkisstjórn- ina um tillögur hennar, snerist nú öndverður við. Hann viðurkenndi að vísu að, viðreisnartillögur ríkisstjórnarinn- ar byggðust á þeim eina grundvelli, sem skynsamlegur væri. En það dugði ekki. Fyrst varð að nota kommúnista og Al- þýðuflokkinn til þess að samþykkja vantraust og gera landið stjórnlaust. Síðan varð að tefja málið. Allt það öng- þveiti og ringulreið, sem af því hlaut að leiða var auka- atriði. Viðskipti og bankastarfsemi máttu keyrast í harðan hnút og þing og þjóð verða að viðundri. Viðreisnartillög- urnar urðu að liggja og þjóðin að vera stjórnlaus meðaii glundroðinn og öngþveitið magnaðist. Þetta er ömurleg mynd af ábyrgðartilfinningu næst stærsta stjórnmálaflökks þjóðarinnar. Sannleikurinn er sá, að drátturinn á afgreiðslu viðreisn- artillagnanna hefur valdið þjóðinni gífurlegu óhagræði og truflað efnahagsstarfsemi hennar meir en menn almennt gera sjer grem fyrir Sjálfstæðismenn hafa lagt á það allt kapp að hraða af- greiðslu þeirra. Fulltrúar þeirra í fjárhagsnefnd hafa reynt að hafa þar sem skjótust vinnubrögð og skiluðu nefndar- áliti um málið fyrir nokkru. En þegar taka átti það til annarrar umræðu í gær höfðu engir hinna flokkanna skil- að nefndaráliti, en bæði kommúnistar og Framsókn óskuðu því frestað. Um kommúnista er það vitað að þeir vilja gera allt til þess að auka glundroðann í sambandi við þessar ráðstaf- anir. Hinu er erfiðara að trúa að Framsóknarflokkurinn vilji enn stuðla að því að afgreiðsla málsins tefjist. Á þeim flokkum, sem skapað hafa það ástand, sem nú ríMr í þessu þjóðfjelagi, hvíhr iþung ábyrgð. Fyrir hana hljóta þeir að sjálfsögðu að svara til sakar fyrir dómstól þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í hvívetna hagað starfi sínu í samræmi við þarfir alþjóðar. m a* Árifar: ' jS 1 j| É ff M fc 4 ÚR DAGLEGA LÍFINU Nefndin er ósammála í FRJETT í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag segir frá því, að fjárveitinganefnd Alþingis sje ósammála um, hvort kaupa beri helicopterflugvjelina, sem hjer hefur 'verið til reynslu í nokkra mánuði. Er í ráði að vjelin verði notuð til björgunarflugs, en í álitsgerð meirihluta fjárveit- inganefndar segir, að „allir þeir, er höfðu. . . tilraunir heli- coptervjelarinnar méð hönd- um, bæði stjórn Slysavarnafje- lagsins og forstjóri Skipaút- gerðar ríkisins, mæla mjög með því, að vjelin verði keypt. . .“ • Skoðun minnihlutans í ÁLITI minnihlutans, en í hon- um eru þeir Gísli Jónsson, Jónas Rafnar og Ingólfur Jóns- son, segir meðal annars: „Minnihlutinn er þess full- viss af gögnum þeim, sem fyrir liggja, að flugvjel sú, sem hjer um ræðir, uppfyllir á engan hátt þau skilyrði, sem gera verður til helicopterflugvjelar, sem ætlað er að gegna björg- unarstörfum og landhelgis- gæslu við strendur íslands all- an ársins hring, og það væri því rpjög misráðið að verja miklu fje til kaupa og starfrækslu á slíkri vjel. . .“ Umsögn Fluðráðs FLUGRÁÐ okkar íslendinga hefur verið beðið um að láta í Ijós álit sitt á umræddri flug- vjel, og í skýrslu, sem það hef- ur samið, segir meðal annars svo: „Flugráð er þeirrar skoðunar, að til þess að geta bjargað skipbrotsmönnum úr sjávar- háska, hvar sem er á landinu, þurfi helicopterflugvjel, er hafi að minnsta kosti flugþol til 800 km. flugs samanl., eða 400 km. ,,actions-radius“, þar eð gera verður ráð fyrir, að strand geti átt sjer stað á ólíklegustu stöð- um á landinu og nauðsynlegt sje, að komast fljótt á staðinn. Hafi flugvjelin minna flugþol, þyrfti að koma upp eldsneytis- birgðum víðs vegar um land allt og þær að vera tiltækilegar fyrirvaralaust“. • Og að lokum. . . SÍÐAR í skýrslu Flugráðsins segir á þessa leið: „Umrædd flugvjel hefur að- eins flugþol til 300 km. flugs, eða 150 km. ,,actions-radius“, og þyrfti því að hafa sæg af eldsneytisstöðvum um land allt. Er því ljóst, þegar af þessari ástæðu, að umrædd helicopter- flugvjel er ekki heppileg að þessu leyti“. « Skiptar skoðanir EINS og sjá má á því, sem hjer er sagt á undan, eru mjög svo misjafnar skoðanir á því, hvort tilhlýðilegt sje að verja mikilli fjárupphæð til kaupa og starf- rækslu á helicoptervjelinni, sem nú er á landinu. Fram eru komnar að minnsta kosti tveer skoðanir, sem eru í algerri and- stöðu hvor við aðra, en þar við bætist svo sú staðreynd, að þeir flugmenn munu vera teljandi, sem ætla, að flugvjelin komi að tilætluðum notum. Hjer verður ekki gerð tilraun til að dæma um, hver hafi rjett fyrir sjer í þessu máli. Þó má varpa fram þeirri spurningu, hvort þarna sje ekki einmitt mál á ferðinni, þar sem taka eigi fullt tillit til tillagna og álits Flugráðs. Eða hvað er markmiðið með ráðinu, ef svo er ekki? • Vitnaleiðslur í ÞESSU sambandi er ekki úr vegi að benda á ágæta þing- venju, sem Bandaríkjamenn styðjast mjög við. Nefndir þings -ins halda tíðum opinbera fundi þar sem borgararnir eru kvadd- ir til að segja skoðun sína á um- deildum og mikilsverðum mál- um. Þarna koma auðvitað fram sjerfræðingar ýmiskonar, og oft þykja tillögur þeirra þess virði, að hlýtt sje á þær. En blaða- menn segja frá því í blöðum sínum, sem þarna fer fram. í sambandi við bollalegging- ar fjárveitinganefndar okkar um helicoptervjelina, hefði vafa -laust verið fróðlegt að heyra álit íslenskra flugmanna, og sem flestra. • Haförn með þorsk STÓR haförn sást suður á Vatnsleysuströnd síðastliðinn miðvikudagsmorgun. Maður, sem í gærdag leit sem snöggv- ast inn á skrifstofu blaðsins, skýrði frá þessu. Hann var þarna á ferð í bíl, ásamt nokkrum öðrum, og örn- inn var í fjörunni riett hjá veg- inum. Þegar mennirnir stigu út úr bílnum til þess að skoða fuglinn nánar, kom í ljós, að hann var að gæða sjer á morg- unverði sínum. Hann var að jeta stóran þorsk. • Færeyjabrjef TIL Eina Gientu 10 ár, Reykja- vík, ísland, er utanáskriftin á brjefi, sem pósthúsið sendi Mbl. núna í vikunni. Innihaldið er á þessa leið: ,,Nú vil eg smnja teg um tú vilt skriva saman við mær eg eri 11 ár og vil hava bilæt av tær hapi at tú skrivar sjátt aftur. Hailsan. Jaseph Ga’’divVVe. Kirkjar. Miðvov. Færöerne. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . il) iiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiMiiiiimiimiim iiimiimiiiiiiimí =■ 49. ©g 50. ríks Bandsríkjansia WASHINGTON. — Bandaríki N.-Ameríku eru 48 talsins, en nú mun verða breyting hjer á, þar sem allar líkur eru til, að þáu verði 50 innan skamms með því að bæta Hawaii og Alaska við þau, sem fyrir eru. • • LÍKA FYRIR ÖLDUNGADEILDINA HEFUR nú fulltrúadeild Banda -ríkjaþings samþykkt, að þess- um löndum verði veitt upptaka í ríkj asambandið. Öldungadeild -in hefur hins vegar ekki enn fengið málið til meðferðar, en til að um endanlega samþykkt sje að ræða, verður hún að fall- ast á málið líka. • • ATKVÆÐA- GREIÐSLAN ÞEGAR tillagan um upptökuna í ríkjasambandið kom til at- kvæða á dögunum, fjellu þau svo, að 261 voru með upptöku Hawaii, en 110 á móti. Tillagan um Alaska var samþykkt með 186 atkvæðum gegn 146, svo að skiptar eru skoðanir manna um, hvort lönd þessi sje hæf til að skipa bekk með hin- um 48. • • ANDSTAÐA í ÖLDUNGADEILDINNI FORMAÐUR þeirrar nefndar öldungadeildarinnar, sem þessi mál fjalla undir, hefur látið svo um mælt, að hann muni leggja frumvarpið fyrir nefndina ein- hvern tíma á þessu ári. Hins vegar kvaðst hann ekki geta um það sagt, hve nær það yrði, þar eð fyrir nefndinni lægi svo margt óafgreitt. Sú er almenn skoðun manna, að frumvörpin um upptöku Alaska og Hawaii muni sæta meiri andspyrnu í öldungadeild inni en þau sættu í fulltrúa- deildinni. Er hætt við, að full- trúar stærstu ríkjanna verði frumvörpunum þyngstir í skauti, þar eð þeir munu líta svo á, að þessum fámennu löndum beri ekki sömu áhrif í deildinni og rík.jum, sem eru margfallt fólksfleiri. En sem kunnugt er, þá er deildin skip- uð 2 fulltrúum frá hverju ríki, hvort sem það er stórt eða lítið. • • SEM stendur eiga lönd þessi fulltrúa í þinginu, þar sem þau teljast til Bandaríkjanna, en þau njóta ekki sjálfstæðis sem ríki, og hafa fulltrúar þeirra því ekki atkvæðisrjett. Hawaii komst í eigu Bandaríkjanna ár- ið 1900, árið 1867 keyptu þau Alaska af Rússum. KYRRAHAFSEYJAR ARÐBÆRAR ER frumvarpið um Hawaii kom til umræðu í fulltrúadeildinni, bentu formælendur þess á, að Kyrrahafseviarnar hafa yfir hálfa millíón íbúa og greiða meiri skatt en mörg þeirra ríkja, sem nú tdjast til Banda- ríkjanna. Þc,i’' b°ntu á, að Ha- waii-búar afla meira fjár í rík- issjóðinn en stiÓT-nin ver í þágu landsins. MTKitt, wf'rnAÐAR- KOc,rvH)UR í ALASKA í UMRÆÐttnitm um Alaska kom fram, hve geysiveigamikið hernaðarörvo-m landsins er. — Skýrðu formælendur málsins svo frá, að i seinustu heims- styrjöld hefði orðið að verja 25 sinum hærri fiárhæð til her- varna í Alaska heldur en var upphaflegt kaupverð landsins. Þetta stafar af því, hve landið var skammt á veg komið tækni- lega. Þeir revndu áð hrekja þá röksemd, að ATaska gæti ekki staðið undir eðlilegum ríkis- kostnaði. þar eð efnahagsþróun landsins væri svo skammt á veg kómin. Sögðu þeir í því sam- Frh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.