Tíminn - 08.06.1958, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.06.1958, Blaðsíða 1
Efni blaðsins: Bfatar Tfmans eru Rltitjórn og skrifstofur 1 83 00 ClaBamenn efttr kl. 19: 1«01 — 18302 — 18303 — 18304 42. árgangur. Reykjavík, sunniulaginn, 8. júní 1958. Rætt við Soffanías Þorkelsson, bls. 4. Skrifað og Skrafað, bls. 5. 124. blað. Norskur karlakór kemur hingað og syngur. Þróun í byggingarmálum NorSur- landa miðar að stærri íbúðum Rætt vií byggingasérfrætjinga, sem bér dvelja á norrænni rá'Sstefnu Undanfarin þrjú ár hefir starfaS á Norðurlöndum nefnd til að samræma byggingarákvæði í löndunum og gerðust Finn- ar og íslendingar aðilar að þessu samstarfi fyrir tveimur ár- uin. Nefndin hefir komið saman nokkrum sinnum til að ræða og samræma tillögur sérfræðinganefnda og stendur emn slíkur fundur yfir þessa dagana á íslandi undir forsæti Zóphón- íasar Pálssonar, skipulagsstjóra ríkisins. Hingað er værvtaifiegur einn af beitu karlakórum Noregs, Aalesunds Mandssangforening stofnaður 1883. Söng- menn eru 61, söngstjóri Edvin Solme, organisti, og einsöngvari er P. Schjell Jacobsen. Undirleikari verður F. Weisshappef. Kórinn kemur hingað til Reykjavíkur 14. þ. m. og heldur samsöng í Austurbæjarbíó mánudag- inn .15. júní. Hírm 18. júní fer kórinn svo til Akureyrar, sem er vinarbær Álasunds. BlaðiS Fishiiig News segir um sfækkun landheiginnar: „Veiði ísl. togara innan landhelgi ónýtir höfuðrök Islendinga í málinu Teíur, að afstaða Bandaríkjastjórnar geti orðið þung á metunum Blaðið Fishing News birtir 6. þ. m. grein um landhelgismál íslendinga. Segir þar, að íslendingar hafi gert höfuðrök sín um vern.(Jun fiskistofnsins að engu með því að leyfa íslenzk- um togurum að veiða innan 12 mílna markanna. Sag't er, að sendiherra Breta hafi rætt málið í Washington, enda geti áhrif Bandaríkjanna í þessu máli orðið þung á metunum. Fishing News birtir, 6. júní grein mn landhelgismál íslands og ferj efni hennar hér á eftir. Þegar er sú ætlun íslendinga! ag færa fiskveiðimörkin út í 12! mílur var opinberlega kunngerð með yfirlýsingu forsætisráðherra 1 íslands á mánudaginn, brugðu fiskiveiðiþjóðirnar við og tóku skýra afstöðu. Eigin hagsmunir ráða. Það, sem einkum olli viðbrögð- um þessara þjóða, var sú yfirlýs ing, að erlendum skipum yrðu meinaðar veiðar innan tólf mílna takmarka, en íslenzkir togarar og botnvörpuskip skyldu frjáls að veiðum milli fjögurra málna mark anna, sem nú éru, og væntanlegra 12 mílna marka. Þar er skoðun erlenðra manna, er með þessum málum fylgjast, ■aff þetf.'i hafi gert að engu þau höfuðrök íslendinga, að ætlun landsmanna væri að vernda fiski stofninn. Einnig sýni þetta at- riði, að æthui íslendinga sé að- eins eigingjörn hagnýting í and- stöðu við gilclandi alþjóðalög og rétt annarra. Auk hinnar opinberu yfirlýs- ingar brezkra utanríkisráðuneytis ins á miðvikudagskvöldið. komu einnig yfirlýsingar frá Frakk- landi, Niðurlöndum og Noregi, til andmæla einhliða úk-rörðun ís- lands. Var þar lýst yfir, að 12 mílpa fiskveiðilögsagan yrði ekki viðurkennd. Tekið var fram í yfir lýsingum þessum, að þessar þjóð- ir va<m reiðlulbúnap* að sernja við íslendinga og önnur ríki, sem hagsmuna ættu ag gæta, til að komast að viðunanlegri niðurstöðu varðandi fiskveiðimörkin og rétt til veiða á opnu hafi. Leita aðstoðar Bandaríkjanna. Þjóðverjar eru einnig andstæð ir þessum aðgerðum fslendinga. Tilkynnt var einnig frá YVasliing ton, að sendiherra Breta, Harolcl Caccia, befði rætt við Dulles ut anríkisráðherra. Áhrif Bandaríkjanna í þessu máli eru mikilvæg, vegna þess, að Bamlaríkjamenn láta íslend ingum í té verulega efnahagsað- stoð, hafa þar varnrher, og láta siig miklu varða lieildarstöðu Atlantshafshandalagsins. Utgerðarmenn í Bretlandi hafa að sjálfsögðu fylgst með þessum máium af áliuga og hala liaft stöðugt samband við stjórnarvöld in. Vélbyssur og sjóher. „Þegar yfirmaður islenzku land helgisgæzlunnar talar um að beita vélbyssum gegn íslenzkum skipum, eins og hann hefir gerl (Ef rétt hefir verið haft eftir honum), þá er það hin mesta ögrun, og getur þá ekki hjá þvi farið, að rikis- 1 stjórn hennar hátignar sendi nægi lega styrkan sjóher á íslandsmið til að vernda menn okkar við störf þeirra á opnu hafi, sem við telj um að þeir vinni ífullum rétti hæði lagaíega og siðferðilega,“ sagði Ian Class, formaður fclags fiskikaupmanna í Hull fyrir skemmstu, og tekur blaðið Fishing News þetta eftir honum. Er hér um að ræða merkilega og raunlhæfa samvinnu Norðurlanda- þjóðanna, sem getur átt eftir að skipta nokkru máli fyrir þá, sem ráðast í húsbyggingar í framtið inni. Blaðamenn áttu í gær fróð legan viðræðufund með nefndar- -rriönnum, þar sem þeir voru að störfum í húsakynnum Hæstarétt- ar. Samstarf þetta að samræmingu byggingarákvæða hófst fyrir til- stuðlan Norðurlandaráðs og hefir þegar orðið nokbur jákvæður ár- angur af starfinu, enda þótt margt sé óunnið í þessum efnum og öll atriði ekki komin í höfn. Þaimig liafa Svíar til dæmis á I einu ári sparaö um tvær milljónir króna í byggingarkostnaði lijá sér við það eitt að taka upp regl- ur þær um styrkingu steinsteypu liúsa, sem samkomulag varð um að uudangegnum rannsóknum. Spöruðust þessi verðmæti í steypustyrktarjárni. Þegar nefnd in liefir komið sér saman um samræmingu einstakra byggingar ákvæða, er þáð hverju landi í sjálfsvald sett að live miklu þau eru tekin upp og gerð gildandi. Er liér um mörg mismimandi at- riði bygginga að ræða, svo sem stærðir glugga og luu-ða, loft- ræstingu, binnavarnir og margt fleira. Það kom þar meðal annars fram á blaðamannafundinum að byggingarmál eru nú sem fyrr mjög ofarlega á -baugi á Norðu.rlöndum, enda mikið gert' al' hálfu hins opinbera í öllum þessum lönduin til þess að koma til liðs við almenning í þeim efn- úm. , t Yfirleilt eru starfandi hagkvæm lánakerfi í öllum löndunum til að styðja byggingu íbúðarhúsa og miðast hagkvæmustu lánin við- Lðgþing Færeyja hefir ekki heim- ild til að ákveða landhelgi Færeyja, segir H. C. Hansen. Það sé utnríkis- mál, sem danska stjórnin fari með Eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær, samþykkti Lögþing Færeyja i gærkveldi tillögu landsstjórnarinnar um að fisk- veiðitakmörk Færeyja skyldu færð út 1. september í 12 sjó- mílur að dæmi íslendinga. Er þessar fregnir bárust til Dan- merkur, lýsti H. C. Hansen forsætisráðherra yfir því, að Lög- þingið hefði ekki stjórnlagalegan rétt til að gera slíka sam- þykkt, þar eð Danmörk færi með utanríkismál Færeyja. Forsætisráðherrann sagði, að hér væri um utanríkismál að ræða og sljórn ríkisins færi með þau -íriál sameiginlega fyrir Fœreyjar og Danmörk! Landstjórnin í Fær- eyjum og Lögfþingið gætu ákveðið um friðun og annað þess háttar innan ákveðinnar landhelgi, en ekki stærð landhelginnar sjálfrar. Var samþykktur með skilyrðum. Þá sagði Ifansen, að samningur inn frá 1955 um fiskveiðilögsög- una við Færeyjar hefði verið sam þykktur með skilyrðu-m af Lög- þinginu færeyska. M. a. var áskil ið, að ef Bretar fóllust á stærri lögsögu hjá öðrum ríkjum, þá teldu Færeyingar sér ekki skylt að búa við samninginn óbreyltan! Af þessum sökum sagði forsætis- ráðherrann hafa Bretar alltaf vilað, að þeir væru skuldbundnir til að taka upp sa-mninga að nýju, ef aðstæður breyttust! Fara verður saniningaleiðina. | Þá ræddi H. C. Hansen um það, hve aðgerðir íslendinga í land- helgismálum sínum skiptu ákaf- lega miklu fyrir Færeyinga. Hér kæmi þó ekki annað til greina frá sjónarmiði Dana, en að fara samn- ingaleiðina. Ilann minnti á frum- kvæði Dana innan A-bandalagsins um svæðisbundnar samningavið- ræður til lausnar á deiliunáli þessu. Taldi hann þá leið langsam lega heppilegasta. Þar næst kæmu til greina saimningar milli ein- stakra ríkja um málið, en langsam lega lakasta árræðið væri einhliða ákvörðun einstakra rikja um stækk un iandhelgi sinnar. ast við litlar íbúðir, eins og tii dæmis í Finnlandi. Góffar íbúðir mikilvægar fyrir uppeldi. íSagði finnski fulltrúinn, að þar í landi væri mönnum þó- Ijóst að heppilegra sé að byggja íbúðirn ar stærri, þannig að heimilin gætu verið rúmgóð og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna, þegar hún vex. Mönnum væri farið að skiljast það, að rúmgóð og björt húsakynni eru ekki lítilvægasti þátturinn í uppeldi unglinganna. Auðveldara væri að halda börnunum heima, ef fjölskyldan þyrfti ekki að búa saman í al.Vof þriingufcn In'lsa kynnum. í Svíþjóð er nú i vaxandi mæli farið að skipuleggja og byggja upp í heilu lagi heil bæjarhverfi, sem eru alveg sjálfstæð, þannig að þar er að finna alla þá þjónustu, yerzlanir og annað, sem fól-k þarf. Eru íbúðirnar þá aðallega í Stórum fjölbýlishúsum, eða raðhúsum. sem talin eru einskonar millistig milli fjölbýlishúsanna og einbýlis húsa. Miklu fé varið til bíla- kaupa og sjónvarpstækja. Ulf Snellman frá Svíþjóð benti á þá þróun, er nú á sér stað þar í landi, að fólk ver miklu fé til kaupa á bifreiðum og sjónvarps tækjum, sem ef til vill annars hefði verið varið til þess að byggja Framhald á 2. síðu. Flugvél Macmillans bilaði London, 7. júní. Macmillan forsæt isráðherra Breta tafðisf nokkuð í för sinni vestur um haf, er flug vél hans varð að snúa við til Bret lands eftir klukkustundar flug vegna bilunar. Hann keinur vest- ur um miðjan dag í dag og hefir þá viðræður við Eisenhower forseta. Hann mun einnig ræða við Brent ano utanríkisráðherra V-Þýzka- lands, sem staddur er vestra. Tuttugu manna leið- angur á leið inn á Vatnajökul Leiðangur á vegum Jöklaraiui- sóknarfélagsins og Guðmundar Jónassonar fjallabílstjóra er á leiðinni inn á Vatnajökul. Leið- angursstjóri auk Guðmundai' er dr. Sigurður Þórarinsson. Ætlunin er að aka á bOum fyrsta áfanga leiðarinnar og raun- ar alla ferðina á enda, því að þegar venjulegir f jallabílar duga ekki lengur, tekur snjóbíll við. Hefir ferðafólkið í hyggju að vera um 10 daga uppi á jöklimím og fara þar nokkuð um við raux- sóknir og mælingar. Er uteðal annais ætlunin að suæla snjódýpt ina á jöklinum frá síðasta vetri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.