Tíminn - 08.06.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1958, Blaðsíða 8
YeVrlS i dag: Austan kaldi dálítil rigning sunnan til. Leikflokkur Þjóðleikhússins, sem ferðast um landið. Reknetabátar mæla mikla síld, sem stendur djúpt og afli því misjafn Leikflokkur ÞióSleikhússins, sem feröast um norSur-, austurland og vestfirSi meS leikritiS „Horft af brúnni" lagSi af staS á fösudagsmorgun. Á myndini eru þessir leikarar og starfsmenn viS sýninguna: Aftari röS, Flosi Ólafsson, Ólafur Jónsson, Jón ASils, Kristbjörg Kjeld, Róbert Arnfinnsson, Regina ÞórSradóttir, Haraldur Björnsson, Helgi Skúlason, Bragi Jónsson. Fremri röS Þórarinn GuSmundsson, GuSni Bjarnason, Lárus Pálsson, leikstjóri, Kristinn Daníelsson, SigurSur Eggertsson, Klemenz Jónsson, Gísli Árnason. Frá aíalfundi Kaupfélags Eyfir'Singa: Heildarvörusala félagsins jókst um 20 milljónir króna síðastliðið ár Félagií greiddi sííJast liíiíf ár 27 milljónir kr 1|L í vinnulaun. — Þórarinn Eldjárn lætur af for- M mannsstörfum eftir 20 ára starf í stjórn fél. iRpTí Kaupfélag Eyfirðinga hélt aðalfund sinn á þriðjudaginn og miðvikudaginn í Nýja bíói á Akureyri. Fundurinn var jj|fi|Kg^\ . * mmji ágætlega sóttur þegar í upphafi, en fulltrúarétt á aðalfund- ÆmiÁ. inum höfðu 181 úr 24 félagsdeildum. Fonnaður félags- Æk stjórnar, Þórarinn Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal setti fund- HHW’‘lÆ£!Z ÆvP£T~ * inn og bauð gesti velkomna með stuttri ræðu. Við það tæki- færi minntist hann Hauks heitms Snorrasonar ritstjóra og vottuðu fundarmenn honum virðingu sína og þakklæti fyrir störf hans í þágu samvinnustefnimnar. í Kaupfélagi Eyfirðinga eru nú 5112 félagsmenn í 24 félags<Jeild- um. Kaupfélagig Starfrækir um 30 verzlunar- og iðndeildir á Akur- e'yri auk nýlenduvörudeildar og mjólkursamlags, auk þess eigin lilutafélög og önnur að hluta og verksmiðjurnar Kaffibrennslu Ak- ureyrar, kaffibætisgerðina Freyju og sápuverksmiðjuna Sjöfn rekur félagið í félagi við Samband ísl. samvinnufélaga. Kaupfélagið hef- ir ennfremur útibú í Dalvik, Hrís- ey, Grenivík, Grímsey og Hauga- nesi. Síldarafli reknetabáta við Faxaflóa og fyrir sunnan Keykja- nes hefir verið ákaflega misjafn að undanförnu og raunar alla tíð síðan reknetaveiðar liófust í vor. Þannig fengu Akranesbátar sama og engan afla í fyrrinótt, eða mest 15 tunnur, enda þótt mikil síld mældist á dýptarmæla á þeim slóðum, cr þeir létu reka. Hefir svo verið í allt vor. Stund um hafa bátar fengið ágætan afla, cða um og yfir 100 tunnur úr lögn, en næstu nótt sama og engan afla á sömu slóðum, þrátt fyrir mikla síld á dýptarmæluni. Hafa bátarnir reynt fyrir sér á ýmsum slóðum og Akranesbátar til dæmis stundað veiðar bæði vestur í Jökuldjúpi og suður í Grindavíkursjó. Alls staðar er svipaða siigu að segja af afla- brögðum. Sjómeiui telja, að ínikil síld sé á íniðununi, en liún standi oftast of djúpt fyrir reknetin og því ekki liægt að veiða liana. Stærri bátar við Faxaflóa bú- ast nú flestii- til síldveiða fyrir norðan og eni margir liættir rek- netaveiðum. 27 milljónir í vinnulaun. Fastráðið starfsfólk KEA er 384, en vinnulaun fyrir síðastliðið ár hefir það greitf fastráðnu starfs- fólki, verkamönnum og öðru lausa fólki samtals kr. 27.203.286.67. Fundarstjórar á aðalfundinum voru Ármann Dalmannsson og Ketill Guðjónsson og fundarritar- ar þeir Björn Jónsson, Ölduhrygg, og Stefán Árnason, Dunhaga. Skýrsla fonnanns. Þórarinn Eldjárn, formaður fé- lagsstjórnar, flutti að settum fundi skýrslu stjórnarinnar. í henni eru ■meðal annars eftirtalin atriði: Grímseyjarhreppi var veitt. 60 þús. kr. lán {il hafnarbóta, sam- þykkt að taka þátt í byggingu verkamannaskf’lis við höfnina, opn uð ný kjörbúð, fluttar vélar kjöt- beinaverksmiðjunnar og aukinn vélakostur hennar, lokið niðursetn ingu á viðbótarvélasamstæðu í nýja vélahúsinu í hraðfrystihúsi ■félagsins á Oddeyri og hafin við- bótarbygging frystihússins og frystigeymslu við frj’stihúsið í Grenivík, hafin bvgging við Skipa smiðastöðina, lokið byggingu smur og benzínstöðvar við bifreiðaverk- stæðið Þórshamar, verksmiðjuhús byggt fyrir kaffibætisgerð og kaffi brennslu; hafin bygging verzlunar- hús í Grímsey. Fyrirhugað er, ef fjárfestingar- leyfi fást, að lialda áfram bygg- ingu við frystihúsið, byggja við- bótarbyggmgu við verkstæðið Odda, ljúka við byggingu skipa- smíðastöðvarinnar, hefja fram- leiðslu á málningarvörum í sápu- verksmiðjunni Sjöfn, og auk.þess eru ráðgerðar minni háttar breyt- ingar á ýmsum deildum fyrirtæk- isins. Vörusala nær 240 milljónir. Jakob Frímannssón framkvæmda stjóri flutti ýtarlegt yfirlit um rekstur og hag féiagsins á liðnu ári. Öll vörusala á síðastliðnu ári varð nær 240 milljónum króna. Þar cr innifalin sala afurða og verksmiðjuvara ýmissa annarra starfsgreina og deilda félagsins. Hefir þessi sala aukizt um 20 mill-. jónir króna á árinu. Innstæða ágóðareiknings til ráð- síöfunar fyrir aðalfundinn natíi 1.142.000. Samþykkti aðalfundur- inn, að af umsetningu ágóðareikn- ings í árslok 1957 skyldi úthluta og leggja í stofnsjóð félagsmanna þrjá hundraðshluta af ágóðaskyldri vöruúttekt. Samþykkt var einnig, að ■endurgreiða skyldi og leggja í ÞÖRARINN ELDJÁRN reikninga félagsmanna 6 prósent af úttekt þeirra í iyfjabúðinni Stjörnuapóteki. Aukning sameignarsjóða nam um 800 þús. krónum, en aukning stofnsjóða um 2.5 millj. kr. í skýrslu sinni gerði fram- kvæmdastjórinn grein fyrir hag og rekstri hverrar einstakrar deild- ar kaupfélagsins. Fasteignir og vélar félagsins höfðu verið afskrif- aðar samkvæmt venju. Sala flestra verzlunrdeilda hafði aukizt nokk- uð, og sýndu flestar þeirra sæmi- lega verzlunarafkomu þrátt fyrir takmarkaða, lögboðna álagningu. Á aðalfundinum urðu margvís- legar og skemmtiiegar umræður. Gerðu félagsmenn óspart fyrir- spurnir, en framkvæmdastjóri svaraði. Þórarinn Eldjárn lætur af for- mannsstarfi. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga skipa nú Bernharð Stefánsson, Brynjólfur Sveinsson, Björn Jó- hannsson, Eiðiu- Gúðmundsson og Jón Jónsson, Böggvisstöðum. Sá síðastnefndi var kjörinn í stjórn-j ina í stað Þórarins Eldjárns, sem nú lætui' af forinannsstörfum í fé- laginu. — FramkVæmdastjóri fé- j lagsins er Jakob Frímannsson. Áð- ur en ganga skyldi til stjórnar-í (Framhald af 12. síðu). Aðstoð við erlend ríki nemi 3700 millj. dollara Washington, 7. júní. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefir samþykkt frúmvarp Eisenhowers forseta um aðstoð við erlend ríki og skuli sú upphæð nema 3.700 milljónum dollara. Samþykkt öldungadeildar innar var um 100 milljón dollara lægri upphæð og hefir nú sam- eiginleg nefnd þingdeilda málið til meðferðar. Marokko og Túnis ræða sameiginlegar aðgerðir Lundúnum, 7. júní. — Marokko liefir sent fulltrúa til Túnis og hyggjast þessi ríki samræma sjón armið sín varðandi afstöðuna til Frakka. Einkum kemur hér til greina krafan um brottför allra franskra hermanna frá ilíkjum þessum. Er talið, að Túnis og Mar okko muni gera það að ófrávíkj anlegri kröfu að allir franskir hermenn fari brott og herstöðvar ve’rði lagðai' niður. Ölóður maður grýtir vegfarendur Sá atburður gerðist um s. 1. helgi, að er fólk frá Akureyri var á leið í bifreiðum á skemmtun að félagshekmilinu Freyvangi í Öngul staðarhreppi, að fyrir varð á veg inum maður, er stóð þar með stein hnullunga í höndum. Stóð hann á miðjum veginum og gerði sig lík legan til að grjúa farartækin og fólkið, er í þeim var. Tókst stjórn anda fyrstu bifreiðarinnar að kcma manni þessum út af veginum eft.ii* nokkurt þref, og ók síðan framhjá honum. Kastaði þá pilt urinn steini á eftir honum, möl- braut afturrúðu hílsins, og hafn aði steinninn frammi í hjá öku manninum. Enginn meiddist í bíln um. Þessu næst hóf pilturinn sama leikinn við næsta ökimiann, stóð á miðjum vegi og gerðisi lík legur til árásar með grjótið að vopni. Sá ökumaður gerði sér lítið fyrir, vatt sér út og barði á- rásai’manninn niður og út af göt unni. Eifdaði svo drykkjuævintýrið á sjúkrahúsi, þvi maðurinn var nokkuð særður. Hefir honum verið gert að greiða Uni 4 þús. kr. fyrir skemmdir á bíllium, sem hann braut rúðuna í. Helga Yaltýsdóttir leikkona heiðruð Helgia Valtýsdóftir leikkona var heiðruð í fyrrakvöld að sýningar- lokum á Nótt yfir Napólí. Hlaut hún verðlaun úr minningarsjóði um Soffíu Guðlaugsdóttur leik- 'konu, on á föstudag hefði Soffía orðið sextíu ára. Þetta er fyrsta iskipti sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum, en æthmin er að veita þau árlega fyrir bezta leik ársins. Helga Valtýsdóttir hefir í vetur vakið mesta athygli fyrir leik sinn í Glerdýrunum eftir Tennessee Williams og svo í Nótt yfir Napólí- Séra Jón Auðuns hafði orð fyrir Stjórn sjóðisins, minntist Soffíu heitinnar Guðlaugsdóttur og gerði grein fyrir tilgangi sjóðsins. Þá tók til máls Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri og afhenti hann Helgu verðlaunin. Eru þau lítil myndastytta af Skálholtssveini. Einnig talaði Jón Sigurhjörnsson, formaður Leikfélags Reykjavikur, og að lokum var Helga innilega liyllt laf leikhúsgestum.. Frá fulllrúaþingi barnakennara: Samþykkt að koma upp fræðslu- miðlun fyrir starfandi kennara Fundir á fulltrúaþingi íslenzkra barnakennara héldu áfram í gær. Dr. Matthías Jónasson flutti erindi uinf liandbók kenn- ara og hvatti til að slík bók yrði samin sem fyrst. Kristján Gunnarsson fiutti ítarlegt framsöguerindi um menntun kerín- ara. Urðu um það nokkrar umræður, en málinu síðan vísað til nefndar. Þá flutti Qlafur Gunnarsson sál fræðingur erindi um starfsfræðslu í skólum. Stofnuð verði fræðsluiniðlun. iSamþykkt var tillag frá nefnd, sem starfað hefir milli þinga, að fela sambandsstjórninni að koma upp fræðsliúniðlun fyrir kennara. Fltítt'i dr> Blroddi Jóhannesson framsögu um máíið af hendi nefnd arinnar, en í henni voru auli hans', Jón Kristgeirsson og Þórður Kristjánsson. Með fræðslumiðlun er átt við, að komið vérði upp deild innan kennarasamtakanna, er stuðli að fræðslu starfandi kenanra og gefi þeim kost á að fylgjast sem bezt með þróun og nýjungum í uppeldis og kennslu málum hérlendis og crlendis. Fræðslumiðlunin beiti sér fyrir námskeiðum, fræðslu í ræðu og riti, sýningum og viiini að því a, komið verði upp við skóla safni fcímarita, handbóka og kennslu- bóka. Þinglausnir fara fram í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.