Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 6
PEANUTS SMÁFÓLK Hver er nú hver á því heimili? Nokkrir punktar um per- sónur í vinsælustu myndasögu heimsins. SMÁFÓLK leit fyrst dagsins Ijós í Mbl. fyrir nokkrum árum. í fyrstu var þýðingin handskrifuö inn á hverja mynd, en þar sem hún þótti ekki njóta sín þannig var breytt yfir í núverandi form, þar sem þýöingin er latin fylgja meö fyrir neðan hverja mynd fyrir sig. (Þá geta a.m.k. allir notiö þess að gagnrýna þýðinguna!) SMÁFÓLK, eöa Peanuts á enskunni, er uppspretta milljaröa króna iðnaöar og er nú vinsælasta myndasagan í heiminum. Þó að persónur Smáfólks séu eins vel þekktar hér á íslandi og í heimahögum þeirra, Bandaríkjunum, þá vefjast stund- um nöfn þeirra fyrir lesendum, svo og samband þeirra á milli og einkenni hverrar fyrir sig. Til að kynna persónurnar og höfund þeirra, þá birtist hér grein úr The Observer. CHARLES M. SCHULZ — kallaöur Sparky — er uppspretta milljóna dollara iönaöar og skapari heimsins vinsælustu og langlífustu myndasögu, en þrátt fyrir þaö fá næstum allir þeir, er biöja hann um, sérstaklega teiknaöa mynd af vöru- merki hans, Snata. Schulz hefur teiknaö meira en 10.000 myndasögur um Kalla Bjarna og félaga síöustu 27 árin. Þær hafa veriö birtar í 60 þjóölöndum heims til lesningar fyrir 257 milljónir lesenda. Námsmenn skrifa heim- spekilegar og afar torskyldar ritgeröir um „mikilsþurfandi framkvæmdafólk“ og „uppfyllingu óska“ í Smáfólki — og áhöfn Apollo 10 skírði stjórnskip sitt „Charlie Brown" og tunglferjuna „Snoopy". Þaö er mikill oröstír sem Charles Schulz lifir viö, en samt heldur hann áfram aö vera sá feimni og frekar kjarnyrti persónuleiki sem hann áöur var. Og ef þú leggur þig eftir því, þá geturðu heyrt spurnartón krakkans meö kringl- ótta höfuðiö í rödd Schulz. Og eins og viö er að búast, býr hann á no. 1, Snoopy Place, Kaliforníu. Schulz læröi aö teikna í bréfaskóla, þótt ótrúlegt megi viröast. Hann fór í listaskóla, þar sem hann kenndi síöar, og loks eftir mikiö umstang og erfiði, tókst honum aö selja United Features Syndic- ate Smáfólk, árið 1950. Af tilviljun, var þaö United Features sem gaf myndasög- unni nafniö „Peanuts", nafn sem Schulz, aö því er viröist, líkar ekki. © Fyrstu myndasögurnar hafa í gegnum árin veriö gefnar út í bókarformi, það hafa veriö geröir sjónvarpsþættir um þær og loks hafa þær veriö kvikmyndaöar. Þriöja kvikmyndin, „Race For Your Life Charlie Brown", hefur veriö sýnd hér á landi. „Þaö er mjög erfitt fyrir mig aö teikna kvikmynd eftir aö hafa teiknaö mynda- sögurnar í blöö,“ segir Schulz — og maöur er haldinn þeirri löngun aö kalla hann Charlie. „Ég er ekki góöur aö segja sögur. Ég hugsa í 16 sekúnda myndröö — og þannig teikna ég þær. Kvikmyndir eru einungis samsettir atburöir, hengdir hver aftan í annan. En þetta er erfitt verk.“ í leit aö róttum röddum handa Smá- fólki, hafa komiö upp ýmis vandamál fyrir Schulz. „Hver og einn hefur sína hug- mynd um raddir persónanna svo ég get ekki veriö aö einskoröa mig viö eina ákveöna rödd fyrir hverja persónu í kvikmyndunum. Og auk þess stækka krakkar og ég verö aö leita aö nýjum röddum. Krakkarnir í Smáfólki breytast ekki.“ Sá fyrsti sem talaöi fyrir Kalla Bjarna í fyrstu kvikmyndinni um Smáfólk, er gerð var 1969, er nú læknastúdent viö háskóla í San Diego, svo að alvörugefinn, óörugg- ur tónn þess Kalla Bjarna er glataður fyrir fullt og allt. Pérsónur Smáfólks — sem áttu upp- tök sín í eldri myndasögu sem Schulz geröi áriö 1947 og hét „Li‘l Folks" — hafa oröiö til úr æskuminningum og áhrifum, er Schulz sjálfur hefur oröiö fyrir um ævina. Það hefur veriö sagt, aö persónuleiki hins góöviljaöa Kalla Bjarna, sem bíður alltaf ósigur í öllu, hafi oröiö til, þegar Schulz sjálfur var krakki. Hann hljóp yfir bekk og var minnstur og yngstur í bekk meö eintómum stórum strákum. Og auövitaö var honum útskúfaö úr félags- skapnum. Fólk spyr stundum hvers vegna þaö sé aldrei neitt fulloröiö fólk í Smáfólki. „Þaö geröi myndasöguna aö of mikilli speglun raunverulegs lífs,“ segir Schulz. „Ég gæti ekki látiö hund fara á Wimbledon eöa látiö hann vera að vélrita, ef ég heföi einhvern fullorðinn á myndinni. Og auk þess er ekki nóg pláss fyrir þá fullorönu." SNOOPY — Snati, er aöalhetja Smáfólks. Hann er ailtaf nógu slunginn, en vinsældir hans jukust mjög, er hann hætti aó ganga á fjórum fótum og fór aó ganga uppréttur. Þegar veriö var aó semja spurningar um hlutverk hans sem rithöfundar (best pekkt er sagan: „It Was a Dark and Stormy Night“), pá lýsti Snati pví yfir, aö hann væri einn af átta hvolpum, sem fæddust í hundabúinu á Ólafsvöllum (Daisy Hill Puppy Farm) og hann hafði falliö í hundaskóla. Snata til mikillar hrellingar, var hann keyptur í pví skyni aö vera Kalla Bjarna til hughreystingar eftir erfióa æsku. Snati neitar aö leika hlutverk venjulegs kjölturakka og hugsar um eiganda sinn sem „krakkann meö kringlótta höfuóió“. En hann er veikur fyrir mat og er pví upp á Kalla Bjarna kominn. Kannski eru stærstu stundir Snata pegar hann leikur flughetjuna úr fyrri heimsstyrjöldinni sem er í leit aó Rauöa baróninum. Flughetjan flýgur um loftin í Sopwith Camel flugvólinni sinni — hundahúsinu. Snati talar aldrei. Hann hefur samband viö umheiminn meó hugsunum sínum. SCHROEDER — Hjálmar, er hljómlist- arséní, sem spilar á leik- fangapíanó og trúir pví aö Beethoven hafi verið mest- ur. Hann getur spilaö allt sem Beethoven samdi og fer aöeins frá píanóinu til aö spila í hornaboltaliöi Kalla Bjarna. Líf hans væri fullkomió, ef Gunna hefói ekki pann áhuga á honum, sem raun ber vitni. LUCILLE VAN PELT (LUCY) — Gunnhildur Sæmundz (Gunna), er vel á veg komin meö aö ná takmarki sínu. Það er fólgiö í oröum hennar: „Ég veró aldrei ánægó fyrr en óg veró gáfaöri en svo, aö pað sé hollt fyrir mig“. Henni liggur hátt rómur og hún veröur aö vera allt í öllu. Hún getur verið mjög grimm. Hún er nágranni Kalla Bjarna og hann er oftast fórnarlamb hennar. En hann er of auötrúa til aö vera fullnægjandi fórnarlamb. Hann fellur alltaf fyrir bröndurum hennar, jafnvel pegar hún er búin aó vara hann við., „Eins og aö skjóta fisk í bala,“ segir hún um hann. Veikleiki hennar er óendurgoldin ást hennar til Hjálmars.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.