Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 4
fólki og töldust yfir 100 manns með búsetu í Viðey áður en ár- inu lauk. Stærsti ókosturinn var fyrir hendi enn sem fyrr: Nefni- lega sá, að alltaf þurfti að sækja mannskap á bátum til Reykja- víkur, þegar togararnir komu af veiðum, — og eins þegar flutn- ingaskip þurfti að ferma eða af- ferma. Blómaskeið Stöðvarinnar varð engu að síður á dögum Kárafélagsins. Miklu máli skipti, að rafmagn var lagt um Stöðina, húsin raflýst og komið upp götu- og bryggjuljósum. Vatnsveita var þar frá geymin- um, sem fyrr er frá sagt, og sjálfrennandi vatn í mörgum húsum — en geymirinn atarna er nú nálega það eina, sem eftir stendur og hefur Viðeyingafé- lagið breytt honum í ágætlega innréttað félagsheimili. Á Sundbakka var risið blóm- legt þorp; þar voru margar fjöl- skyldur, sem kunnu vel við sig og höfðu næga atvinnu árið um kring. Þar voru eins og að líkum lætur mörg börn á skólaskyldu- aldri og því var nauðsynlegt að byggja barnaskóla, sem raunar stendur enn, niðurníðslan upp- máluð. Heimildamaður minn um eyna, Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi, er fæddur í smá- húsi, sem næst stóð barnaskól- anum og var á sínum tíma byggt úr fjölum úr kútter Ingvari. Ör- lygur sleit þarna barnsskónum og gekk í barnaskólann á sokka- bandsárum sínum. Nú er þó að- eins steinsteyptur grunnur til vitnis um húsið, þar sem bernskuheimili Örlygs var, — og þannig er um flest húsin. Eftir standa steinsteyptir kjallarar og grunnar og grasinu gengur Bfll og raflína eru tákn hins nýja tíma á Sundbakkanum og um 100 manns áttu þar heima, þegar flest var. Eftir að Stöðin hætti að starfa snemma á kreppuárunum, héldu nokkrar fjölskyldur áfram að eiga heima í Viðey, höfðu nokkrar kýr og hænsni og menn stunduðu vinnu að heiman. Þarna ólust upp börn, sem gengu í barnaskólann á efri myndinni, en á stríðsárunum lagðist þessi byggð endanlega niður. ótrúlega vel að kaffæra þetta allt. Sportbátafélagið Snarfari hefur sýnt áhuga á að fá gamla barnaskólann og gera hann upp og nota sem félagsheimili, — en leiðir þeirra Snarfaramanna liggja gjarna framhjá Viðey. Kreppan mikla setur punktinn aftan við Blómaskeið Kárafélagsins stóð í 8 ár. Þá urðu þau umskipti í gervöllum hinum vestræna heimi, að yfir skall mesta efna- hagskreppa í sögu aldarinnar. Afleiðingar hennar voru alls' staðar á sömu lund: Afurðir og framleiðsluvörur seldust ekki, fyrirtæki urðu gjaldþrota í stór- um stíl og fólk atvinnulaust. Kárafélagið varð jafn illa úti og ýmsir aðrir; sá ferill endaði á því svarta ári 1931. Útvegsbankinn tók Stöðina uppí skuldir, en engin tök voru á því að koma nýrri útgerð á lagg- irnar. Þetta var reiðarslag fyrir fólkið, sem hafði stofnað til bú- setu í Viðey og hafði trúað á framtíðarmöguleika þar. En ein örvæntingarfull tilraun var gerð á Sundbakka. Forvígismenn Viðeyinga réðust í það vonlitla fyrirtæki að taka Stöðina á leigu með það fyrir augum að reka þar fiskverkun áfram. En einnig sú von brást. Þarmeð var lokið sögu Stöðvarinnar og atvinnu- lífs í Viðey. Tíminn læknar flest sár, er sagt, og grasið grær yfir sporin og vinnur að því með tímanum að útmá verk mannanna. Engar sögur fara af þeim Viðeyingum, sem urðu að flytja fátæklegar búslóðir sínar til lands eftir úr- slitatilraunina 1931 — og hefja nýtt líf í atvinnuleysinu á möl- inni í Reykjavík. Ekki fluttu þó allir eyjar- skeggjar strax í burtu. í flestum húsum á Stöðinni varð fólk eftir og bjó þar að sínu. Hafði næst- um hver fjölskylda eina kú, nokkrar kindur og hænsni og menn sóttu vinnu vestur á Búið, reru til fiskjar, fóru á vertíðir o.s.frv. Einn Stöðvarbúanna, Bergþór Magnússon frá Mos- felli, hafði raunar margar kýr í fjósi og seldi mjólkina til Reykjavíkur. Fiskverkunarhús- in stóðu ónotuð og það varð viðburður að skip legðust þar að bryggju, að frátöldum olíuskip- unum sem ýmist voru að koma með olíu og benzín eða að sækja. Þannig gekk lífið þar til síðari heimsstyrjöldin skall á. Þágerð- ist margt í senn. Vinnuaflið sog- aðist frá eynni til Reykjavíkur og annarra byggðarlaga. Öll húsin á Sundbakka voru rifin, nema stóra verbúðarhúsið Glaumbær, sem löngu áður var brunnið. Óf góður viður þótti vera í hafskipabryggjunum til að láta þær standa þar, engum til gagns. Svo einnig þær voru rifnar; staurunum flett og timbrið notað í annað. Járn- brautin, sem lá út á fiskreitina, hefur annaðhvort verið tekin upp, ellegar horfið ofan í jörð- ina, — af henni sést nánast ekki neitt. Malarkambur hefur hlað- izt upp, þar sem fiskreitirnir 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.