Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 5
ÓÐINN. 85 Einar Jónsson myndhöggvari. Myndhöggvaralistin má heita ókunn hjer á landi, því listaverk í þeirri grein eru hjer nær eng- in til. Þó er frægasti myndhöggvari síðari alda, Albert Thorvaldsen, íslenskur að ætt. Ein tvö af listaverkum hans eru íslensk eign: mynd sjálfs hans á Austurvelli í Rvík og skírnarfatið í dóm- kirkjunni. Eftir Einar Jónsson eru hjer til þrjár myndir, tvær smáar: Refsidómurinn og Drengur á bæn, en ein stór: Utilegumaðurinn, sem D. Thom- sen konsúll keypti og gaf landinu. Sú mynd stendur nú í fordyri Alþingishússins, en hún er úr gipsi og henni því hætt við skemdum. í 5. tbl. »Óðins« var minst á helstu verk Ein- ars og þá lofað mynd af honum síðar, er nú kem- ur hjer. Hann er fæddur 11. mai 1874 á Galtafelli í Arnessýslu og liafa foreldrar hans búið þar í 40 ár, Jón Bjarnason og Gróa Einarsdóttir frá Bryðju- holli. Snemma bar á því, að Einar var óvenju- lega liagur og hafði gaman af að húa til myndir. Einhver liin elsta af myndum hans, sem eftirtekt vakti, var af ljóni, sem hjelt dreng í kryppunni. Veturinn 1893 sigldi Einar til Khafnar til þess að lœra þar myndasmíði. Var hann lengi framan af í kenslu hjá hinum fræga norska myndhöggv- ara Sinding, og taldi hann Einar mjög efnilegan, en vildi ekki að hann l’æri á listaskólann; sagði það aðeins til þess að spilla góðum hæfileikum. Þó fór Einar siðar á skólann og varð þar full- numa í list sinni. Myndir Einars hafa vakið löluverða eftirtekt og uintal, því þær eru einkennilegar, eins og áður er á minst í »Óðni«. Þar er því og lofað, að sýna myndir af sumum verkum hans, og mun það nú verða efnt bráðum. Ásgrímur Jónsson málari. í málaralistinni getum við íslendingar ekki talið l'rani neinn afburðamann. Af dánum mönn- um er Sigurður Guðmundsson þar helstur, en mjög lítið liggur eftir hann af málverkum. Þá er Arngrímur Gíslason, sem alveg var sjálfmentaður, en málaði þó margt vel. Nú á síðari árum liefur vaknað hjer nokkur áhugi á þessari list og hafa bæði ungir menn og konur aflað sjer þekkingar á henni. Af þeim er Asgrímur Jónsson án efa langfremstur. Myndum þeim sem hann sýndi hjer í sumar sem leið var stuttlega lýst i 5. tbl, »Óðins«, En hjer skal minst á æíiatriði hans eftir brjeli frá kunnugum manni, Jóni Pálssyni í Gaulverjabæ. Ásgrímur er fæddur 4. mars 1876 í Rútsstaða- Suðurkoti í Flóa. Foreldrar hans eru Jón Guðna- son, ættaður úr Suður-Þingeyjar og Eyjafjarðar- sýslum — en fluttist suður í Árnessýslu með Ásmundi Benediktssyni frá Stóruvöllum í Bárðar- dal haustið 1869 — og Guðlaug Gísladóttir, ættuð úr Árnessýslu. Ásgrimur er skjddur í móðurætt Einari Jónssyni myndhöggvara, enda hafa i þeirri ætt verið þjóðhagir smiðir á trje og járn. Ásgrímur hafði þótt mjög einkennilegur með- an hann var á barnsaldri. Þegar liann var 5 ára, eignaðist hann biblíusögur með myndum og fór ásgrImur jónsson málari. þegar að líkja eftir þeim með bH'anti og tókst svo vel að menn undruðust það. Eftirtektasamur hafði hann verið, og sæi hann eitthvað, er hann kom á aðra bæi, sem honum þótti nýstárlegt, gerði hann strax myndir af því öllu. Hann langaði snemma til að læra að mála og þróaðist sú löng- un stöðugt hjá honum með aldrinum. Haustið 1897 sigldi hann til Ivhafnar í þeirri von, að geta lært þetta þar. En hann var fjelaus og varð að vinna fyrir sjer. Rjeðst hann þá til bræðranna Wilhelms og Oscars Berg, húsa- og húsgagna-mál- ara, og nam iðn þeirra, en gekk á teikniskóla á kvöldum, þar til haustið 1899; þá komst hann inn á listaskólann og var þar þangað til um veturinn 1902. Þá hjelt hann til Þýskalands og var um tíma i Berlín og Dresden. Eftir það kærði hann

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.