Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ 12 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 I- Gunnlaugur M. Sigmundsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Kögunar hf Hugumað skráningu á vaxtalistanum Frásögn Gunnlaugs M. Sigmundssonar af verklokum hans hjá Þróunarfélaginu og því hvernig hann eignaðist svo stóran hlut í Kögun hf. er í veigamiklum atriðum frábrugðin frásögninni hér að framan. Eins og kemur fram í samtali Agnesar Bragaddttur við Gunnlaug M. Sigmunds- son, heldur hann því fram að hann hafí ekki verið rekinn, heldur hafí hann átt frumkvæðið að uppsögn. Gunnlaugur, fyrst þú ákvaðst að skýra þína hlið í sambandi við hluta- bréfaeign þína í Kögun með bréfí til gjörvalls þingheims, hvers vegna sagðir þú þeim ekki í leiðinni frá því að þér voru settir þeir afarkostir af stjóm Þróunar- félagsins að þú segðir starfi þínu lausu og hættir þegar í stað, ella yrðir þú rekinn? „Það var mér ekki gert.“ -Þér var gert það, það hef ég eftir öruggum heimildum. ,Agnes, ég veit ekki eftii' hverj- um þú hefur það. Eg átti sjálfur frumkvæðið að því að segja upp. Ég og Þorgeir Eyjólfsson áttum okkar rimmur saman, en ég sagði upp og það var gert í bróðemi við hann. Við skynjuðum það báðir að við gátum ekki unnið saman. Það vom mörg mál sem þar komu við sögu. Ég lenti ekkert í útistöðum við stjómina í heild, en það er sárs- aukalaust held ég af okkar beggja hálfu. Við ræddum saman þar sem við sátum á fundi. Ég fór og hugs- aði málið, kom til hans aftur og sagði upp. Ég skynjaði það og sagði það við hann að þegar stjómarformaður og fram- kvæmdastjóri væru ekki einhuga um hvemig ætti að vinna, þá yrði auðvitað stjórnarformaðurinn að ráða því.“ - En nú segja mér stjómarmenn að þú hafir einungis haft heimild til þess að kanna með sölu á um- ræddum hlutabréfum í Kögun. Þú hafir ekki haft heimild til þess að ganga frá sölu, án samráðs við stjórnina. Hvers vegna seldir þú bréfin án þess að ræða það við stjóm Þróunarfélags Islands? „Agnes, ég hafði þinglesna heimild til þess að kaupa og selja fyrir þetta félag, eins og ég hafði gert í átta ár.“ - Þetta var 58% eignarhluti Þró- unarfélagsins í Kögun hf. Þetta var ekkert smámál og var þá ekki eðlilegt að það væri stjórn félags- ins sem hefði síðasta orðið? „Þetta voru fimm milljónir að nafnvirði, Agnes. Ég var búinn að vera að kaupa og selja hlutabréf og fasteignir fyrir miklu hærri fjárhæðir.“ - Það vita það allir í dag og vissu flestir þá, að það að selja 58% hlut Þróunarfélagsins í Kögun á geng- inu fjórir var gífurlegt undirverð, að ekki sé meira sagt. „Agnes, það var mjög mikill Gunnlaugur M. Sigmundsson hagnaður á þessum bréfum. Á sama tíma var reynt að selja hluta- bréf félagsins í Marel; mig minnir að reynt hafi verið að selja á geng- inu 2,5 eða 2,6. Þau seldust ekki. Hlutabréfamarkaðurinn var öðru vísi þá en í dag. Það var mjög mik- ill hagnaður af þessu, í kringum 16 milljónir króna. Ef þú tekur það og margfaldar upp með hluta- bréfavísitölunni slðan, þá færðu upp einhverja rosalega tölu.“ - Finnst þér eðlilegt að þú hafir ákveðið verðmyndunina á bréfun- um, þegar þú sast beggja vegna borðsins, sem framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins, sem ætlaði að selja, og sem framkvæmdastjóri Kögunar og stór hluthafi? „Ég ákvað ekki verðmyndunina. Það var búið að ræða hana á stjórnarfundi." -Varst það ekki þú sem lagðir fram verðhugmynd á stjómar- fundi? „Ég kom með hugmynd um verðmyndun eftir að hafa ráðfært mig við m.a. endurskoðanda fé- lagsins, sem mig að vísu langar ekkert að draga inn í þetta. En ég setti þetta fram á fyrri stjómar- fundi, þessar hugmyndir, Marel, þetta og fleira. Ég ætla ekkert að fara að víkja að því hér við þig, af hverju menn vildu allt í einu fara að „likvidera" hluti. Það var bara ákveðið að það átti að losa fé. Það var komið fram í stjóm, hvað væri hægt að selja, með hvaða hætti. Þegar að komið var síðan að næsta stjómarfundi, hafði tekist að selja þessi bréf og annað þeirra tveggja skuldabréfa sem átti að selja." - Engu að síður varst þú fram- kvæmdastjóri Þróunarfélagsins þegar þetta var, jafnframt varst þú í ljósi þess að Þróunarfélagið átti 58% hlut í Kögun, settur yfir Kögun. Þannig að þú ert á báðum stöðum og auk þess orðinn um- talsverður hluthafi í Kögun, sem Þróunarfélagið hefur ekki hug- mynd um á þessum tíma ... „Þetta er rangt, þetta er rangt hjá þér, Agnes. Ég lét stjórn Þró- unarfélagsins vita og sagði það á stjórnarfundi, strax, ég man ekki hvort það var á árinu 1990 eða 1991, að ég sé með standandi boð í verðbréfafyrirtækjum í hlutabréf í Kögun. Ég muni hins vegar ekki kaupa neitt bréf af Þróunarfélag- inu sjálfu. En ég hafi áhuga á því að kaupa bréf í þessu félagi og telji að það þjóni hagsmunum þess að vera með standandi boð í félag- ið.“ - Þegar þú hættir hjá Þróunar- félaginu, ertu orðinn 12% hluthafi í Kögun hf. „12%? Ég man ekki hvort það var prósentan en ég var orðinn hluthafi í Kögun. Það er alveg ljóst. En ég keypti ekki þessi bréf.“ - Þegar þú ert framkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins, ertu sjálf- ur að kaupa þá hluti sem bjóðast í Kögun, rekur Kögun, þannig að þú veist í skjóli þíns starfs um allt sem er að gerast í Kögun. Er það eðlilegt, að þú getir notfært þér þær upplýsingar sem þú verður þér úti um í vinnu þinni sem starfsmaður Þróunarfélagsins til einkahagsbóta, að því er varðar kaup í Kögun? „Sko, þú getur vafalaust...“ - Þú veist hvað svona viðskipta- hættir heita í Bandaríkjunum - ólögmæt innherjaviðskipti. „Sko. í fyrsta lagi verður að gera greinarmun á því hvort þetta sé skráð félag á verðbréfamarkaði eða ekki. Það er það fyrsta. Síðan getur þú ekki tekið árið 1990 og borið það saman á hlutabréfa- markaði þá, þegar enginn vildi kaupa hlutabréf í einu eða neinu, og borið það saman við hluta- bréfamarkað í dag. Það er það fyrsta sem ég segi við þig. En ég var með standandi boð í mörg ár inni á hlutabréfamarkaði.“ - Ég er ennþá að spyrja þig - er þetta eðlilegt, af því að þú veist hvað þetta heitir í Bandaríkjun- um? „Ja, þú getur sjálf lagt út af því hvort þetta er eðlilegt eða ekki.“ - Nú er ég að spyrja þig. „Ég segi það við þig að þetta er ekki það sama og ef þú ert með skráð félag og þetta er ekki það sama að bera saman árið 1990 og árið 1998.“ -Þú ert að nota upplýsingar sem þú verður þér úti um í starfi þínu til einkahagsmuna og ert að kaupa sjálfur „prívat". Það er það sem ég er að spyrja þig um. Er það eðlilegt? „Ég greindi stjórn félagsins frá þessu.“ - Það er svarið? „Það er svarið. Það er svarið, Agnes.“ - Má ég þá spyrja af hverjum hafið þið hjónin keypt þessi 27% ykkar? „Agnes, þegar þú talar um 27% þarftu reyndar að skoða það að 27% voru ekki það sem við keypt- um í félaginu. Félagið hefur fært niður hlutafé og þannig hefur eignarhluturinn breyst. En þegar félagið var stofnað voru það tugir smáaðila sem stofnuðu það. Við höfum því keypt þetta út og suð- ur.“ - Þegar utanríkisráðherra veitti Kögun einkarétt til framleiðslu á hugbúnaði fyrir ratsjárkerfi varn- arliðsins var það sett sem skilyrði að eignarhald á Kögun yrði dreift og rætt um að hún yrði gerð að al- menningshlutafélagi sem færi á markað. Hvers vegna var það ekki gert? „Já, það er rétt, að þetta skilyrði var sett. Agnes, liðurinn í því að félagið kaupir þessi bréf sjálft var einmitt liður í þessu og ég ætla ekki að láta þig teyma mig yfir í það að fara að ræða innanhússmál í Þróunarfélaginu." - Er það ekki staðreynd, að þið hafið ekki uppfyllt þau skilyrði sem ykkur voru sett af utanríkis- ráðuneytinu, til þess að fá áður- nefndan einkarétt? „Agnes, viltu aðeins hlusta á mig. Ég ætla ekki að fara að tala um hvað gerðist inni í Þróunarfé- lagi, en að Kögun sjálf stýrði þessu - þ.e.a.s hlutabréfasölunni og næði þannig dreifðri eignaraðild og núna eru hluthafar hér um eða yfir 90 talsins - það var liður í að upp- fylla þetta.“ - Þetta er ekld almenningshluta- félag. „Þetta er ekki almenningshluta- félag, það er alveg rétt. Til þess, sko, eins og þú veist, þá þarf nú ákveðinn fjölda til þess.“ - Þið verðið nú ekki í vandræð- um með það ... „Að ná því? Enda er ekkert fyr- irséð með að það náist.“ - Er það á döfinni hjá Kögun hf. að gerast almenningshlutafélag? „Það er á döfinni að byrja þannig að huga að skráningu á Vaxtalistanum." Þegar utanríkisráðuneytið féllst á að Kögun fengi einkarétt til viðhalds var það gert að skilyrði að eignar- hald að Kögun yrði dreift aðeins verið keypt af Þróunarfélag- inu á fjórföldu nafnverði. Samkvæmt 42. grein laga um hlutafélög númer 32 frá 1978, þar sem fjallað er um lækkun hlutafjár segir að lækka megi í þrennu skyni; „Til jöfnunar taps, sem ekki verður jafnað á annan hátt.“ Það á ekki við í þessu tilviki. „Til greiðslu til hlut- hafa.“ Það á ekki heldur við í þessu tilviki. Og „Til afskriftar á greiðslu- skyldu hluthafa og til greiðslu til að leggja í sérstakan sjóð sem aðeins má nota samkvæmt ákvörðun hlut- hafafundar.“ Líkast til var niður- færslan studd því lagaákvæði að verið væri að afskrifa greiðslu- skyldu hluthafa. Þegar kaup Kögunar á hlut Þró- unarfélagsins voru orðin staðreynd í aprfllok 1993 greindi Gunnlaugur Þorgeiri Eyjólfssyni stjórnarfor- manni Þróunarfélagsins frá sölunni. Gunnlaugur hafði selt Kögun 58% hlut Þróunarfélagsins án þess að hafa stjómarheimild fyrir sölunni. Honum hafði einungis verið falið að kanna möguleika á sölu. Við þessi tíðindi verður algjör trúnaðarbrest- ur á milli framkvæmdastjóra og stjómarformanns Þróunarfélagsins og var Gunnlaugi gert að segja starfi sínu lausu og hætta þegar í stað, ella yrði hann rekinn. Vafasamir viðskiptahættir Viðmælendur eru sammála um að viðskiptahættir Gunnlaugs í þessu tiltekna máli hafi að minnsta kosti verið ósiðlegir og flestir telja að um óeðlilega misbeitingu og misnotkun upplýsinga hafi verið að ræða. Rök- stuðningur þeirra fyrir því er sá, að þegar Gunnlaugur starfaði sem framkvæmdastjóri Þróunarfélags- ins, þá vissi hann sem slíkur allt um stöðu Kögunar, því hann var settur inn sem framkvæmdastjóri Kögun- ar af Þróunarfélagi íslands vegna þess hversu stóran eignarhlut Þró- unarfélagið átti í Kögun. Hann vissi m.a. að fyrirtækið var miklu meira virði heldur en fram kom á pappír- unum. Þess vegna er hann að kaupa hluti í Kögun, þegar þeir bjóðast og leggja fram kauptilboð við eigendur hugbúnaðarfyrirtækja og er þannig að nýta sér upplýsingar sem hann býr yfir sem framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins og Kögunar sjálf- um sér til hagsbóta. Það vafasama við gjörning Gunnlaugs var, að hann nýtti sér upplýsingar, sem hann bjó yfir sem starfsmaður Þró- unarfélagsins, sjálfum sér til hags- bóta - upplýsingar sem hann hefði aldrei átt aðgang að, nema sem framkvæmdastjóri Þróunarfélags- ins og Kögunar. 78. grein þágildandi hlutafélaga- laga númer 32 frá 1978 er svohljóð- andi: „Hluthafafundur má ekki taka ákvörðun sem bersýnilega er fallin til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða fé- lagsins." Við blasir að kaup Kögun- ar á eigin hlutabréfum á undirverði og lækkun hlutafjár í kjölfarið aflaði ákveðnum hluthöfum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað félagsins. 51. grein sömu laga er svohljóð- andi: „Stjórnarmenn og fram- kvæmdastjórar skulu er þeir gerast stjórnarmenn eða framkvæmda- stjórar, gefa stjórninni skýrslu um hlutabréfaeign sína í félaginu og fé- lögum innan sömu félagasamstæðu. Þá skulu þeir síðar gefa skýrslu um kaup þeirra og sölu á slíkum hluta- bréfum." Það má spyrja hvort Kög- un hafi ekki talist samstæða við Þróunarfélag Islands þegar félagið átti orðið 58% í Kögun. Gaf Gunn- laugur stjórn Þróunarfélagsins slíka skýrslu? Raunar er óhætt að taka dýpra í árinni, en lagaákvæðið um sam- stæðu kveður á um, því færa má að því lagaleg rök að Kögun var orðin dótturfélag Þróunarfélagsins við það að eignarhluti Þróunarfélagsins í Kögun var 58%. Samkvæmt sömu lögum frá 1978 segir í 52. gi-ein: „Nú er hlutafé hlutafélags í öðru hlutafélagi orðið svo mikið að það fer með meirihluta atkvæða í félag- inu og telst þá fyrrnefnda félagið, móðurfélagið, en hið síðarnefnda, dótturfélag." I 52. grein segir einnig: „Fram- kvæmdastjóri annast daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efn- um fara eftir þeirri stefnu og fyrir- mælum sem félagsstjóm hefur gef- ið. Hinn daglegi rekstur tekur ekki til ráðstöfunar sem er óvenjuleg eða mikilsháttar." Gunnlaugur heldur því fram að þessi ráðstöfun hafi hvorki verið óvenjuleg eða mikilsháttar, en að sönnu hlýtur það að orka tvímælis að halda því fram, að ráðstöfun sem hann einn og sér ákvað fyrir fimm árum þýddi að Þróunarfélagið fékk tuttugu milljónir króna í sinn hlut fyrir eignarhlut sem í dag er 280 milljóna króna virði! Til fróðleiks skal þess getið, að ef Þróunarfélag íslands hefði ákveðið að eiga allan upphaflegan hlut sinn áfram í Kögun, þ.e. 71,04%, fram til dagsins í dag, fengist 341 milljón króna fyrir þann hlut nú. Dágóð ávöxtun það, í stað tuttugu milljón- anna sem Þróunarfélagið fékk í sinn hlut fyrir réttum fimm árum. Brot á 56. grein laganna? Þá er ekki úr vegi í þessu sam- bandi að vitna í 56. grein sömu laga, en þar segir: „Stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri mega ekki taka þátt í meðferð máls, um samnings- gerð milli félagsins og þeirra, um málshöfðun gegn þeim eða um samningsgerð milli félagsins og þriðja manns, eða málshöfðun gegn þriðja manni, ef þeir hafa þar veru- legra hagsmuna að gæta, sem kunna að fara á bága við hagsmuni félagsins. Skylt er stjórnarmanni og framkvæmdastjóra að upplýsa um slík atvik.“ Ekki verður annað séð en þátttaka Gunnlaugs í þessum viðskiptum hafí verið brot á 56. grein laganna. Tilvitnunum í lagabókstaf skal lokið með því að vísa í 60. grein sömu hlutafélagalaga frá 1978, en þar segir: „Félagsstjórn, fram- kvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimildir til þess að koma fram fyr- ir hönd félagsins, mega ekki gera | I i 1 I L ( i l i í i. i i I I I U ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.