Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 B 15 lillpl . 5 ", '« ’>' Morgunblaðið/RAX BAKKAFLÓINN breiðir úr sér framan við Þorvaldsstaði í Bakkafirði. Gunnólfsvíkurfjallið gnæfir tignarlegt í norðri. FUGLARNIR ÚR FJÖRUNNI ÞORVALDSSTAÐIR standa niður við sjó í Bakkafirði. Svartar klappirnar fram- an við bæinn taka við ei- lífum lamstri hafsins og því sem það ber að landi. Bakkaflóinn blasir við og tignarlegt Gunnólfsvíkurfjallið í norðri þar sem vökul radaraugu gaumgæfa haf og himinn. Inn til landsins er áður blómleg sveit sem á í vök að veijast fyrir fólksfækkun og ágangi eyðisins. Blástur á flóðinu Það var strekkingsvindur og frem- ur kalt þegar okkur bar að garði á Þorvaldsstöðum. Voldugir hliðstólp- ar, hlið og póstkassi er það sem fyrst mætir manni og allt úr rekaviði. Um leið og við komum inn fyrir hliðið tóku á móti okkur þrír smávaxnir hundar sem bættu upp það sem vant- aði á stærðina með háværu gjammi. Kindur voru á vappi við fiárhúsin og þrír hestar í túni. Við knúðum dyra á íbúðarhúsinu, sem er fyrsta steinhúsið þar í sveit. Ingveldur Haraldsdóttir, kölluð Inga, kom til dyra, Auðunn bróðir hennar var úti að stússa. Þau Auð- unn búa tvö á Þorvaldsstöðum frá því Þórarinn bróðir þeirra lést 11. maí í fyrra. Á Þorvaldsstöðum er búið með 110 ær, þijá hesta og þijá hunda. I haust er leið var Ijár- stofninn skorinn niður um 80 ær. Þegar við minntumst á að það væri hvasst sagði Inga rólega: „Ja, það blæs frekar á flóðinu,“ og skim- aði austur flóann. Okkur var boðið til stofu þar sem fuglasafnið er geymt í sérsmíðuðum skáp. Inga tíndi fuglana fram á borð og Ragnar notaði sólskinið í forstof- unni til að mynda þá. „Þetta var tálgað úr spýtu sem rak í kringum stríðið, linum viði sem var þægilegt að tálga,“ seg- ir Inga. Þórarinn tálgaði alla fuglana með vasahníf og slípaði þá með sandpappír. Síðan litaði hann fuglana með vatnslitum, þurrum kubbum sem bleyttir voru upp með vatni. Hann hafði bæði myndir úr fuglabókum og lifandi og dauða fugla sem fyrir- myndir. Flestir fuglarnir voru gerðir frá því á stríðsárunum og fram Voldugtré, ávalir drumbar og maðk- smognar spýtur hafa löngum tekið land í fjörunni á Þor- _______valdsstöðum í Bakkafirði. Krakk- arnir á Þorvaldsstöð- um lærðu snemma að föndra við reka- Bakkaflói ....-y I ^.Gunnólfsvíkurfjall \ ../ ' /V.______________ / r \ / |Þorvaldssta6ir| If' j/ Bakkafjörður I j ( > \ 'f ^ ! Skeggýastaðir ihgra- j ( ' / . f / /V[.nes 20 km i ! ' / rekaspýtu, fægði og litaði. Systkini hans, Auðunn á Þorvalds- stöðum, Arnór á Akureyri, Haraldur í Hafnarfirði og Steinunn í Reykjavík hafa einnig lagt hönd á timbrið, með góðum árangri. Guðni Einarsson og Ragnar Axels- son heimsóttu nokkur Þorvaldsstaða- viðinn. Á Þorvaldsstöðum er geymt merkilegt safn fugla sem Þórarinn heitinn Haraldsson, sá fjórði í röð systkina og kynntu sér tréskurð ffórtán systkina, tálgaði úr einni þeirra og tálgun. Wr,ri„„ M IWr undir 1960. Þórarinn var auk þess búinn að tálga og slípa eina sextán fugla en átti eftir að mála þá. Flestir þeirra voru tálgaði 1964 og mikið af því endur. Haraldur bróðir þeirra systkina lét smíða skápinn sem geymir fuglasafnið. Mikið fuglalíf Fuglaáhugi Þórarins heitins beindist ekki bara að tréfuglum. „Við Þórarinn töldum alltaf fugla síðustu dagana í desem- ber,“ segir Auðunn. „Við byijuð- um á því 1954. Maður hefur allt- af haft áhuga á fuglum.“ En deil- ir Inga fuglaáhuganum með bræð- rum sínum? „Ég tek nú oftast nær eftir þeim fuglum sem ég sé,“ svarar Inga. „Það er svo mikið af fuglum hér við flúðina framan við bæinn og i lækjarósnum á vorin. Það sást lóa hérna 16. janúar, en hvort það var heiðlóa eða grálóa sá ég ekki.“ Auðunn segist fyrst hafa tekið eftir lóunni þegar hann heyrði hana bía. Það heyrðist til lóunnar í tvo daga og síðan ekki meir. Inga segir að á Þorvaidsstöðum hafí orðið vart við bókfinkur og fjallfinkur, sérstak- lega fjallfinkur. í febrúar sást þar silkitoppa. Auðunn, gerði svolítið af því að tálga taflmenn hér áður fyrr en lét þá alla frá sér. Inga segist aldrei hafa fengist við að skera út eða tálga. „Eg geri ekkert nema það sem kellingar gera, sauma út og svoleiðis," segir hún hæglátlega. En skáru foreldrar þeirra systkina út? „Nei, þau höfðu annað að gera en að fást við svona lagað.“ Foreldr- arnir hétu Haraldur Guðmundsson og Þórunn Björg Þórarinsdóttir. Inga segir að töluvert útræði hafi verið frá Þorvaldsstöðum. Fyrr á öldinni hafí fiskur verið upp í land- steina, en það sé liðin tíð. Nokkuð var einnig um sel en hann er að hverfa og kennir Auðunn grásleppu- netunum um. Töluverður reki er á Þorvalsstöð- um, þótt áraskipti séu að því. Rek- inn hefur verið dreginn undan sjó en ekki nýttur í nokkur ár. Hann var aðallega rifinn í girðingar- staura. „Maður nennir því ekki leng- ur, þetta er erfitt verk,“ segir Auð- unn. „Menn eru farnir að saga við- inn nú, þeir vilja ekki rifna staura.“ Um tíma var rekinn notaður til upphitunar og brenndur í viðar- katli. Ketillinn entist ekki nema í 4-5 ár og telur Auðunn að hann hafi ekki þolað seltuna í viðnum. Það krafðist mikillar vinnu að hafa til við í eldinn. Nú er húsið hitað með rafmagni. Neðan við húsið, meðfram sjón- um, er hlaðinn túngarður. „Afi okk- ar hlóð þetta mikið til og svo hlóð Auðunn alla garða upp aftur,“ segir Inga. „Sjórinn brýtur þetta niður, hann er sterkur,“ bætir Auðunn við. Sunnan við húsið er blómagarð- ur. Umhverfis hann er girðing úr rekaviði. „Þetta er ekki skrúðgarður heldur ruslagarður," segir Inga og lætur lítið yfir garðyrkjunni. Hinum megin við húsið er hún með lítil gróðurhús þar sem hún kemur til plöntum. Þeim megin standa einnig tæki til veðurathugunar. Þorvalds- staðir voru annars flokks veðurat- hugunarstöð allt frá 1950 og þar til Þórarinn dó í fyrra en hann var veðurathugunarmaður. Veðrið var tekið þrisvar á dag og skýrslur sendar til Veðurstofunnar mánað- arlega. Það getur gert hörð veður, ekki síst þegar hann stendur af hafi. Það kemur fyrir að aldan gangi á land. Norðan við bæinn er lækur í nokkuð djúpum og víðum farvegi. Stundum fyllir sjórinn farveginn. Auðunn seg- ir að í vetur hafi alveg verið sjó- laust að heita má. Ekki lagst í ferðalög Þau systkinin gera ekki mikið af því að ferðast. „Það leggst enginn í ferðalög sem þarf að sjá um skepn- ur,“ segir Inga. „Við höfum verið með beljur fram undir þetta og það hleypur enginn frá þeim.“ Fólki og bæjum hefur mikið fækkað í sveitinni og nú er búskap- ur á sex bæjum. í fyrrasumar var léleg spretta í Bakkafirði, líkt og víðar, en Auðunn segir að eyðijarð- irnar hafi bjargað heyskapnum. Það hafi verið góð búbót að geta nýtt túnin af þeim. Áður var tví- og þrí- býli á hveijum bæ og bæirnir mun fleiri. Systkinin eru á því að byggð- in leggist af með þeim sem nú búa í sveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.