Morgunblaðið - 31.01.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1946, Blaðsíða 6
6 MORGtJNBLAÐIÐ Fimtudagur 31. jan. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivay Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Lærdómur fyrir kommúnista STJÓRNMÁLARITSTJÓRI Þjóðviljans sagði í fyrra- dag, að hann og flokkur hans gæti lært af hinum nýaf- stöðnu kosningum. Það getur verið að þeim fjelögum takist að læra eitthvað af úrslitum kosninganna. þó er það óvíst. En alþýða manna hefir lært ýmislegt um Kommún- istaflokkinn og stefnu hans. Sá lærdómur heldur áfram, og fylgi Kommúnistanna fer minkandi, eftir því sem íslensk alþýða kynnist flokknum betur. Kommúnistar hafa heitið því, að berjast fyrir ýms- um góðum og gagnlegum málum. Það vantar ekki. Þeir þykjast t. d. vilja skapa verkafólki öllu örugga atvinnu, næði fyrir alt landsfólkið o. s. frv. Þeir þykjast hafa fundið leið til þess að koma öllum þessum framförum í framkvæmd, að skapa örugga at- vinnu, bættan efnahag almennings, gott húsnæði, bætta skóla, aukið hreinlæti og heilsuvernd o. fl. o. fl. Leiðin, sem þeir vísa á er sú, að menn gangi í Kommúnistaflokk- inn. Með því sje frelsi og framtíð þjóðarinnar trygð. ★ . • Hversvegna kjósa menn ekki Kommúnista í bæjar- stjórn, sem lofa öllu þessu? Svarið er ákaflega nærtækt. Vegna þess að alþýða manna treystir Kommúnistum ekki til þess að efna þessi loforð, treystir öðrum betur til þess að skapa örugga at- vinnu og bætt lífsskilyrði í landinu. Menn, sem hafa ekki af öðru að státa í útgerðarmál- um en „Falkur“-útgerðinni frægu, eru ekki líklegir til þéss að geta unnið nein þrekvirki í útgerðarmálum. Flokkur, sem ekkert hefir aðhafst í húsnæðismálum, þar sem hann hefir haft völd, er ekki líklegur til þess að reisa heil bæjarhverfi svo til á svipstundu hjer í Reykjavík. Alþýða manna hefir ekki trú á því, að „pappírstogar- ar“ og „skýjaborgir" verði til þess að auka útgerð og atvinnu og bæta úr húsnæðisvandræðum hjer í Reykja- vík. ★ Þetta er ein af meginástæðum fyrir því, að Kommún- istar hjer í Reykjavík fengu 3000 atkvæðum færra, en þeir gerðu sjer vonir um. Ofan á þetta bættist svo það, að íslensk alþýða skilur ekki, og mun aldreþfella sig við það, að íslendingar þurfi að ganga erlendum einræðisstefnum á hönd, til þess að vinna að umbótamálum þjóðarinnar. Kommúnistar aftur á móti telja, að enginn geti unnið hjer handarvik svo að gagni komi, nema hann segi sig í flokk með mönnum, sem lúta erlendum yfirráðum. Svo langt er gengið í þessari villu, að mönnum ofbýður. Eins og t. d. þegar ungfrú Katrín læknir Thoroddsen fyrver- andi tilvonandi bæjarfulltrúi Kommúnista, hjelt því fram í útvarpsræðu, að hjer væri ekki hægt að fá lok á sorp- ílát eða verjast taugaveikissýklum, nema bæjarbúar brynjuðu sig herklæðum hins rússneska kommúnisma. ★ íslensk umbótamál, smá og stór, eiga ekkert skylt við hina rússnesku einræðisstefnu. Þau verða leyst með ís- lenskum framfarahug, af íslenskum höndum og hugviti. Þetta eru menn nú óðum að skilja og hafna þeirri villu, er lætt hefir verið í hugskot altof margra manna, að til þess að vinna að framförum og framkvæmdum hjer á landi, til gagns fyrir þjóðina og framtíð hennar, þurfi menn að hafna Islendingseðli sínu og ganga hálft í hvoru erlendu stórveldi á hönd. Vafasamt er hvort hinar nýafstöðnu bæjarstjórnar- kosningar gefa forystumönnum Kommúnista sæmilega ráðningu í þessu efni. Sennilegra er, að þeir verði manna síðastir til að skilja þetta og viðurkenna í verki. ÚR DAGLEGA LÍFINU Birting atkvæða- talna. VESTURBÆINGUR skrifar: „Jeg vildi, Víkverji sæll, biðja þig að koma orðsendingu til yfirkjörstjórnar hjer í Reykja- vík og þakka henni fyrir greiða og góða afgreiðslu við atkvæða talninguna aðfaranótt mánu- dags eftir bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Því sú afgreiðsla stakk svo í stúf við atkvæða- talninguna a. m. k. víðast hvar annarsstaðar á landinu. Fyrst og fremst er hjer svo rösklega gengið að verki, að klukkustund eftir að kosninga- athöfninni var lokið, getur út- varpið tilkynt atkvæðatölur, er námu rúmlega 2/3 allra atkvæð anna eða voru samtals um 17 þúsund. Þau atkvæði, sem þar komu fram, voru tekin þannig upp, að þau sýndu sömu hlut- föll milli flokkanna eins og úr- slitatölurnar;“. Ætti að verða regla. „ÞAÐ ÆTTI að vera föst regla allra kjörstjórna á land- inu við allar kosningar, að gefa aldrei upp atkvæðatölur fyr en svo langt er komið talningu, að nokkurnveginn vissa er fengin fyrir því, að hlutföllin verði svipuð í úrslitum. Almenning varðar ekkert um aðrar tölur. Eins og t. d. þegar oftar en einu sinni er símuð til útvarpsins sama atkvæðatala sumra fram boðslistanna, en bætt við hjá hinum, eins og átti sjer stað á mánudagsnóttina. Ellegar þeg- ar menn eru að leika sjer að því að síma frá Austfjörðum í upphafi talningar atkvæðatöl- ur, sem samtals eru innan við hundrað og lítið sem ekkert er að marka. Þetta er barnaskap- ur, sem aldrei ætti að eiga sjer stað. Fullorðnir menn ættu ekki að þurfa að vera svo lengi að telja t. d. upp að þúsund, að þar sem atkvæðatalan er ekki hærri en það, er engin ástæða til að tilkynna neinar tölur frá þeim kjörstöðum, fyr en taln- ingu er lokið. Að gefa upp atkvæðatölur til útvarpssendinga, sem eru fjarri því að gefa rjetta mynd af úr- slitum, er barnalegur leikara- skapur, sem Ríkisútvarpið ætti að taka fyrir, þótt einhverjar kjörstjórnir kynnu að vilja halda honum áfram“. Ljelegt matvæla- eftirlit. ÖLLUM, sem eitthvað fást við matargerð, og þá vitanlega fyrst og fremst húsmæðrunum, er ljóst, að eftirlit með mat- vælasölu er langt frá því að vera eins og það ætti að vera hjer á landi. Ótal dæmi eru til þess, að mönnum eru seld mat- væli, sem ekki er nothæft í skepnufóður. Er þetta því mið- ur svo algengt, að það er óþarfi að nefna mörg dæmi. Mjólkurmeðferðin og tilhög- un mjólkursölunnar hjer er ef til vill alvarlegasta dæmið. Heyrt hefi jeg lækna fullyrða, að magaveiki, sem hjer var landlæg um alllangt skeið í sum ar og í haust, hafi eingöngu stafað af því, að mjólkin, sem menn neyttu hjer, var skemd. Hefir og komið á daginn, að mikill hluti mjólkurinnar, sem seld er hjer í bænum, er ónot- hæf til neyslu, sje miðað við þær kröfur, sem nú eru gerð- ar til meðferðar á mjólk. Það er ekki of mikið sagt, að við sjeum 20—30 árum á eftir tímanum hvað meðferð á mjólk og tilhögun á mjólkursölu snertir. Nú stendur þetta að vísu til bóta, eftir áralangt þjark og skammir, en samt mun enn líða of langur tími þar til Mjólkur- samsalan fær aðstöðu til að ganga þannig frá mjólkinni, að hún sje mönnum bjóðandi. • Það á ekki að kaupa skemdan mat. KJÖT, FISKUR, grænmeti og fleiri matvæli eru oft seld í því ástandi, að ekki ætti að líð- ast. Það þarf að koma á ströngu matvælaeftirliti um alt land, en fyrst og fremst eiga menn að taka sig saman um að kaupa ekki skemd matvæli, eða þann- ig með farin, að þau sjeu ekki æt. Það getur verið, að framleið- endur kunni því illa til að byrja með, að verið sje að hnýs ast í framleiðslu þeirra og að krafist sje af þeim meiri vöru- vöndunar. En þeir munu sjá, að það borgar sig einnig fyrir þá, að eingöngu sje leyfð sala góðra matvæla. Kröfur almennings um betri matvælameðferð eru sterkasta vopnið í þessum efnum. Ef matvælasalar sjá, að það þýðir ekki að hafa nema góðar vörur á boðstólum, munu þeir vanda sig betur en nú er al- ment gert, því að öðrum kosti missa þeir spón úr aski sínum. • Fyrirspurn um skrímsli. FYRIR NOKKRUM dögum kom brjef til Morgunblaðsins frá manni í Englandi. Hann spyr í brjefinu um vatna- skrímsli á Islandi. Segist hafa lesið um vatnaskrímsli, sem verið hafi í Lagarfljóti á Is- landi á 17. og 18. öld. Heimild- ir sjeu góðar fyrir þessum sög- um og nú vill hann fá að vita, hvort skrímsli þessu sjeu enn til og hvort nýlega hafi verið birtar fregnir af þeim í Morg- unblaðinu. Það skyldi nú aldrei fara svo, að Lagarfljót fengi á sig orð, eins og t. d. Loch Nes í Skot- landi, þar sem menn hafa þóst sjá vatnadýr við og við undan- farin ár? Efalaust myndi það draga að forvitna ferðalanga, eins og til Loch Nes, en vafasöm frægð væri það fyrir Lagarfljót, ef slíkar fregnir kæmust á kreik erlendis. • Hervernd Banda- ríkjamanna. ÞRÍR FJELAGAR sendu mjer brjef fyrir nokkrum dög- um og báðu mig að skera úr deilu, sem þeir segjast hafa átt í, en það var út af því, hvort íslensk yfirvöld hafi beðið um vernd Bandaríkjamanna, eða hvort það hafi verið Bretar, sem báðu Bandaríkjamenn um hervernd fyrir Island. Þeir fylgjast illa með, pilt- arnir, úr því að þeir vita ekki, að Alþingi samþykti að biðja um hervernd Bandaríkjanna 1941, eftir að Bretar höfðu til- kynt, að þeir þyrftu á herafla þeim, er þeir höfðu hjer, að halda á öðrum vígstöðvum. IIMUIISnillHlVi |nwmtnilUI«l»iM> -.***»*. .ww=r**5.rtr#«« » W>|.J Á ALÞJÓÐA VETTVANGI I ■ ■■■■■■ ■ ■■■■■•■■■■■■■■•■•■■■■■■■■öMmiw** ■ Erfjðleikar verka mannaflokksins breska AMERÍSKA vikuritið Time birtir í tilefni af 6 mánaða stjórn breska verkamanna- flokksins grein um stjórnmála- ástand og horfur í Bretlandi. Telur Time, að forystumenn Verkamannaflokksins hafi mikl ar áhyggjur útaf framtíðinni. Ihaldsflokkurinn breski sje einnig í vanda staddur, ef leið- togum hans takist ekki að vinna fljótlega upp á móti hin- um mikla ósigri, sem flokkur- inn beið í kosningunum s.l. sumar. Tvö aðalmál, sem verka- mannaflokksstjórnin verður að ráða framúr, eru: 1) Breska stjórnin verður að finna ráð til þess, að Bretland haldi stórveldaaðstöðu slnni og ætlar augsýnilega að reyna það á samvinnugrundvelli og láta stjórnast af hugmyndum sinna eigin leiðtoga í þeim efnum. 2) Breska stjórnin verður að finna leið út úr fjármálaöng-! þveiti, sem er hvorki meira nje 1 minna en gjaldþrot — en það hefir sigurinn kostað Breta, þó orðið gjaldþrot sje sjaldan nefnt í því sambandi heima fyr ir í Bretlandi. Þingmenn Verkamannaflokks ins hafa yfirunnið minnimáttar kendina, sem kom svo greini- lega fram hjá leiðtogum Vérka mannaflokksins á dögum Mac- Donalds. Þingmenn flokksins hafa reynst góðir ræðumenn á þingi, en ráðherrar Verka- mannaflokksins hafa hvorki reynst betur eða ver en hinir gamaldags fyrirrennarar þeirra En Verkamannaflokkurinn.sem áður þreifst á andstöðu við rík isstjórnina, er nú í varnarað- stöðu. Hætta er á, að margur kjós- andi, sem kaus með Verka- mannaflokknum, vegna þess að J hann var á móti íhaldsflokkn- um, sje nú óánægður með Verkamannaflokksstjórnina, af ýmsum ástæðum. Fjöldi hermanna, sem kaus,. ■ með Verkamannaflokknum í þeirri von, að komast fljótt úr herþjónustu, munu snúa við honum bakinu. En langhættulegust fyrir breska Verkamannaflokkinn er þjóðnýtingarstefna hans, eink- um gagnvart verklýðsfjelögun um. Meðlimir verklýðsfjelaganna eru þegar farnir að gera sjer ljóst, hvaða þýðingu þjóðnýt- ing hefir fyrir verklýðsfjelög- in, en það er þetta: Nú er það ríkisstjórnin, sem er húsbóndinn, verklýðs fjelögin eru þátttakendur í ríkisstjórninni. Hvaða gagn Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.