Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. apríl 1946 Verða alúminíumhús reist hjer á landi? 259 þús. þeirra í smíðum í Engiandi í ENGLANDI hafa flugvjelaverksmiðjurnar nú fengið nýju hlutverki að gegna — smíði íbúðarhúsa úr alumínium. Eru þar í landi 250 þús. hús í smíðum úr því efni. Yfirverkfræðingur þessarra framkvæmda, Mr. Hare, hefir dvalið hjer á landi í rúma viku til þess að athuga möguleika á byggingu slíkra húsa fyrir íslendinga. Verður eitt þannig hús til sýnis á byggingarsýn- ingunni, sem haldin verður hjer Fimm Islandsmet sett á Sund - meistaramótinu Á SUNDMEISTARAMÓTI ÍSLANDS voru sett alls 5 Í3 landsmet, eins og áður hefir verið sagt frá hjer í blaðinu. Sigurður Jónsson, HSÞ, setti 2 met, í 200 og 400 m. bringu sundi karla, Ari Guðmundsson, Æ, setti eitt, í 100 m. skrið sundd karla, Áslaug Stefánsdóttir, Umf.L., setti eitt, í 200 m. Blaðamenn áttu gær til við Mr. Hare og Einar Kristjáns- son, en h/f Kristjánsson hefir einkaumboð fyrir hús þessi hjer á landi. í Englandi eru aluminíum- hús þessi alveg fullgerð í verksmiðjunum og send það- an í 4 hlutum, sem síðan eru tengdir saman. Tekur það verk svona 8—10 tíma og þá þegar er hægt að flytja inn í íbúðina. — Hjer á landi tek- ttr það að sjálfsögðu lengri fima að koma húsunum upp, þar sem verður að flyta þau hingað í fleiri stykkjum. Það verk myndi þá ekki taka 10 rnenn lengur en viku. Veggir þessara húsa eru þriggja þumlunga þvkkir og eru í þeim allar leiðslur. Á riilli aluminíumplatanna er semmentssteypa. Ýmsar breytingar þarf að gera á ensku húsunum, sem flutt verða hingað, við ís lenska staðhætti. Kynnti Mr. Hare sjer það hjer í þessari för sinni, og notaði við það aðstoð íslenskra byggingar. sjerfræðinga. Gert er ráð fyr ár, að fyrstu húsin, sem hing að yrðu keypt, gætu verið komin í september, en annars er ekki ákveðið um það enn þá. Þau munu kosta um 105 kr. f.u.b. í Englandi hver rúm meter. Jénas Tómasson, ísafirði 65 ára Isafirði, laugardag. Frá frjettaritara vorum. Jónas Tómasson, tónskáld og söngstjóri er hálfsjötugur í dag. Jónas er Þingeyingur að ætt og uppruna, en fluttist hingað 1903 og hefir jafnan átt hjer heima síðan. Hann hefir gegnt organista og söngstjórastörfum í 35 ár og samið á annað hundrað söng- lög. Hafa mörg þeirra hlotið almennar vinsældir og viður- kenningu. — Jónas hefir rekið hjerna stóra bókaverslun í ald- arfjórðung og prentsmiðju og bókaútgáfu undanfarin þrettán ár. Jónas hefir tekið talsverðan þátt í almennum málum. Sat hann um tíma í bæjarstjórn ísa fjarðar. Hann hefir jafnan verið einn af fremstu mönnum templ- ata hjer og lagt fram mikið og óeigingjarnt starf í þarfir bind- indismálsins. á komandi sumri. Iljónaefni. S. 1. laugardag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Ingibjörg S. Kristjánsdóttir, Borgarnesi og Haraldur P. Þórðarson, Nýlendugötu 15A. Hjónaband. S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sjera Jóni Thorarensen, ungfrú Fríða Sveinsdóttir frá Sauðárkróki og Ingvar Þórð- arson, Reykjum á Skeiðum. — Heimili ungu hjónanna verð- ur að Reykjum, Selfossi. Hjónaband. Gefin verða sam an í hjónaband af sr. Jóni Auð- uns á skírdag, ungfrú Vigdís Helgadóttir og Þorsteinn Árna- son, skrifstofumaður. Heimili þeirra verður á Öldugötu 28. Tvær nýjar bækur frá Máli og menningu eru nýkomnar út. Er það skáldsagan Salamöndru- stríðið eftir hinn kunna höf- und Carel Capek, og fyrsta hefti þessa árgangs af tímarit- inu. Tvær aðrar bækur eru væntanlegar frá fjelaginu á ár- inu, auk tímaritsins. Edvald B. Malmquist, Akur- eyri, verður ráðinn ræktunar- ráðunautur Reykjavíkurbæjar fyrst um sinn, samkvæmt á- kvörðun sem tekin var á bæj- arráðsfundi í gær. Bridgefjelag Reykjavíkur. Aðgöngumiðarnir að dansleik fjelagsins í kvöld, verða seld- ir í Tjarnarcafé í dag kl. 5—7. I brjefinu frá Kristínu Sig- fúsdóttur, sem birtist í gær misritaðist orðið „handtök“ í staðinn fyrir „hugtök“ í þriðju neðstu línunni. Til fjölskyldunnar sem brann hjá: Á. & L. 100 kr., Guðrún 50 kr., Á. 300 kr., S. M. 50 kr„ Jens 20 kr., Ónefnd 25 kr., Ónefnd 50 kr., Inga 50 kr., Ónefnd 50 kr„ Rósa 20 kr„ Þórarinn Stefánsson 100 kr. Rakarastofur bæjarins verða opnar til kl. 8 í kvöld og á laugardaginn fyrir páska til kl. 4 síðd. ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30— 8.45 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30— 16.00 Miðdegisútvarp. 19.00 Þýskukensla, 2. flokkur. Í9.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Kvöldvaka: a) Söngfé- lagið Stefnir í Mosfellssveit syngur (Karlakórinn; söng- stjóri: Páll Halldórsson). b) Valtýr Stefánsson ritstjóri: Þegar Guðrún á Björgum dó; frásaga. c) 21,10 Magnús Kristjánsson bóndi, Sandhól- um: Sagan af sexfætta fol- aldinu í Seljahlíð (Þulur flytur). d) 21.30 Kvæði kvöldvökunnar. e) 21,40 Söngfjelagið Stefnir syngur. 22.00 Frjettir. Ljett lög (plötur). 23.30 Dagskrárlok, Islensk söngkona kemur frá Ameríku Anna Þórhallsdóttir MEÐAL FARÞEGA á Brú- arfossi var ungfrú Anna Þór- hallsdóttir. Hefir hún undan- farið stundað nám við Jullá- ard hljómlistarskólann í New York. Var kennari hennar frú Belle Julie Soudant, sem er kunn í Bandaríkjunum íyrir söngkenslu sína. í með- mælabrjefi, sem ungfrú Anna fjekk frá kennara sínum er henni hælt mjög fyrir söng og ástundun við námið. Anna söng íslenska söngva á nemendahljómleikum skól- ans og var vel tekið. Enn- fremur söng hún íslenska söngva hjá hljómlistarklúbb um og á einni slíkri skemtun voru formenn flestra hljóm- lástarklúbba í New York og nágrenni. Einn þeirra hafði ’ erið á íslandi, sagði hann frá komu sinni hingað og bætti við, að á íslandi hefði hann heyrt hinn fegursta karlakór söng, sem hann hefði nokkurn tíma hlustað á. Var það á söngskemtun hjá Karlakórn- um Fóstbræður. Á einni söngskemtun var John Grant, sem hingað kom fvrir nokkru og söng fyrir hermenn. Sagði hann frá komu sinni til íslands og ljet vel yfir. Anna Þórhallsdóttir fjekk tilboð að syngja í útvarp WQRX í New York, en það c'.tti ekki að vera fyr en í sum ar og gat Anna ekki beðið eftir því. Hún hefir í hyggjju að syngja hjer í Reykjavík. — ÖryggisráSið bYamh. af 1. sífin. Dr. Quo Tai Chi, fulltrúi Kínverja í öryggisráðinu, hef- ir verið forseti ráðsins í einn mánuð, eða frá 17. mars. Nú er starfstímabili hans sem forseti ráðsins á enda. Við for- sæti til 17. maí tekur fulltrúi Egypta í ráðinu, Hafez Pasha Afifi. — Að fundinum í dag loknum færðu margir fulltrú- anna dr. Quo Tai Chi þakkir fyrir störf hans, en síðan bauð hann fulltrúum til veislu. LONDON: Lundúna-sym- fóníuhljómsveitin mun fara til Hollands og leika í stærstu borgum landsins í ágúst eða september. Fer hún í boði Kon- zertgebouw - hljómsveitarinnar í Hollandi, bringusundi karla. íslandsmeistararnir í sundi skiftast þannig á milli fjelag- anna, að Ægir hefir fengið 5, Hjeraðssamband Þingeyinga 2 og ÍR og Umf. Laugardæla 1 hvort. Verður nú nánar skýrt frá úrslitunum síðari hluta móts- ins, sem fór fram s. 1. mánu- dag. 400 m. skriðsund karla: Is- landsmeistari: Ari Guðmunds- son, Æ, 5:26,7 mín. Tveir aðr- ir voru skráðir til keppni í þessu sundi, en hvorugur þeirra mætti. Virðist óskiljanleg deyfð yfir þessari vegalengd. 4 menn syntu boðsund á móti Ara. 100 m. skriðsund drengja: 1. Ragnar M. Gíslason, KR, 1:14,3 mín., 2. Rúnar Hjartar- son, Á, 1:19,8 mín. og 3. Helgi Jakobsson, ÍR, 1:21,1 mín. 50 m. skriðsund telpna: — 1. Anny Ástráðsdóttir, Á, 38,4 sek., 2. Sigríður Konráðsdóttir, Æ, 45,2 sek. — Fleiri keptu ekki. 400 m. bringusund karla: — ísl.m.: Sigurður Jónsson, HSÞ, 6:18,0 mín., 2. Sigurður Jóns- son, KR, 6:25,7 mín., 3. Halldór Lárusson, Umf. A. 6:34,2 mín. og 4. Olafur Guðmundsson, IR, 6:34,4 mín. — Þetta er glæsi- legt nýtt íslandsmet hjá Sig- urði. Fyrra metið, sem Ingi Sveinsson átti var 6:23,7 sek. 200 m. bringusund kvenna: ísl.m.: Áslaug Stefánsdóttir, Umf. L., 3:22,1 mín., 2. Anna Ólafsdóttir, Á, 3:30,4 mín. — 3. Gyða Stefánsdóttir, KR, 3:41,0 mín. og 4. Sunneva Ólafsdóttir, Á, 3:45,1 mín. — Áslaug kom flestum á óvart með þessari ágætu frammi- stöðu. Fáir munu hafa gert ráð fyrir að hún ynni Önnu, hvað þá að hún bætti íslandsmetið um nokkuð á 5. sekundu. 3X50 m. boðsund drengja: 1. Ármann 2:01,8 mín., 2. ÍR 2:02,0 mín. og 3. Ægir 2:07,4 mín. 3X100 m. boðsund karla: — ísl.m.: Ægir 3:51,3 mín., 2. A- sveit KR 3:57,5 mín., 3. ÍR 3:58,5 mín. og 4. B-sveit KR 4:05,6 mín. Gyðingar teknir. LONDON: Breskt herskip hefir tekið skonnortuna Tel Hai, 500 smálestir að stærð, um 150 km. undan ströndum Gyð- ingalands. Hafði skipið 746 Gyðinga innanborðs, sem ætl- uðu að komast til Palestinu á ólöglegan hátt. Minnismerki um Wingate. LONDON: Chiang Kai Shek og frú hans hafa gefið 1000 sterlingspund í sjóð til þess að reisa minnismerki um hinn fræga breska hershöfðingja, Wingate, sem dó í Burma. Sjöttu tónleikar Tónlhtarfjelagsins SJÖTTU tónleikar Tónlistar- fjelagsins voru nýlega fluttir í Tripólíleikhúsinu hjer í Reykja vík. Þetta voru fagrir tónleik- ar: Örlagaljóð eftir Brahms, Kveðjusymfónían eftir Haydn og loks Kantata eftir Bach, sú fyrsta, sem flutt er á voru landi, íslandi. Söngfjelagið Harpa og Hljóm sveit Reykjavíkur önnuðust, tónleikana undir öruggri og einbeittri stjórn Róberts Abra- ham. Örlagaljóðið er mjög vaiid- flutt, en það skal strax sagt, kór, hljómsveit og stjórnanda til verðugs hróss, að það naut sín mjög vel. Að vísu er kórinn í minnsta lagi til að syngja slíkt verk, og aðstaða hans var hverhvergi nærri svo góð sem skyldi í Trípólí, vegna þess að söngpallurinn er klæddur tjöldum á alla vegu. En allt var svo vel æft og samfellt sem verða mátti, og sjerstaklega fannst mjer hljómsveitin leysa sitt hlutverk prýðilega af hendi. Kórinn hefir mörgum góðum röddum á að skipa, en þó var altröddin einna blæfegurst. Kveðjusymfónía „föðui Hay- dns“ gekk og prýðilcga og var það þægileg tilbreyting, að heyra hana í sínum fagra ein- faldleik eftir hið rómantíska og um leið þrungna meistaraverk Brahms. Hjer leysti hljómsveit- in hlutverk sitt af hendi með ágæturn, nákvæmum semtök- um og góðu jafnvægi miili strok hljóðfæra og blásara. Síðastur á skránni var Bach. En þar sannaðist enn, að hinir síðustu verða fyrstir. Haiin er og verður fyrstur! En þó naut kantatan Drottinn er vor skjöld ur og skjól, sín varla eins vel og hin áðurtöldu verkin. Trompet hlutverkin voru nú of þung í vöfunum og yfirgnæfðu kórinn á köflum um of. En hjer kemur hin miður góða aðstaða kórsins til greina Auðheyrt var samt, að kórinn var þaulæfð- ur, og leysti hann sitt hlutverk mjög vel af hendi. Steinunn Sigurðardóttir (sópran) og Ingibjörg Einars- dóttir (alt) kunnu hlutverk sín ágætlega, en betur nrtu sín Helga Magnúsdóttir (sópran) sem auðheyrilega er mjög músíkölsk og Jón Halldórsson (baritón). Hjer má ekki gleyma Oddgeiri Hjartarsyni, sem ljek erfitt flautuhlutverk ágætlega. Jeg tel þessa tónleika til hinna merkari, sem hjer hafa verið fluttir, og öllum til sóma, sem að þeim stóðu. Robert Abraham hefir oft sýnt, að hann er hamhleypa að þjálfa og stjórna kór og hljómsveit, og kom það þó best í ljós á þess- um tónleikum, sem svo mjög var til vandað. P. í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.