Morgunblaðið - 14.01.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1949, Blaðsíða 1
A TjörninnL 0 SKAUTAFJELAGIÐ byrjaði fyrir nokkrum dögum að nota þennan snjóplóg til þess að hreinsa mcð hluta af ísnum á Tjörninni. Eins og vænta mátti, fylgdust börnin með verk- inu af miklum áhuga. — (Ljósm. Elbl. ÓI. K. Magnússon). Truman og sendiherra Brefa ræða Palestínumálin Friðarfundur Egypta og Gyðinga byrjaður Washinton í ga-rkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. SIR OLIVER Franks, sendiherra Breta í Washington, gekk i dag á fund Trumans forseta. Mun Franks hafa fengið fyr- irmæli frá stjórn sinni um að skýra Truman sem greinilegast frá afstöðu Breta til Palestínumálsins og landanna fyrir botni Miðjarðarhafs í heild, en forsetinn á móti hafa skýrt við- horf Bandaríkjastjórnar. Áð fund Trumans og breska sendiherrans loknum, var eng- in tilkynning gefin út um árang ur hans. 'Annar's hófust í dag vopna- hljesviðræður Gyðinga og Egypta á eyjunni Rodos. Hef- ir dr. Bunche, sáttasemjari S. Þ. þegar símað Öryggisráði, og skýrt frá því, að samninga- nefndir ísraels og Egyptalands hafi fullt umbóð til að semja um og undirrita vopnahljes- samkomulag í skeyti til ráðs- ins segir ennfremur, að horf- urnar um árangur Rodosfund- arins sjeu ,,örvandi“. •--------------------- Ef Stalin kemur til Washington Washington í gærkveldi. TRUMAN forseti skýrði frá því á fundi méð frjettamönnum í dag, að hann mundi fús til við- ræðna við Stalin, „hvenær sem hann vill koma til Washing- ton“. Forsetinn kvaðst hinsveg ar ekki hafa neitt orðið var við nýja ,,friðarsókn“ af hálfu Rússa. — Reuter. Undirbúinn brottflutningur hú- skólustúdentu irú Nunking Engin stefnubreyting Bunduríkjunnu í ul- þjóðumúlum Óbreytt alstaða til Rússa, segir Dean Acheson Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. DEAN ACHESON, sem tekur við utanríkisráðherraembætti Bandarikjanna 20. þ. m., lýsti því yfir í dag fyrir utanríkis- nálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, að hann mundi reyna að feta í fótspor George Marshall, fráfarandi utanríkis- ráðherra, hvað viðvíkur afstöðu Bandaríkjanna til Sovjetríkj- anna. Acheson bætti því við, að hann væri yfirleitt staðráðinn í að viðhalda núverandi stefnu bandarísku stjórnarinnar í utanríkismálum og taka sömu afstöðu til stórmála og fyrir- rennari hans. Frumsýning á fyrstu íslensku falmynd- Stefna Trumans Utanríkismálanefnd öldunga deildarinnar hefir nú til athug unar skipun Achesons í utan- ríkisráðherraembættið. Acheson sagði meðal annars: Sprengjur bana< óbreyttum bory- urum í Tientsin KommúnislaT skjófa úr lallbyssum á Peiping Nanking í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÞVÍ VAR haldið fram hjer í Nanking í kvöld, að rnennta málaráðuneytið kínverska hefði beðið háskólastúdenta og kennara í borginni að búa sig undir að flýja. Er búist við því, að þeir haldi til borg- arinnar Foochow í Fukien- fylki. Yfirmaður hersveitanna í Nanking, Chiang Yao Ming hershöfðingi, skipaði svo fyr- ir í dag, að skjóta skyldi taf- arlaust hvern þann mann, sem „hefur truflandi áhrif á frið og ró í borginni“. Hefur herlögreglu staðarins verið fjölgað, en það er einkum sett í samband við óeirðir, sem flótta-stúdentar efndu til s. 1. þriðjudag. — Herstjórnin í Nanking hefur auk þess beð- ið alla borgara að ljóstra upp um njósnara kommúnista, ef vart verður við þá. Loftárásir Ymsir þektir þorgarar í Ti- entsin skoruðu í dag á hern- aðarleiðtogana í Norður-Kína að beita ekki sprengjuflugvjel- um í orustunum um borgina. Þessi áskorun var send af sömu mönnunum, sem í gær báðu Chiang Kai Shek marskálk og Mo Tse Tung, leiðt. kommún- ista að hefja friðarviðræður. (Framh. á 2. síðu) inm FYRSTA íslenska talmyndin, „Milli fjalls og fjöru“, eftir Loft Guðmundsson, var frumsýnd í Gl. Bíó í gærkvöldi fýrir gesti. Meðal gestanna var forsetafrú Georgía Björnsson, ráðherrar og frúr þeirra, leikararnir, sem leika í myndinni og margir fleiri gestir. Myndinni var vel tekið og Lofti klappað lof í lófa að lok- um ogí einnig voru leikararnir hyltir með lófataki. Myndin verður>sýnd fyrir almenning í fyrsta sinn í kvöld í Gl. Bíó. BOCHUM — Ellefu verkamenn unnu að því í dag, að eyðileggja hin- ar miklu Bochum-stálverksmiðjur i Ruhr-hjeraði. „Stefnan, sem Truman for- seti hefir fylgt frá ófriðarlok- um, hefir verið valin með að- stoð tveggja utanríkisráðherra. Jeg starfaði með þeim báðum. Jeg held, að jeg viti nokkuð um vandamálin og nauðsyn þess að hika hvergi. ... Mikið tjón „Það virðist ákaflega ljóst“, sagði Acheson ennfremur, „a® enginn maður getur að fullu bætt það tjón, sem fráför Mars- halls hefir í för með sjer„ enda þótt sá, sem starfað hefir með honum, geti tekið hann sjer til fyrirmyndar“. Acheson var aðstoðarutan- ríkisráðherra bæði hjá Mars- hall og James F. Byrnes. Yerslunarviðræður Hermálaráðherrar Bruss elbandalagsins á fundi Gullsmyglarar ákærðir Aþena í gærkveldi. TIJTTUGU og sjö menn, með- al þeirra svissneskur flugmað- ur, verða dregnir fyrir rjett í Aþenu 27. þessa mánaðar og sakaðir um að smygla gulli fyrir 1,178,000 dollara frá Svisslandi og Egyptalandi til Grikklands. Haldið er fram að hinir á- kærðu sjeu meðlimir í alþjóð- legum ámyglarasamtökum. Þrír reknir úr rúss- neska vísindafje- laginu Moskva í gærkveldi. MOSKVUÚT V ARPIÐ skýrði frá því í kvöld, að ákveðið hefði verið að reka þrjá útlend inga úr rússneska vísindafjelag inu. Vísindamenn þessir, en einn þeirra er Olaf Broch pró- fessor, eru sakaðir um að hafa tekið þátt í „hatúrsáróðri gegn rússneska ríkinu og vísindun- um í Rússlandi11. — Reuter. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. SKÝRT var frá því í Briissel í kvöld, að hermála- ráðherrar meðlimalanda Briissel-bandalagsins — Bret lands, Frakklands, Belgíu, Hollands og Luxcmbourg — mundu koma saman á fund á morgun (föstudag) í „stríðs lierbergi“ belgiska hermála- ráðuneytisins. Á fundinum verða áheyrnarfulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada. Fundur ráðherranna verð- ur fyrir luktum dyrum, en talið er að umræðurnar muni einkum snúast um eftirfar- andi: 1) Áhrif hins fyrirhugaða Atlantshafsbandalags á Briiss el-samþykktina. 2) Útvegun breskra þrýsti- loftsflugvjela til annarra bandalagslanda. 3) Samræmingu hergagna meðlimalanda Brússelbanda- lagsins. London í gærkveldi. VERSLUNARVIÐRÆÐUR milli Breta og Finnlendinga hófust í London í dag. Buist er við því, að viðræðurnar standi yfir í um tvær vikur. — Reuter 100,000 bílar Detroit í gærkveldi. SKÝRT var frá því í Detroit í dag, að Bandaríkjamenn hefðu í síðastliðinni viku fram leitt meir en 100,000 fólks- og vörubifreiðar. Þetta voru um 2,000 fleiri bílar, en framleidd ir voru í vikunni þar áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.