Morgunblaðið - 31.01.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1946, Blaðsíða 1
r SKJÚL YFIR IMNRÁSAR FYRIRÆTLANIR ÞJÓÐVERJA í ÍSLAND FUNDIN PóliHsk erföaskrá Hiiiers Sait íob 1914 sd* rr6i«illlg*r «*lt» b«ach«lden* Kraít i* trstea, á*» Beicb *ufge- *«mg*a«o Kíltfcriag eintetzte, *iad nutattór abcr 4r«i»*ig Jsfer* vergeagsn, v j„ o aic ÞETTA ER UPPHAF og endir á svonefndri pólitískri erfðaskrá Hitlers. Erfðaskráin hefst á þessum orðum: „Pólitísk erfðaskrá mín. Það eru nú liðin rúmlega 30 ár síðan jeg sem sjálfboðaliði tefldi fram mínum litlu kröftum í heimsstyrjöld, sem þvingað | var upp á Ríkið“ Og endar á: IJtgefið í Berlín 29. apríl 1945, | kl. 4.00. A. Hiiler. Sem vitni: Dr. Joseph Göbbels, Wilhelm Burg ! dorf, Mariin Bormann (illlæsilegt), Hans Krebs“. Lie viil taka ú sjer stsrf abalritara Sameinuðu þjólanna London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TRYGVE LIE, utanríkisráðherra Norðmanna, hefir lýst því yfir, að hann muni taka við starfi aðalritara bandalags Sam- einuðu þjóðanna, ef aðalsamkundan feli honum það á hendur, — en eins og áður hefir verið frá skýrt, sendi öryggisráðið aðal- samkundunni eindregin tilmæli þess efnis, að Lie yrði kjörinn í þetta starf, og er enginn vafi talinn á því, að það verði gert. Verður hann sennilega kjörinn á fundi allsherjarsamkundunn- ár á föstudag. Þakkir norsku stjórnarinnar. Trygve Lie kom með flugvjel til London í dag frá Oslo. Þar hefir hann átt viðræður við aðra ráðherra um það, hvort hann ætti að taka starfið að sjer, ef til kærni' og mun öll stjórnin hafa verið sammála um ofangreinda afstöðu hans. — Lie hefir flutt bandalaginu kveðjur norsku stjórnarinnar og þakkir fyrir þann heiður, sem það hefir sýnt norsku þjóð inni með framkomu sinni við hann. Fyrsta verk Lie, er hann héfir verið kjör- inn aðalritari bandalagsins, verður að ráða starfsmenn þess og sjá þeim fyrir fari til Banda Framh. á 2. síðu Kafbátsforinginn, sem sökti Goðafossi fórst skömmu fyrir styrjaldarlok MEÐAL SKJALA, sem bandamenn fundu hjá herstjórn Þjóðverja, voru fullgerðar fyrirætlanir urn innrás þýska hersins í ísland. Með skjölum þessum fundust upp- drættir af íslandi, þar sem merktir voru þeir staðir þar sem herinn átti að lenda og ennfremur áætlanir um hve margir hermenn áttu að taka þátt í innrásinni, fyrirætl- anir um hvernig átti að fæða herinn o. s. frv Var alt undirbúið undir innrás og stóð ekki á öðru en fyrirskipun frá yfirherstjórninni um hvenær hún skyldi framkvæmd. Skjöl þessi eru nú til athugunar hjá herstjórnum bandamanna og þegar búið er að athuga þau verða skjölin vafalaust birt opinberleg'a. „Tíu lygar" bornar á Pravda London í gærkveldi: FREGNIR frá Róm herma, að blað Páfastólsins, Osserva- tore Romano hafi svarað ásök unum útvárpsins í Moskva þess efnis, að Páfastóllinn væri hlynntur fasistum. Blaðið ásak ar Moskvamenn um „ótrúlega ósvífni“ og birtir lista um „tíu lygar“, sem Pravda, málgagn kommúnistaflokks Sovjetríkj- anna hafi birt um Páfastólinn. Telur blaðið sig hafa sannað að Pravda hafi hrakið þær allar. Ein af þessum er að Pius páfi II. hafi kallað Mussolini mann þann, sem forsjónin hafi gefið Italíu. Onnur er sú, að Páfaríkið hafi stutt ágengni Þjóðverja gegn Tjekkoslovakíu. — Blaðið segir að leiðrjettingum sínum hafi annaðhvort enginn gaum- u"r verið gefinn í Moskva, eða það hafi verið snúið út úr þeim. — Reuter. Sir Archibaid Clark Kerr í Singapore London í gærkveldi: SIR Arcibald Clark-Kerr, fyrrverandi sendiherra Breta í Moskva, kom með flugvjel til Singapore. Hann mun eiga við- ræður við yfirmann bresku herjanna þar. — Sir Archibald Clark-Kerr er á leið til Bataviu, höfuðborgar Java, til þess að aðstoða þjóðernissinna og Hol- lendinga við væntanlegar við- ræður um stöðu Java gagnvart Hollendingum. Lagði hann af stað frá London fyrir tæpri viku, og hefir á leiðinni m. a. komið við í Möskva og Cairo. Hann mun að líkindum hafa stutta viðdvöl í Singapore, og er væntanlegur til Batavíu á morgun (fimmtudag). — Við- ræður Hollendinga og þjóðern- issinna munu hefjast mjög fljót lega eftir komu hans. — Reuter. Kafbátsforinginn, sem sökti Goðafossi. Öll líkindi benda til, að það hafi verið sami þýski kafbátur- inn, sem sökti e.s. Goðafossi og síðar Dettifossi. Foringi á kaf- bát þessum hjet Oberleutinant sur See Fritz Hein. — Hann fórst skömmu áður en styrjöldinni lauk. Kafbátsforinginn vissi þegar hann sökti Goðafoss að það var skip hlutlausrar þjóðar og ef hann hefði lifað, er sennilegt að hann hefði verið dreginn fyrir dóm- stólana, ákærður sem Hess fær ekki að verja mál silt sjálfur Núrnberg í gærkveldi: VIÐ rjettarhöldin í Núrnberg í dag lýstu dómararnir því yfir, að þeir myndu synja þeirri beiðni Rudolfs Hess, að honum yrði leyft að verja mál sitt sjálf ur. Sögðust þeir þess fullvissir, að betra væri fyrir hann að fá verjanda, enda hafa þeir skipað honum nýjan verjanda. Rússar afhenda Persum járnhraul- arstöðvar London í gærkveldi: PERSNESKA stjórnin birti í dag tilkynningu, þar sem frá því er skýrt, að Rússar hafi af- hent Persum járnbrautarstöðv ar í Norðurhjeruðum Persíu, þar á meðal Azerbaijan. Lætur stjórnin í ljós ánægju sína yfir þessari sjálfsögðu ráðstöfun Rússa. — Reuter. Morgan heldur stöðu sinni Washington í gærkveldi: OPINBERLEGA hefir verið tilkynnt hjer í borginni, að Frank Morgan hershöfðingi muni halda stöðu sinni, sem yfirmaður UNRRA í Þýska- landi, en talið var að hann myndi sviftur þessu embætti, eftir ummæli sín um Gyðinga, sem eru að reyna að komast burtu úr Evrópu. — Reuter. stríðsglæpamaður. Frásögn Downey majors. Heimildarmaður Morgúnblaðs ins fyrir því, sem hjer er sagt að framan er William Downey major, en hann er nýkominn hingað til lands frá Frankfurt í Þýskalandi, Núrnberg, þar sem hann var við rjettarhöldin og frá; London. Downey major misti konu sína, frú Ellen Downey og son þeirra hjóna William, er Goða- fossi v^r sökt og hefir því haft mikinn áhuga fyrir að grafast fyrir um það hvernig og hverjir söktu skipinu. Ástandið í Þýskalandi. Morgunblaðið spurði Downey major hvað væri að frjetta af ástandinu í Þýskalandi. Hann sagði að á hernaðarsvæði Banda ríkjamanna, þar sem hann þekk ir til, hefðu menn nóg að borða, en erfiðleikar miklir væru á húsnæði í stærri borgunum, sem orðið hafa fyrir miklum loftárásum. Úti á landsbygð- inni, þar sem styrjaldarátaka gætti lítið 'gengur alt sinn vana gang. Þjóðverjar hrokafullir. Þjóðverjar eru aftur að verða talsvert hrokafullir, sagði Dow- ney major. Þeim leiðist aðeins eitt og það er að þeir skýldu tapa styrjöldinni. Ekki ber á neinni meðaumkvun hjá þeim gagnvart þeim, sem þeir hafa' leikið grátt. Það er að verða allalgengt, að þýskir liðsforingjar gangi um í sínum gamla einkennis- búningi. Að vísu hafa verið tek in öll einkenni af hermannabún ingum og hermönnum er bann að að ganga í gömlum einkenn- isfötum. En það er einhver þrjóska í þessum gömlu þýsku JTrambu á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.