Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Það er dijúgur tími síðan Ólafur Gaukur Þórhallsson kom fyrst fram opinberlega sem hljóðfæraleikari í danshljómsveit. Hann hefur verið af- kastamikill lagahöf- undur og útsetjari um þess starfrækt eigin hljómsveitir og gítar- skóla. Ólafur Gaukur er því löngu þjóð- kunnur tónlistarmað- ur og kann frá mörgu að segja á löngum ferli. Olafur Orms- son ræddi við nafna sinn Gauk um ýmis- legt minnisstætt frá liðnum árum. Synd að ég skyldi ekki verða píanisti stillti hann og kenndi mér tvö grip. Daginn eftir var ég búinn að finna út það þriðja. Þannig byijar þetta. Þetta var litli boltinn.“ Sem varð _að snjóbolta?, skaut ég inn í, og Ólafur Gaukur brosti. „Einmitt, já. Ég er þarna, tólf ára. Þrettán, fjórtán ára er ég farinn að hlusta á plötur, aðallega jazzplöt- ur. Svonefndar V-disc plötur sem maður gat keypt í búnkum og voru eftirstöðvar eftir veru herliðsins hér á stríðsárunum. 78 snúninga stórar plötur.“ - Þar heyrir þú þá fyrst þá tón- list sem eitt sinn var kölluð hin eina og sanna villimannamúsík? „Já og jazzinn heyrði ég líka í útvarpinu. Djangó Reinhardt og Svend Ásmundssen og svo þessa amerísku á V-dice plötunum, Basie og Benny Goodman. Ég var ákaflega hrifinn af Goodman og mörgum píanisturri, sem spiluðu með honum. Ég hef alltaf verið afskaplega hrifinn af píanistum. Synd að ég skyldi ekki verða píanisti." Þar var komið að talið barst að foreldrum Ólafs Gauks og þeim menningarstraumum sem hann ólst upp við í æsku. „Pabbi var úr Dölunum. Hann varð snemma menntaþyrstur. Hann fór með bækur með sér til að sitja yfir kindunum, sagði hann mér. Hann var búinn að læra eitthvað í frönsku áður en hann kom hingað í bæinn til að ljúka stúdentsprófí á einum vetri. Hann varð að klára þetta á einum vetri. Það voru ekki til neinir peningar í þá daga. Hann var auðvitað búinn að undirbúa sig heima í sveitinni, talsvert hlýtur að vera, úr því að hann kláraði þetta á einum vetri. Hann sagði mér að hann hefði eftir stúdentspróf komist til Frakklands á þann hátt, að hing- að kom franskt herskip á ytri höfn- ina og hann fór um borð og talaði við yfirmanninn og talaði við hann að ég held á frönsku, en hann sagði í HÓFI, líklega haldið áður en Gunnar Ormslev hélt til útlanda til að gerast atvinnuhljómlistarmaður þar. Efsta röð frá vinstri: Erwin Koeppen, Jón Sigurðsson (bassi), Sigurbjörn Ingþórsson, Jón Sigurðsson (trompet) og Magnús Pétursson. Miðröð frá vinstri: Guðmundur Steingrimsson, Guðjón Ingi Sigurðsson, Eyþór Þor- láksson, Ólafur Gaukur, Kristján Magnússon, Árni Elfar, Guð- mundur R. Einarsson og Björn R., bróðir hans, og Haukur Mort- ens. Neðsta röð frá vinstri: Axel Kristjánsson, Sverrir Garðars- son, Gunnar Egilsson, Svavar Gests, Gunnar Ormslev, Andrés Ingólfsson, Gunnar Reynir Sveinsson og Lárus Lárusson. AÐ ER ekki auðvelt að ná tali af Ólafi Gauki Þór- hallssyni. Hann er önnum kafinn flesta daga vikunn- ar við hin ýmsu verkefni. Ólafur Gaukur er einstaklega fjölhæfur og hefur komið ótrúlega mörgu í verk. Undanfarið hefur hann verið að koma í endanlegan búning laginu Sjúbídú, sem hann samdi með dóttur sinni, Önnu Mjöll, og er framlag ís- lenska sjónvarpsins í söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu sem fram fer í Ósló 18. maí næstkomandi. Þá hefur hann starfrækt gítarskóla í tvo áratugi og verið aðalkennari skólans og er annar ritstjóra VR blaðsins, málgagns Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Hann er líklega þekktastur sem gítarleikari og hljómsveitastjóri með ýmsum danshljómsveitum í áratugi og afkastamikill laga- og textahöf- undur. Og enn hefur hann aukið við orðstír sinn. Hann lauk námi í kvik- myndatónlist í Los Angeles fyrir örfáum árum og samdi nýlega tón- list fyrir kvikmyndina Benjamín Dúfu sem hlaut einróma lof gagn- rýnanda. Ég heimsótti Ólaf Gauk í ný og glæsileg húsakynni gítarskólans þeirra erinda að eiga við hann tal um feril hans í tónlistinni og að for- vitnast um ýmislegt sem hann er að fást við. Gítarskólinn er ekki leng- ur í leiguhúsnæði í Stórholtinu í Reykjavík þar sem hann hefur verið til húsa í tvo áratugi. Hann er kom- inn í eigið húsnæði, á ánnarri hæð að Síðumúla 17, og í herbergi innar- lega á ganginum var Ólafur Gaukur að tala í síma þegar ég kom þar einn morgun að áliðnum aprílmán- uði. Listamaðurinn hefur vissulega ástæðu til að líta björtum augum á tilveruna. Það er flest hagstætt í lífi Ólafs Gauks. Hann er skapandi Iista- maður sem á mörgu verki óiokið. Hann hefur heilmikla lífsreynslu að baki. Ólafur Gaukur er ekki á þeim aldri að vilja láta skrá endurminn- ingar sínar. Það bíður ef til vill síð- ari tíma. Hann er rétt rúmlega sex- tugur og grátt hárið gerir hann virðulegan. Við skiptumst á skoðun- um um landsins gagn og nauðsynj-- ar, síðan var upptökutækið sett í gang og Ólafur Gaukur hóf að segja frá hvernig gítarinn kom til sögunn- ar. Hljóðfærið sem átti eftir að raska öllum áformum um langskólanám. Hann hallaði sér aftur í hæginda- stólnum og kallaði fram minningar frá löngu liðnum árum: Bernska og áhrifavaldar „Pabbi var mikið í útlöndum. Hann var magister í rómönskum málum. Hann átti vin í Þýskalandi sem heim- sótti hann fyrir stríð og bjó heima hjá okkur í einhveijar vikur. Þegar hann fór spurði hann pabba hvort hann mætti ekki senda honum eitt- hvað þegar hann kæmi heim, t.d. eitthvert hljóðfæri. Pabbi nefndi fiðlu. Þjóðveijinn sendi svo gítar. Ég veit svo sem ekki af hveiju. Honum hefur líklega þótt gítarinn ódýrari og koma að betri notum. Gítarinn hékk lengi upp á vegg heima hjá mér óhreyfður, þar til að einu sinni að ég lá í einhverri um- ferðapest. Friðjón Þórðarson, síðar þingmaður og ráðherra, frændi minn, kom í heimsókn í hádegismat, en hann var þá í Háskólanum. Hann greip þennan gítar af veggnum, árabilog hefur auk UNGUR að árum. að það hefði verið mjög erfitt, hefði gengið samt. Mér þykir það nokkuð merkilegt miðað við mína eigin reynslu af að tala menntaskóla- frönskuna við Fransmenn, sem var nokkuð klén. Pabbi fór með skipinu til Frakklands, til LeHavre, hafnar- borgarinnar. Síðan var hann við nám í Frakklandi í Sorbonne í líklega ein 7 ár. Eitt sumar kom hann heim og kenndi þá í Garðhúsum í Grindavík og þar bjó mamma hjá foreldrum sínum. Þar kynntust þau. Þetta er þessi klassíska saga um kennarann sem kemur á heimilið og kynnist heimasætunni. Eins og þeir skrifuðu um þessir stóru rithöfundar, Hams- un og fleiri.“ - Og hér heima, t.d. Guðrún frá Lundi og rithöfundar af hennar kyn- slóð? „Já, einmitt Guðrún frá Lundi. Við erum fjögur systkinin, ég á tvær systur og einn bróður. Við áttum heima í vesturbænum í Reykjavík. Pabbi vann fyrstu árin sem bréfa- skrifari fyrir heildverslun hér í bæn- um. Hann kom heim frá námi 1930 til starfa. Árið 1933, þegar Balbó- leiðangurinn kom til íslands, var hann túlkur Balbos, ítalska flug- málaráðherrans, sem kom hingað þá um sumarið. Pabbi talaði ágæt- lega spænsku, ítölsku, frönsku og portúgölsku og svo talaði hann mjög vel ensku, þýsku og dönsku. Ein jólin man ég að hann var að lesa hebresku eða kynna sér málið. Lat- ínu las hann iðulega og bað mig að fá lánaðar Sesarbækurnar úr menntaskólanum. Mér þótti fremur leiðinlegt í menntaskóla. Ég naut mín ekki. Mér þótti skemmtilegast að spila músík í þá daga. í fimmta bekk MR var ég tekinn inná beinið til Pálma rektors og þá sagði hann við mig. - Ef ég sé þig auglýstan enn einu sinni að spila jazz þá ertu rekinn úr skóla. Þá fór ég beinustu leið til þeirra aðila, sem ég spilaði stundum hjá, og bað þá að auglýsa mig á hveijum degi. Ég mætti samt sem áður í skólann og var ekki rek- inn úr skóla, en var snarfelldur um vorið. Ég réð mig á Borgina til Billich 1948. Um áramótin 48-49 hringdi pabbi fyrir mig til skólabróðurs síns úr Sorbonne, sem var Þórarinn skólameistari í Menntaskólanum á Akureyri og biður hann að leyfa mér að lesa utan skóla og ljúka stúd- entsprófi þar um vorið sem ég gerði.“ Viðtalið var tekið laugardags- morgun í húsakynnum Gítarskólans við Síðumúla. Það var enginn hávaði frá umferðinni um götuna. Einu hljóðin utan dyra frá fuglum himins. Flestar verslanir í nágrenninu voru lokaðar. Enn einn vordagur var runninn upp, einn þessara fögru vordaga. Viðmælandi og spyijandi voru báðir í sólskinsskapi þrátt fyrir ýmiss konar neikvætt nöldur sem er áberandi í þjóðlifinu. Ólafur Gauk- ur hafði ánægju af að rifja upp þau ár þegar hann er ungur maður að alast upp í Reykjavík. „Pabbi vann svona við ýmislegt þar til hann fór að vinna á Lands- bókasafninu þar sem hann starfaði síðan til dauðadags. Hann var alltaf við kennslu. Heima hjá mér voru alltaf tímar á kvöldin og stundum fleiri en einn nemandi í tíma inni á kontór. Kannski fór ég þess vegna að kenna sjálfur í einkatímum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.