Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 3/5 - 9/5 ► SAMTÖK hrossaræktenda á Norðurlandi utan Skaga- fjarðar, á Austurlandi og í Skaftafellssýslum hafa sent erindi til yfirdýralæknis og óskað eftir því við embættið að fram fari opinber rann- sókn á því hvernig smit barst í hross í Skagafirði. Búið var að heimila útflutning á hross- um af ósýktum svæðum til Evrópu en nú hefur á ný ver- ið sett á útflutningsbann. ► SVERRIR Hermannsson fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Jafn- framt hefur hann lýst því yfír að hann hyggist ganga í lið með þeim, sem beita sér í kvótamálinu. ► ÓLAFUR B. Ólafsson var endurkjörinn formaður Vinnuveitendasambands ís- lands á aðalfundi samtakanna í vikunni. Þátttaka í kosning- unum var tæp 99% og hlaut Ólafur 50,11% en Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi varaformaður samtakanna, hlaut 49,74% atkvæða. 198 at- kvæði voru auð eða 0,15%. ► LAG sem Halldór Kiljan Laxness samdi tólf ára gamall við ljóð Jakobs Jóhannessonar Smára, Til hennar, verður frumflutt á opnunarhátíð Iðn- ós 13. maí nk. Er þetta í fyrsta skipti sem lagið er flutt, að því er best verður vitað. Málþóf á Alþingi YFIR 40 þingmenn hafa rætt frum- varp til laga um sveitarstjórnarmál síðustu daga og er umræðan að verða með þeim lengri á Alþingi um einstakt mál. Langar og yfirgripsmiklar ræður með innskotum og tilvitnunum, sem virðast stundum nokkuð langsóttar, hafa einkennt umræðuna í rúma viku. Málið var afgreitt til þriðju umræðu á fóstudag. Skortur á iðnaðarmönnum MIKIÐ er að gera við verklegar fram- kvæmdir um þessar mundir og er far- ið að bera á skorti á sérhæfðum starfsmönnum, einkum iðnaðarmönn- um og véla- og tækjamönnum. Haft er eftir formanni Samtaka iðnaðarins að mikil spenna sé á þessum markaði og þarf að fara tíu ár aftur í tímann til að finna jafn mikið annríki í framkvæmd- um. * Akvörðun um hálendið Á FJÖLMENNUM borgarafundi í Reykjavík um hálendismál kom fram krafa um að frumvarp félagsmálaráð- herra um sveitarstjómarmál yrði ekki afgreitt. Það voru nokkur félög nátt- úruverndar- og útivistarfólks sem stóðu að fundinum og hafa þau boðað frekari aðgerðir. í bréfi þeirra til for- sætisráðherra er farið fram á að frum- varpið verði ekki afgreitt á þessu þingi. Telja þeir höfuðnauðsyn að ekki verði bundið með óafturkræfum hætti hvem- ig stjómsýslu- og skipulagsmálum verði háttað á miðhálendinu. Mannskæð skriðuföll á Suður-ftalíu STJÓRN ítah'u lýsti á föstudag yfir neyðarástandi í þremur héruðum í suð- urhluta landsins þar sem mannskæðar aurskriður féllu á þriðjudagskvöld. 112 lík höfðu fundist í gær og ítölsku al- mannavamimar sögðu að um 100 væri saknað en í raun og veru væri útilokað að segja nákvæmlega til um fjöldann. Bæjarstjómimar á svæðinu sögðu á fóstudag að aurskriðumar kynnu að hafa orðið um 300 manns að bana. Stjómin hefur sætt harðri gagnrýni íbúa í héraðinu vegna þess hversu seint og illa hjálp hefur borist. ítalskir fjöl- miðlar segja orsök skriðufallanna stjómlausar byggingarframkvæmdir, skógarhögg, skógareldar og rányrkja á landinu, sem valdi því að æ minni gróð- ur sé til að binda jarðveginn. Sáralítið þurfi til að hlíðamar fari af stað. Lög sett á verkföllin í Danmörku VERKFÖLLUNUM í Danmörku lauk á fimmtudag þegar danska þingið sam- þykkti lög á þau með 95 atkvæðum gegn 12. Takmarkið með lögunum var að auka ekki kostnað fyrirtækjanna en þau byggja á tillögu sáttasemjara, sem hafði verið felld. Tveir viðbótarfrídagar í lögunum em háðir því að viðkomandi hafi unnið um tiltekinn tíma hjá sama vinnuveitanda og foreldrar með böm undir fjórtán ára aldri fá þriðja frídag- inn. Greiðslur atvinnurekenda í eftir- launasjóði vom lækkaðar. ► BILL Clinton Bandaríkja- forseti bauð leiðtogum fsra- els og Palestínumanna til friðarviðræðna í Washington á morgun, mánudag, með því skilyrði að Israelar sam- þykktu tillögur Bandaríkja- manna um frekara afsal lands á Vesturbakkanum. Israelar höfnuðu þessu skil- yrði á föstudag og talsmaður Benjamins Netanyahus, for- sætisráðherra Israels, sagði að engar líkur væm á því að hann færi til Washington. Clinton bauð til fundarins eftir viðræður Madeleine AI- bright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við leiðtoga ísraela og Palestínumanna í London á mánudag og þriðjudag. ► FLOKKARNIR sem eiga fulltrúa á Lögþinginu í Færeyjum hófu viðræður um stjórnarmyndun á þriðjudag undir forystu Anfinns Kalls- bergs, formanns Fólka- flokksins. Flest bendir til að mynduð verði stjórn þriggja flokka, Fólkaflokksins, Þjóð- veldisflokksins og Sjálfstýri- flokksins. ► HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac Frakklandsforseti hittust í frönsku borginni Avignon á fimmtudag til að bæta samband sitt eftir stormasaman fund um síð- ustu helgi þar sem tekist var á um skipan yfirmanns nýs Seðlabanka Évrópu. Chirac hafð þá í gegn kröfu sína þess efnis að Frakkinn Jean- Claude Trichet tæki við af HoIIendingnum Wim Duisen- berg sem bankastjóri eftir Qögur ár. ► DAIMLER-Benz, stærsta iðnfyrirtæki Þýskalands, og Chrysler, þriðja stærsta bfla- fyrirtæki Bandaríkjanna, náðu á fimmtudag samkomu- lagi um mesta samruna iðn- fyrirtækja sem um getur og nýja fyrirtækið verður fimmti mesti bflaframleið- andi heims. Utflutningsverðmæti grálúðu fara minnkandi ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI grá- lúðu á þessu ári gæti orðið nálægt tveimur milljörðum króna, náist að veiða allt sem heimilt er, um 10.000 tonn, sem er minna en nokkru sinni undanfarin ár. Það er mun minna en á síðasta ári, enda var afli þá um 17.500 tonn og útflutningsverðmæti um 3 milljarðar króna. Grálúðukvótinn hefur minnkað mikið undanfarin ár, en hámarki náði veiðin í tæpum 60.000 tonnum 1989. Nú bendir hins vegar ýmislegt til að lægðinni sé náð, því veiðarnar hafa gengið miklu betur í ár en í fyrra. Nú eru eftir um 3.000 tonn af kvótanum samkvæmt nýjustu upp- lýsingum frá Fiskistofu, en líklega er minna eftir þar sem tilkynningar um afla skila sér ekki alltaf stráx. Grálúðuveiðarnaj- hafa gengið mjög vel að undanfómu og veiðist svarta sprakan eins og hún er stund- um kölluð líka, á hefðbundnum mið- um, á Hampiðjutorginu svokallaða. Skipin eru að fá mun meira af lúðu á togtíma en í fyrra, en þá voru veið- arnar sunnar og á dýpra vatni. Lúð- an er einnig jafnari að stærð, en um þessar mundir er hún feitust og bezt fallin til útflutnings. Það eru íremur fá skip, sem stunda veiðarnar. Vegna þess hve kvótinn er lítill á hvert skip er mikið um að fært sé á milli skipa tíl þess að þau sem veiðar stunda hafi nægilega Veiðiheimildir aldrei minni en veiðar ganga betur en áður Grálúðuafli á þús Ár íslandsmiðum tonn 1976D 1,7 1977CZ1 10,1 1978EZZ3 11,3 1979EZZE 16,9 1980EZZZZZ3 27,8 19811 : 15,5 19821 1 28,3 1983EZZZ2ZZ 28,4 miklar heimildir til að hafa eitthvað út úr veiðunum. Grálúðan er að mestu leyti veidd af frystiskipum. Þá er hún hausuð og slógdregin og fryst um borð og fer að langmestu leyti á markað í Japan. Verð á grálúðu á Japansmarkaði var hátt í fyrra, en lækkaði síðan lítil- lega. Það hefur síðan hækkað á ný og er nú í kringum 240 krónur á kíló. Grálúðustofnar víðast hvar eru í mikilli lægð, einkum við Grænland, ísland, Færeyjar og í Barentshafi. Mikið veitt umfram tillögur fískifræðinga Tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla á næsta fiskveiðiári liggja enn ekki fyrir, en mörg síð- ustu ár hefur aflinn verið langt um- fram tillögur fiskifræðinga, jafnvel tvöfalt meiri. í tillögum stofnunar- innar fyrir yfirstandandi ár, er lagt til að afli fari ekki yfir 10.000 tonn. Telur stofnunin að það sé nálægt kjörsókn og myndi veiðistofninn stækka nokkuð við þá sókn. Yrðu hins vegar veidd 25.000 eða meira myndi stofninn standa í stað eða minnka. Þau vandkvæði eru við stjórnun veiða úr grálúðustofninum að stofn- inn er einnig að hluta til innan lög- sögu Færeyja og Grænlands. Illa hefur gengið að ná samkomulagi við þær þjóðir um að draga úr veiðum sínum og því hefur niðurskurður á aflaheimildum innan lögsögu okkar orðið meiri en ella. Tvöföldun Gullinbrúar hafin " Morgunblaðið/Þorkell FYRSTA skóflustunga nýrrar akbrautar á Gullinbrú var tekin í gær. Framkvæmdir við breikkun brúarinnar sjálfrar hefjast í haust og á að Ijúka um mitt næsta ár. FRAMKVÆMDIR við tvöföldun Gullinbrúar frá Stórhöfða að Hallsvegi hófust í gær. Ný akbraut verður lögð vestan núverandi götu og í stað hringtorgs á gatnamótum við Fjallkonuveg og Lokinhamra koma ljósastýrð gatnamót. Ný frá- rein verður lögð frá Gullinbrú inn á Stórhöfða til vesturs og gerð verður ný tenging við Lokinhamra og Fjallkonuveg með tilheyrandi aðreinum, fráreinum og beygju- reinum. Fyrirhugað er að byggja nýja brú vestan núverandi brúar og lagfæra útlit þeirrar sem fyrir er. Samhliða þessu verður gerð göngubrú sem hengd verður neð- an í akstursbrýrnar yfir Grafar- vog. Jarðvegurinn sem kemur upp við gatnagerðina verður að mestu notaður í hljóðmanir sem bæta munu hljóðvist, en hljóðveggir verða reistir á a.m.k. þremur stöð- um við götuna. Framkvæmdum við gatnamótin við Fjallkonuveg lýkur í ágúst nk. og verkinu í heild um mitt næsta ár. Verkinu var skipt í tvö útboð, gatnagerð annars vegar og bygg- ingu brúa yfir Grafarvog hins veg- ar. Fyrri áfanginn var boðinn út nýlega og var samið við verktak- ana Háfell ehf., ÁN verktaka ehf. og Borgartak ehf., sem buðu sam- eiginlega rúmlega 119,3 miHjónir króna í verkið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við seinni áfang- ann hefjist í haust og verða út- boðsgögn tilbúin í lok þessa mán- aðar. Gullinbrú telst til þjóðvega og er því samvinnuverkefni Vegagerðar- innar og Reykjavíkurborgar. Skipulagsstofnun hefur lokið frumathugun á mati á umhverfísá- hrifum framkvæmdanna. í úr- skurðarorðum skipulagsstjóra er fallist á fyrirhugaða breikkun Gullinbrúar með ýmsum skilyrð- um, m.a. þeim að haft verði sam- ráð við fasteignaeigendur og að hijóðmanir taki mið af hljóðstigs- mælingum. Urskurð skipulags- stjóra má kæra til umhverfisráð- herra til 12. júní nk. Sverrir Hermannsson um svar Lárusar Ögmundssonar um vanhæfí Hefur engin vopn til að veija sig með „SVÖR hans eru fráleit. Þau eru svör örvæntingarfulls manns sem hefur engin vopn til að veija sig með og á sér engra kosta völ,“ segir Sverrir Hermannsson, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans, aðspurður um þá skoðun Lárusar Ögmundssonar, lögfræðings hjá Ríkisendurskoðun, að hann hafi ekki verið vanhæfur til að vinna að skýrslu stofnunarinnar til bankaráðs Landsbankans um lax- veiðar, risnu og fleira vegna þess að hann væri kvæntur systur Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Lárus lýsti því í Morgunblaðinu í gær að hann sæi ekki hvernig tengsl hans við Jóhönnu Sigurðar- dóttur gætu gert sig vanhæfan í málinu. „Það liggur ekkert fyrir um svör ríkisendurskoðanda sjálfs enda gef ég ekkert fyrir þau því að á honum er ekkert mark takandi," segir Sverrir Hermannsson. Hann segir að þrátt fyrir að tekið sé fram í stjórnsýslulögunum að þau nái til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en ekki til Alþingis eða stofnana þess geti menn séð hvort Alþingi ætti ekki að viðhafa enn strangari regl- ur. „Ætli það sé ekki enn brýnna fyr- ir Alþingi að gæta að vissum höfuð- reglum og að reglur þess um van- hæfi séu ekki síður strangar en reglur sem það setur öðrum í því sambandi. Það er undarlegt að ætla sér að skjóta sér undan því að þetta sé ekki bókstaflega tekið fram í lög- um og heyri ekki undir siðalögmál almennt og ætti að vera strangara þegar þessar stofnanir eiga í hlut.“ i \ \ ■ I > i \ i i I i l í I t i ) i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.