Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 7
MORGUISBLAÐIÐ 1 Laugardagur 11. mars 1950. Frh. af bls- 6 Verðlag'seftirlit nær ekki tilgangi sínum Orsakir dýrtíðarinnar eru þá að mínu áliti í stuttu máli þær, sem jeg hef nú gert grein fyrir. Með því er um leið skýrður vöruskorturinn, hinn óeðlilegi milliliðagróði o. s. frv. Þessi ó- eðlilegi milliliðagróði og það hvernig úr honum mætti bæta, er mál, sem lengi hefur verið rætt á pólitískum vettvangi. Þær hugmyndir, sem efst hafa verið í mönnum um þetta efni, virðast vera þær, að best sje að bæta úr þessu með auknu verðlagseftirliti. Verðlagseftirlit er algerlega ófært um það að halda niðri hinu almenna verðlagi, aó vísu er.með verðlagseftirliti hægt að halda niðri verði á einstökum vörum, það er annað mál. Það er kannske einfaldast að gera þetta ljóst með því að segja frá minni eigin reynslu í þessu sam- bandi. Jeg var svo frægur einu sinni að eiga sæti í verðlags- eftirlitinu, sat þar ásamt pró- fessor Gylfa Gíslasyni og fleiri mætum mönnum, doktorum. skrifstofustjórum o. s. frv., mönnum, sem töldum okkur sjálfir a. m. k. færa í ýmsan sjó. Við gátum e. t. v. leyst það sæmilega að ákveða verðlag á almennum neysluvörum, svo sem sykri, hveiti og fram eftir þeim götunum, þar eð það var tiltölulega einfalt. En svo kom að því, að við þurftum að fara að verðleggja ýmislegt annað, þar á meðal innlenda iðnaðar- vöru, svo sem kjóla, kvenhatta og fram eftir þeim götunum, og þá komumst við að þeirri leiðu niðurstöðu, að gáfur okkar og hagfræðiþekking hrökk skammt til þess að við gætum staðið í ístaðinu móti saumakonunum, hattadömunum o. s. frv. Við fengum þarna upp í hendurnar kjóla og hatta méð ýmiskonar útflúti og hinum kyndugustu nöfnum á hinu og þessu „til- leggi“ og botnuðum hvorki upp eða niður í þvi. Það mættu þarna fulltr. frá þessum aðilum, og við lögðum fyrir þá eitthvað af spurningum, sem þeim hafa sennilega þótt álfalegar, en nið- urstaðan var venjulega sú, enda gátum við ekkert annað gert, en samþykkja það, sem þær lögðu til. Svo var það auð- vitað annað mál, sem fór eftir markaðsskilyrðunum á hverjum tíma ,hvort álagningin á þessu væri 100% eða 1000% eða eitt- hvað þar á milli. Seinast drógum við þá skyn- samlegu ályktun, að best væri að afnema verðlagseftirlitið á þessu. Síðan komu fleiri vörur á eftir. Tilfellið er nefnilega það að það er þanníg með fjölda vara, að það er ómögulegt að hafa með þeim verðlagseftirlit. Sama gegnir um ýmsa þjónustu aðra, t. d. húsaleigu o. s. frv., svo það er að vísu hægt að halda niður verðlagi á einstök- um vörum, en á hið almenna verðlag er ekki hægt að hafa nein veruleg áhrif með verð- lagseftirliti. Þessu má líkja við það, að það þýðir ekki að ætla sjer að láta á renna upp í móti, það er kannske hægt að hafa einhver áhrif á það í hvaða far- vegi hún rennur, en hún hlýtur alltaf að renna til sjávár. Landsverslun getur ekki komið í veg fyrir milliliðagróðann Önnur úrræði, sem þarna hafa verið nefnd, eru til dæm- is það, að fela opin- berum eða hálfopinberum stofnunum að hafa úthlutun þessara vara með höndum, en það getur heldur ekki komið í veg fyrir það, að þessi gróði, sem þarna er um að ræða, mynd -ist. Segjum nú t. d. svo, að iandsverslun væri falið að versla með ísskápa og annað slíkt, en að öðru leyti væri um að ræða þetta óbrúaða bil milli kaupgetu og kostnaðarverðs varanna. Ef við nú gerum ráð fyrir því, að starfsmenn landsversl- unarinnar sjeu með holdi og blóði eins og aðrir, gætum við hugsað okkur ungan mann, sem hefði nýlega stofnað heimili og langaði til að gefa konunni sinni ísskáp. Hann er svo heppinn, að hann þekkir afgreiðslumann- inn í landsversluninni. Honum gæti þá kannske dottið í hug, því hann vill gjarnan fá ísskáp- inn, að segja við þennan mann: „Þú útvegar mjer ísskáp með rjettu verði, en jeg borga þjer 2000.00 kr. í staðinn". Þannig gæti þessi milliliðagróði komið fram. Væru það hins vegar helg -ir menn ,sem önnuðust þessa afgreiðslu, þá fer ekki hjá því, að milliliðagróðinn kemur samt fram í einhverju formi. Maður getur hugsað sjer það, að nú kemur svo og svo mikið af ís- skápum. Menn standa í biðröð- um til þess að fá þá, og fá þá alla afhenta á rjettu verði. En svo er spurningin sú, hvort all- ir þeir sem standa þarna í bið- röðinni, þurfa virkilega ísskápa, hvort það getur ekki verið þann -ig', að sumir þeirra standi þarna vegna þess að þeir gera sjer ljósa þá- hagnaðarmögu- ieika, sem þarna er um að ræða. Þarna fá þeir ísskápinn fyrir 1400.00 kr. eða hvað það nú er. Svo auglýsa þeir hann daginn eftir í Vísi sem notaðan og selja hann á 3.500.00 kr. Niðurstaðan er sú, að hvaða ráðstafanir, sem eru gerðar, þá koma þær ekki að gagni. Þetta bil milli kaup- getu og kostnaðarverðs hlýtur alltaí að brúast af milliliða- gróða í einu eða öðru formi. Til þess að stöova dýrtíðina, til þess að ráða bót á verslunar- ólaginu, þá er nauðsynlegt að koma þarna á jafnvægi á einn eða annan hátt. Þetta voru sjálf vandamálin. Þá skal jeg koma að því að ræða þær leiðir, sem koma til greina. Þjóðsagan um kjaraskerðinguna Það er oft talað um það, að það sje ekki hægt að gera neitt í þessum svokölluðu dýrtíðar- málum, af því að allt það sem gert sje, hljóti að hafa í för með sjer kjaraskerðingu fyrir almenning eins og það er venju -lega orðað. Mjer fyndist það í senn óheilbrigður og ólogiskur hugsunarháttur, sem liggur þessu að baki. Getur markmið heilbrigðrar stjórnarstefnu yfir -leitt verið annað heldur en það, að skapa almenningi í land inu sem best lífskjör miðáð við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru. Að skerða kjör almennings getur aldrei verið neitt skyn- samlegt markmið. Að baki þess- um hugsunarhætti liggur að nokkru leyti vanhugsun, þar að auki kemur til barlómur og jafn ■-vel illgirni. Sumir menn eru þannig hugsandi, að þeir hugsa sem svo, að heimur versnandi fer, og það sje i rauninni ekki gagn í að gera neitt, sem ekki skerði lífskjör almennings. Hjá öðrum liggur það að baki, að þeir segja sern svo við laun- þega, bændur o. s. frv.: Það er nauðsynlegt fyrir ykkur, að lofa að skerða ykkar kjör eitthvað, til þess að þannig sje hægt að finna siðferðilegan grundvöll fyrir því að pína ennþá meira þá, sem betur eru settir. Þetta kjaraskerðingartal, þetta barlóms-hjal hefur svo eðlilega verið gripið á lofti af þeim öllum, sem telja sjer hag í því, að ailt keyri í öngþveiti, og grípa þá auðvitað þetta tæki- færi til þess að koma því inn hjá almenningi, að hann sje að verja lífskjör sín í hvert skipíi sem hann stendur á móti nauð- synlegum ráðstöfunum. Þá skulum við líta á þessar leiðir, sem þarna gætu komið til greina. Ef ekkert er gert Það væri auðvitað hugsan- legt að gera ekki neitt. Það ætti að vera öllum Ijóst, hvað af því mundi leiða. Útflutningsversl- unin mundi stöðvast og þá um leið bæði innflutningur á neyslu -vörum og kapitalvörum. — Á skömmum tíma mundi myndast algert neyðarástand, bæði á heimilum fólks og sömuleiðis stórfellt atvinnuleysi. Um þessa leið, ef leið skyldi kalla, ræði jeg ekki nánar. Verðhjöðnun Önnur leið, sem þarna gæti komið til greina, er hin svo- kallaða niður niðurfærslu- eða verðhjöðnunarleið. Misræmið, sem er milli út- lenda og innlenda verðlagsins, má auðvitað leiðrjetta með tvennu móti. Það er hægt að leiðrjetta þetta bæði með því, að hækka útlenda verðlagið til samræmis við það innlenda, en það er líka hægt að lækka inn- lenda verðlagið til samræmis við það erlenda. í þessari leið er nokkuð vit, að því leyti að það er að minnsfa kosti teoretiskur mögu leiki á því að ráða bót á vanda- málunum á þennan hátt. En þess má í stuttu máli geta a. m. k. frá sjónarmiði allra launa- manna, að þessi leið mundi leggja til mikilla muna þyngri byrðar á þá, heldur en t.d. geng islækkunarieiðin. í áliti okkar dr. Benjamíns reiknuðum við út, að sú kauphækkun er nauð- synleg myndi vera til þess að útveginum mætti hjálpa með þessu móti, yrði að nema minnst um 40%, eða nákvæmlega reikn -að 37%„ Við reyndum að gera okkur grein fyrir því, hvað mikilla verðl. mætti vænta hjer á mót'i og komumst að 8 •» ’v ” .m ’tU* iff ö þeirri niðurstöðu, að verðlækk- anirnar mundu nema fyrst í stað um 10—12% og í bili mundi þetta vera kjaraskerð- ing, sem næmi allt að því fjórð- ungi tekna manrta. Þegar . frá liðu stundir, mundi'verðlækk- unin að vísu verða meiri, en þó aldrei eins mikil eins og kaup- lækkunin. Annar galli ér líka á þessari leið, og hann er sá, að ‘ slík niðurfærsla mundi auðvitað koma mjög hart niður á»öllum þeim, sem ráðist hefðu í ein- hverjar framkvæmdir, t. d. þeim sem byggt hafa yfir sig. svo og einstaklingum, fyrir- tækjum, bæjarf jelögum o. s. frv., sem ráðist hafa í kaup á skipum o. s. frv. Það er ek-ki vafi, að ef ekki væru gerðar sjerstakar ráðstafanir, þá mundu þessir aðilar hljóta að verða gjaldþrota í stórum stíl. Hugsanlegt væri auðvitað að færa niður allar skuldir og inni eignir í einhverju hlutfalli, en sííkt mundi vera mjög umsvifa- mikið og kostnaðarsamt. Þann- ig að þessi leið mundi koma miklu ver við allan almenning og verða örðugri í framkvæmd, heldur en gengislækkunarleið- in. Uppbótaleiðin Önnur leið, sem um hefur verið talað, er uppbótaleiðin svokallaða. Að ríkissjóður bæti upp útfluttar afurðir og afli sjer með því tekna með álagn- ingu tolla, skatta o. s. frv. Þessi uppbótaleið gæti nátt- úrlega verið fær að vissu marki, en það er nú bara svo komið nú, að hún er með engu móti lengur fær og hefur verið það undanfarin ár,. að hún hefur ekki verið framkvæmanleg öðru vísi heldur en þannig, að stór- felldur tekjuhalli hefur verið á fjárlögunum. Það hefur beinlínis reynst ó- framkvæmanlegt að leggja á svo háa skatta, að það nægði til þess að standa undir uppbótun- um. Á síðastliðnu ári fóru 27 millj. í uppbæturnar, nú er reiknað með, að þær mundu minnst verða 70 millj. og allar líkur mundu benda til þess, að þær mundu verða minnsta kosti 100 millj., ef halda ætti þessu áfram næsta ár. Það er beín- línis óframkvæmanlegt að drífa inn svo mikla skatta, sem til þess þyrfti. Þar að auki hlytí þetta að koma mjög hart niður á launafólki, því að ef hækka á alla skatta, fer aldrei hjá því. að höfuðþunginn hlýtur að hvíla meira eða minna á því. Þar að auki er þetta ekki leiðrjetting á því misræmi sem er, þetta ræður enga bót á verslunarhátt- unum o. s. frv. Nú er svo komið, að þessi leið má teljast ófær og óframkvæmanleg með öllu. Halla- og taprekstursleiðin Þá er ein leið, ef leið skyldi kalla, liggur mjer við að segja, því að í raunninni er það hart, að fjárm.þekking manna skuli vera á því stigi, að það þurfi yfirleitt að ræða þessa leið. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi og er tæknilega framkvæman- legur, að gera ekki neitt annað en það, að láta ríkissjóðinn greiða uppbætur, en afla fjár með lántöku í seðlabankanupi, eða þá, og það kemur út á þáð sama, að láta bankana stöðugt finansera þann taprekstur, sem um er að ræða. Ýmsum kann í fljótu bragði að virðast þetta ekki óálitlegt, því þarna er ekki um það a<5 fæða, að gengið sje lækkað, skattar sjcu hækkaðir eða neitt slíkt, þannig að í bili sýndist. sem svo, að þetta mundi ekki skerða kjör neins. En meAn mundu nú samt brátt komast áð raun um, að þessi leið er síðitr en svo betri heldur en aðrár. Þetta hlyti á mjög skömrmAn tíma að leiða til óstöðvandi dýíf- tíðar, óhamins svartamarkabs gróða og fram eftir þeim göft- unum. Að lokum mundi koma svo, að peningakerfið mundi hrynja í rústir, og jeg býst v43, að fáir mundu. geta gert sjer glögga hugmynd um það öng- þveiti, sem þá skapaðist. Vi'ð' gætum varla gert okkur í hu^- arlund þau vandræði, sem -af því leiddi, að húsmæður gsatu t. d. ekki fengið mjólk í mjóijc- urbúð, nema þær hefðu eip- hverja muni á boðstólum, sem búðarstúlkurnar vildu takaf á móti. Með öðrum crðum, þe|ta inundi leggja peningakerfið,. í rúst, svo maður yrði að hverfa aftur til vöruviðskipta með þeim óþægindum, sem fylgja, svipað og átti í fornöld. því ;jer sta'ð Frjálsi gjaídeyririnn Ein leiðin, sem rædd hefur verið enn, er leið hins svokall- aða frjálsa gjaldeyris, að út- vegsmenn fái svo og svo m#k- inn hluta af þeim gjaldeyri, sem þeir afla frjálsan, en það mundi þýða það, að þessi gjald- eyrir yrði seldur á mun hæfra verði heldur en hinn almenni gjaldeyrir. < í rauninni er þetta ekki ann- að en gengislækkun í tilteknu formi, formi sem er miklu ó- hagkvæmara fyrir almenning, heldur en almenn gengislækk- un mundi verða. Jeg ætla samt ekki að ræða þetta neitt frek- ar, nema tilefni gefist til þess vegna radda sem um það kynnu að koma fram á þessum fundi. Landsverslun Þetta eru nú helstu leiðirnar, sem ræddar hafa verið. Það mætti kannske að lokum nefna eina leiðina enn, þó að við dr. Benjamín tækjum hana lítið til meðferðar í okkar áliti, en hún er sú, að láta rílcið yfirtaka inn- flutnings- og útflutningsversl- unina. Astæðan til þess, að við dr. Benjamín ræddum hana ekki, er blátt áfram sú, að við álitum hana ópraktiska af þeim ástæðum, að vitað er, að hún á ekki meirihluta fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. Engu að síð- ur mætti segja um hana örfá orð. Nú má um það deila í það óendanlega, hvaða fyrfrkomu- lag á verslunarmálunum sje best, en hvaða skipan, sem á þessu kann að verða gerð þá snertir það í rauninni ekki þau vandamál, sem hjer eru fyrir hendi. — Sannleikurinn er sá, að þó að þessi leið væri farin mundi það kannske ekki gera svo ýkja- Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.