Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. apríl 1946 MORGUNBLAÐIÐ S ÁHRIF STRÍÐSINS Á KANADA STEPHEN Leacock komst einhverju sinni svo að orði, að Kanadamenn eyddu svo miklu af tíma sínum í það, að reyna að koma Banda- ríkjamönnum í skilning um það, að þeir væru ekki bresk ir o£f*Bretum, að þeir væru ekki amerískir, að þeir hefðu lítinn tíma aflögu til að verða Kanadamenn. •— Nokkru síðar — og ekki löngu áður en styrjöldin braust út — sagði André Siegfried, stjórnfræðingur- inn kunni, að Kanada væri margþætt og torskiljanlegt land — ,,hið einkennilegasta landsvæði, landfræðilega, sögulega og stjómfræðilega sjeð“.. Eftir nær sex ára styrj- öld er þetta óbreytt. Kan- ada er land, sem skift er í fjögur eða fimm mismun- andi landsvæði, sem hvert fyrir sig hefir sín eigin sjón- armið og efnahagsleg hugð- arefni. Ibúar landsins, 11 og hálf miljón að tölu, búa á mjórri, 4000 mílna langri landræmu meðfram suður- landamærum landsins. •— Frakkar og Bretar, hvorir tveggja með sitt eigið tungu mál, venjur og lifnaðar- hætti, hafa engu meiri sam- vinnu en áður. Áhrif Banda ríkjanna færast stöðugt í vöxt. En þrátt íyrir þetta alt, hefir styrjöldin haft í för með sjer töluverða þróun á ýmsum sviðum í Kanada, eða hefir öllu heldur rutt brott þeim hindrunum. sem til þessa hafa hamlað hinni eðlilegu þróun landsins. •— Kanada hefir loks öðlast al- gert sjálfstæði, ekki aðeins í augum Kanadabúa sjálfra heldur og alls heimsins. Samvinna Kanada og Bandaríkjanna. MEGINORSÖKINA fyrir þessu má finna í samvinnu Bandaríkjanna og Kanada. Þrátt fyrir allt það, sem sagt hefir verið árum sam- an um hin óvíggirtu landa- mæri þessara tveggja ríkja, var aldrei laust við það, að meðal Kanadabúa bæri á nokkurri hræðslu við hinn ríka, mannmarga nábúa sinn. Ótti þessi var í raun og veru ástæðulaus. Ef þann ig er á þessi mál litið, að Kanadamenn hafi ekki æskt þess að verða bandarískir borgarar, er enginn vafi á því, að Bandaríkin vildu það ekki heldur. Málunum er í raun og veru þannig komið. að ef Kanada gerði tilraun til að verða hluti af Bandaríkjunum, mundu Suðurríkin legjast eindreg- ið gegn því, sökum minni- hlutaaðstöðunnar, sem inn- limunin mundi hafa í för með sjer fyrir þau. Þó var svo lengi, að ýms- Framfarir á flestum sviðum — ný tækni — bætt lífsskiryrði Eítir Merrill Denison ar raddir heyrðust um vænt anlega sameiningu þessara tveggja nábúaríkja. Megin- orsökin fyrir þessu var að öllum líkindum sú, að stjórnarvöldin hirtu aldrei um að mótmæla orðrómin- um opinberlega. — Fyrsta raunverulega vfirlýsingin varðandi afstöðu Bandaríkj anna til Kanada kom frá Roosevelt forseta, er hann lýsti því vfir í ræðu, sem hann hjelt á Queens-háskóla að Bandaríkin mundu ekki sætta sig við það, að erlend ríki ógnuðu sjálfstæði Kan- ada. Stóðu saman. EFTIR undanhaldið frá Dunkirk og orustur.a um Bretland, þegar útlit var fyr ir því, að þetta gæti orðið að raunveruleika. tóku þessi tvö lönd höndum saman. •— Þrátt fyrir mismuninn á íbúafjölda, stóðu bæði ríkin jöfnum fótum og hvorugt gerði tilraun til að hefja sig yfir hitt. Aldrei var um það rætt, hversu mikið hvor að- ilinn fvrir sig ætti að geta lagt fram. Þessi samvinna Banda- ríkjanna og Kanada bar þann árangur, að Kanada auðnaðist að leggja fram drjúgan skerf í baráttu Bret lands og sameinuðu þjóð- anna, að auka stórlega stjórn málaleg og efnahagsleg áhrif sín og hverfa frá hinni alda- gömlu grýlu um hættuna, sem stafað gæti frá Bandá- ríkjunum. Kanada er orðið full- vaxta. Styrjöldin hafði þetta í för með sjer. Ein afleið- ingin af þessu verður eflaust sú, að vfirvöld landsins fara að leggja áherslu á það, að sameina hinar mismunandi skoðanir, tungur og kirkjur landsmanna. Nýr áhugi. Áhrifa þessa nýja tíma- bils í sögu Kanada, er þeg- ar farið að gæta í Ottawa. Meiri einurð er nú ríkjandi í umræðunum um hjeraða- skiftingu landsins og afleið- ingar þess, eða hvað gera skuli til að koma í veg fyrir glundroða þann, sem nú rík ir í sambandi við borgara- rjettindi Kanadabúa. Svo er helst að sjá, sem fyrst nú sje að koma að því, að ráða- menn landsins geri sjer grein fyrir því, að íbúar landsins eru fyrst og fremst Kanadamenn, en ekki eitt- hvert sambland af Frökk- um, Bretum. Skotum, írum og „öðrum“. eftir því frá hvaða landi forfeður þeirra hafa komið. En það verður ekki fyr en þetta er komið í sæmilegar horfur, að Kan- adabúar geta komið á fót einkennandi og þjóðlegri menningu. Hættulegur þjóðarhroki þarf ekki að veru þessu sam fara. Staða Kanada sem sjálfstæðs ríkis, meðlimur breska ríkjasambandsins, og þegar þar að kemur, þátt- takandi í sambandi Suður- og Norður-Ameríku, ætti að geta haft það í för með sjer, að það legði þröngsýni þjóð- arstoltsins á hilluna og gerð ist forustuland um alla al- þjóðasamvinnu. Aukinn útflutningur. AUK þess, sem stríðið hafði þau áhrif á Kanada, að það varð fullþroska á sviði stjórnmála, hefir átt sjer stað mikil breyting á hinu efnahagslega sviði A [\lýjar bækur frá Isafold NÝLEGA komu á markað- inn fimm nýjar bækur, sem Isa- foldarsprentsmiðja gefur út. Á Bernskustöðvum, eftir Guðjón Jónsson frá Brekku í Geirdal. Eru þetta endurminningar höf., skráðar nú á seinni árum smám saman og hafa sumir þættirnir birst áður á prenti og vakið athygli. Ólafur Lárusson prófessor rit- ar inngang bókarinnar og segir þar m. a.: .... Bókin er merki- ieg þjóðlífslýsing. Höfundur- inn lýsir þar ýmsum dráttum í daglegu lífi manna, eins og það var vestur í Gufudalssveit á uppvaxtarárum hans, síðustu áratugum síðustu aldar. Þá var lífið þar enn með sínu forna sniði, eins og víðar um sveitir landsins. Síðan hefir mikil breyting orðið, gamlir hættir vikið fyrir nýjum. Vjer kom- um þar nú á gott sveitarheim- ili í gömlum stíl.....Hversu mikils virði hafa eigi slík heim- ili verið þjóðinni? Þau voru kjarni þjóðlífsins og þjóðin býr enn að áhrifunum, sem þau höfðu á unglingana .... Hver, sem bók þessa les, mun finna hversu mikilli hlýju og yl and- ar frá frásögn höfundarins. Minningarnar frá æskuárunum ylja honum á efri árunum og hafa eflaust gert það alla ævi hans. Þessi innileiki er eitt af því, sem gerir bók hans svo aðlaðandi og hún á skilið, að hljóta góðar viðtökur, m. a. af þeim sökum. Gestur á Hamri, saga eftir Sigurð Helgason, með myndum eftir Birgi Sig- urðsson. — Þetta er bók fyrir unglinga, þótt hún lýsi erfið- um kjörum við einangrun. Þungamiðja frásagnarinnar er um bjarndýr, sem gekk á land og kom heim á bæ, en var að velli lagt, þótt ljeleg væri vopn til að vinna það með. Á valdi hafsins, saga efir Jóhann J. E. Kúld. Þetta getur bæði verið skáld- saga og sönn saga, segir frá flóttanum úr sveitinni á mölina í Reykjavílc, frá baráttu eigna- lausra manna við að draga björg í bú úr haíinu, baráttu við atvinnuleysi, sveitarstyrk og atvinnubætur á fyrri stríðs- árunum. Radtlir úr hópnum, tíu sögur eftir Stefán Jóns- son. Þetta eru smásögur, og er efni sumra þeirra sótt í „á- standið" svokallaða, skyndi- myndir á víðum grunni, gerð- ar af þeirri lagni, sem hittir naglanh á höfuðið. Fingrarím Jóns Skálholtsbiskups Árna- sonar, ljósprentuð útgáfa eft- ir Kaupmannahafnarútgáfunni 1838, sem var óbreytt eftir út- gáfunni 1739. Það má því segja, að hjer sje tveggja alda gömul bók vakin af svefni. Fyrst er formáli Jóns biskups og alman- ak, en sjálft fingrarímið skift- ist í tvo kaíla. Er hinn fyrri um tíðir kirkjuársins, en hinn seinni um íslensk missiraskifti. Er hjer fróðleikur, sem lengi hefir niðri legið, en þótti mikið til koma áður. Sviss til iyrirmyndar Róm í gærkvöldi. PÁFINN í Róm tók í dag á móti 30 svissneskum blaða- mönnum, sem komnir eru til Ítalíu til þess að fylgjast með hjálparstarfsemi þeirri, sem svissneska stjórnin hefir komið á fót á Ítalíu. Páfinn fór lof- samlegum orðum um þessa starfsemi. Hann komst m.a. svo að orði: „Evrópuríkin ættu að taka sjer Sviss til fyrirmyndar. En þau geta ekki komist jafn- fætis Sviss með einhverjum annarlegum aðgerðum. Þróun- in verður að eiga sjer stoð í menningu og sögu þjóðanna“. —Reuter. landsins. Það er orðið fram- leiðsluland og leggur á- herslu á útflutning. Þið> Er byrjað að færa sjer í nyt auðæfi þau, sem óbyggðir landsins hafa yfir að ráða. Framleiðsl an hefir margfaldast. At- vinnuleysi er úr sögunni og lífsskilyrði betri en nokkru sinni áður. Hjá því verður ekki kom- ist, að benda á það í þessu sambandi, að grundvöll- inn að þessari þróun er að finna í Norður-Ameríku. — Hyde Park yfirlýsingin trvgði Kanada markaði fyr- ir svo til öllu, sem hægt var að framleiða í landinu, og það er eftirtektarvert, þeg- ar þess er gætt, að það er orðið þriðja fremsta versl- unarland veraldarinnar, að megnið af viðskiftum þess hafa verið við Bandaríkin og bygst á sölu stríðsafurða. Menn spyrja auðvitað nú, hver verði efnahagsleg staða Kanada — sem þýðir sama og vinna, heimili, fæða og fatnaður — þegar styrjaldar markaður Bandaríkjanna lokast. Ákvarðanir Banda- ríkjaþings ráða hjer vissu- lega mestu um. En hvaða af- stöðu sem það kann að taka, getur ekki hjá því farið, að vöruskifti Kanada og Banda ríkjanna verði stærsti lið- urinn í utanríkisverslun beggja þjóðanna. Samvinna þeirra er þeim nauðsynleg. TVENT hefir einkum kom ið í ljós í styrjöld þeirri, sem nú er svo til nýlokið: Frá hagfræðilegu sjónar- miði sjeð, geta þessi tvö ná- grannalönd ekki án hvors annars verið. Við þetta bæt- ist svo, að vinátta þessara ríkja er meiri en nokkru sinni fyr og skemtiferðir Bandaríkjamanna til Kan- ada ættu að geta vegið tals- vert upp á móti því tjóni, sem Kanadamenn hljóta að verða fyrir, er Bandaríkja- menn hætta að kaupa styrj- aldarframleiðslu þeirra. Og það sem er enn meira virði, Kanada hefir nú þau fram- leiðslutæki og tækni, sem heiminn vanhagar svo mjög um, ef hefja á þjóð- irnar úr eymd þeirri, sem styrjöldin hefir haft í för með sjer. Kanada getur horft fram á við kvíðalaust. Sjálfstæði landsins er trygt og sambúð þes við aðrar þjóðir hin á- kjósanlegasta. Fá lönd eiga- jafn marga vini meðal þjóð- anna og ekkert er í eins miklu áliti. Kanada hefir þau hráefni og tækni, sem nauðsynleg eru til að bæta lífsskilyrði landanna. Með hugrekki og víðsýni geta Kanadabúar gert land sitt öfundsverðast allra landa. (Lauslega þýtt.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.