Morgunblaðið - 30.04.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1935, Blaðsíða 2
MOlvGUNBLAÐIÐ Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Rltstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingrastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sfmi 3700. Heimasímar: J6n Kjartansson, i\r. 3742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuöi. Utanlands kr. 3.00 á mánuiSi. í lausasölu: 10 aura eintakiö. 20 aura meö Lesbók. Verslunarskólinn. í dag fer fram 30. skólaupp- sögn Verslunarskóla íslands. Hafa forstöðumenn skólans notað þetta tilefni til þess að halda 30 ára af- mæli hans hátíðlegt. Á öðrum stað hjer í blaðinu er gerð nokkur grein fyrir starfsemi þessarar mentastofnunar, þar sem 25 ára nemandi iýsir erfiðum kringumstæðum skólans hin fyrstu ár. En áhugi þeirra manna er stofnuðu skólann og sáu honum farborða, og góðir kenslukraftar fleyttu skólanum áfram gegnum örðugleikana. Nú er Verslunarskólinn fjölsótt- asti framhaldsskóli á landinu, sem kunnugt er. Hefir álit hans vaxið mjög hin síðari ár, enda hefir nú- verandi skólastjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason, lagt hina mestu alúð við starf sitt, og þá einkum kostað kapps um að haga náminu þann- ig, að það væri sem praktískast skólastarfið yrði sem nátengdast viðskiftalífi og verslun lands- manna. „Verslunarmentun er verslunar- máttur“, eru kjörorð hinna uugu Verslunarskólanemenda. Sú skoð- un, sem lýsir sjer í þessum orð- um vakti jafnan fyrir þeim for- göngumönnum, er fyrir 30 árum gengust fyrir skólastofnun þess- ari. Sem stendur á verslun lands- manna mjög erfitt uppdráttar. En þeim mun meiri sem erfiðleikarnir eru, þeim mun meiri nauðsyn er það þjóðinni að eignast áhuga- sama og Vel mentaða verslunar- stjett. Það er hlutverk þessa þrítuga skóla, að sjá um, að verslunar- mentun landsmanna aukist, svo þeir menn, sem við hin vanda- miklu verslunarstörf fást geti í framtíðinni uppfylt þær kröfur, sem þjóðin gerir til verslunar- manna sinna. En jafnframt er þéss að vænta, að frá Verslunarskóla fslands komi vaxandi skilningur almenn- ings á þjóðnytjastarfi duglegra kaupsýslumanna. Er þess brýn þörf nú á tímum á landi hjer, að menn missi ekki sjónar á þeim algildu sannindum, að dugleg og forsjál verslunar- stjett er framar flestu öðru út- vörður um sjálfstæði þjóðar vorr- ar. Með þeirri von, að þessi fjöl- sótti skóli fái sem lengst að njóta góðrar forystu og kenslukrafta og fái notið sín sem best til að auka verslunarmentun og menn- ingu landsmanna, færir blaðið honum sínar bestu hamingjuóskir. Þolinmæði Breta þraut, er frjettist um loftherbúnað Þióðverja. Hæðta við samninga viö Þfóðverja ogfjkalla §am- an alrikis fund. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. gæti smíðað beitiskip, orustuskip EINKASKEYTI TIL eða jafnvel kafbáta eingöngu, MORGUNBLAÐSINS. innan takmarka smálestatölunnar, Fregnirnar um það, hve en slíkar kröfur kunna að leiða Þjóðverjar hafa styrkan loft- til þess að samkomulag náist ekki her og um fyrirætlanir þeirra 0g þá getur svo farið, að Þjóð- viðvíkjandi kafbátasmíði, hafa verjar telji sjer heimilt að fara skotið Englendingum skelk í sínar leiðir í þessum málum. , bringu. Er nú litið svo á, að þolin- mæði Bretastjórnar gagnvart Þjóðverjum sje þrotin. Aukafundur er haldinn í dag í enska ráðuneytinu til þess að ræða um þessi mál. Hefir heyrst, að Bretastjórn ætli að afboða ráðstöfun, sem þeir höfðu boðið Þjóðverjum á, þar sem ræða átti um flota- málin. Kafbátasmíði þjóðverja. London 29,. apríl. FB Sir John Simon utanríkis- málaráðherra hefir lýst yfir því á fundi í neðri málstof- unni, að þýska ríkisstjórnin hafi gefið í skyn, að hún ætlaði . að láta hefja smíði bráðlega Menn búast við þv,, að hmn tó]f kafbátum> er hver um gífurlegi vigbunaður Þjoð-|s.g ^ gmálestir _ gir verja verði til þess, að sam- John þyí við> ag þreska eina alt Bretaveldi til mjög öflugra ráðstafana til her- ro <if'+ varna. Ætlar Bretastjtórn. að ræða um þetta mál við forsætisráð- herra nýlendanna, er þeir koma til London í tilefni af ríkisstjórnarafmæli konungs. Páll. Kröfur þjóðverja í flotamálum: Þefr fál 35 af smálestatölu breska flotans, og ráði sjálfir hvaða sklpategund- ir þeír smiða. London, 29. apríl. FB. ríkisstjórnin hefði þetta mál til athugunar. (UP). Þjóðverjar vinria a! kappi að herbúnaði í lofti og sjó. London, 29. apríl. FÚ. Erlendir gestir sem komið hafa í hafnárbæi Norður-Þýskalands, síðustu dagana, segja að þar sje mikið starfað að flotamálum. Menn halda að ný stöð fyrir sjóflugvjelar sje í smíðum í Rostock. Heimildarmenn Reuters álíta að ákvörðunin um smíði þýsku kaf- bátanna hafi verið tekin eftir að Bretar ákváðu að greiða atkvæði með ályktun Frakka í Genf, því Flotaaukningaáform Þjóðverja Þa liala Þeir talið að Bretar vekja áfram hina mestu eftirtekt væru alveg snúnir á sveif með hvarvetna og þrátt fyrir það, að Frökkum. talsmaður þýsku ríkisstjórnarinn-j Frakkar 5íða átekta> ar gerði tilraun til þess, í Berlín, Franskir stjórnmálamenn segja að draga úr því, sem birt hafði ag ákvörðun Þjóðverja komi sjer verið um þetta. ekkert á óvart, en bíða þess nú í London, er því enn haldið þar hvernig Bretar muni snúast við fram samkvæmt áreiðanlegum málinu heimildum, að fregnirnar sjeu Frakkar eru öruggir í þeirri rjettar, og jafnvel, að kröfur trá; ag þýsku kafbátarnir muni Þjóðverja sjeu langtum meiri, en j verða of litlir ti] þess að hafa áður var símað. áhrif á Franskar siglingaleiðir, en Það er búist við, að lágmarks- hinsvegar er álitið að þeir muni kröfur Þjóðverja verði, að þýski verða n0gu öflugir, til þess að flotinn verði að styrkleika 35 af. valda miklu tjóni á siglingum hundraði miðað við smálestatölu, ‘ Breta í Norðursjónum og Erma- í samanburði við breska flotann suncli (100%). ■ j En ætlað er, að þótt Þjóðverjar fari ekki lengra í kröfum að því j er smálestatöluna snertir er talið víst, að þeir muni aldrei fallast i K. R. æfing verður í kvöld kl. 7% á íþróttavellinum í knatt- spyrnu fyrir 1. og 2. flokk. M.s. Dronning Alexandrine fór á neina takmörkun á smíði vissra ’ frá Kaupmannahöfn kh 10, á herskipategunda, þ. e. að þeir sunnudagsmorgun. ______________Þriðjudaginn 30. apríl 1935. Banðaríkjamenn hóta að taha Heuu-Founð- lanð og Bermuðaeyjar til öryggia sjer gegn loftárdsum. KAUPMANNAHÖFN í GÆR EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSIIÍS. Yfirforingi flughers Banda- ríkjamanna Andrews, skýrir svo frá: Nauðsynlegt er það fyrir Bandaríkin að undirbúa það, að geta fyrirvaralaust tekið yfirráðin yfir eyjum þeim, sem eru í nánd við Ameríkuströnd og nú lúta öðrum þjóðum, því annars geta menn átt von á, aS þaðan verði stjórnað flugárás- um á Bandaríkin, er konú Bandaríkjamönnum að óvör- um. í því sambandi nefnir her- foringinn m. a. New-Found- land, svo og Bermudaeyjar, er lúta franskri stjórn. Páll. Danir auka síldveiðar utan landhelgi. Ætla að selja íslandssild til Ameríku í vöruskiftum. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Ovesen útgerðarmaður, danskur, ætlar að gera út tvo síldarleiðangra til Islands í sumar, að því er blaðið ,,Poli- tiken‘f segir, og verða leið- angrar þessir stærri en í fyrra. Veiðin verður stunduð utan landhelgislínu. Útgerðarfjelag annað, sem eigi er enn getið hvað er, ætl- ar og að gera út síldveiðaleið- angur til íslands. Ætlar fjelag þetta að gera kryddsíld, og selja hana til Ameríku, og fá fyrir hana ávexti í vöruskift- um, er fjelagið selur í Dan- mörku. Ætlast fjelag þetta til, að verslun þessi nemi a. m. k. 100 þús. krónum. Páll. Samningaviðræðurnar við Dani um gagnkvæm viðskifti. Tilkynning frá ríkisstjórninni. Samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórnar Islands og Danmerkur hafa samninga- nefndir frá báðum löndum átt í samningum í Reykjavík um mánaðamótin febrúar—mars um nokkur atriði, er snerta verslunarsamband landanna. Samninganefndirnar urðu á- sáttar um, að vinna beri að því marki, að viðhalda 'versl- unahsambandinu milli íslands og Danmerkur til gagnkvæmra hagsmuna fyrir bæði lönd, og að til þess sje nauðsynlegt, að reynt sje að ná jafnvægi í við- skiftum landanna bæði um beinar og óbeinar greiðslur. Fyrir því hafa samninga- nefndirnar gert ýmsar tillög- ur til beggja ríkisstjórna og eru þær í aðalatriðum sem hjer segir: 1) Að vinna beri að því að auka í Danmörku sölu íslensks síldarlýsis og síldarmjöls, en síldarmjölinu munu báðir að- ilar leitast við að útvega mark- að fyrir hjá dönskum bænd- um. Ennfremur að vinna að sölu kryddsíldar, og er lagt til^ að íslenskir og danskir síld arframleiðendur greiði sama toll. 2) Að vinna að því, að halda áfram verslun á íslandi með þær vörur, sem framleiddar eru í Danmörku og hingað til hafa aðallega verið keyptar þaðan, að svo miklu leyti sem það er samrýmanlegt skuld- bindingum íslands gagnvart öðrum ríkjum. Ennfremur varð samkomulag um ýms atriði, er varða versl- un Dana með íslenskan salt- fisk, og um aðstöðu danskra fiskiskipa í íslenskri landhelgi og á höfnum inni, sjerstaklega um greiðslu útflutningsgjalds. Ríkisstjórnir Islands og Dan merkur hafa samþykt það, sem nefndirnar hafa komið sjer saman um og lagt til. (F.B. 29. apríl.) Atvinnuleysisskráning. Skrán- ing atvinnulausra fer fram í Góð- templarahúsinu dagana 2., 3. og 4. maí næstkomandi, frá kl. 10 árd. til 8 að kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.