Vísir - 16.06.1958, Page 4

Vísir - 16.06.1958, Page 4
4 vfsn Mánudaginn 16. júní 1953 WIS1I5. D A G tí L Á 6 Tí*lr fcemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eöa 12 blaðsíður. Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skriístofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltatjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 0,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. fl,00—18,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. ÞjóðhátíSin. íslendingar halda þjóðhátíð á morgun, 17. júní, eins og þeir hafa gert um langt skeið. Hvar sem íslendingurinn er staddur, hvort sem hann er einn sér eða með öðrum af sama bergi brotnum, minn- ist hann þessa mikla dags í sögu þjóðar sinnar. íslend- ingar halda hátíðina í tvennskonar tilefni, því að annars vegar minnast þeir og heiðra þann mann, sem margar liðnar kynslóðir fs- lendinga eiga meira upp að unna en öllum öðrum — og framtíðin allt — og hinsveg- ar minnanst þeir þess skrefs, sem íslenzka þjóðin sté fyr- ir 14 árum, þegar hún til- kynnti alheimi það, sem var þó raunar þegar orðin staðreynd, að þjóðin ætlaði að standa á eigin fótum framvegis, fara sínar eigin götur, vera sinnar eigin gæfu smiður og ekki spyrja aðra, hvernig hún ætti að haga málum sínum. Enginn er þess umkominn að segja, hvar íslenzka þjóðin væri á vegi stödd á þessum degi, ef hún hefði ekki notið óbilandi forustu og hand- leiðslu Jóns Sigurðssonar um árabil, þegar lagður var grundvöllurinn að frjálsu og fullvalda íslandi á öldinni sem leið, þegar hann benti 1 á leiðina, sem þjóðin yrði og þyrfti að fara til að geta notið þeirrar hamingju að vera ekki undir aðra gefin. En það er víst, að íslendingar væru ekki orðnir frjálsir menn — að svo miklu leyti sem hægt er að vera frjáls í þessum heimi — ef Jón Sigurðsson hefði ekki getað sameinað þá, og þeir staðið jafnan saman á úrslita- stundu í sögu sinni og bar- áttu. Hvar væru íslending- ar staddir nú, ef þjóðin hafði ekki staðið sem órjúf- andi veggur árið 1944, þeg- ar sumir vildu þó telja hana á að hafast ekki að, því að ekki væri rétti tíminn tii að stíga hið mikla skref? Sagan sannar, að þjóðin verð- ur að standa saman, vera einhuga og samhent, þegar mikilvæg augnablik koma, ef vel á að fara. Ef hún er sjálfri sér sundurþykk, get- ur aldrei farið vel og þeir atburðir, sem gerðust hér á landi fyrir um það bil sjö öldum, eru bezta sönnunin fyrir því, hver örlög sá hlýtur, sem berst innbyrðis, þegar hættur steðja að utan frá. Og þetta sannast einnig á sögu annarra þjóða, augnablik sundurlyndis eru jafnan augnablik ósigurs, því áð alltaf eru einhverjir til, sem vilja hagnýta sér veikleika sundraðrar þjóðar. Þessa er oss íslendingum hollt að minnast um þessar mund- ir. Þegar við ætlum að hrinda í framkvæmd því mikilvæga hagsmunamáli, sem fólgið er í stækkun fiskveiðitakmarkananna. — Einhugur og samheldni þjóð- arinnar er skilyrði fyrir því að markinu verði náð, þeim árásum hrundið, sem við megum gera ráð fyrir, ef eitthvað er að marka um- mæli þeirra þjóða, sem hafa ætlað okkur að telja sig til vina. Við skulum vera við baráttu búnir, því að ekki sakar viðbúnaðurinn, þótt svo geti vel farið, að hinn góði málstaður sigri án veru- legrar baráttu. Það skulum við hafa hugfast — á morg- un frekar en aðra daga. Heimsókn blaðamanna. Síðan ísland komst í þjóðbraut eftir heimsstyrjöldina, hefir marga góða gesti borið hér að garði til langrar eða skammrar dvalar. Meðal þeirra hafa verið margir blaðamenn af ýmsu þjóðerni, sem hafa haldið til þessarar litlu eyjar á ,,mörkum hins byggilega heims“, því að þá hefir fýst að fræðast um þessa litlu þjóð, er hefir byggt eyju þessa og á sér nokkuð sérkennilega sögu, þegar á allt er litið. Þessa dagana eru staddir hér fleiri blaðamenn og blaða- útgefendur en nokkru sinni hafa komið til landsins í ein- um hóp, og þeir eru aufúsu- gestir, af því að þeir eru af norrænu bergi brotnir. Þeir koma hér til fundar við starfsbræður sína íslenzka, og ræða vandamál stéttar sinnar nokkra daga, en lit- ast svo um í landinu. Það er von allra, að þeir eigi hér skemmtilega vist, og að þeir fari héðan skilningsríkari og fróðari um þjóðina en þeir komu. Þá hefir för þeirra ekki verið farin til einskis, og væntanlega líta þeir það atriði sömu augum og ís- lendingar. ORÐSENDING frá Coca-Cola verksmiéjunni Vegna þess að verksmiðjan getur nú ekki fullnægt nema að nokkru leyti eítirspurn um Coca-Cola, verður afgreitt í verksmiðjunni fyrst um sinn aðeins kl. 1—3 eftir hádegi. Hmsvegar mun verksmiðjan halda uppi reglubundinni útsendingu til viðskipta- vina svo að afgreiðslan ganga jafnt yfir. Vegna erfiS- leika á innflutnmgi umbúSa, getur verksmiSjan fyrst um sinn aðeins afgreitt gegn því, að tómum umbúðum (flcskum og kössum) sé skilað á móti. Coca-Cola verksmiðjan • Ví' • • »••» REN0LD ÁSTENGI [kúpplingar] PIPUR Þýzkar filterpípur Spánskar Clipper - pspur HREYFILSBÚÐIN, Kalkofnsvegi Síldin- Frh. af 1. síðu. Meðan svona viðrar, er ekki síldarvon. ísinn er enn á reki við Horn. Á Siglufirði er öllum undirbúningi lokið og nú er ekk ert að gera nema bara bíða eftir að síldin komi, sagði Kristófer. Um 130 skip hafa sótt um leyfi til síldveða fyrir norðan í sumar en þeim mun væntan- lega fjölga þegar síldin fer að veiðast. . Hallgrímur Lúðviksson lögg. skjalaþýðandi í ensku og þýzku. — Sími 10164. Jóhan Röoning h.f. Raflagnir og viðgerðir é öllum heimilistækjum. — Fljót og vönduð vinna Fljót og vönduð vinna Simi 14320. Jóhan Rönning h.f. Af sérstökum ástæðum er fimm tonna Mercedes Benz vörubifreið til sölu. Keyður 49 þús. km., vel með farinn. — Uppl. í síma 32747. Hús með vatnsklæðningu til sölu, 30 m2 að stærð. (Brá- vallagötu 38). Tilvalið sem sumarhús eða bílskúr. Til- boð sendist Dagbl. Vísi merkt: „Sumarhús — 164.“ Kristinn 0. Guðmundsson hdl. Málflutningur — Innheimta — Samningsgerð Hafnarstræti 16. — Sími 13190. SUMARBLÓM stjúpur og bellisar trjáplöntur og runnar Opið í kvölcl. ASTENGI MEÐ GÚMMÍKRDSS FYRIR SMÁMGTGRA ÁSTENGI MEÐ STRIGA— GUMMI TENGIDISK FYRIR ALLT AÐ 5GO HESTÖFL Grkðrastöð við Miklatorg. Sími 19775. rJi&'JiK'sJíh&ifr/ii&'Ji Keðju-Astengi MEÐ PLA5T EÐA ALUMINIUM HLÍF. FYRIR ALLT AÐ 1 □□□ HE5TDFL Veitum tæknilega aðstoð við val á ástengjum til hvers konar nota. Aðalumboð fyrir: CCenoíd (dhainá oCtd. MANCHESTER - ENGLAND Fálkinn h.f. VÉLADEILD SÍMI: 1.B6.7G REYKJAVÍK

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.