Morgunblaðið - 10.05.1998, Side 35

Morgunblaðið - 10.05.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 35 <í FRÉTTIR fyrir miklum búsifjum vegna veiði- hruns í vatninu og jafnframt hafa tapast markaðir, t.d. varðandi murtu, sem búið var að vinna að og afla til margra ára með miklum til- kostnaði af fyrirtækinu Ora og bændum við vatnið. Nú þegar murtuveiðin er farin að glæðast á ný þarf að vinna þessa markaði upp að nýju með æmum tilkostnaði, en ég tel afar mikil- vægt að murtuveiði verði stunduð í Þingvallavatni að vissu marki, til að halda jafnvægi í lífríki þess. Það væri því ekki óeðlilegt að bændum við vatnið yrði jafnframt bættur skaðinn, að því marki sem hægt er. Ræða þarf almennt um úrbætur án fordóma með framtíð- arsýn í huga. Nota þarf kunnáttu og dýrmæta þekkingu staðkunnugra heima- manna á svæðinu, en þar er um að ræða mikla þekkingu sem ber að nýta og meta samhliða þekkingu vísindamanna. Með framangreinda þætti í huga ætti að vera hægt á nokkrum ára- tugum að endurreisa að hluta þá þætti sem miður hafa farið í lífríki Þingvallavatns og þar með hinn sérstæða og dulúðuga stórumða- stofn. Eg skora því á hina ágætu þing- menn, sem lagt hafa fram áður- nefnda þingsályktun, að láta skoða málið í heild með framanskráð til hliðsjónar. Þingvallasvæðið verður aldrei samt fyiT en búið verður að endur- reisa hinn séríslenska stórurriða- stofn sem Þingvallavatn geymdi fyrrum og veiðimenn glímdu gjarn- an við silfurbjartan og kröftugan við vatnið fagra. Þeir sem lentu í þeirri glímu gleyma henni aldrei, samanber skáldið Olaf Jóhann Sigurðsson, og sóttu því svæðið aftur og aftur með von í brjósti um að silfurbjartur stórurriði biti á agnið og upphefði forna gh'mu manns og fisks. Þessa sérstæðu Islandsglímu þarf að endurvekja, þannig að því sem nú er talið goðsögn yngri manna verði breytt í staðreyndir fyrri tíma. Með útgáfu á bókinni Urriða- dansi var reynt að lyfta sögu Þing- vallaurriðans á þann stall sem hon- um ber að vera á. I bókinni koma fram staðreyndir og margvíslegur fróðleikur um Þingvallaurriðann, hátterni hans og sögu, bók sem vert er að lesa sér til fróðleiks og skemmtunar. Samhliða endurreisn Þing- vallaumðans þarf að styrkja og efla þá búsetu sem eftir stendur við vatnið og bæta hag ábúenda, þannig að þeir geti áfram haldið þar uppi snyrtilegri byggð og bú- setu, sem hæfir Þingvallasvæðinu í heild. Jafnframt þarf að gæta þess og tryggja að það verði kappsmál hjá sumarhúsaeigendum umhverfis vatnið að sumarhúsum sem þar eni verði haldið sem best við. Þingvallasvæðið, það er allt um- hverfi Þingvallavatns, yrði snautt án grænna túna með mannlífi á bæjum og bændum við vatnið að vitja neta. Það er svo enn í dag að aðferð bænda við netaveiði við vatnið er að mestu sú sama og verið hefur frá fornu fari. Þar liggur að baki merk saga Þingvallasvæðisins með margvíslegu ívafi um viðureign við Þingvallaurriðann og almennu lífs- hlaupi fólks, nú sem fyrrum, við vatnið. Þessir þættir þurfa að hald- ast í hendur, svo saga og ásýnd þessa sérstæða svæðis verði ekki minning og jafnvel talin goðsögn ein, þegar fram líða tímar. Það er hlutur sem við megum ekki láta gerast í dag, að merk saga lands og þjóðlífs hverfi, þegar hægt er að koma í veg fyrir slíkt. A undanförnum misserum hef ég verið að íhuga hvort ekki væri rétt að koma á stofn sögu- og menning- arsafni við Þingvallavatn, til að vernda sögu svæðisins, sem nú þegar er óðfluga að hverfa. Höfundur er lögTegluma dur. Fyrirlestrar um geð- heilsu barna og unglinga í TILEFNI af Alþjóðlegum geð- heilbrigðisdegi hinn 10. október sl. sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda var ákveðið af starfsfólki Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almenn- ings tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Fræðslukvöldin bera yfirskrift- ina: Hegðun, tilfinningar og þroski - Hefur þú áhyggjur af barninu þínu? Efni þeirra hefur verið skipt í þemu, þannig fjölluðu fyrstu kvöldin um geðheilsu barna, næst var tekin fyrir geðheilsa ungbama og nú er komið að því að fjalla um geðheilsu unglinga. Sjöundi fræðslufundurinn verður mánudagskvöldið 11. maí kl. 20 á Bama- og unglingageðdeild Land- spítalans, Dalbraut 12 (ekið inn fi-á Leirulæk). Efni kvöldsins verður: Þroskaverkefni unglingsáranna, samskipti foreldra og unglinga í um- sjá Agnesar Huldar Hraíhsdóttur sálfræðings og Unnar Hebu Stein- grímsdóttur geðhjúkrunarfræðings. Spumingar frá þeim sem sækja fræðsluna verða vel þegnar. Aðgang- ur að fræðslukvöldunum er ókeypis. Boðið verður upp á kaffiveitingar. ABR heldur fundum hálendið ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykjavík boðar til umræðufundar í flokksmiðstöð Aiþýðubandalags- ins Miðgarði, Austurstræti 10, mánudagskvöldið 11. maí kl. 20.30. Fundarefnið er: Hver á hálendið? allir? enginn? sumir? Framsögumenn verða Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur og Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Fundarstjóri Álf- heiður Ingadóttir ritstjóri. Fyrir- spumir og almennar umræður. Hafnarfjörður Frambjóð- endur og börn og sérþarfír FABS Félag aðstandenda bama með sérþarfir í Hafnarfirði heldur fund þriðjudaginn 12. maí kl. 20 í Hvaleyrarskóla. Þar munu fi-ambjóðendur allra framboða mæta og kynna hvemig þeir ætla að tryggja hag bama með sérþarfir í bæjarfélaginu. í lokin gefst fundargestum kostur á að koma með fyrirspurnir til fram- , bjóðenda. Allir velkomnir. REYKJAVlK: Heimskringlan, Kringlunni. VESTURLAND: Hljnmsýn, Akranesi. Kaupfálag Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfirði. VESTFIRÐIR: Rafbúð Jónasar Þórs, Patreksfiröi. Póllinn, Isafiröi RÐURLAND: KF Steingrímsfjaröar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. KF Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö, Sauðárkróki. KEA, Dalvík, Bókval, Akureyri. Ljósgjalínn, Akureyri. KF Þingeyinga, Húsavik. D KF Héraösbúa, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kauptún, Vopnafiröi. KF Vopnfirðinga, Vopnafiröi. KF Héraðsbúa, Seyöisfirði. Turnbræður, Seyðisfirði.KF Fáskrúösfjarðar, Fáskrúðsfirði. KASK, Djúpavogi. KASK, Höfn Homafirði. Rafmagnsverkstæði KH, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Heimstækni, Selfossi. KÁ, Selfossi. Hás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg, Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Garði. Rafmætti, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.