Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. apríl 1946 MORGUNBL'AÐIÐ 7 — Hulda skáldkona Framh. af bls. 6. verið hinn einasti farkostur hennar til betri og b.iartari heimkynna. Huldu mun líka hafa orðið það allsnemma ljóst, hve dásemd íslenskrar náttúru hafði orðið alþýðu manna meira og minna ómeðvitað, mörgu fegurðarþyrstu auga svölun og líkn, og hve strengir ónotaðra krafta og möguleika höfðu sam stemmst dulúð náttúrunnar. Óljóst vaknar það svo hjá henni, sem síðar skýrist betur og betur og er í dýpstu sam- ræmi við eðli liennar og upp- eldi. Hún kynnist hinum nýju stefnum og straumum í bók- menntum umheimsins, og hún gefur þuluforminu nýtt líf og gildi, skírir gömul form og gamla íslenska liti, og skapar — í samræmi við eðli sjálfrar sín og menningarlega mótun sína og með hliðsjón af hinum bestu erlendu vinnubrögð'um — nútíðarhliðstæður í litum og línum. En hún hefir ekki ein- ungis lesið norræn fornkvæði, íslenskan kveðskap, íslensk ævintýri og þjóðsagnir og hin nýju erlendu smákvæði. Hún hefir líka lesið stórvirki Goethes og Dantes, Pjetur Gaut Ibsens fegurðar og unaðar í samstarfi við öfl gróandans. Hún ekki að- eins gerðist brautryðjandi á yngri árum sínum, heldur orti hún alla ævi fögur og innileg Ijóð, sem munu, þá er úrval 1 kvæða hennar verður gefið út, hrífa eins hina ungu, sem ekki eru blindaðir af boðskapnum um blessun andlegs þrældóms og haglegs forms á andlegum frostrósum og bölrúnurn — eins og hina eldri, sem lærðu í æsku , að meta Ijóð hennar og það af- rek, sem hún vann þá. Jeg minntist á Ijóð hennar Krosssaum í inngangskafla þess ^ arar greinar. Þar lýsir hún ríki vetrarins, en einnig þeirri líkn, I sem Ijeð er gegn öflum þess. Hinar ungu dætur dalanna sitja og vefa ,,í lund sína Ijósið, sem logar við nótt og ís, lauf, sem und klakanum lifir, (lind, sem að aldrei frýs. L Skáldkonan víkur tali sínu að einni dóttur dalanna, haf- i.andi í huga eldforna reynslu j kýnslóðanna: „Saumaðu lömb og liljur og Ijómandi himinský, fljúgandi, syngjandi svani og suðandi heiðarbý . . . og í Huliðsheimum og í Hel- heimi, eftir Árna Garborg, það skáldverk, sem hefir haft geipi- mikið gildi fyrir norska alþýðu og sum hinna yngri skálda Norðmanna. Og hún eygir mik- ið hlutverk og ákveður að gera tilraun til að gera því skil. Hún vill vefa mynd úr þráðum ís- lenskra þjóðsagna í fagra um- gerð íslenskrar náttúru, tákn- ræna mynd, er sýni hina miklu baráttu mannsins — og ills og góðs um manninn — sýni þetta svo, að það ekki máist úr huga eða hjarta þess, sem það sjer, Hún velur sem tákn ævintýrið um Hlina kóngsson, og mynd hennar er ljóðaflokkurinn Syngi, syngi svanir mínir. Henni tókst ekki að gera mynd sína að því mikla lista- verki, sem hún hefði viljað skapa. Um það er ekki að sak- ast. Hún eygði möguleikana, sá hið mikla hlutverk, heyrði kallið og hlýddi því. Þetta er meira en sagt verði um flesta aðra. Hún hefir bent á hlut- verkið svo greinilega, að þar er ekkert um að villast. Hinn fyrsti, sem hefir skarpskyggn- ina til að eygja slíkt hlutverk og djörfung til að ráðast í það, á sjaldnast því láni að fagna að vinna sigur sjer og öðrum. En hlutverkið bíður. Hver á svo vilja hennar djörfung og stórhug? Og hvað sem þessu líður, þá var hún allt til síðustu stundar trú heitri þrá sinni eftir auk- inni fegurð og meira og víð- tækara samræmi í hugsun, orð- um og athöfnum, var trú þeirri sannfæringu sinni, að undir merki hins fagra og göfuga mundi mannkynið vinna þá sigra, sem yrðu því til blessun- ar. Engin tíska, engar blekk- ingar um ljettkeypt verðmæti gátu hnikað ábyrgðartilfinn- ingu hennar og fengið hana til að ganga eitt augnablik á veg- um þeirra afla, sem henni virt- ust vinna í þjónustu hels og nauða gegn þrá mannsins til En saumaðu ei sverð nje brynjur, sátt skyldi loks vor jörð og enginn blóðdropi brenna blómanna helga svörð. Ef alla þann draum vildi dreyma, hans dögg mundi græða sár. ... Hins fagra og hins gróandi á maðurinn að minnast, þegar vetur böls og harma ríkir um- hverfis. Þá vaknar hjá honum vissan um það, að vor kemur að vetri loknum. Þá glitar hún allt það í fari hans, sem lífsins er, svo sem sólin í gegnum hinn bláa ljóra bjarmaði mosann og laufið og víðiknappana í Aðal- dalshrauni og skein á gróður- inn í Laxá, svo að þar komu fram svo fögur og dásamleg lit- brigði, að ótrúlegar sagnir um fegurð árinnar urðu að veru- leika. í lífs- og starfssögu Huldu skáldkonu og 1 Ijóðum hennar mun ást hennar á feg- urð og göfgi, stórhugur hennar í þeirra þágu og tryggðin við málstað gróðarins verða geislar sem varpi skini á það, sem vors ins er í hugum þeirra, sem virð- ist fimbulvetur böls og helju vera að taka völdin í veröld- inni. Guðm. Gíslason Hagalín. Skotar unnu Fnglendmga LONDON: S. I. laugardag fór fram knattspyrnuleikur milli Skota og Englendinga, og var hann háður á Hampden- vellinum í Glasgow. Áhorfend- ur voru 134.000. Urslit urðu þau að Skotar sigruðu með einu marki gegn engu, og var markið skorað, er hálf mínúta var eftir af leik- tíma. Lið Englendinga þótti standa sig verr en búist hafði verið við, en skotska liðið sem skipað var aðallega ungum leik mönnum, aftur miklu betur. Sigur Skota er talinn verðskuld aður. — Reuter. Norræn fimleikahátíð í Gautaborg Eftir Ólaf S. Ólafsson Gautaborg 8. apríl. SÍÐASTA VIKA hefir verið rík af viðburðum, sem hefir endurspeglað leikfimislíf Gautaborgar. Á hverju kvöldi í heila viku hafa flestir bekkir hringleikahússins verið þjett- skipaðir áhugasömum áhorf- endum og á leiksviðinu hefir getið að líta fólk á öllum aldri og báðum kynjum sýna listir sínar. Þessi vika er sú tuttug- asta og áttunda í sinni röð, — tuttugacta og áttunda Lingvik- an í Gautaborg. Tvei” síðustu dagar þessarar Lingviku hafa verið nefndir „Norræna leikfimishátíðin“ og nafnið er ekki út í bláinn. ■— Leikfimisflokkar frá öllum Norðuilöndunum hafa raðað sjer hlið við hlið á leiksvið- inu, allir fimm fánarnir hafa blaktað og þjóðsöngvarnir fimm hafa hljón.að frá söng- pallinum. Norðmenn og Finnar sendu úrvals karlaflokka, en Danir, Svíar og isleudingar sína bestu kvennaflokka. Það var með mikilli gleði, sem þó var e’kki laust við dá- lítinn kvíða, sem við íslend- ingar hjer í Gautaborg, tókum fregninni um að íslendingum hefði boðist þátttaka í þessari leikfimishátíð. Þessi kvíði minkaði ekki þegar við sáum dagskrána. Það var á allra vit- orði hjer, að finski flokkurinn væri besti leikfimisflokkur Norðurlanda og jafnvel allrar Evrópu. Flestir munu því hafa búist við, að hann myndi verða látinn hafa síðasta orðið á þess- ari leikfimishátíð. Við urðum því bæði undrandi og ef til vill dálítið taugaóstyikir, þegar við lásum dagskrána og sáum að ís- lenski kvennaflokkurinn var settur næstur á eftir meistara- flokknum finska og síðastur á fyrra degi hátíðarinnar. — Það gat engum blandast hugur um, að þetta var langerfiðasti sýn- ingartíminn. Hversvegna ísl. flokknum var valinn þessi tími á dag- skránni, er ekki gott að vita og verður aldrei vitað utan þeirra, sem það hafa ákveðið. — Tvær ágiskanir komu auðveldlega fram í hugann. Sú fyrri, og ■ sennilegri, var að íslenski flokk urinn væri í því áliti, að hann hefði engu að tapa. Hin ágisk- unin, sem var heldur ósenni- legri, var að honum væri ætl- að geta staðist þ.á eldraun að ná hylli og athygli áhorfenda eftir fyrirfram vitaða glæsilega sýningu Finnanna. Jeg mintist lauslega á þetta við einn nefnd armanna sýningarinnar cg fekk það svar, með sænskri velþjálf aðri kurteisi, að nefndin gerði sjer miklar vonir um góða sýn ingu hjá íslensku stúlkunum. Föstudagskvöldið — fyrra sýningarkvöld norrænu hátíð- arinnar — rann upp. Besti kvenflokkur Gautaborgar var fyrstur á dagskránni. Sýndu þær góða leilcfimi. Sjerstak- lega vöktu athygli stökk á dýnu og yfirslag yfir kistu. Næstir á dagskránni voru svo Finnarnir. Níu manna hópur, sem samanstóð af lágum og þreknum og sýnilega þrautþjálf uðum mönnum, gengu inn á leiksviðið. Vöðvarnir hnykluð- ust undir skinninu, en þó bar hvert spor vitni um mýkt og fjaðrandi Ijettleika. Þeir hófu sýninguna með mjúkum og ljettum gólfæfingum og end- uðu hana með háu heljarstökki afturátak úr kyrstöðu, allir sem einn maður. Seinni þáttur gólíæfinganna var mun erfiðari og þegar minst vonum varði var sk'.tið inn i heljarstökkum afturábak og áfram sveigju- stökkum afturábak, eða hand- stöðu neð fótaæfingum. Leikið var á píanó við allar gólfæf- ingar, enda voru þar engin mis tök. Sýningu Finnanna lauk með æt’ingum á svifrá og tví- slá, æfingum sem voru svo erf- iðar og þó meistaralega gerðar, að þeim verður ekki lýst í stuttu máli. Fólkið stóð á öndinni á inilli þess er lófaklappið dundi. Sýningunni lauk með geysileg- u fagnaðarlátum. Eftir þessa áhrifamiklu sýningu áttu svo islensku fulltrúarnir að koma fram. Hafi maður verið í vafa um að þær ættu erfitt hlutverk fyrir hóndum, var maður þess fullviss, þegar Finnarnir gengu út af leiksviðinu. Þegar karlakórinn hafði sung ið tvö lög, sem áttu að tilheyra hinum íslenska þætti hátíðar- innar, en sem fáir viðstaddir íslendingar munu hafa heyrt áður, birtist íslenski leikfimis- flokkurinn á sviðinu, með fán- ann hátt á lofti í broddi fylk- ingar. Mannfjöldinn reis úr sætum og dauðaþögn sió á. — Fjórtán glæsilegar leikfimis- meyjar, í himinbláum búning- um gengu Ijettum, mjúkum og ákveðnum skrefum fram á svið ið og sýningin hófst. Jeg ætla ekki með þessum línum að fella neinn dóm yfir hvernig þær leystu þetta vandasama hlut- verk, því að jeg viðurkonni, að þegar maður sjer landa sína inna af höndum afreksverk í framandi landi, landi sínu og þjóð til sóma, þá gæti sá dómur litast af þeim tilfinningum, er í daglegu taldi kallast ættjarð- arást. I staðinn ætla jeg að leyfa mjer að birta í lauslegri þýðingu dóma þriggja helstu dagblaðanna í Gautaborg. Þess má geta, þó að það sje ef til vill óþarfi, að þeir eru allir skrifaðir af fagmönnum á þesu sviði. „Götborgs Sjöfarts og Hand- elstidning“ skrifar á þessa leið: „Áhrifamikil íslensk kven- leikfimi. Það var gleðiefni að svo margir Gautaborgarar not- uðu tækifærið til að sjá þessa sjerstæðu leikfimi sem var á dagskrá fyrra dags Norrænu há tíðarinnar. Það var enginn hversdagsmatur, sem vav fram- borinn, heldur fínustu rjettir fyrir þá allra kræsnustu. Þrettán stúlkur úr GLmufje- laginu Ármanni, Reykjavík, undir stjórn Jóns Þorsteins- sonar, íþróttakennara, voru síð astar á dagskránni. Áhrifamesti þáttur sýningarinnar var jafn- vægisæfingar á hárri slá, sem flokkminn hafði komið með frá íslandi. Stúlkurnar hikuðu aldrei og fyrir mistökum vott- aði ekki. Sem heild bar sýniríg- in vitni um sjerstæða leikni og fyrsta ílokks þjálfun.“ ,,Göteborgs-Tidningen“: „Vantar orð til þess að lýsa leikfimissýningu ísl. stúlkn- anna. Hafði nokkur gert ráð fyrir að íslenski kvenflokkurinn frá Ármanni í Reykjavík, myndi sýna hvílíka leikfimi? Gólfæf- ingarnar voru ef til vill ekki betri en sjest hefir hjer, en því meira undrandi verður maður af að sjá jafnvægisæfingarnar á slánni. Það vaf manni óbland in ánægja að horfa á jafnvæg- isganginn. Engin mistök, eng- inn taugaóstyrkur og allur hóp urinn tók þátt í æfingunum. Heilsnúningur á hárri slá, er enginn hversdagsmatur fyrir kvenflokk. Það skal segja áhorf endum Gautaborgar til hróss, að þéir kunnu vel að meta þau sjerstæðu tilþrif, sem ísl. stúlk- urnar sýndu. Þjálfarinn, Jón Þorsteinsson, má vera miklu meira en ánægður með frammi stöðu þessa glæsilega hóps“. „Ny-Tid: „íslenska sýningin aðeins metin á heimsmæli- kvarða. — Meistaraleg leikni íslensku stúlknanna gagntók mann. Aldrei hefir áður sjest hjer í Gautaborg og jafnvel ekki í Svíþjóð, önnur eins leikfimi, og jafnvægisæfingar ísl. «túlkn- anna á hárri slá. Maður fekk nýja trú á þeim möguleikum, sem sláin hefir að bjóða, það er að segja, ef að æfingunum er stjórnað af hugamyndaríkum og ósmeykum þjálfara eins og Jóni Þorsteinssyni. Það var eins og hugmyndaheimur ísl. sagn- anna opnaðist. í hverri jafn- vægisæfingu, sem stúikurnar sýndu, kom fram mýkt og feg- urð, og margar æfinganna sýndu að hugrekki og kraft vantaði ekki. Engin skarst úr leik og það var eins og mistök væru óhugsanleg. Þetta sýndi hvað hópurinr. var óvenjulega samstihur. Margar æfinganna gerðu stúlkurnar tvær og tvær saman og það var ekki hægt annað en dást að hinni fínu stjórn og nákvæmu æíingum. Þrátt fyrir það ,að ekki var spilað undir við æfingarnar, voru samtökin undraverð. — Áhorfendurnir urðu hugfangn- ir af þeirri óvenjulegu leikni, sem kom fram“. o—o Þannig voru blaðadómar Gautaborgarblaðanna dagana eftir sýninguna, og það er ó- hætt að fullyrða, að þau hafa mælt fvrir munn flestra áhorf- endanna, að minsta kosti þeirra sem höfðu þekkingu til þess að geta myndað sjer rökrjetta skoð un um sýninguna. Það er mikið talað nú um norræna samvinnu, en hjer meðal stærri bræðranna, er sjaldan gert ráð fyrir að Tsland leggi mikið af mörkum, sem gjaldgengt sje til að efla slíka samvinnu. Við, sem hjer dvelj- um, höfum það á tilfinningunni að á okkur sje litið eins og litla Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.