Morgunblaðið - 04.12.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 4. des. 1940. ÞJóðverfar (ilkynna: Skipam samfals 160 þús. §má- lestum, sökf á einum degl Laval fer tll Þýskalands, Petain til Versala n Breta ,alvarlegt‘ i * r « m e m ■ _____ 7 þýskum En 60 ný skip pöntuð i Bandarikjunum, auk gamaila skipa PETAIN marskálkur skýrði frá því í samtali við blaðamann í gær að Laval myndi innan skamms fara til Berlín til að ræða við von Ribbentrop. För Lávals hefir lengi verið boð- uð, en dráttur sá, sem orðið hefir á því, að úr henni yrði hefir verið skilinn á þá leið, að Petain treysti Laval ekki að fullu til að halda þannig á málstað Frakka, að fórnir þeirra verði sem minstar. PETAIN skýrði blaðamanninum frá ‘því, að það myndi að vísu Vera gott, ef Frakkar gætu nótíð stuðnings Þjóðverja við að vernda nýlendur sínar gagnvart ásælni annara, að- allega de Gaulles. En það myndi hafa í för með sjer, að Frakkar lentu í styrjöld við Breta, en það myndi aftur leiða til þess, að gerð yrði loftárás á París og aðrar borgir í Frakklandi. PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. inn aukni kafbátahernaðnr ÞJóðverjarviður. ktona Chiang Kai Shak - Það þykif nokkuð kynlegt stjóramálaástand, sem skap- ast hefir við það, að Þjóðverjar hafa lýst yfir því, að þeir viður- kenni áfram stjóm Chiang Kai Sheks í Kina. En eins og kunn- ugt er lýstu Japanar yfir því fyr- ir nokkrum dögum, að þeir viður- kendu aðeins stjóm Wang Ching Weis í Nanking. Þríveldáaðilarnir virðast þannig ekki eiga fullkomna samleið í ut,- anríkisinálunum. í Berlín er því lýst yfir, að ákvæði þríveldasátt- málans um gagnkvæman stuðning gildi aðeins um hernað sem haf- inn ef eftir að sáttmálinn var undirfitaður. En stríðið í Kína sje málefni, sem varði Austur- Asíu þjóðir einar. Bins virðast Þjóðverjar að svo stödáu líta á stríðið í Grikklandi sem máiefni, sem varði |tali eina, því að fullkomið stjórnmálasam- baiid ér enn milli Grikklands og Þýskalands. SIR RONALD CROSS, siglingamálaráðherra Breta tilkynti í breska þinginu í gær, að breska stjórnin hefði gert pöntun á 60 nýj- um flutningaskipum í Bandaríkjunum, en auk þess hefðu Bretar um langt skeið keypt gömul skip í Bandaríkjunum og myndu halda áfram að gera það- Frjettaþulur Columbía-útvarpsins í Bandaríkjunum sagði í gær, að skýrslur, sem borist hefðu síðustu dagana um tjón á skipastól Breta og í iðnaðarborgum í Englandi, virtust bera með sjer, að tjónið væri meira heldur en álit- ið var eftir fregnum, sem erlendir frjettaritarar hafa sent. Hann gat þessa í sambandi við umræðurnar, sem fara nú fram í Bandaríkjunum um væntanlegar lánveitingar til Breta. Frjettaþulurinn skýrði frá því, að fulltrúi frá breska fjár- málaráðuneytinu væri kominn vestur um haf, en hann gerði ráð fyrir að samningarnir, sem hann myndi hefja við Bandaríkja- stjórn myndu taka langan tíma. SKIPATJÓNIÐ. Breska flotamálaráðuneytið birti í gær skýrslu um skipa- tjón Bandamanna vikuna, sem lauk 24. nóvember. Alls var sökt ,22 skipum, samtals 87.500 smálestir, þar af 19 breskum skipum, samtals 75 þúsund smál., og 3 skipum bandamanna, samtals 12.500 smál. Næstu viku á undan var 17 skipum sökt, samtals 59 þúsund smálestum. Það er viðurkent í London, að tjón þetta sje alvarlegt, en því bætt við, að verið sje að gera ráðstafanir til að draga úr tjóninu. Þjóðverjar halda því fram, að skipatjónið hafi verið næstum 30 þúsund smál. meira, eða 115 þús. smál. ÁRÁS Á SKIPAFLOTA. Þýska herstjórnin tilkynti í gær, að í fyrradag, 2. desember, hefðu þýskir kafbátar sökt skipum sem voru samtals 160 þúsund smálestir. í herstjórnartilkynningunni segir, að þýskir kafbátar hafi ráðist á breskan skipaflota, sem var á leið til Englands. Þrátt fyrir að skipaflotans hafi verið gætt af mörgum beitiskipum og tundurspillum, (segir í tilkynningunni), tókst kafbátnum að sökkva 15 skipum, sem voru samtals 110 þúsund smál. Þar af sökti einn kafbátur fimm skipum, samtals 41 þús. smálesta. skipumsökt — seg)a Bretar Síðustu vikuna hafa breskar flugvjelar- sökt éða laskað 7 þýsk kaupför (að því er fregn- ir frá London herma). Breskar flugvjelar, sem voru á sveimi yfir Noregi í fyrrinótt sáu tvö þýsk flutningaskip ná- lægt Stavangri og vörpuðu yfir þau sprengjum. Fyrstu sprengj- urnar fjellu á milli skipanna og löskuðu þau, en síðar var annað skipið hæft á skut. Ein bresk flugvjel (flugmað- urinn (kanadískur) er sögð hafa sökt þýskum kafbát við Noreg. Áður höfðu borist fregnir um árás á tvö önnur skip við Nor- eg og á- þrjú þýsk skip við Frislandseyjar (við Holland). Breskar flugvjelar vörpnðu einnig sprengjum yfir ey eina hjá Bergen. — Er álitið að ein sprengjan hafi hæft skotfæra- geymslu, því að sprengingin varð svo mikil að flugvjelin sviftist til í 900 feta hæð. Breska herstjórnin í Kairo tilkynnir, að loftárás hafi verið gerð í fyrrinótt á Neapel, og komu þar upp miklir eldar. Einnig var gerð árás' á borg- ina Catania á Sikiley. Breska herstjórnin í Grikk- landi skýrir frá loftárás á Vall- ona í Albaníu, þar sem m. a. var hæft ítalskt skip í höfninni. Aðvörun- til flríska hersins Eftirfarandi saga er sögð í London sem dæmi um það, hvílíkan álitshnekki ítalski herinn hefir beðið. Franskir hermenn í borg- inni Mentone í suð-austur- horni Frakklands, rjett við ítölsku Iandamærin, hafa sett upp stór spjöld til aðvörunar gríska hernum, sem hrekur ítalska herinn á undan sjer: „Aðvörun til gríska hers- ins. Hjer eru Iandamæri Frakklands I “ Sökt var einu hjálparbeiti- skipi „Caledonia", 17.046 smál., sem var í fylgd með skipaflot- anum. Auk þeirra skipa sem vitað er að sökt hafi verið, er talið lík- legt ag 2 önnur skip hafi sokk- ð, samtals 16 þús. smál. Annar þýskur kafbátur hefir tilkynt að hann hafi sökt tveim vopnuðum kaupskipum, samtals 21.247 smál. Engin tilkynning hefir verið birt í London um þessar árásir. Hinn aukni kafbátahernaður Þjóðverja hefir ekki komið á óvart í Englandi. Það hefir ver- ið kunnugt nú um skeið (segir í fregn frá London) að Þjóð- verjar eru farnir að taka í noktun suma af hinum nýju kafbátum sínum. I þessu sam- bandi er einnig minst ummæla Churchills í ræðu hans í byrj- un nóvember, er hann spáði því, að Þjóðverjar myndu herða cafbátahernaðinn á næstu mán- uðum. — En ekki komst allir hinir nýju kafbátar Þjóð- verja á sjó (segir í fregn frá London). Breski flugherinn sjer fyrir því, með hinum látlausu loftárásum sínum á þýsku kaf- bátahöfnina í Lorient. Árásir hafa verið gerðar á PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Loftárás á „borg f Vestur Eng- landi" I nött Loftárásir á England voru ekki miklar í dagsbirtu í gær (segir í fregn frá London) þótt nokkrum flugvjelum hafi tekist að varpa niður sprengj- um á úthverfi Lundúna og á nokkra aðra staði í suður- og Suð-austur-Englandi. Eigna,- tjón varð ekki mikið, nje heldur manntjón. í nótt voru þýskar flugvjelar sagðar aðallega „yfir borg einni í Vestur-Englandi, sem ekki hefir orðið fyrir stórárásum síð- an fyrir viku“ (segir London). I fyrrinótt voru þýskar flug- vjelar yfir Bristol og var það 7. árásin, sem gerð er á þá borg. — Nokkrir eldar komu upp og mikið tjón varð (segir frjett frá London) á verslunarhúsum, og FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Snjóar á víg- stöðvunum i Grikklandi Sókn Grikkja í Albaníu held- ur áfram. Síðustu fregnir herma, að víglínan Iiggi nú frá stað, einhversstaðar norðan við Pogradec, og suður til hafnar- borgarinnar Santo Quarante. Farið er að snjóa á vígstöðv- imum og er talið að það kunni að tefja sókn Grikkja að einhverju leyti. Gríska herstjórnin á við nokkra örðugleika að etja við að flytja hergögn og vistir hina löngu leið til framsveita gríska hersins í Al- baníu, af því að engar ráðstafan- ir höfðu verið gerðar fyrirfram til undirbimings þessu. Bn her- stjórnin hefir tekið föstum tökum á þessu máli (segir í fregn frá London). Þrjár ítalskar flugvjelar voru skotnar niður í gær. 1941 — spádómar de tiaulles Charles de Gaúlle, foringi 'rjálsra Frakka sagði í ræðu í gær, að hann gerði ráð fyrir að árið 1941 myndu Bretar taka forustuna í lofthernaðinum. En um sama leyti bjóst hann við, að Þjóðverjar hefji hernað- araðgerðir í Miðjarðarhafinu. Roosevelt á hðlfs- mánaðar siglingu U ranklin D. Roosevelt, for- * seti Bandaríkjanna lagði í fyrrakvöld af stað í hálfsmán- aðar ferðalag, eitt af þeim ferðalögum, sem blöð í Banda- ríkjunum kalla sambland af skemtiferðalagi og pólitísku ferðalagi. — Hann steig um borð í herskip á Floridaskaga og skipið sigldi síðan úr höfn „út í buskann". Talið er að hann muni ætla að vera viðstaddur her- æfingar í Karabiska-hafinu og e. t. v. skoða hinar nýju flota- bækistöðvar Bandaríkjanna á bresku eyjunum í Vestur-álfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.