Morgunblaðið - 30.04.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1935, Blaðsíða 5
MORGUNBLABIÐ 5 f>ri8judagmn 30. apríl 1935. Bjarnason, Gunnar Viðar, Theódór Jakobsson skipamiðl- ara, Jón Maríasson aðalbókara og Brynjólfs Stefánsson fram- kvæmdastjóra. Halda þeir allir fyrirlestra og hafa æfingar, hver í sinni sjergrein. Þannig reynir skólinn að leggja grundvöll að deild fyrir framleiðslu- og verslunarvís- indi svo menn þurfi ekki að sækja framhaldsnám alt til út- landa^ en margir hafa mist það vegna þeirra ástæðna. Sennilega taka þrír nemend- ur framdaldsdeildarinnar próf í rekstursfræði og öðrum grein um deildarinnar að hausti. Finst mjer að kaupsýslu- menn ætti að veita þessari ný- breytni nána athygli, og fylkja sjer um að efla þá tilraun, sem skólinn er hjer að gera. Mjer er ánægja að minnast á, að ýms ir hafa látið í ljós, að þeir teldu. þetta nauðsynjamál, svo sem Arent Claessen stórkaupm. í Verslunarskólablaðinu. Deild þessi mun í framtíðinni senni- lega verða nefnd: Deild fyrir framleiðslu- og verslunarvís- indi. Ný verkefni. — Hvaða önnur verkefni teljið þjer helst framundan fyr ir skólann? — Auk framhaldsdeildarinn ar tel jeg sjerstaka nauðsyn á að efla og bæta vörusafn skól- ans. Væri æskilegast að hægt yrði að koma upp vörurann- sóknarstöð í sambandi við það *og í sambandi við framhalds- deildirnar, þar sem hægt væri að byggja ofan á þá almennu vörufræðslu, sem byrjað var á er skólinn flutti í hið nýja hús sitt; og er nú eftir talsvert strit og staut að komast í gott horf. Þá vil jeg nefna það, að skólinn þyrfti að eiga vel út- búna skrifstofu, til sýninga og æfinga, vel útbúna nauðsynleg- ustu vjelum og öðrum áhöld- um til skrifstofustarfa. Það hefir þegar sýnt sig að Jiægt er að ná góðurn árangri í slíkum efnum. T. d. hefir einn nemandi skólans, Þorvald ur Ásgeirsson, í vetur náð þeim hraða að hann skrifar á ritvjel málega 99 orð villulaust á mín- útu — Evrópumet mun vera 110 orð á mínútu. í þriðja la'gi vil jeg nefna, .að skólinn þarf að eignast bókasafn handa veírslunar- mönnum, hagnýtt bókasafn, með nýjum handbókum, nauð- synlegum skýrslum og nýjum ritum um verslunarfræði fyrst og fremst, enda þarf skólinn á bókasafni að halda vegna kenslu sinnar. Jeg vil í sambandi við bóka- :safnið geta þess sjerstaklega, að nemendur hafa, eftir að flutt var hingað, sýnt mikinn og lofsamlegan áhuga í bóka- safnsmálinu, með ríflegum fjárframlögum. Hagur nemenda. , — Hvernig er annars fjár- hag nemenda varið, yfirleitt? — Allflestir nemendur vinna fyrir sjer sjálfir á skólaárun- um, og margir þeirra við versl- unarstörf. Þanni'g helst, að visu leyti, í hendur verklegt og bóklegt nám, og nemendur eru 1 nánu sambandi við starf og líf þjóðfjelagsins í kring um sig. Fyrir alt þetta er mikið gefandi. Jeg hefi byrjað að safna skýrslum um atvinnu nemenda. Þær sýna eitt árið, að 69 nem- endur höfðu verið við verslun áður en þeir fóru í skólann. Sumarvinna þeirra skiftist þannig: 44 unnu við verslun, 39 við heyskap, 38 við útgerð og fiskverkun, 5 við smíðar, 5 í vistum í bæjum og sveitum, 4 við vega- og símavinnu, 4 við iðnað, 3 við eyrarvinnu o. s. frv. Aðeins tveir töldu sig ekki hafa haft neinn starfa. Flestir nemenda koma frá heimilum kaupsýslumanna, eða 60 ,en 32 frá útgerðar- eða sjó- mönnum, 20 frá iðnaðarmönn- um, 17 frá embættismönnum, 16 eru bændasynir eða dætur og 11 frá verkamönnum o. s. frv. Því miður höfum við lítil ráð á styrktarfje handa nemend- um. — Fjárhagur skólans. — Hverni'g er þá fjárhagur skólans sjálfs? — Hann er í raun og veru sæmilega góður þegar tekið er tillit til þeirra erfiðleika, sem skólinn hefir á ýmsan hátt átt við að stríða, og til þeirra húsa kaupa, sem ráðist hefir verið í. En þau voru að allra dómi orðin óumflýjanleg nauðsyn, og nú mun skólinn hafa eins góðum húsum að ráða og nokkur annar framhaldsskóli hjer. Fyrsta aldarfjórðung skóla- rekstúrsins þurftu kaupsýslu- menn að leggja skólanum all- mikið fje árlega, og var það fengið með samskotum. 1931 gekkst Verslunarráðið fyrir því, að keypt var handa skól- anum nýtt hús og lögðu ýmsir all-myndarlega fram til þess. En þó var þátt-takan ekki nærri eins almenn og hún hefði átt að vera. Þáverandi formanni Verslunarráðs, Garðari Gísla- syni stórkaupmanni, sem mest hafði þá með fjármálin að gera, taldist svo til, að kaup- sýslumenn, mest í Reykjavík, hafi fram að þeim tíma lagt til skólans og skólahússins um 80 þúsund krónur. Síðan skólinn flutti í Grund- arstígs-húsið, hafa þessi árlegu framlög lagst niður og ekki ver ið leitað eftir þeim. Sú upphæð sem skólinn hefir þannig mist, nemur á þeim 4 árum sem síð- an eru liðin, um 20 þús. krón- um, miðað við framlag næstu fjögurra ára á undan. í rauninni væri ekki nema sjálfsagt að verslunarstjettin heldi áfram slíkum framlögum til skólans í einhverri mynd. Mestum órjetti hefir skólinn verið beittur í fjárveitingum af opinberu fje. Hann hefir aldrei fengið styrk úr bæjarsjóði og nýtur hlutfallslega miklu lægra framlags úr ríkissjóði en nokk- ur annar sambærilegur skóli, fær nú aðeins 5000 krónur fyr- ir 280 nemendur. Það er þó bersýnilegt að skólinn ljettir mikilli fjárhags- legri byrði af ríkinu. Börnin koma of oft illa undirbúin úr barnaskólunum. — Teljið þjer nokkra sjer- staka annmarka á skólastarf- inu, sem ástæða væri til að minnast á? — Því fer fjarri að maður sje altaf ánægður með árang- urinn og sitt eigið starf, þó að oft megi að vísu gleðjast yfir skólastarfinu, meira en ýmsum öðrum. Það væri þá einna helst undirbúningur nemenda þegar þeir koma í skólann, sem á- stæða væri til þess að minnast Á. — Þegar nem- endur koma í skólann eru þeir oft ver undirbúnir en æskilegt væri, og hamlar það á ýmsan hátt starfinu í skólanum. Bama fræðslan er að sumu leyti að komast út af sínu rjetta og eðlilega spori, þrátt fyrir á- huga ýmsra kennara, og af því súpa framhaldsskólarnir seyðið. Nemendur koma of oft illa læsir, ljelega skrifandi og illa talandi inn í framhaldsskól- ana. En á þessi atriði, meðferð móðurmálsins í ræðu og riti, ætti barnafræðslan fyrst og fremst að leggja á herslu, svo og á siðrænt uppeldi nem- enda. Kensla og tilsögn í fram- komu og hegðun, almennum mannasiðum úti og inni og í skynsamlegri heilsuvemd, mætti og ætti að vera meiri en hún er að jafnaði. Atvinnhorfur nem- enda. — í vor útskrifast rúmlega 50 nemendur úr skólanum. . Fær nú allur þessi hópur atvinnu að námi loknu? - — Aðsókn er nú orðin svo mikil að jeg er hræddur um það á hverju vori, að illa fari um atvinnuna. Skólinn hefir reynt að styðja að því eftir föngum að nemendur fengju vinnu, og er það ekki óalgengt að til skólans sje leitað með slíkt. Skólinn vill einnig gera sjer far um að útvega vinnuveitend- um góða menn með því að vanda sem best til kenslu og prófa. Hingað til höfum við verið svo heppnir, að langflestir nemendur hafa fengið vinnu að námi loknu. í skýrslu, sem jeg hefi tekið saman um þetta, fyrir tvo ár- ganga, sem útskrifast hafa síð- an jeg kom að skólanum, sjest að af 76 nemendum hafa 74 fengið atvinnu, flestir við versl un, skrifstofustörf, útgerð eða iðnað. En tvær stúlkur höfðu valið það góða hlutskiftið, að giftast, og fara vonandi marg- ar á eftir. Því hjer í skólanum er urmull af laglegum og myndarlegum stúlkum, eins og þjer getið sjálfur sjeð, og allir þeir vita, sem daglega sjá þær hjer á ferli í bænum, iðandi af æsku og allra manna glað- astar. Þó eru piltarnir mun fleiri, og jeg er illa svikinn, ef ekki eru meðal þeirra mörg Kápul»ii5in Laugaveg 35. Nýkomið: Nýtísku sumarkápu- og úlsterefni, dragta- og SwaggerefnL Einnig efni í peysufatakápur. — Kápur saumaðar með stuttum fyrirvara. — Ávalt fyrirliggjandi kápur saumaðar á eigin verkstæði. Slgurður Guðmundsson, Sími 4278. * samliggjandi SÓLRÍKAR, STÓRAR STOFUR í nýju stein- húsi til leigu á Bergstaðastræti 67. Upplýsingar í síma 3605 og 3220. ágæt mannsefni, sem vonandi' komast að góðum störfum. En sennilega fer þó að þrengjast að um verslunarstörf,' þó maður voni hið besta um I þann árgang, sem nú er að út- I skrifast. V er slunar skóla- mannatal. — Hvað hafa margir útskrif- ast í þessi 30 ár, sem skólinn hefir starfað? — Úr skólanum hafa út- skrifast eitthvað á sjöunda hundrað nemendur. Ýmsir þeirra eru fyrir löngu Orðnir þjóðkunnir menn í starfi sínu, og hafa reynst ötulir og góðir starfsmenn í sínum verkahring. Við erum nú að hugsa um að gefa út, í staðinn fyrir næstu skólaskýrslu eða með henni, dálítið Verslunarskólamanna- tal, þar sem hægt verður að fá ýmsar upplýsingar um þá menn sem útskrifast hafa, starf þeirra og athafnir. Fyrstu árin voru það venju- lega ekki nema 10—20 menn, sem útskrifuðust úr skólanum árlega enda voru nemendur skólans þá venjulega ekki fleiri en tæplega 100 á ári, þegar i flest var. Seinasta árið í Vesturgötu- j húsinu voru nemendur 119, en 170 fyrsta árið á Grundarstíg, j nú eru þeir sem sagt 280, og 70 eru þessa dagana að taka inntökupróf. Að lokum bað skólastjóri Morgunblaðið að flytja öllum j nemendum skólans, eldri sem yngri^ kveðju skólans á þessu; brjátíu ára afmæli hans. Ivg. Gluggatjöld, Dyratjöld, Storesar, Veggteppi. Hannyrðarverslun Durfðar Sigurlónsdðttur. Bankastræti 6. Landsbókasafnið. Allir lántakendur safnsins skili bókum, 1.—14. maímánaðar þ. á. Skilatími kl. 1—3 síðdegis. 29. apríl 1935. LANDSBÓKAVÖRÐUR. - vb»í RintlO ávall viin htð besta. Engum peningum er betur varið en þeim, sem keypt er fyrir lífsábyrgð í Andvöku, Sími 4250. Mifig siaidgœl og falleg Salonus (gulljklukka) Fyrsti knattspyrau* kappleikur ársins. Á morgun kl. 514 fer binn ár- legi kappleikur í knattspymu fram milli Háskólastúdenta og nemenda Mentaskólans. Er kept um farandbikar, sem nemendur Mentaskólans eru nú handhafar að. Verður þetta án efa mjög spennandi kappleikrur, því að til sölu gegn staðgreiðslu. Allar upplýsingar gefnar á Hressingarskála Vesturbæjar. Vesturgötu 17. I lilefni af 50 ára afmæli Hriflu-Jónasar kemur út tvöfalt blað af Stormi, « 1 lctuuum HL, Ct> HilU V Í.JXUU.Cbg AAXAX, Ug á að ná í bikarinn. Oefað mnnu er bjathg algerlega helgað af- Mentaskólanemendur einnig gjöra mælisbarninu. það sem þeir geta. Aðgangur er ókeypis Drengir komi á Norðurstig 5, kl. 10 á miðvikudagsmorgun. Há sölulaun 0g verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.