Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1950, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. mars 1950 Geipafi kommúnista (Framh. af bis. 2) verkalýðssamtakanna, sem hef ir það til að láta skcðahlr sin- ar í ljós á opinberum mann- fundum, eða í rituðu máli, svo fremi að hann vogi sjer að mæla tillögum ríkisstjórnarinn ar bót. Þetta kemur ótvírætt í Ijós, í sambandi við Varðarfund, sem haldinn var nýlega, til að skýra fyrir mönnum dýrtíðarfrum- varpið og tilgang þeirra. — Á þessum fundi hjelt jeg stutta ræðu og lýsti minni persónu- legu skoðun á frumvarpinu. Dagblaðið Vísir flytur daginn eftir frjettir af fundinum og stendur þar meðal annars þessi klausa: ........ einkum kom það fram bæði í ræðu próf. Ol- afs Björnssonar og síðar hjá Friðleifi Friðrikssyni, form. Þróttar, að síst væri gengið á hlut launamanna í tillögum þessum, en ríkisvaldið teygði sig þar jafnvel lengra til sam- komulags en eðlilegt gæti tal- ist“. Þau orð, að ríkisvaldið teygði sig jafnvel lengra til samkomu lags en eðlilegí gæti talist, hefi jeg aldrei sagt, og er mjer ó- skiljanlegt, hvemig frjettamað ur blaðsins fór að því að Ieggja þann skilning í mína ræðu — og vil jeg í því sambandi vísa til frjettar af þessum sama 'fundi, sem birtist í Morgun- blaðinu 28. febr. Þar er birt- ur útdráttur úr minni ræðu og er hann að öllu leyti rjettur. Þennan misskilning í frjett Vísis, notoar Þjóðviljinn sjer daginn eftir, og verður vart ann að sagt, en smátt sje það sem hundstungan finnur ekki. Þjóðviljinn notar frjettina tilað leggja mjer þau orð í munn, að jeg hafi beðið um, — meiri árásir og verri kjör fyr- ir alþýðuna. Minna mátti það nú ekki kosta, þótt þessar lyga- upphrópanir blaðsins blekki að vísu engan sem til mín þekkir, og starfsemi minnar í verka- lýðsmálum fyrr- og síðar, þá geta þau samt verið góð og gild latína fyrir það fólk, sem hefir gert Þjóðviljann að sinni bibl- íu. — Lúalegar árásir Sem áframhald á árásum blaðsins á mig, birtir það svo aðra klausu nokkrum dögum síðar. Hún er svo sóðaleg, bæði aðorðbragði og hugsun, að höf- undinum, sem mig að vísu grunar hver sje, hefir klýjað við að setja nafn sitt undir hana, (og verður kommunum þó ekki klýjugjarnt af öllu), en sett í þess stað „Bílstjóri“. Með þeirri aðferð á níðið að hitta betur í mark. Þó mjer sje ekki vel við að heyja baráttu við ósýnilegan draug, þá vil jeg þó, af því hann kemur við málefni bifreiðastjóra, svara honum örfáum orðum. Það kemur úr hörðustu átt þegar kommúnistar þykjast vera að vorkenna bifreiðaeig- endum, að standa undir þeim sköttum og tollum, sem á þá og þeirra nauðþurftir eru lagð- ar, því að enginn þingflokkur hefir gengið eins langt í því Ánnan sala Alþingis, að síauka kröfur um útgjöld á hendur ríkissjóði og einmitt kommún- istar, án þess þó að benda nokkru sinni á tekjuöflunarleið ir til að standast þessi útgjöld. En síaukin útgjöld ríkisins hafa þýtt síaukna skatta á landslýð- inn, enda er nú svo komið, að flestir eru að því komnir að kikna undir skattabyrðunum. Þegar svo þar við bætist geig vænlegt atvinnuleysi eins og nú þjakar vörubílstjórastjettina, þá ætti hún að skilja það best,, að þörf er róttækra að- gerða til úrbóta á þessu ástandi. En höfuðskilvrði þess, að úr þessu rætist, er að svo sje að aðalatvinnuvegunum búið, að þeir hafi möguleika til að bera sig. Það.er stundum sagt að mað urinn lifi ekki á einu saman brauði. — Menn geta heldur ekki lifað á einum saman kaup töxtum, hversu háir sem þeir eru á pappírnum, ef engin fæst vinnan. Tillögur ríkisstjórnarinnar miða að sköpun atvinnuörygg- is til sjáva*- og lands. Þær miða að afnámi styrkjastefnunnar, og þar með lækkuðum tollum og sköttum á alþýðu manna. — Þær miða að því að stöðva halla rekstur atvinnuveganna, og þær miða að því að skapa frjálsa og haftalausa verslun, sem útrýmir svartamarkaðs- braskinu. Þetta eru líklegustu tillög- urnar, sem enn hafa Tiomið fram í lagaformi, til að fyrir- byggja örbirgð og atvinnuleysi. Af þeim ástæðum er jeg per- sónulega fylgjandi því, að frum varpið verði að lögum. Friðleifur I. Friðriksson. 'a a b ó L 70. dagur ársins. 21. vika velrar, Árdegisfla'ði kl. 10.55. SíðdegisflæSi kl. 23,45. >Iurhrknir er í læknavarð .tof-, unni, sími 5030. NæturvörSur er í Ingólfs Apóteki simi 1330. Næturakstur arinast Hreyfill sími 6633. Messur á morgun Ðómkirkjan. Messa kl. 11, úra Jón Auðuns. Kl. 5 síra Bjami Jóns- son (altarisganga). Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 f.h. sjera Pjetur Magnússon prjedikar. j Bamaguðsþjónusta Jd. 1,30 e.h. sjera j Sigurjón Árnason. Messa kl. 5 e.h. ! sjera Jakob Jónsson. Ræðuefni: Hið góða í manninum. I.augarnrskirkja. Messa kl. 2 e.h. ! sr. Garðar Svavarsson. Bamaguðsbjón ! usta kl. 10 i.h., sr. Garðar Svavars- son. Nesprestakall. Messað í Kapellu Háskólans kl. 2. Síra Jón Thoraren- sen. i’ríkirkjim. Messa kl. 5 e.h. — Sr. Þorsteinn Bjömsson. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 2. Sunnudagaskóli K.F.U.M. kl. 10. Sr. Garðar Þorsteinsson. Brautarholtskirkja. Messa kl. 14. Sr. Hálfdán Helgason. Útskálaprestakall: Guðsþjónusta að Útskálum kl. 2. — Sjera Eiríkur Brynjólfsson. ----- Áfmæli Verður Clam bjargað lil niðurrlhl FULLTRÚI tryggingafjelagsins Lloyrids í J_,ondon, sem hingað kom til að athuga um möguleika á björgun olíuskipsins Clam, hef- ir komist út 1 skipið, og mun hafa gefið skýrslu sína til trygginga- fjelagsins um mál þetta. Björgunarsjerfræðingnum tókst að komast út í Clam í fyrradag og gat þá gert athuganir sínar, því veður var gott og lítið brim. Botn skipsins er allur meira og minna skemdur stafna í milli og flest hólfin í olíulest skipsins eru rnm. aó öðru leyti er skipið minna skemmt en búast hefði mátt við, að því ér blaðið hefir frjett. Bj örgunarsj erf ræðingurinn mun hafa gert það , að tillögu sinni að reynt verði að ná Clam út, með það fyrir augum að rífa það. Mjög mikil verðmæti eru sögð í skipinu, t. d. vjel þess, sem er svo til alveg ný. Björgunarfyrirkomulagið mun vera fyrirhugað þannig, að setja í lest skipsins loftþjetta belgi, sem blásnir verða út og skipinu þannig fleytt út á belgjum, og síðan dregið að landi þar sem auðvelt er að rífa það. Hvort ráðamönnum trygginga- fjelagsins þyki þessi leið heppi- leg og fari út í hana, er mönnum ekki kunnugt um og er nú beðið eftir svari þeirra. Þessi snotra svui'ta cr saumuð úr bómullarefni, og er á henni stór vasi neðan frá faldi og upp að mitti, sem er ætlaður fyrir þvottaklemmur. Þvert yfir .asann eru saumaðar myndir af snuru með þvotti. Þessa svuntu er þægi- legt að hafa þegar þvottur er hengdur upp, og einnig er gott að geyma klemmurnar í vasanum, n milli þess sem þær eru notaðar. Sigurðuv Jónsson skipstjóri og rit- vegsbóndi, Görðum, er 85 ára í dag. 65 ára er i dag frú Kristín Pjeturs- dóttir, Þórsgötu 16 A. Brúðkaup 1 dag verða gffin saman í hjó a- band af sr. Sigurbimi Einarssyni, ungfrú Ingibjörg Magnúsdóttir, Fram nesveg 30 og Valdimar Tryggvason sjómaður, Reynimel 45. Hehnili þeirra verður að Drápuhlið 29. Gefín verða saman í hjónaband í dag af sr, Jóni Auðuns ungfrú Ruth Heyden og Gestur Jónsson á Ha.'Ji. 1 dag verða gefin saman í hjé:.a- Irand af sr. Jóni Thorarensen ungfrú Björg Karlsdóttir, Bergþórugötu 15 A og Hreggviður Skúlason, BJöndu- iilið 25. Heimili þeirra verður Blöndu lilíð 25. í dag verða gefin saman í hjóna- band í Kaupmannahöfn ungfrú Tove Winthei' og Eggert E. Laxdal, prent- myndasm.. Heimili ungu lijónanna verður við Sigárdsvej 48, Gentoftv Hjónaefni Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Edda Scheving Víðimel 25 og Agnar Bragi Aðalsteinsson, Haðar stig 18. Frá Skákþinginu Biðskákir fóru á þá leið, að Guð- mundur S. Guðmundsson vann Láius Johnsen og Baldur Möller vann Frið- rik Ólafsson, en jafntefli ge>ðu Benoný Benediktsson og Guðjón M. 1 Sigurðsson og Sveinn ICristinsso:. og Baldur Möller. Næsta umferð verður tefld á sunnudaginn i Þórscafé og hefst kl. 1. Skíðaferðir Um næstu helgi efna Ferða»lirif- stofan, Skiðadeild K.R. og Skiðafelag Reykjavíkur til skjðaferða bæð: í Hveradnli og á skíðamótið i Jósefsdal. Á laugardag verður farið kl. 14 og kl. 18. Á sunnudag kl. 9 og 10 og kl. 13,30. Fólk verður eins og venjulega tekið í öllum ferðum, í austurbænum hjá Litlu bílstöðinni. Ennfremur verð ur fólk fótt í úthverfin í sambandi við ferðina kl. 10 á sunnudagsmorg- un. Nægur sliiðasnjór er nú á fjöllum uppi og við skíðaskálana hjer í grennd. Blöð og tímarit Heiniilispósturinn, 3. hefti 1. árg. Jiefir borist blaðinu. Efni er m.a.: Skipafrjettir, kvæði eftir Karl ísfeld, Lögfræði og leiklist geta tkki samrýmst, samtal við Ævar R. Kvar- an. Biskupinn einmana. smásaga. Götubardagi, smásaga, Hinar lik- þráu smásaga, Kolbrún, kvæði eftir Gísla Brynjúlfsson, Leildisturlífið þrosltar mann, samtal við Sigrúnu Magnúsdóttur, Myndirnar í brunnin um, smásaga, Saga úr Tidægru, þrautir, leikir og margt fleira. Til bóndans í Goðdal A. B. 10,00. M. B. 10,00. Fimm mínútrsa krossgáta SKÝRINGAR. Láájett: —• 1 eiminn — 7 fornafn ■—8 kræki í — 9 samhljóðar -- 11 tveir eins — 12 liúsdýr -—14 þraut — 15 stráa. LóSrjett: — 1 alætan — 2 stafur — 3 mikil umferð —- 4 greinii — 5 miskunn — 6 suðuna — 10 ungur — 12 hestur — 13 þvaður. Lausn síðustu krossgátu: Lárjett: — 1 gærdags — 7 aða — 8 fáa — 9 la — 11 tu — 12 efi 14 ugganna — 15 hafið. LóSrjett: —- 1 galdur — 2 æða — 3 Ra — 4 af — 5 gát — 6 saui.iar — 10 æfa — 12 egna — 13 angi. |Alþingi í dag: Neðri deild: Faumvarp um gengisskrániugu, iój I launabreýtingar, stóreignaskatt, ; i framleiðslugjöld o. fl. — 2. umræða. Gengisskráning Sterlingspund------------ 1 26,22i Bandaríkjadollar ______ 100 936 50 Danskar kr. ___________ 110 135,57 Norskar kr. ___________ 100 131,10 Gyllini ________________100 246 65 Sænskar kr. .......... 100 181,00 Fr. frankar____________1000 26,75 Felg. frankar ........ 100 18,74 Tjekkneskar kr ....... 100 18.73 Svissn. fr. _........ 100 214,40 Lírur (óskráð)_________ 2,245 Canada dollarar________ 100 851,85 Söfnin Landsbúkasafnið er opið kl. 10—• 12, 1—7 og 8—-10 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasafnið kl. 2—7 alla virka daga. — ÞjóðniinjasafniS kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. — Listasafn Einara Jónssonar kl. 1,30—3,30 é sunnu. dögum. — Ræjarbókasafnið kl, 10—10 alla virka daga nema laugar- daga kl. 1—4. Náttúrugripasafniö opið sunnudaga kl. 1,30—3 og þrioju- daga Og fimmtudaga Jd. 2—3. Skipafrjettir Eimskip • Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss fór frá Hamborg 8. mars til Ant- werpsn. Rotterdam, Hull og Leith. Fjallfoss fór frá Beykjavík 9. mars vestur og norður. Goðafoss er í Reykjavík. Lagnrfoss fór fró Keflavik um hádegi í gær til Akraness og Reykjavíkur. Selfoss fór frá Menstad 6. mars til Reykjavíkur. Trölafosj iór frá Halifax 7. mars til Reykjavíkur. Vatixajökull er í Vestmannaeyjum. E. & Z.; Foldin er fyrir Norðurlandi. Linec: stroom er í Færeyjum. Ríkisskip; Hekla er i Reykjaví Esja er á Ausí fjörðum á suðurleið. Herðubreið fór frá Rej-kjavík í gærkvöld til Breiða- fjarðar og Vestfjarða. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suðurleið. Þyrill er í flutningum í Faxaflóa. Ármaim fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vest- mannaeyja. S. I. S.: Arnarfell er í New Yorlt. Hvassa- fell er á Akureyri. Útvarpið 8.30 Morgunútvarp. —- 9,10 Veð.ir- fregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15.30—16,30 Miðdegisútvarp. —• (15,55 Veðurfregnir). 18,25 Veður- fregnir. 18,30 Dönskukennsla; II fl. — 19.00 Enskukenn,sla; I. fl. 19,25 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19.43 Auglýsingar. 20,00 F'rjettir. 20,30 Ut- varpstríóið: Trió í G-dúr eftir Bcet- hoven. 20.45. Leikrit: „In memori::m“ eftir Halldór loga (Leikstjóri: Þor- steinn ö. Stephensen). 21,20 Tómeik ar: Peter York og hljómsveit J'cans leika ljett lög (pliitur). 21,40 Uppiest ur: Smásaga (Ævar Kvaran leiJcari). j 22,00 Frjettir og veðurfregnir —• 22,05 Passíusálmar. 22,15 Dan., óg (plötur). 24,00 Dagskrórlok. Erlendar útvarpsstöðvar Noregur. Bylgjulengdir: 19 — 25 — 31,22 — *1 m. — Frjettir kl. 06,06 — 11,00 12,00 — 17.07. Auk þess m.a.: Kl. 15,05 Öskahljóm leikar. Kl. 17,45 Laugardagsskemmt- un. Kl. 20,30 Danslög. Svíþjóð. Bylgjulengdir: 1588 og 28,5 m. Frjettir kl. 18 og 21,15, Auk þess m. a.: Kl. 16,10 Siðdegis hljómleikar. Kl. 18,35 Útvarpshljóm- sveit Gautahorgar leikur. Kl. 19,35 Píanólög. Kl. 20,30 Nýtísku danslög. Danmörk. Bylgjuiengdir: 1250 og 31.51’ m. — Frjettir kl 17.45 og Auk þess m. a.: Kl. 17,40 Dönsk hljómlist, útvarpshljómsveitin. Kl. 18,20 Bridge. Kl. 19,00 Week cnd frá koncertsal Ráðliússms. Kl. 20,15 Melódíur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.