Alþýðublaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 8 TJABNABBSÓ 8 Seldur á ieigu (Out of This World). BráSskemmtileg söngva- og gamanmynd. Eddie Bracken. Veronica Lake. Diana Lynn. Cass Daley. og rödd Bing Crosbys. Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. 88 BÆJAilBSÖ HafnarfirSi (Swing Fever) Bráðfjörug dans- og söngvamynd. Aðalhlutverk: Kay Kyser Marilyn Maxwell William Gargan Lena Horne Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sími 9184. sti sníðaskóli í kven- og barnafatnaði (teikningar Dagmar Mikkelsen Kaupmanna- höfn). Einnig kenndar tízkuteikningar og kjóla skreytingar. Sími 2460 milli kl. 1—4. Herdís Maja Brynjólfs, Laugavegi 68. „Þú ert Jinný,“ sagði hann, „og ég hef ekki séð þig síðan þú varst sex ára.“ Hún hafði. einsett sér að standa fast á máli sínu, verja málstað Hals gegnum þykkt og þunnt, tala um allt sem gerzt hefði, ásaka Iienry um vanrækslu, ræktarleysi, misk- unnarleysi, ef þún þyrfti á að halda, en um leið og hann sagði þetta, rann henni reiðin, og hún sá að hann var feim- inn og vandræðalegur eins og hún sjálf, og auk þess var hann bersýnilega einmana." ,,Já,“ sagði hún. ,,Ég er Jinný, og þetta er John-Henry.“ Drengurinn rétti fram höndina eins og honum hafði verið sagt og leit svo til dyra eins og hann vildi fara. „Viljið þið ekki fá ykkur sæti?“ sagði Henry og benti á stól, og Jinný hélt drengnum upp að sér og bað hann að vera stilltan. Um stund sagði Henry ekki neitt. Hann leit af drengn- um í arineldinn. „Hvað ætlar þú nú að gera?“ sagði hann. ,,Ég ætla að halda áfram að búa í Doonhaven hjá pabba og mömmu á prestsetrinu,“ sagði hún, „þangað ti.1 John- Henry barf að fara að ganga í skóla. Þá veit ég ekki hvað ég geri. Það er ekki hægt að afráða það nú.“ „Sennilega," sagði Henry, „vill Tom að hann verði prestur?“ „Ekki held ég það,“ sagði Jinný. „Einu sinni þegar ég var að tala um framtíðina, sagði hann, að það væri ágætt fyrir John-Henry að ganga í sjóliðið. En það er nógur tím- inn að ákveða það.“ Það varð stundar þögn. ,,Og Hal?“ sagði faðir hans. „Óskaði hann að drengur- inn yrði eitthvað sérstakt?“ - Jinný hélt um hönd drengsins, en hann var að fitla vi.ð ermalíninguna. ,,Nei,“ sagði hún blíðlega. „Hal hafði ekki áhuga á menntun eða trúarbrögðum. Hann vonaði aðei.ns að — að John-Henry fengi einhvern tíma að eiga heima á Clonmere.” Iienry reis á fætur og stóð með hendur fyrir aftan bak og horfði á Jinný og sonarson sinn. „Ég vildi selja eignina,“- sagði hann, „fyrir mörgum árum. Hal hefur sennilega sagt þér frá því. Ég vi.1 ennþá selja hana, en eins og þú veizt, þá er Clonmere ættarjörð. Þegar ég dey og þessi drengur verður tuttugu og eins árs, þá getur hann gert bað sem honum sýnist. Hann getur rof- ið erfðasamninginn ef hann vi,ll.“ „Já,“ sagði Jinný. Henry gekk hægt fram og aftur um herbergið. „Það er manni byrði að eiga eignir nú á dögum,“ sagði hann. „Þær eru ekki eins verðmætar og áður var. Bráðum lifum við líka aldamót, og allt breytist óðum. Þetta land breytist ef ti.l vill seinna en önnur lönd, um það get ég ekki dæmt. Ég hef lifað nógu lengi til þess, að mér stendur al- veg á sama.“ Hann talaði án nokkurrar beiskju, en rödd hans var dapurleg, eins og minningar fortíðarinnar hefðu skotið upp kollinum um leið og hann leit æskustöðvar sínar. 8, NÝJA Blð 8 Hetja í heljarklém („Captain Eddie“) Atburðarík stórmynd um ævi flughetjunnar og kappaksturskappans Ed- ward Rickenbacker. Aðalhlutverk: Fred MacMurry, Lynn Bari, Thomas Mitchell, Lloyd Nolan. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Sunnudagur, 13. okt 1946. QAi¥lLA Hafnfirðingar! Hafnfirðingar! HABMONIKUSNILLINGARNIR L¥ái Og Stryggsso í Bæjarbíó mánudagskvöld klukkan 9 síðdegis. . , ■ Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 á mánudaginn í Bæjarbíó. (Waterloo Bridge) Hin tilkomumikla mynd með Vivien Leigh Robert Taylor Sýning kl. 3, 5, 7, 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. h. Næstu daga hefur göngu sína nýtt tímarit, sem nefn- ist ,,FLUG“. Tilgangur þess er að kynna almenningi flugmál og önnur þau mál, er flugið snerta. „FLUG“ er 32 síður að stærð auk tvílitrar kápu. .Af efni þessa 1. tbl. má nefna: Tíu ár. Eftir Agnar Kofoed-Hansen, form. Svif- flugfélags íslands. Allt landið æfingavöllur. Eftir Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. Hvað er Picao? Eftir Sigfús Guðmundsson, framkv.stj. Reykjavíkur-flugvallar. Flugveðurþjónustan við N.-Atlantshaf. Eftir frú Teresíu Guðmundsson veðurstofustj. Rafeindatækni og flug. Eftir Sverri Norland. Flugmodelsíða. Innlendar og erlendar fréttir, o. m. fl. í ritinu eru margar fallegar myndir. Kaupið ,,FLUG“ strax og það kemur út, því að upplagið er mjög lítið. FLUGÚTGÁFAN. já Srjóinámi tejarins wi Eiliðaámg verður frá og með 14. þ. m. sem hér segir: Salli ................ kr. 5,40 pr. hektl. Mulningur I ...... kr. 6,10 pr. hektl. Mulningur II kr. 5,50 pr. 'hektl. Mulningur I-j-II ..... kr. 6,00 pr. hektl. Mulningur III ........ kr. 4,50 pr. hektl. Nokkur frakkastatif óskast til kaups. ;• /, Leikfélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.