Morgunblaðið - 14.01.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.01.1949, Blaðsíða 6
Föstudagur 14. janúar 1949. 6 lHORGVNBLAÐIÐ i Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgfSarxn.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími ÍGOO. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Ofdrykkjan Á ÖÐRUM stað hjer í blaðinu í dag birtist samtal við einn af læknunum hjer í bænum, um álit hans og nokkra reynslu af hinu nýja lyfi, sem notað er, til þess að draga úr löngun manna til áfengisnautnar. Vissulega geta menn ekki vænst þess, að ofdrykkja sje úr sögunni, þótt slík lyf verði tekin í notkun. En eins og læknirinn segir, með góðum vilja og samstarfi, ætti að mega vænta þess, að allmargir þeirra manna, sem losa þarf undan drykkjuskapar-ástríðu, geti með notkun á lyfi þessu fengið andlega heilsubót. Þó íslendingar hafi gert bindindismál, sem önnur þjóð- f jelagsmál, að deiluefni sín á milli, þá geta ekki verið skiftar skoðanir um það, að útrýma þarf sem gagngerast ofdrykkj- unni úr landinu. En menn getur greint á um, hvaða sðferðir sjeu líklegastar eða framkvæmanlegastar, til þess að sem allra fæstir af þegnum þjóðfjelagsins tapist úr nyt- sömu starfi, og verði sjer og sínum til ógagns og armæðu vegna áfengisnautnar. ★ Tilraun var gerð, eins og mönnum er í fersku minni, að koma upp hæli fyrir menn, sem ósjálfbjarga voru orðnir vegna drykkjuskapar. Hún mistókst, þó hún væri af góðum vilja gerð. Og kent um ýmsum mistökum eins og gengur. En trúlegt væri að aðalorsökin fyrir því hvernig þar fór, sje sú, að þessi hjálpar- eða lækningaaðferð eigi tæpast við hjer á landi. Að loka menn inni hópum saman í vistheimili langan tíma, til þess að venja þá af því að fá sjer í staup- inu. Þar vinna þeir sjer ekkert til ágætis að heitið geti, annað en að vera ódrukknir. Menn sem leiðst hafa út í ofdrykkju, læknast ekki af þeim kvilla, nema hugarfarsbreyting komi til. Þeir verða að finna til þess, hvernig líðan þeirra, andleg og líkamleg, verður önnur og betri, ef þeir hverfa frá því, að eyða tíma og kröftum í fyllirí og vitleysu, og taka upp nytsöm störf, er koma þeim og öðrum að gagni. Það er ekkert undarlegt, þó slík hugarlækning verði sein- fengin, og vafasöm innan um fjölda manna, er lifa að miklu leyti í iðjuleysi, á vistheimilum drykkjumanna, og eru þar lokaðir inni vikum og mánuðum saman. Ólíkt ætti það að verða vænlegra til árangurs, ef hægt væri að koma í veg fyrir, að drykkjumenn neyttu áfengis, meðan þeir eru í sínu venjulega umhverfi og hafa persónulegt samband við vini og venslamenn, sem leitast þá við að fleyta þeim yfir byrjunarerfiðleikana á hófsemis- eða bindindisbrautinni. Þá þurfa menn ekki nema eitt spor að stíga, frá drykkjuskapn- um, yfir í starfslífið, sem bíður allra manna, er vilja vinna og hafa til þess hæfileika. ★ Hjer var á síðastliðnu sumri efnt til samtaka meðal manna, sem þreytt hafa drykkju sjer til tjóns, en vilja snúa frá þeirri villu. Ekki er blaðinu kunnugt hvernig þessum fje- lagsskap hefur reitt af hjerlendis. En sagt er, að í Vestur- heimi hafi þessháttar fjelög gert mikið gagn. Annað væri reynandi hjer. Að starfrækt væri leiðbein- ingastöð, þar sem óreglumenn, er vildu komast á rjettan kjöl, gætu fengið aðhald, hjálp og hverskonar leiðbeining- ar og eins aðstandendur þeirra. Starfsemi þessi yrði rekin fyrir utan allan fjelagsskap. Hver einstakhngur, eða hver fjölskylda, hefði beint samband við stöðina. í sambandi við hana yrði þá t. d. notað hið nýja lyf, og fylgst með því, hvernig það kæmi eða gæti komið hverjum manni að gagni, sem leitað hefði til læknis þess, eða forstöðumanns, er hefði umsjón með stöðinni. Þess er að vænta, að. goodtemplarar vildu leggja slíku málefni hð, og jafnvel verja til þess fje og fyrirhöfn að slík hjálparstarfsemi kæmi að gagni. Ofdrykkjan er ein af meinsemdum hins íslenska þjóð- fjelags sem annara þjóðfjelaga, er seint verður útilokuð, eða fyrir hana girt með öllu. En sigursæll er góður vilji. Og hafa skal hugfast, að með hverjum einstökum sem bjargað er undan því böli er af ofdrykkju kann að hljótast, geta unnist ometanleg verðmæti fyrir einstaka menn, fyrir einstök heimili og þjóðfjelagið. ÚR DAGLEGA LÍFINU íslendingar með skörðin TANNSKEMMDIR eru nokkuð algengar með íslendingum og það eru fleiri menn með gerfitennur í þessu landi, en margan grunar. Það sæist best, ef allir tækju úr sjer gerfitenn urnar. Tanngerðartækni er komin svo langt, að menn geta verið með heila „borðstofu“ upp í sjer, án þess, að munur sjáist á því og tönnunum, sem guð gaf. En það eru helst horfur á, að við íslendingar fáum ekki að njóta^ þessarar nýtísku tækni ilngi, ef svo fer fram, sem verið hefur nú um all- langt skeið, að tannlæknar fá ekki efnivið til viðgerða á tönnum og til að smíða gerfi- tennur. -- Verður þá ekki lengi að bíða, að menn verða að hafa sín skörð ófyllt og við verðum sennilega kallaðir íslending- arnir með skörðin. Ekki sársaukalaust EN látum það nú vera, þótt fá- tækt okkur yrði það mikil, að við hefðum ekki efni á, að kaupa efni erlendis frá til smíði á gerfitönnum og menn neyðist til að drattast gegnum lífið með beyglu og beyglu á stangli j munninum. Hitt er verra, ef tannlækn- ar neyðast til, að hætta við- gerðum á þeim tönnum manna, sem bjarga má með smáupp- fyllingu.' Því þótt það kunni að þykja sárt, að fara til tann- læknis verður það enn sárara, að ganga með holar og brend- ar tennur eftir tannskemmd- irnar óviðgerðar. • % gjaldeyris á við sælgætið ÞETTA, sem að framan er sagt, er ekki út í bláinn. Tann- læknar bæjarins hafa ekki haft efni til tannviðgerða og tannsmíða nema endrum og eins s.l. ár sökum skorts á gjaldeyris- og innflutnings- leyfum. Greinargóður tannlæknir, sem jeg átti tal við, telur, að það þurfi um 300 þúsund kr. árlega til kaupa á nægjanlegu efni til tanngerðar og tannvið gerða. Það hefur ekki fengist, en á sama tíma hefur verið veitt þrisvar sinnum meira til hráefnakaupa fyrir erlendan gjaldeyri handa sælgætisverk- smiðjum landsins. • Nýsköpun, seni gleymdist ÞAÐ er dásamlegt, að fá ný- sköpun á ýmsum sviðum, en menn eru nú einu sinni þannig gerði, að þeir vildu leyfa sjer þá „nýsköpun“, að fá sjer gerfitennur, þegar þær, sem náttúran lagði til, eru orðnar gagnslausar. En sú nýsköpun hefur alveg gleymst. Tannlæknar munu nú hafa samið enn eitt bænarskjalið til gjaldeyris- og innflutningsyf- irvaldanna og farið fram á að þeir fái nægjanlegt efni til að viðhalda tönnum landsmanna. Almenningur mun fylgjast vel með því hvernig því bæn- arskjali verður tekið. Því von- andi kemur ekki til þess, að tannlæknar landsins, sem hafa góða menntun og hagleik í starfi sínu, þurfi að auglýsa, „að framvegis geti þeir ekki tekið að sjer önnur tannlækn- isstörf, en að draga úr og gefa dropa við tannpínu“. En það mun hafa hvarflað að þeim, að svo gæti farið, að það yrðu þeirra aðalstörf í framtíðinni. • Seint lærist . . . BÆJARBLÖÐIN skýra frá því, að um jólin hafi náungi nokkur hjer í bænum farið sjálfur heim til manna og út- hlutað sjer jólagjöfum með því að stela peningum úr ó- læstum, eða illa læstum íbúð- um. Hann hafði 2500 krónur í aðra hönd og þykir sæmileg jólagjöf, jafnvel nú á tímum hinnar verðlitlu krónu. Lögreglan hefur nú haft hendur í hári þessa sjálfhjálpar manns og sennilegt er að hann eigi eftir að kosta skattþegna landsins eitthvað meira, ef matur hans og uppihald verð- ur reiknað fullu verði. En seint ætlar mönnum að lærast, að þeir verða að gæta fjármuna sinna fyrir þjófun- um. Einmitt um það leyti, sem þessi náungi gekk um borgina og lj.et greipar sópa, var birt aðvörun til almennings í bæn- um, um að læsa vel íbúðum sínum og „bjóða ekki þjófun-^ um heim“, eins og það var. orðað. , • Þjófnaðir úr , forstofum ÞAÐ er mjög algengt, að stolið sje verðmætum úr forstofum, yfirhöfnum,. skóhlífum og þess' háttar. Slíkir þjófnaðir hafa farið í vöxt eftir að skömmtun var tekin upp á fatnaði og skó fatnaði. Menn mega sannarlega ekki við því að missa neitt af föt- um sínum, eins og nú er ástatt með útvegun á þeirri vöru. En besta ráðið til þess, að fá að hafa sitt í friði, er eins og marg oft hefur verið bent á, að læsa vel húsum. • Vel þegin útvarpserindi AUSTFIRÐINGUR hefur kom ið að máli við mig og spurt, hvers vegna blöðin hafi ekki getið um erindaflokka þá, sem Ari Arnalds, fyrverandi sýslu maður, hafi flutt í útvarpið. Hjer sje um hin merkustu er- indi að ræða, sem útvarpshlust endur hafa haft ánægju af og vonist eftir að fá meira að heyra. Það er nú svo, að okkur blaðamönnunum láist stundum að geta þess, sem vel er gert um leið og okkur hættir við hinu, að skamma það, sem mið ur fer. Og eru blaðamenn ekki einir um þetta, því miður. En mjer er kunnugt um, að það hafa margir útvarpshlust- endur haft ánægju af að hlusta á Ara lesa erindi sín í útvarpið og hitt er satt, að þess ber að geta, sem vel er gert. inmi(iiiiiimiiiiiiimirmi»*iimiiiiimiinananMi«nMOTMaNi«nim(niu!MriiiiifiHiiiiin».wirviriiiiimuniiiiMr> ninnniiiiiiiiiiiniiimMMMMMu fi MEÐAL ANNARA ORÐA ... | .. I —B1 .1 S kem tif erðaf arald ur í Bandaríkjunum Eftir William Hardcastle, frjettaritara Reuters. FLEST bendir nú til þess, að meira verði um skemmtiferðir og íþróttaiðkanir í Bandaríkj- unum í vetur en nokkru sinni áður í sögu landsins. Allir virðast gripnir þessu æði, allt frá milljónamæringnum, sem kann að eyða eitthvað um 250 dollurum á dag í hálfsmánaðar skemmtisiglingu, til vjelritun- arstúlkunnar í New York, sem notar helgina til skíðaferðar upp í fjöllum. Eins og blaðið „New York Herald Tribune“ orðar það, er í ár „meira af öllu handa öll- um“ — meira um skemmti- siglingar, fleiri hótel í Flor- ida, fleiri skíðaskálar, fleiri flugvjelar, fleiri skip, fleiri járnbrautir .... og fleiri doll- arar. • • GÓÐAR AÐSTÆÐUR HAGFRÆÐINGAR eru sam- mála um, að þrátt fyrir vax- andi dýrtíð, muni Bandaríkja- menn verja meiri peningum ár í alskonar skemmtiferðalög en nokkru sinni fyrr. En hjer kemur Úeira til greina en vaxandi velmegun bandarísku þjóðarinnar. Það er staðreynd, að á fáum stöð- um í heiminum eru að vetrin- um jafn miklir möguleikar frá náttvrunnar hendi til skemmti ferðalaga og útiíþrótta og ein- mitt í Bandaríkjunum. Florida er auðvitað eftir- sóttasta skemmtilandið. Enda þótt sá tími sje nú að mestu liðinn hjá, þegar klæðaverslan irnar höfðu 100 dollara karl- mannaslifsi á boðstólum, hafa hótelin, baðstrendurnar og sól- skinið engu minna aðdráttar- afl nú en áður fyrr. í norð-vestur hluta Banda- ríkjanna — í fjöllunum í Mið- og Vesturríkjunum — eru hinsvegar vinsælustu skíða- svæðin. Þarna er skíðaíþróttin jafn vel skipulögð og hótelin og skálarnir jafn góðir og hvar sem er í Svisslandi. Tugþús- úndir skíðamanna notfæra ájer íþetta árlega. SKEMMTISIGLINGAR BANDARÍKJAMENN NOTA vetrarmánuðina fyrst og fremst til skemmtiferða innan lands. Það er á sumrin, sem þeir ferðast úr landi. En þrátt fyrir þetta, verða mörg af bestu skipum Evrópu í vetur notuð til skemmtiferðalaga, þar sem Bandaríkjamenn fyrst og fremst verða þátttakendurn ir. „Mauretania“ mun til dæm- is fara níu ferðir milli New York og Nassau, en hollensk- ameríska skipafjelagið hefur ákveðið að senda „Nieuw Amsterdam“ og „Veendam" í skemmtileiðangra til Bermuda og annara staða í Karabiska- hafi. • • MORGAN-SNEKKJAN ÍBURÐARMESTA skemmti- siglingin verður þó eflaust farin í „Corsair“, fyrverandi skemmtisnekkju J. P. Morgan, hins látna milljónamærings. í skipinu eru aðeins 42 svefn- Frn. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.