Morgunblaðið - 31.01.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1946, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói: GREIN um Finna og Norður- N-átt og bjartviðri, en gengur sennilega í vaxandi A-átt er líður á daginn. lönd, eftir Skúla Skúlason á bls. 7. RÚSSAR OG PERSAR SEMJA SJÁLFIR k 5. hundrað smálestir af hraðfrystum fiski tii Ameríku MEÐ AMERÍSKU SKIPI. sem hjer hefir verið á vegum amer- íska flotans, fóru í gær á fimmta hundrað smálestir af hrað- frystum fiski, sem fiskast hefir hjer frá verstöðvum við Faxa- flóa síðan um áramót, í ráði var að senda 1000 smálestir af hraðfrystum fiski með þessarri ekki meira til. Á næstunni verða sendar aðr ar fimm hundruð smálestir af hraðfrystum fiski á markað vestur um haf. Þessi fiskflutningur mun vekja athygli sjómanna og ut- gerðarmanna, einkum vegna þess að Bretar hafa tilkynnt að þeir kaupi ekki af okkur hrað- frystan fisk, eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Það er Sölumiðstöð hraðfrysti húsanna. sem selur þenna fisk til Ameríku, en umboðsmaður Sölumiðstöðvarinnar vestra er Jón Gunnarsson. Afli sæmilegur UNDANFARNA fimm daga eða þar til í gær, reru bátar úr nær öllum verstöðvum hjer við Faxaflóa. — Afli þeirra var all sæmilegur. Var aflinn ýmist seldur í fisktökuskip, eða hann settur í frystihús. Frá Vestmannaeyjum mun það sem af er vertíðar, hafa ver ið lítið róið. ferð, en vegna-gæftaleysis var Gamli maSurinn er ófundinn GAMLI maðurinn Jón Guð- jónsson, til heimilis Lindarg. 63, er hvarf að heiman frá sjer aðfaranótt miðvikud. 23. jan., er ekki enn kominn fram. — Hans hefir verið leitað og ann- að gert, er gæti upplýst ferðir hans, en án árangurs. Það var ekki rjett, að bíl- stjóri nokkur hefði flutt hann austur að Ölfusá. Hjer var um annan mann að ræða. Þá hefir sjúklingurinn, er strauk frá Kleppi ekki enn fundist. FLEST ER NÚ ÁSTÆÐA NEW YORK: — Frú Con- stance Wallace í Salem, Mass, heimtaði skilnað frá manni sín- um og bar fram þær ástæður, ,,að hann væri of mikið heima og of góður við sig‘‘. \ Kommúnistar iylgislillir í SjómannaSjelagi Reykjavíkur . AöaLFUNDUR SJÓMANNAFJELAGS REYKJAVÍKUR var haldinn í gærkveldi í Alþýðuhúsinu. Tilkynnt voru úrslit stjórn- arkosningar í fjelaginu. Kommúnistar höfðu stillt frambjóð- endur í stjórnina, en þeir náðu ekki kosningu. Voru margir þeirra þó vinsælir menn í sjómannastjettinni, sem Kommúnistar hofðu stilt upp í leyfisleysi, eins og t. d. Guðna Thorlacius stýrimanni, sem gaf yfirlýsingu um að hann vildi ekkert með þá hafa að gera. Stjórnarkosning fór þannig, að stjórnin var öll endurkosin. Sigurjón Á Ólafsson var kosinn formaður með 576 atkvæðum, Guðmundur Guðmundsson hlaut 190 og Jón Árnasop fjekk 27 atkv. Varaformaður var kjörinn Ólafur Friðriksson með 450 atkvæðum, Guðmundur Dag- finnsson fjekk 217 og Haraldur Ólafsson fjekk 108. Ritari var kosinn Garðar Jónsson með 540 atkvæðum, Guðni Thorlacius hlaut 185 og Gunnar Jóhannesson hlaut 47. Gjaldkeri var kjörinn Sigurð ur Ólafsson með 641 atkvæði, Sigurður Þórðarson fjekk 132 og Þorsteinn Guðlaugsson hlaut 11. , Varagjaldkeri: Karl Karlsson með 528 atkvæðum, Jón Hall- dórsson hlaut 180 atkvæði og ÓIi Kr. Jónsson hlaut 57 atkv. ViðskíftaföiKÍ íslendinga eru 12 Á ÁRINU 1945 nam verð- mæti útfluttra afurða sam- tals kr. 267,261,370. Stærsta viðskiptalandið á árinu er Bretland, en þangað voru seldar vörur fyrir kr. 187,187, 260. — Því næst koma Banda ríkin, kr. 25,375,690 og þriðja mesta viðskiptalandið ér Danmörk, er keypt hefir ís- lenskar afurðir fyrir kr. 19, 612,210. — Minst eru viðskipti okkar við Kanada. — Þang- að hafa verið fluttar vörur fyrir samtals kr. 6,850,00. Viðskiptalönd íslendinga eru á árinu 12 talsins, en 9' árið 1944. En öryggisráðið getur krafist skýrslna, hvenær sem er London í gærkvöldi. Einkaskeytl til Mbl. frá Reuter. ÖRYGGISRÁÐ hinna Sameinuðu þjóða fjallaði á fundi sínum í dag um ágreiningsmál Persa og Rússa. Eftir harð- ar og langar umræður samþykkti ráðið að vísa málinu frá sjer, að minnsta kosti um stundarsakir, svo að deilu- aðiljum gæfist færi á að útkljá það með beinum samn- mgum sín á milli. Ráðið áskildi sjer hinsvegar rjett til þess að krefjast upplýsinga um gang samninganna á hvaða stigi þeirra sem væri. Málið var afgreitt þannig samkvæmt tillögu frá Bevin utanríkisráðherra Breta, en áður hafði fulltrúi Hollendinga borið fram tillögu, sem fór í svipaða átt, en hann dró hana til baka, er Bevin bar fram breytingartillögu sína. Æfisaga hennar kvikmynduð Ráðgert hefir verið að kvik- mynda æfisögu konunnar hjer á myndinni, en hun er Elisabet Kenny hjúkrunarkona, sem hef ir fundið upp ágæta aðferð til þess að lækna lömunarveiki. Skjaldarglíma Ármanns verður n.k. föshidag SKJALDARGLÍMA Ármanns fer fram í íþróttahúsi í. B. R., . við Hálogaland næstkomandi föstudag. Keppendur verða 10 frá þremur íþróttafjelögum, Ár manni, KR og_ Umf. Hr.una- ,manna. Frá Ármanni keppa þessir: — Guðmundur Ágústsson, Guð- mundur Guðmundsson, Einar Ingimundarson, Sigurður Hall- björnsson og Kristján Sigurðs- son. Guðmundur Ágústsson er núverandi skjaldarhafi og enn fremur glímukóngur- og glímu snillingur íslands. — Reyndist Guðmundur Guðmundsson hon um hættulegur keppinautur s. 1. sumar á Íslandsglímunni. — Urðu þeir að glíma tvisvar. Frá KR keppa: Friðrik Guð- mundsson, núverandi glímu- kappi fjelagsins, Davíð Hálf- dánarson, fyrrverandi glímu- kappi þess, Guðmundur J. Guð mundsson og Ólafur Jónsson. Frá Umf. Hrunamanna kepp- ir Ágúst Steindórsson, efnileg- ur glímumaður. Keppnin verður áreiðanlega hörð og skemmtileg. Er það stór bót fyrir hina mörgu vini glímunnar hjer í bæ, að nú verður keppt í miklu rýmri húsakynnum en hingað til hef ir verið. Keppt verður um nýj an skjöld, sem Eggert Kristjáns son, stórkaupm., hefir gefið. — Er hann gamall glímumaður úr Ármanni. Fyrsti fundur nýju bæjarsljórnarinnar á laugardag ÁKVEÐIÐ hefir verið að hin nýkjörna bæjarstjórn komi saman á fyrsta fund sinn n.k. laugardag. Á þeim fundi verður kosinn borgarstjóri, forseti bæjarstjórn ar og aðrir embættismenn bæj- arstjórnarinnar. — Þá verður og kosið í bæjarráð og ýmsar nefndir. Sig, Bjarnason forseti bæjarstjérn- ar á Ísaíirði. FYRSTI FUNDUR hinnar ný kjörnu bæjarstjórnar á ísafirði var haldinn í gærkvöldi. Á fund inum var Sigurður Bjarnason alþm., kosinn forseti bæjarstj. Því var lýst yfir á fundinum, að samkomulag hefði náðst milli bæjarfulltrúa Sjálfstæðis flokksins (sem eru 4) og bæj- arfulltrúa Sósíalista um stjórn bæjarins. Þá var og skýrt frá því, að bæjarfulltrúum Alþýðu flokksins hefði verið gefinn kostur á að gerast aðilar að sam komulagi þessu, sem fjallar ein göngu um bæjarmál ísfirðinga, en þeir höfnuðu því. Samþykkt var á fundi þess- um, að embætti bæjarstjóra á ísafirði skyldi auglýst laust til umsóknar með eins mánaðar umsóknarfresti. Mun núverandi bæjarstjóri láta af því starfi. — Einnig var kosið í fastar nefnd- ir og ýmsar nefndir aðrar. BARA TIL AÐ SKEMTA NEW YORK: — Þega-r sjó- liði einn, sem var á ferð með járnbrautarlest í Wyoming var spurður að því, hversvegna hann hefði gleypt mús, raf- magnsperu og tvö rakblöð, svar aði hann því til að hann hefði langað til að skemmta samferða fólki sínu. Bevin og Vyshinsky rifust. í byrjun fundarins flutti full trúi Persa langa ræðu, þar sem hann ítrekaði enn ákærur Persa, en það, sem eftir var fundartímans, um fjórar klukku stundir, fór í harðvítugar deil- ur milli Bevins og Vyshinsky, fulltrúa Rússá. Bevin hjelt sinni „stóisku ró“, en Vyshin- sky var tekinn að ýfast. Sagði hann, að sá vilji Bevins, að ör- yggisráðið sleppti ekki málinu algerlega úr höndum sjer, væri epn eitt vitnið um tortryggnina í garð Rússa, þá tortryggni, sem svo mjög hefði eitrað allt sam starf bandamanna. Báðir fengu sínu framgengt. Málið var afgreitt á þann hátt, að bæði Vyshinsky og Bev in þóttust hafa fengið máli sínu framgengt að nokkru. — Vyshinsky fjekk því áorkað, að málinu var vísáð frá ráðinu, þótt ekki væri nema um stund arsakir, en Bevin, að ráðið hef ir ekki sleppt öllum tökum á málinu, og getur látið það til sín taka, ef því þykir tilefni gef ast, þar. til það er útkljáð. Fjögur sjónarmið. í ráðinu koniu fram aðallega fjögur sjónarmið um afgreiðslu málsins: í fyrsta lagi álitu Rúss ar, að málið ætti að útkljá með beinum samningum deiluaðilja án allra afskipta af ráðsins hálfu. I öðru lagi álitu Persar að beinir samningar væru æski legir, en því aðeins, að ráðið sleppti ekki tökum á málinu, og vekti þannig traust þjóð- anna um, að það ljeti ekki smá ríki eitt um að semja við stór- veldi, sem hefði mun sterkari samningaaðstöðu. í þriðja lagi álitu Bretar og Bandaríkjamenn að ráðið ætti ekki að taka mál- ið út af dagskrá. í fjórða lagi á- litu fulltrúar allra annara þjóða sem sæti eiga í ráðinu, að úr því, að báðir deiluaðiljar vildu beina samninga, ættu þeir bara að býrja að semja, og gefa síðan ráðinu skýrslur um arang urinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.