Morgunblaðið - 30.04.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 30. apríl 1935. Smá-augltfsingar 2 nýtísku hægindastólar, með háu baki, og Ottoman með 2 Pullum, seljast strax^ mjög ódýrt. Frú Anne Möller, Bergstaðastræti 83. Sími 2348. 2 samliggjandi herbergi á efstu hæð í húsi, með Lauga- vatnshita, til leigu fyrir reglu- saman mann eða konu (ágætt fyrir 2 saman). Fæði á sama stað ef óskast. Upplýsingar hjá A.S.Í. Dyra- og gluggatjaldaefni, nýkomin, mjög falleg. Versl. Kristínar Sigurðardóttur. — Ó! Jeg er búin að týna Guru litlu. Það hlýtur að vera gat 4 vasanum. Hestahey frá Kaldaðarnesi til sölu. Verður afhent af Guð- mundi Vigfússyni^ Baldurs- götu 1, sími 4255. BÓKBANDS-VINNUSTOFA mín er í Lækjargötu 6 B (geng- ið inn um Gleraugnasöluna). Anna Flygenring. „Spírella“. Munið eftir hinum viðurkendu Spírella-lífstykkj- um. Þau eru haldgóð og fara vel við líkamann. Gjöra vöxt-; inn fagran. Skoðið sýnisnorn á j Bergstaðastræti 14. Sími 4151. j Til viðtals kl.. 2—4 síðd. Guð- j rún Helgadóttir. Pergamentskermar. — Hefi ávalt fyrirliggjandi mikið af; handmáluðum pergamentskerm um. Mála einnig skerma á krukku-lampa. Púðar uppsettir. Opið frá 1—6. Rigmor Hansen, Suðurgötu 6. Lin§ur, hvítar Baunir, brúnar Baunir, grænar Baunir, Viktoria Baunir, fást bestar í Það er viðurkent, að maturinn á Café Svanur sje bæði góður og ódýr. -- - — * ■ Kaupum gamlan kopar. — Vald. Poulsen, Klepparstíg 29. Sími 3024. Ekkl 25 auta blöð. en IQQERT CtAEMEM feæstQrjett&rmálaflutningR»QAa& Skrtfstofa,: Oddí«ikr» fr '“'«0, VanawtriPtl 10. (SnagaBgEr ub anaturdyr). Hár. flugbita. ódýra kjötíð er til ennþá. Hangikjöt af Hólsfjöllum. Sjerstaklega gott saltkjöt. Hjötbúð Bsgeirs Asgelrssonar. Þingholtsstr. 15. Sími 3416. ^ Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hœfi. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Sími 3436. Nýreykt hangikjöt og öúýrar rullupylsur. Hjitbúðln Hsrðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. p e ii ii i ardfinur Tvö samliggjandi, síerstaklega gúð Skrifstofuherbergi, í húsi mínu, Lækjartorgi 1, til leigu 14. maí. P. Stefánsson. Vindsængur, vindkoddar, sólbaðsábreiður með kodda, senu einnig má nota sem regnslag, og margar aðrar útiveru- vörur, seljum við lægsta verði, miðað við gæðin. SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR, Sími: Fjórir-núll-fimm-þrír. í SNGRUNNI. 2. á síðasta augnabliki — mjer finst það svo merki- legt að hugsa til þess. — Jeg er hræddur um, að í þetta sinn sje lítil von á slíku, greip ráðherrann fram í fyrir hon- um. Mjer hefir þótt vænt um að enginn hefir pínt mig með spurningum þessa daga, einkum þar sem jeg veit, hvernig ykkur er innanbrjósts, og reyndar mjer líka, inn við beinið. En maður get- ur ekki látið persónulegar tilfinningar ráða. — Nei, jeg skil það mæta vel, sagði Keynsham. — En mjer þykir þetta leitt, engu síður en ykkur. En jeg er hræddur um að öll von sje úti fyrir veslings Brandt. Mjer er kvalræði að minn- ast á þetta. — Ekki aðeins af því að jeg þekki manninn og hefi mjög miklar mætur á konu hans, maður verður að loka augunum fyrir slíku. En þetta er alt ömurlegt. -----Maður drepur annan mann í bræði! — Nei, jeg sendi ekki mann í gálgann með köldu blóði, nema hann sje hreinræktaður morð- ingi. Sir Humphrey stundi við. — Því er nú ver. Brandt var oft hræðilega upp- stökkur, gat mist alla stjórn á sjer, sagði lávarð- urinn raunamæddur. — Og Penham var ógeð- ugur náungi. Hann var að vísu ágætur leikari, en beinlínis andstyggilegur maður. — Jeg er yður sammála í þessu, en Iög eru lög og þau segja: — Þú skalt ekki mann deyða! 1 þessu kom þjónn inn með ferðateppi á hand- leggnum og opnaði dyrnar fyrir ráðherranum. — Eftir hálfs mánaðar tíma förum við á veið- ar aftur í skógunum okkar, ságði Edward lávarð- ur við gest sinn. — Jeg læt yður vita, hvenær það verður. — Þakka yður fyrir, Keynsham, sagði hinn og slökti á eldspýtunni, eftir að hafa kveikt í pípu sinni. — Verið þjer nú sælir, og kærar þakkir. Berið Louise kveðju mína, og þakkir. Bifreiðin ók af stað, en lávarðurinn flýtti sjer inn í hlýjuna. Gestirnir litlu spyrjandi upp, þegar hann kom inn. — Sagði hann nokkuð, var spurt. — Já, rjett síðast, sagði hann. Jeg þorði auð- vitað ekki að þaulspyrja, en jeg fór eins langt og jeg komst. Mjer skyldist að örlög Brandts sjeu ákveðin. Hrollur fór um Louise. — Jeg gat aldrei þolað manninn, en samt sem áður fæ jeg ekki skilið að hægt sje að dæma mann fyrir morð, þó hann slái annan í rot í áflogum. — Þessir bannsettir lögfræðingar hafa stein- hjarta, hrópaði bróðir hennar æstur. — Sjáið þið til. Rossiter játaði áðan að lögin væru ófullnægjandi í þessum efnum. „Morðingi“ og „banamaður“ getur verið tvent ólíkt. En hví í ósköpunum færir hann eða aðrir hans líkar lögin þá ekki til betri vegar? Þið vitið sjálf, að hæsta- rjettardómarinn sagði, að reyndar væri hjer nokk- ur bót í máli, þó ekki svo, að hægt væri að taka það til greina. Endemis vitleysa að tarna! Eldri maður gerði þá athugasemd, að svo strang- an dómsmálaráðherra hefðu þeir ekki haft í mannaminnum. — Við vitum öll, bætti hann við, að hans há- tign konungurinn, er reiðubúinn að skrifa undir náðunarskjalið hvenær sem er. — Það kemur fyrir ekki, andvarpaði Louise. — En hvað segið þið nú við því, að fá ykkur ærlegt bað fyrir miðdegisverð sagði hún svo, til þess að tala um annað. — En þið verðið bara að sætta ykkur við það að vera án húshóndans á eftir, því að hann á brýnt erindi til Norwich. En þið megið ekki vera lengi að snurfunsa ykkur. Við spilum bridge í kvöld. Á morgun fáum við okkur snúning. Blessuð á meðan! Gestirnir dreyfðu sjer til herbergja sinna. Og innan skamms skvömpuðu þeir, og 'gerðu sjer lífið þægilegt, hver í sinni kerlaug í hinum 12 baðklef- um í Keynsham Hall. Sir Humphrey Rossiter, hinn yngsti dómsmála- ráðherra, sem nokkurntíma hafði verið við völd í; Englandi, hallaði sjer makindalega aftur í sætið í hinni leigðu Limousine-bifreið, teygði úr fótunum,. spenti 'greipar og tottaði pípu sína hugsi. Honum. var óvenju órótt innanbrjósts. Lávarðurinn hafði með spurningu sinni viðvíkjandi þessu máli, sem vikum saman hafði fylt dálka dagblaðanna, vakið’ hjá honum efa, sem hann hafði reynt að svæfa með sjálfum sjer. Þetta fyrirkomulag er vissulega rotið og úrelt,. tautaði hann. En það er engum vafa undirorpið, að Brandt hefir drepið mann, hefir orðið manni að bana. Hann hefir haft ágætan verjanda. Málið hefir verið rekið á löglegan hátt og rjettlátan. — Vitrir og óhlutdrægir kviðdómendur hafa lýst hann sekan að morði, og hógvær og mannúðlegur dómari hefir dæmt hann til dauða.Og hvað er svo meira um þetta að tala? Samkvæmt lögum og dómi er málið klappað og klárt. Þessar fyrirbænir og þessi skrif í blöðin, sem vakið hafa samúð al- mennings með hinum dauðadæmda fanga, koma of seint. Að vísu hefði verið hægt að breyta ákær- unni, en það hafði reynst ógerlegt af þeirri ein- földu ástæðu, að fanginn neitaði að tala, og hinn opinberi ákærandi sat fast við sinn keip að ákæra manninn fyrir morð. Þess vegna hafði Brandt ver- ið dæmdur sekur sem morðingi. Og það var sann- arlega órjettmætt að skella nú allri skuldinni á hann — Humphrey Rossiter — þegar búið var að fella dóminn, þegar dómari o<g kviðdómendur voru búnir að gera það, sem skyldan bauð þeim, og þeir töldu rjett fyrir Guði og mönnum. En engu að síður píndi þetta mál hann dag og nótt. Ótal brjef streymdu til hans, sum nafnlaus, önnur vel skrifuð og kurteisleg, undirrituð af áhrifamiklum mönnum, sem báðu fyrir hinum áhamin'gjusama fanga. Það var ráðist að honum úr öllum áttum. Blessað fólkið skildi ekki, að það einasta, sem stóð í hans valdi að gera var, að skerast í leikinn, ef eitthvað nýtt kæmi fram í málinu, sem gæti bætt málstað fangans. En nú var um seinan að tala um slíkt. Hjól rjettlætisins snerist þegar hægt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.