Morgunblaðið - 04.12.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.12.1940, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 4. des. 1940. MOKG U ín BLAjl^IÐ Útför Pjeturs Halldórssonar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. það með sjer. livar sem hann er. a,ð hann er prúðmenni hið mesta. Einarður og skörulegur er hann í besta lagi, og heldur fast á þeim málstað, sem hann er sannfærður um að sje rjettur. Ilann er trygg- lyndur og vinfastur umfram flesta menn aðra, og munu þeir æði margir, sem átt háfa hauk í horni þar sem hann er“. Þessi, var skoðun mín á PjetrL Halldórssyni borgarstjóra þá, og á henni hefir engin hreyting orðið. Pjetur Halldórsson borgarstjóri unni kirkju og kristindómi fram- ar öllu öðru, og var yndi að ræða um þau mál við hann. Svo ein- lægur trúmaður var hann, að jeg hefi fáum mönnum kynst, sem hafa átt jafn fölskvalausa og ein- læga trú. Þeir, sem eignuðust persónulega vináttu Pjeturs Halldórssonar borgarstjóra, urðu þeirrar hlýju og alúðar aðnjótandi, sem jeg full yrði að er mjög fátíð. Efa jeg að því hafi verið nokkur takmörk sett, hvað hann vildi leggja í söl- urnar fyrir þá, sem hann unni. Yið, sem nutum vináttu hans í svo ríkum mæli, gleymum aldrei kærleika hans og ástúð, en geym- um minninguna um hann í þakk- látum hjörtum. Guðm. Ásbjörnsson. Petain til Versala Loftðrásirnar FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. opinberum byggingum, en einn- ig á kirkjum, kvikmyndahúsi og þó einkum á verkamannabú- stöðum). En manntjón er sagt „ekki mikið“. Þjóðverjar segja að tjón hafi orðið á hafnarmannvirkjum og á iðnaðarstöðvum í borginni, m. a. hafi gasgeymir borgarinnar sprungið í loft upp með ógur- legu braki. í Þýskalandi er skýrt frá því að eftir loftárásina á Southamp- ton aðfaranótt mánudags, hafi mátt sjá bjarmann af eldunum þ>ar alla leið til Cherbourg. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. THOMAJ CADET, sem var um mörg ár frjettaritari „The Times“ í París, hefir látið í ljós þá skoðun, að nýlendur Frakka sjeu þeim nokkur styrkur í samningunum við Þjóðverja. Hann segir, að Þjóðverjum sje það ljóst, að ef þeir gerðu alvöru úr þeirri hótun sinni, að leggja undir sig alt Frakkland, þá sje það áreiðanlegt, að allar frönsku nýlendurnar myndu rjúfa tengslin við Frakkland og ganga í lið með d.e -Gaulle, og Bretum. FREGNIR hafa borist til London um að afráðið sje nií að Petain flytji stjórnaraðsetur sitt til Versala. En ekki verður sjeð af fregninni, hvort gert er ráð fyr- ir að Petain flytji þangað einn, eða öll Vichystjórnin. Meðal stjórnmálamanna í London er litið svo á, að hvort- tveggja verði að álítast slæmt. Ef öll Vichýstjórnin flytur til Versala, þá verður hún umset- in af Þjóðverjum og þýskum áhrifum. En ef Petain flytur þangað einn, þá geta starfsbræð ur hans í Vichy, sem reynt hafa að hafa áhrif á það, að franska þjóðin yrði ekki alger- lega ofurseld Þjóðverjum, ekki lengur geta komið málum sín- um á framfæri við haniv Afleiðingin myndi verða (seg- ir í fregn frá London), jið Þjóð- verjar og handbendi þeirra La- val, myndu geta komið öllum • sínum málum fram. CHARLES de Gáulle flutti ræðu í gær og sagði m. a., að 80% af þegnum Frakklands bæði heima og erlendis væru fylgj- andi málstað hinna frjálsu Frakka. Hann sagði, að þetta gilti einnig um þann hluta Frakklands, sem hernuminu væri. Samtíðin, desemberheftið, er komin út, mjög fjölbreytt. Efni: Stúdent.alíf í Cambridge (viðtal við C. R. Wrigley B. A.). Þegar hugsjónir deyja (kvæði) eftir próf. Richard Beck. Merkir sam- tíðarmenn (æviágrip með mynd- um). Bókmentir og listir á stríðs- tímum eft.ir Ólaf Jóh. Sigurðs- son. Ljóshærð stiilka (smásaga) eftir Conrad Philips. Bókasafn Skagfirðinga eftir síra Helga Eonráðsson. Sendisveinar (saga) eftir Hasse Z. Kynlegir draumar eftir R. L. Mégraz. Óvitinn (kvæði) eftir Hreiðar Geirdal. — Auk þess er fjöldi smágreina, skrítlna og bókafregnir. Best að auglýsa í Morgunblaðinu. Dagbók Morgunblaðið. Skrifstof- um blaðsins og afgréiðslu verður lokað fm kl., 12.,á hádegi í dag. Næturvörður er þessá v;ku í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. 85 ára er í dag Oddur Helga- son frá Illíðarhúsum, nú til heim- ilis í Garðastræti 3. 'Guðrún Ásmundsdóttir, hin vin- sæla starfskona á Vinnumiðlunar- skrifstofunni í Reykjavík, á 10 ára starfsafmæli í dag. , 25 ára hjúskaparafmæli eiga á morgun hjónin Ragnheiður Jóns- dottir og Bjarni EinarssOn gull- .smiður, Mímisveg 6. Kafbátahernaðurinn FRAMH. AF ANNARI SÍÐU þessa höfn á hverri nóttu nú um langt skeið. Matvælaráðherra Breta, Wooli- on lávarður, sagði í útvarpsræðu í gær, að breska þjóðin yrði að sætta sig við að sjá ekki á mat- borðum sínum næsta ár ýmsar vörur, sem hún hefir nú. Hann sagði að Bretar yrðu að nota, kæliskip sín til þess að flytja mat væli til breskra hermanna við Miðjarðarhaf; þessvegna yrði að draga úr kjötinnflutningnum. Hann sagði, að lítið myndi verða um egg, og bacon myndi verða að takmarka enn meir en verið hefir. Engir ávextir verða fluttir inn nema appelsínur (keyptar frá Spáni). En hann kyaðst einnig flytja góðar fregnir. Vikuna fyrir jól verður sykurskamturinn aukinn úr 8 únsum í 12 únsur og te- skamturinn úr 2 únsum í 4 únsur. En te er eins og kunnugt er þjóð- ardrykkur Breta. Sjötugsafmæli á í dag Bjarni Grímsson frá Stokkseyri, til heimilis á Barónsstíg 59 hjer í bænum. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristín Jónsdóttir, Hofi, Eyrar- bakka og Gísli Jónsson lögreglu- þjónn, Loftsstöðum. — Heimili þeirra er í Mundakoti á Eyrar- bakka. Skrautleg bók. í gær kom í bókaverslanir skrautleg bók, sem líkleg er til þess að Amrða jóla- bókin að þessu sinni. Er það ferða saga hins heimsfræga ferðalangs, Marco Polo, en ferðasöguna hefir endursagt Aage Krarup Nielsen, sem er kunnur rithöfundur og mikill ferðamaður. ísafoldarprent- smiðja gefur bókina út, en Har- aldur Sigurðsson hefir þýtt á ís- lensku. A undanförnum áruin hafa margar bækur komið út hjer á landí skreyttar myndum, en líklega engin, sem er jafnskrautleg sem Ferðasaga Marco Polo. Útvarpið í dag: 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Þýskukensla, 3. flokkur. 15.30—16.00i Miðdegisútvarp. 18.30 íslenskukensla, 2. flokkur 19.00 Þýskukensla, 1. flokkur. 1Ó-25 Hliómplötur: Óperulög. 20.00 Frjettir. 20.30 Kvöldvaka: a) Bjarni Ás- geirsson alþm..: Úr Jökulfjörð- um og Djúpi. Ferðasaga. b) 21.00 Ungfrú Kristín Sigurðar- dóttir: LTpplestur úr kvæðum Davíðs Stefánssonar. e) Einleik- ur á klarinett (Björn Jónsson). d) 21.20 í Landbroti fyrir 70 árum. Ur endurminningum Páls Sigurðssonar, fyrrum bónda í Þykkvabæ (J. Eyþ.). VASAKARLMANNSÚR merkt B. S. tapaðist á laugar- dagskvöldið við hornið á Lækj- argötu og Austurstræti. Finn- |andi vinsamlega beðinn að gera afgreiðslu Morgunblaðsins að- vart gegn fundarlaunum. KJÖRFUNDUR , r% • - . gTSfi Kosning tveggja presta í HallgrÍTnsprestak^lli í Reykjavík fer fram sunnudaginn 15. þ. m. í Aust- urbæjarbarnaskóla, og hefst kl- 10 f. h. Umsþknir umsækjenda og umsagnir biskups eru kjósendum til sýnis virka daga 4.—12. desember að báðum dögum meðtöldum hjá Guðmundi Gunn- laugssyni kaupmanni, Njálsgötu 65. Sóknarnefndin. Það tilkynnist hjer með, að faðir minn GÍSLI HINRIKSSON, kennari, Geirmundarbæ, Akranesi, andaðist 3. des. Fyrir hönd aðstandenda Hinrik L. Gíslason. Minningarathöfn eftir son okkar elskulegan og bróður GUNNAR ÓLAF, sem druknaði af m.b. Eggert þ. 23. nóv., verður haldin á Út- skálum föstudaginn 6. des. kl. 2 e. hád. Björg Ólafsdóttir, Haraldur Jónsson og börn. Vegna jarðarfarar Pjeturs Halldórssonar borgarsf). verður skrif* stofum vorum lokaQ frá kl. 12 til 4 fi dag. S.f. Stálsmiðjan. Slippfjelagið í Rvik. h.f. H.f. Hamar. Vjeismiðjan Hjeðinn. Skrifstofa min verður lokud frá kl. 12 á liádegfi i dag, vegna jarð- arfarar. Garðar Þorsteinsson, Hrm. Jarðarför konunnar minnar RAGNHILD SVEINSSON fer fram fimtudaginn 5. þ. mán. kl. 1 e. hád. og hefst að heim- ili hennar, Háaleitisveg 24. Jarðað verður frá samkomusal Hjálpræðishersins. Kristján Sveinssón. Kveðjuathöfn ; JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR kennara frá Teigi, fer fram fimtndaginn 5. þ. m. og hefst kl. 5 e. h. að Bergstaðastræti 6. Hann verður jarðsettur að Hvammi í Dölum. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.