Morgunblaðið - 04.12.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.1940, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIL Miðvikudaginn 4. des. 1940. Sðkum jarðarfarar verðnt verslnnum vorum lokað efllr kl. 121 á há- degi I dag. H.f. Kol & Salt. S.f. Kolasalan. Kolaverslun Sigurðar Ólafssonar. Kolaverslun Ólafs Ólafssonar Kolaversl. Guðna Einarssonar og Einars Skrifstofu og vörugeymslu okkar er lokað i dag frá kl. 12—4 vegna jarðarfar- ar Pfeturu Halldórsson- ar borgarstfóra. H.f. Electric. Skrifstofur Sölusambands fslanskra flskframleiðenda verða lokaðar I dag fró kl. 12 á hódegi vegna jarð- arfarar Pjeturs Halldórs- sonar borgarstfóra. Pfeturs Halldórusonar, borgarstf, verðnr okrif- •tofuixi okkar lokað i dag fró kl. 1—4 e. b. Fjelagsprentsmiðjan h.f. Pfetiir Halldórison FEAHE. AF FIXTU SÍÐU málamenn, er Pjetur Halldórsson samdi við, gerðu sitt ítrasta til að koma málinu fram. Skýringin er vafalaust sú, að yfirstjórnendum enskra fjármála, en þeir feldu úr- skurðinn endanlega í þessu máli, hefir þótt ísland þegar áður vera orðið svo skuldugt Bretum, að eigi væri við bætandi. Pjetur Halldórsson tók sjpr þessi úrslit nærri, enda var hann sakaður um, að öðruvísi hefði far- ið, ef hann hefði þegar í upphafi haft samráð við ríkisstjórn fs- lands um málið og notið hennar aðstoðar. Skulu þau deilumál nú eigi rifj- uð upp, en á það bent, að á þeim árum átti þæjarstjórn eigi góðu að venjast af hálfu ríkisvaldsins og því fyrirfram ærið tvísýnn ár- angur af því að leit^i þangað full- tingis. Kom og á daginn, að er borgar- stjóri síðar leitaði fyrir sjer í Sví- fcjóð og þá í fullri samvinnu við ríkisvaldið, fór enn með mjög svip- uðum hætti og í Englandi. í fyrstu fekk hann mjög góðar undirtektir, ef ekki hein loforð um lán, en að lokum var öílu eytt. Að því er kunnugir töldu vegna lítils álits sænskra fjármálamanna á greiðslu getu íslensku þjóðarinnar. Pjetur Halldórsson ljet eigi þessi vonhrigði draga úr sjer dug um framhald málsins. Hann hafði að vísu sjálfur reynt, að enginn gamanleikur var að vera sendur úr landi til fjárútvegunar fyrir þjóð, sem eigi hafði öðru að sinna, meðan atvinnuvegir hennar voru að hrynja í rústir, en standa í harðvítugum innanlands deilum. En Pjetur Halldórsson gafst eigi llPPj °g það var langmest fyrir óþreytandi áhuga hans og persónu lega eiginleika, að hitaveitulánið fekst loks í Kaupmannahöfn vorið 1939. En þá hafði hættulegustu hindruninni, innbyrðis fjandskap meðan flotið var að feigðarósi, verið hrundið úr vegi með mynd- un þjóðstjórnarinnar skömmu áð- ur. Síðan var framkvæmd hitaveit- unnar hafin, og hefir hún undan- farið ár bætt úr brýnni atvinnu- þörf mörg hundruð reykvískra verkamanna. Þessu glæsilega stór- virki mundi nú að mestu lokið, ef alt hefði farið svo, sem ætlað var fyrir hálfu öðru ári. En ofsi styrj- aldarinnar hefir komið í veg fyrir, að svo gæti orðið, og er verkið nú í hili stöðvað. Pjetri Halldórssyni auðnaðist því ekki að sjá þetta verk sit't fullgert. En með því að geíaSt ekki upp, heldur reyna aftur og aftur, lagði hann grundvöllinn, sem tryggir, að verkið verði far- sællega til lykta leitt. Það mun því verða þakkað honum fyrst og fremst allan þann aldur, sem þetta þarfa mannvirki stendur. ★ -Starf Pjeturs Halldórssonar fyr- ir ættborg hans mun því lengi í minnum haft. Hann hratt af stað mikilvægasta mannvirkinu, sejn til hefir verið stofnað á Is- landi. Og hann veitti málefnum bæjarins forystu, þegar verst horfði, og hann var, vegna sjer- stakra hæfileika sinna, manna fær- astur til að greiða fram úr vand- ræðunum. Reykjavík varð einung- is bjargað með því styrkasta og besta í henni sjálfri. En Pjetur Halldórsson var einmitt lifandi ímynd þess aflgjafa. Slík er sú mynd, sem þeir hljóta að fá af Pjetri Halldórssyni, er athuga störf hans að almennum málum. • Söknuði oklrar samstarfsmanna hans hæfir eigi að lýsa hjer. Eji hina björtu minningu hans mun- ttjii við geyma í hugum okkar meðan líf endist. Bjarni Benediktsson. ★ Pjetur Halldórsson var fæddur í Reykjavík 26. apríl 1887. Poreldrar hans vorn Halldór Jónsson bankafje- hirðir og Kristjana Pjetursdóttir, orgel- eikara, Guðjohnsen. Hann varö stú- dent 1907 og cand. phil. (í Khöfn) 1908. Hann keypti bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar og rak hana frá 1. jan. 1909. Hinn 12. okt. 1911 kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni, frú Ólöfu Björnsdóttur, yfirkennara Jens- sonar. Böm þeirra eru: Bjöm, bók- sali, Ágústa teiknari, KristjSna og Halldór stúdent. Hinn 31. jan. 1920 var Pjetur Hall- dórsson kosinn í bæjarstjóm Reykja- víkur og átti þar sæti alla tíð síðan. í bæjarráð var hann kosinn 1932 og sama ár varð hann þingmaður Reyk- víkinga og sat á Alþingi síðan. Hinn 1. ágúst 1935 var hann kosinn borg- arstjóri Reykjavíkur. Auk hinna margþættu opinbemi starfa, sem Pjetur Halldórsson gegndi, var hann mjög við riðinn ýmiskonax fjelög. Hann var í Góðtemplararegl- unni frá 14 ára aldri og mikilvirkur starfsmaður þar; var um skeið Stór- templar. Hann var í Bóksalafjelaginu og formaður þess til dauðadags; stofn- andi Flugfjelagsins og í stjóm þess. Hann var meðal stofnenda togarafje- lagsins „Víðirs" og síðar ,,Vers“ og stjórn beggja alla tíð. Haim var að- elmaðuiinn að stofnun Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og altaf formaður skóla- nefndar þess skóla. Hann var í sókn- fernefnd Dómkirkjnsafnaðarins og ljet kirkjumál bæjarins mjög til sín taka- Pjetur Ilalldórsson andaðist 26. nóv.. Bíðastliðinn. Leikfjelag Reykjavíkur sýirir leikritið Öldur kl. 8.30 í kvöld og hefst sala aðgöjigumiða *kl. 1 í dag. Söktim hínnar sífelt atikntt dýrtíðar hðfttm vjer neyðst ttl að hækka verð á öllttm þvotttim frá 1. des. að telja. ÞYOTTAHÚS REYKJAVÍKUR. NÝJA ÞVOTTAHÚSIÐ. ÞVOTTAHÚSIÐ GRÝTA. ÞVOTTAHÚSIÐ DRÍFA. A Gompany % RaWestYorks Regt heldur stóran dansleik í Sogamýri í dag, mið- vikudaginn 4. nóvember 1940. Öllum íslenskum , stúlkum boðið- Hljómsveit RAMC leikur. — Verð- laun fyrir dans. — Veitingar framreiddar. Bifreiðastjórar gcta fengið atvlnnu strax. A. v. á. LITLA BILSTOBIM UPPHITAÐIR BÍLAR. aokkvB «tór, Fyrirliggfandi: Hveiti — Haframjöl Hrísgrjón — Hrísmjöl Kokosmjöl — Sukkat Síróp — dökt og ljóst Eggerf Krftsltánsson & Co. h.f. Sími 1400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.