Morgunblaðið - 17.09.1929, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1929, Blaðsíða 4
4 M O R G U N B 1 > Príor vindlar margar tegnndir iyrirliggjandi. Heildv. Garðars Gislasonar. Buglysingadagbók viðsufa Begoniur o. fl. í pottum, ýms af- skorin blóm, selt í Hellusundi 6, sími 230. Sent heim. Ljósmyndastofa mín er flutt í Lækjargötu 2 (áður Mensa). Opin virka daga 10—12 og 1—4. Helgi- daga 1—4. Sími 1980. Tek myndir á öðrum tímum eftir samkomulagi. SigurSur Guðmundsson. < Vinna. > Innheimtumaður duglegur og ábyggilegur óskar eftir atvinnu. — Uppl. gefur C. Proppé, Sími 385. Hljóðfæraviðgerðir. — Stemmi Orgel og Piano með pijög fallegum hljómblæ. Hvergi eins vel gert. Hljóðfærin sanna það best sjálf. Njarðargötu 35. V. B. Mýrdal. Sápuhylki .. Tannburstahylki Tannburstaglös Svampahylki úr Celluloid. Best og ódýrast í ÚTBORGANIR fyrir Hressingarhæiið verða eitirleiðis á þriðjndðgnm í nýjn hási við Garðastræti, 1. hæð. Fyrirliggjandi: HESSIAN 8/72" — 7/72" 6/72" L. Andersen. . Austurstræti 7. Sími 642. dags, en um kvöldið var farið í „Operuna“. í gærkvöldi var sýning í stóru og skemtilegu samkomuliúsi, sem heitir Sagebiell. Hafði borgar- stjórn keypt sýninguna, bauð þang að ýmsum opinberum starfsmönn- um og seldi auk þess þeim, er hafa vildu. Mátti svo kalla, að liinn mikli salur væri alveg fullur. Sýningin tókst með besta móti, enda var glímupallurinn hjer ó- líkur þeim í Neumiinster og Kiel. Alls stóð sýningin í 2% klukku- stund og tóku kunnugir til þess og töldu merkilegan fyrirburð, að enginn skyldi fara fyr en sýningu var lokið. Mætti nokkuð af þessu marka, hvernig mönnum hefir likað, enda kvað við sama tón jjjá öllum, sem við höfðum tal af, að þeim hefði þótt sýningin afbragðsgóð. Sama sögðu landar, sem þarna voru, eft- ir þeim, sem þeir þektu. (Já, því þarna voru milli 10 og 20 landar, sem eiga heima hjer í borg). A lófataki áhorfenda mátti og glögt heyra, hvernig þeim likaði, því að það var stundum eins og dynjandi þruma og jókst altaf og mest að lokum. Er þetta stórsigur fyrir ís- lendinga og íslensku glímuna, því að hjer er fólk skemtanavant, og lætur ekki bjóða sjer alt, en dáist heldur ekki að öðru en því, sem því þykir gott. Nú erum við á förum til Lii- ioeck. Á. Ó. Fallegar frá 7,50. BrauRS-lferslun. Dagbók. Matthías Þórðarson sat fund safnavarða í Danmörku. Komu þar saman safnaverðir af Norðurlönd- um. Yoru fyrirlestrar haldnir á fundi þessum, rætt um mál er snerta varðveislu fornminja o. fl. Dr. Jón Helgason hefir nú byrjað kenslu við Hafnarháskóla. Er hann hjelt fyrsta fyrirlestur sinn, mint- ist hann fyrirrennara síns Valtýs Guðmnndssonar prófessors . 80 ára verður í dag frú Sig- ríðnr Jónsdóttir, Ljósvallagötu 32; er hún móðir Jónatans Þorsteins- sonar, kaupmanns. Mr. A. J. Pearson sendiherra Bandaríkjanna í Finnlandi, var meðal farþega á Dr. Alexandrine í gær frá Kaupmannahöfn. í gær fóru unglingar þeir, er bera Morgunblaðið til kaupenda í bænum, í skemtiferð austur yfir fjall. Var farið austur að Sogi og niður að Eyrarbakka, eu síðan lieim. Veður var ekki gott, en öllum þótti skemtun góð að aka í bílunum, og var sungið dátt alla leiðina. Nýir kaupendnr að Morgunblað- inu fá blaðið ókeypis til mánaða- móta. Úrslitaleikurinn milli Vals og K. R. hefst í dag kl. 5%. Þessi fjelög hafa bæði unnið öll hin fje- lögin og er nú eftir að vita hvort þeirra sigrar í kvöld. Þessar flokk- ar K. R. og Vals hafa árum saman þreytt úrslitaleiki á kappmótun- um og þótt Valur hafi undanfarið borið sigur úr býtum, búast marg- ir við að sigurinn verði þeim tor- sóttur i kvöld. Valur vinnur verð- launagripinn til eignar, vinni liann þennan leik. Dronning Alexandrine kom í gærmorgun frá Kaupmannahöfn. Meðal farþega voru Halldór Han- sen læknir, dr. Helgi Pjeturss, Helgi H. Eiríksson skólastjóri og frú, Pálmi Hannesson kennari og frú, Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður, Halldór Sigurðsson úrsmiður, Þorvaldur Pálsson lækn- ir o. fl. — Skipið fer í kvöld kl. 6 til norðurlands. Botnía kom í gærmorgun frá Leith, með um 15 útlenda fai'þega. Jón Þorláksson alþingismaður kom í gær með Dronning Alexand- rine frá Kaupmannahöfn. Ráðgjafarnefndarmennimir eru nú komnir frá Kaupmannahöfn, nema Jónas Jónsson. Komu. þeir Einar Arnórsson og Jón Baldvins- son með Gullfossi á sunnudaginn, en Jóhannes Jóhannesson með Dr. Alexandrine í gær. Enskur miðill, Mr. Vout Peters, er nýkominn til bæjarins til að halda samkomur með Sálarrann- sóknafjelaginu. Verður fyrsta sam- koma hans haldin í kvöld. Þar mun Mr. Peters Iýsa skýgnifyrirburð- um. Það skal tekið fram, að sam- koma þessi er eingöngu fyrir fje- lagsmenn, og verða þeir að sýna skírteini sín við innganginn. Hjálpræðisherinn auglýsir hjer í blaðinu í dag hina árlegu upp- skeruhátíð sína, sem haldin er til ágóða fyrir liina andlegu starfsemi Hersins hjer í bænum. Þar fer fram söngnr og hljóðfærasláttur, Einnig verður þar lilutavelta, sem þó er frábrugðin þeim hlutaveltum sem vjer eigum að venjast hjer, í því að þar eru engin núll, en allir fá einhvern hlut út á miðana sem þeir drag'a. í sambandi við há- tíðina eru seldir happdrættismiðar er gilda jafnframt sem aðgöngu- miðar að hátíðinni, öll kvöldin, og eru þeir seldir út um bæinn þessa oagana. Hjálpræðisherinn væntir þátttöku bæjarbúa og stuðning við þetta tækifæri, sem önnur, með því að menn kaupi happdrættismiðana og sæki hátíðina. Hjeraðsfundur Kjalamesspró- fastsdæmis verður haldinn í dag í Hafnarfirði og hefst kl. 1 í húsi K. F. U. M. Guðsþjónusta verður haldin í Háfnarfjarðarkirkju kl. 5 og prjedíkar sjera Brynjólfur Magnússon, en kl. 8V2 heldur síra Friðrik Hallgrímsson fyrirlestnr í lrirkjunni. Kvæðamannaf jelagið „Iðunn‘ ‘. Eins og auglýst hafði verið hjer í blaðinu, komu nokkrir menn sám- an á sunnudaginn var til þess að stofna kvæðamannafjelag. Urðu stofnendur um 40, og var fjelagið skírt „Iðunn“. í stjórn voru kosn- ir: Kjartan Ólafsson múrsmiður, formaður, og meðstjórnendur Björn Friðriksson og Jósep Hún- f jörð. Eyjólfur Jónsson bankastjóri á Seyðisfirði sendi bankastjóm ís- landsbanka lausnarbeiðni þann 24. ágúst síðastliðinn. Gullfoss koni frá útlöndum á sunnudaginn. Meðal farþega voru: Þorbergur Þórðárson rith., Harald- HJÁLPRÆÐISHERINN: Þakkar- og uppskeruhátíð. miðvikudaginn 18., fimtudaginn 19. og föstudaginn 20. september hvert klvöld klukkan 8. Hlutavelta;: Mikið af eigulegum munum. Engin núll. — Dratt- urinn 50 aura. Happdrætti: Rafmagnslampi, Veggklukka, Mynd römmnð). Körfustóll. Veitingar: Lagkaka og límonaði. Söngur °S hljóðfærasláttur. Happdrættismiðarnir kosta eina krónu og veitá ókeypis aðgang að hátíðinni öll kvöldin. ■f.-rrr.Yi’r, - Ú.t b o ð. Tilboð, óskast í að flytja mjólk úr Miðneshreppi til Reykja' víkur frá 1. október þessa árs, til jafnlengdar 1930. Skrifleg tilboð sendist til Júlíusar Eiríkssonar, Miðkoti á Miðnesi fyrir 25. þess® mánaðar. Rjettur er áskilinn til að taka hverju tilboðinu sem sýnist. Miðneshreppi, 14. september J929. N E F N D I N. Best að auglýsa í Morgunbl. ur Árnason stórkaupm., Sigurjón JónSson verslstj. og frú Gísli Jóns- son vjelaumsjónarm., Níels Dungal læknir, Ásgeir Sigurðsson ræðis- j maður og frú, Viggó Björnsson og Gunnar Andrew leikfimiskennari. fFalley nppskera. Lesendur Morgunblaðsins hafa vafalaust veitt því eftirtekt, að blaðið hefir undanfarið flutt fregnir af fallegum kartöflum, sem komið hafa upp úr görðum hjer í nágrenninu. Sjálfsagt á hin mikla veður- blíða í vor og sumar mikinn þátt í því, að uppskeran verður nú með lang besta móti. En hitt má þó ekki gleymast, að aukin þekk- ing á sviði kartöfluræktarinnar á drýgstan þátt í framförunum. Góð uppskera fæst aldrei úy illa hirtum garði* Guðjón Júnsson, Lundi í Vík í Mýrdal scndi Mbl. sýnishorn af kartöflum, sem hann tók úr einu trogi meðan verið var að taka upp úr garðinum. Segir hann í brjefi til blaðsins, að „svona sje uppskeran úr öllum garðin- um.“ Kartöflurnar eru 20 alls og vega 10 kg„ eða eitt pund að jafn- aði hver kartafla, Sú þyngsta er 710 grömm. Morgunblaðið hefir sýnt Ragn- ari Ásgeirssyni garðyrkjumanni kartöflurnar úr garði Guðjóns í Lundi. Segir hann að þetta sjeu Eyvindarkartöflur (Kerrs Pink). Skara þær fram úr fyrir hvað þær eru fljótþroska, og fyrir að þær þola mun betur kartöflu- sýki en flest önnur afbrigði. — Eyvindarkartöflur eru mjög út- breiddar hjer á landi, einkum á Suðurlandi, og geta þeir, sem þær rækta, notað þær þrem vik- um eða jafnvel mánuði áður en aðrar kartöflur. Guðjón í Lundi var meðal þeirra fyrstu hjer á landi, sem tók að nota þetta afbrigði. Hann er mesta snyrtimenni í sínum garðyrkjustörfum, sem sjer- hverju öðru, er hann leggur hönd á. Ný sending af Harlmanna- fötum tekin upp í dag. Vöruhnsið „N I N O N“ Austurstræti 12. Nýtísku samkvæmiskjólar ur Taft-Crépe de Chine. Moiré-CrépJ Georgotte, afar fallegir J” saumsblúndum og blómum. (Model-kjólar) frá 100 kr. Ljómandi fallegir ballkjólar fýr' ir ungar stúlkur (allra nýjastð snið) frá 62 kr. Velkomið að líta á! „n 1 n 0/; Opið 2-" íslensk E|B6 KLEIN. Baldursgötu 14 sfmi 73 Smœlki. Fanginn: Hana, þar mist’ \', hattinn. Má jeg skreppa og’ hann ? j • 1 íiS vef0 Lögregluþjónninn: Nei, Pau « . • ^ ð'*'' ur bara til þess, að þú stiní?11’’ Bíddu hjerna heldur meðau næ í hattinn. jeí .Pjetur: Mamma, þa® el uiðri í mjólkurskjólunni. Mainma: . Þú hefir þá v veitt hana. Pjetur: Nei, mamma; j0° _ aði kettinum niður eftir hen» m {lS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.