Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 10. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR RÍKISENDURSKOÐUN er ein mikilvægasta stofnun hins opinbera. Þegar stofnunin var flutt frá framkvæmdavaldinu og undir löggjafarvaldið var stigið afar mikil- vægt skref til þess að efla löggjafar- valdið og auka aðhald með fram- kvæmdavaldinu. Sú ráðstöfun var löngu tímabær og einn þáttur í markvissri viðleitni Alþingis til þess að endurheimta eðlilega stöðu þjóð- þingsins gagnvart framkvæmda- valdinu. Þar eiga mestan þátt að máli tveir forsetar Alþingis, þeir Þorvaldur Garðar Kristjánssson og Ólafur G. Einarsson, núverandi for- seti þingsins. Hlutverk Ríkisendurskoðunar er svo mikilvægt að gera verður mjög stífar kröfur til stofnunarinnar og starfshátta hennar. Á undanfömum árum hafa við og við vaknað spum- ingar um, hvort vinnubrögð stofn- unarinnar væm nægilega nákvæm og vönduð. Þær umræður hafa sjaldnast farið fram opinberlega en þó eru ekki margir mánuðir síðan stofnunin fékk á sig harða gagnrýni í umræðum á Alþingi m.a. frá Frið- riki Sophussyni, þáverandi ijármála- ráðherra. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Landsbankans leiddi til þess, að allir bankastjórar bankans sögðu af sér um páskana. Frá þeim tíma hafa birzt hér í blaðinu all- margar greinar eftir Sverri Her- mannsson, fyrrverandi bankastjóra, sem vakið hafa þjóðarathygli en jafnframt verið umdeildar bæði vegna stíls og efnis. í mörgum þeirra hefur bankastjórinn fyrrver- andi vikið að einstaklingum, sem að sjálfsögðu hljóta að taka ákvörð- un um það, hvort þeir svara fyrir sig eða láta kyrrt liggja. Öðru máli gegnir hins vegar um Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. grein eftir Sverri Hermannsson, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag. í þeirri grein lýsir hann þeirri skoðun, með tilvísun til lagaákvæða, að til- tekinn starfsmaður Ríkisendurskoð- unar hafi skv. stjómsýslulögum ver- ið vanhæfur til þess að fjalla um málefni Landsbankans vegna venzla við þann þingmann, sem upphaflega bar fram fyrirspum um málið. í úttekt Morgunblaðsins á þessu máli í gær kemur hins vegar fram, að stjómsýslulögin taki ekki til stofnana, sem heyri undir löggjafar- valdið og þar með nái þau ekki til Ríkisendurskoðunar. En jafnframt sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblað- ið: „Það breytir ekki því, að menn verða náttúrlega að gæta vissra höfuðreglna. Ég lít svo á og það er ekki gott, ef hæfí starfsmanna Rík- isendurskoðunar er dregið í efa.“ Athugasemdir við starfshætti Ríkisendurskoðunar era allt annars eðlis en athugasemdir um starfsað- ferðir einstaklinga í stjómmálum eða á öðram sviðum. Slíkar athuga- semdir snerta almannahag og þess vegna ber að skoða þær af fullri alvöru og á málefnalegan hátt. Það vekur auðvitað athygli, ef vanhæfisreglur stjómsýslulaga ná ekki til stofnana, sem heyra undir Alþingi. Væntanlega felst ekki í því, að löggjafínn líti svo á, að gera eigi minni kröfur til stofnana og starfsmanna, sem heyra undir þing- ið en þeirra, sem tilheyra fram- kvæmdavaldinu. Þvert á móti verður að ætla, að jafnvel þótt stjórnsýslu- lögin taki ekki formlega til stofnana á vegum Alþingis hljóti menn að gera sömu kröfur til þeirra og ann- arra m.a. í sambandi við vanhæfí. Af þeim sökum er óhjákvæmi- legt, að forsætisnefnd Alþingis fjalli um þau sjónarmið, sem Sverrir Her- mannsson setti fram í grein sinni um vanhæfí ákveðins starfsmanns Ríkisendurskoðunar. Eðlilegt er, að ríkisendurskoðandi sjálfur lýsi sinni afstöðu enda er í stjórnsýslulögum ákvæði um, að yfirmaður stofnunar hafí framkvæði um að starfsmaður komi ekki að málum, ef um van- hæfí geti verið að ræða. Mál af þessu tagi snúast ekki fyrst og fremst um það, hvort við- komandi einstaklingar láti einhvers konar fjölskyldutengsl hafa áhrif á gerðir sínar heldur hitt að koma í veg fyrir, að nokkrar efasemdir geti verið um niðurstöður eða ákvarðanir vegna tortryggni, sem slík tengsl vekja alltaf ekki sízt í litlu samfélagi sem okkar. Þess vegna verður afstaða forsætisnefnd- ar Alþingis og ríkisendurskoðanada að liggja fyrir í þessu tiltekna máli til þess að þingið geti metið, hvort tilefni er til að skýra lagaákvæði um ríkisendurskoðun að þessu leyti. ÞJONUSTA VIÐ KJÓS- ENDUR OG FRAMBJÓÐ- ENDUR ETÚTGÁFA Morgunblaðsins starfrækir sérstakan kosn- ingavef fram að kosningum, þar sem er að fínna margvíslegar upp- lýsingar um sveitarstjómarkosning- amar, og menn og málefni þeim tengd. Netútgáfan býður að sumu leyti upp á möguleika á þjónustu, sem ekki er hægt að veita í blaðinu sjálfu, m.a. vegna þess að segja má, að rými netútgáfunnar sé nán- ast takmarkalaust, sem ekki verður sagt um dagblað. Af þessum sökum hefur Morg- unblaðið ákveðið að bjóða kjósend- um í öllum sveitarfélögum að beina fyrirspumum til frambjóðenda allra flokka um þau málefni, sem þeim liggja á hjarta. Að svo miklu leyti, sem spumingar og svör teljast frétt- næm verður um þau fjallað í fréttum Morgunblaðsins. Morgunblaðið vill hvetja kjósend- ur um allt land til þess að notfæra sér þessa þjónustu. RÍKISENDURSKOÐUN JÓNAS Hallgrímsson notar mælikvarða fegurðar á sannindi og skynsemi þegar hann segir að varla hafí skynsemin í ann- an tíma öðlazt fegurri vitnisburð, „hvað hennar dómar séu óbrigðulir“ en þegar menn gerðu sér grein fyrir lögun jarðar, og minnir þannig á hugmyndir ýmissa helztu forystumanna nútímaeðlis- fræði um fegurð sem forsendu sanninda. „Því það var ekki fyrr enn seinna, að jörðin var mæld so nákvæmlega, að lögun hennar fanst með öllu, og þá reyndist það sem áður er sagt, að hún var öldúngis eins og menn áður af skynseminni höfðu tilgetið. Þannig varð manns- ins getgáta að áþreifanlegum sann- indum, staðfest af reynslunni með fegursta móti.“ Engu er líkara en hér tali einn af frumkvöðlum skammtaaflsfræð- innar. Jónas lagði mikið uppúr sannleikan- um eins og gert var í formála Fjöln- is, og nefnir hann á tveimur mikil- vægum stöðum í Ijóðum sínum. En fegurðin er ávallt í fylgd með sann- leikanum eins og í kenningum margra síðari tíma eðlisfræðinga. „Skynsemina þyrstir eptir sannleik- anum vegna hanns sjálfs; hann er henni dýrmætari enn so, að hún í hvurt sinn spuiji sig sjálfa, til hvurra nota hann sé; hann er sál- inni eins ómissandi og fæðan er lík- amanum," segir í Fjölnisformálan- um. Jónasi er mikið niðri fyrir þeg- ar hann nefnir sannleikann í kvæð- um sínum: Brann þér í bijósti, bjó þér í anda, ást á ættjörðu, ást á sannleika, segir í Saknaðarljóði þegar hann fjallar um Skafta Tímóteus Stef- ánsson frænda sinn, einhvem mesta atgervismann þeirra Hafnarstúd- enta, en hann lézt um aldur fram 28 ára gamall. Páll Melsteð hefur komið því til skila að þeir Jónas töluðu mikið saman um þau mál- efni sem báðum stóð hjarta næst. „Þeir Jónas og Skafti áttu oft tal saman, bæði á Bessastöðum og í Kaupmannahöfn so eg heyrði, og var það oftast skemmtilegt; þeir voru vinir og þó í kappræður færi, var það ætíð í góðu; þeir töluðu um alla hluti og lögðu sína dóma á það allt,“ segir í endurminningum Páls Melsteðs. Skafti drukknaði í Holm- ens Kanal í aprílmánuði 1836. Þeir Jónas voru bræðrasynir. í Kveðju til Uppsalafundarins, 1843, talar Jónas einnig um sann- leikann í lokaerindinu sem er eins- konar hvöt til norrænna manna um að standa saman, enda séu þeir „samþjóða". Jónas segir sigri sannindi og samheldi. Ást guðs öllum hlífi! í kvæðinu til Páls Gaimard er vísindaleg afstaða náttúrufræð- ingsins rækilega fléttuð inní guðs- trú hans og þar leynir sér ekki held- ur sveitarómantíkin né þrá Jónasar eftir alþingi á Þingvöllum. Þessi samtvinnun kemur mjög víða fyrir í Ijóðum skátdsins og er raunar eitt helzta einkenni þeirra. Eggert Ólafsson er persónugervingur framfaranna eins og við sjáum í Hulduljóðum, þar sem hann er einn- ig að sjálfsögðu nefndur í tengslum við fyrrnefnda sveitarómantík. En huldan verður þá tákngervingur náttúrunnar og þess guðlega anda sem býr í henni að dómi skáldsins. Hann vefur vísindahyggju sína inní sjaldgæflega einlæga guðstrú sem honum er augsýnilega í blóð borin. Þessi trú verður svo hvergi betur heimfærð en í Sólsetursljóði, sem er einskonar þýðing eða endursögn í anda Jónasar á erlendum skáld- skap, en það var venja hans að endurskapa það sem hann íslenzk- aði, hvort sem það var eftir Heine eða Schiller eða einhveija aðra, og þá varð það íslenzkara en allt sem íslenzkt er. í Sólsetursljóði standa þessi orð: Blessuð, margblessuð, ó blíða sól! blessaður margfalt þinn beztur skapari! fyrir gott allt sem gjört þú hefur uppgöngu frá og að enda dags. Og síðar í ljóðinu segir skáldið að geislar sólarinnar veki mynd guðs hins máttka. Og í ljóðinu Ad amicum, eða Til vinar, er upphafs- erindið svohljóðandi: Ár var alda, þá er endurborin fold in ijallsetta í fyrsta sinn veltast tók völ um vegu ókunna að orði alvalds sem alit um skóp. M. HELGI spjall SUNNUDAGUR 10. MAÍ1998 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. maí AÐ FER LÍTIÐ FYRIR sveitarstjórnarkosning- unum, sem fram fara eftir tvær vikur, enn sem komið er. Til þess liggja ýmsar ástæður. Ein er sú, að fram að þessu hefur athygli fólks beinzt að Landsbankamálinu svo- nefnda og eftirmálum þess. Þeim umræð- um er augljóslega ekki lokið og má búast við, að þær standi enn um skeið. Þar sem Landsbankamálið snertir á margvíslegan hátt kjamann í íslenzku samfélagi ogteng- ist stjórnmálum og þjóðfélagsátökum með ýmsum hætti hefur frambjóðendum í sveit- arstjórnarkosningum og þá sérstaklega borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík einfaldlega ekki tekist að beina athygli kjósenda að þeim málum, sem kosið verð- ur um eftir fjórtán daga. Að öðru leyti er ástæðan áreiðanlega sú, að kjósendur í flestum sveitarfélögum eiga erfitt með að átta sig á um hvað er deilt. Um hvaða málefni er tekist á í kosn- ingum til sveitarstjórna nú? Það vefst áreiðanlega fyrir mörgum að svara þeirri spurningu. Svo má jafnvel með rökum spyija, hvort frambjóðendur séu að fjalla um þau málefni, sem kjósendur tala mest um. Enn sem komið er ber t.d. ekki mikið á umræðum um skólamál og dagvistarmál í kosningabaráttunni. Þó fer ekki á milli mála, að þau málefni brenna ekki sízt á ungu fólki. Hið mikla góðæri í landinu á sinn þátt í því hversu lítill áhugi virðist vera hjá almenningi á kosningabaráttunni. Lang- flestir landsmenn hafa það gott. í frægri kosningabaráttu í Bretlandi fyrir u.þ.b. fjörutíu árum sagði Harold Macmillan, þáverandi forsætisráðherra Breta og leið- togi íhaldsflokksins: Þið hafíð aldrei haft það svona gott. Með sama hætti gæti Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagt við landsmenn nú: Þið hafið aldrei haft það svona gott. Þessi staðreynd veldur því auðvitað, að minni áhugi er á sveitarstjórn- arkosningunum en ella. Þá er einnig á það að líta, að nú sjást tæpast í stjórnmálabaráttunni hér nokkrar eftirstöðvar frá dögum kalda stríðsins. Á þeim árum gat það ráðið úrslitum um framtíð íslenzku þjóðarinnar hver niður- staðan yrði í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Það er liðin tíð, að yfirráð í borgarstjórn Reykjavíkur skipti svo miklu máli, þótt þau skipti auðvitað máli. Lok kalda stríðsins hafa gjörbreytt stjórn- málaátökunum hér, eins og alls staðar á Vesturlöndum. Skoðanakannanir benda ákveðið til þess, er hér er komið sögu, að Reykjavíkurlist- inn hafí umtalsverða yfírburði í kosninga- baráttunni og að Sjálfstæðisflokkurinn njóti mun minna fylgis í Reykjavík en á landsvísu. Endurteknar skoðanakannanir, sem allar benda í sömu átt hafa auðvitað orðið til þess að gagnrýni hefur beinzt að Árna Sigfússyni, fyrrverandi borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðismanna í kosninga- baráttunni í Reykjavík. Þeir sem hafa uppqþá gagnrýni gleyma því hins vegar, að Árni Sigfússon hefur verið í forystu fyrir Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn Reykjavíkur við aðstæður sem enginn ann- ar borgarstjóri eða leiðtogi Sjálfstæðis- manna í borgarmálum hefur þurft að tak- ast á við. í borgarstjórnarkosningunum árið 1994 var Árni Sigfússon fyrsti borgarstjóri í valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem stóð frammi fyrir sameiginlegu fram- boði vinstri manna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nokkrum sinnum haldið meirihluta sínum í Reykjavík með minnihluta at- kvæða vegna skiptingar atkvæða á milli vinstri flokkanna. Enginn annar borgar- stjóri Sjálfstæðisflokksins hefur nokkru sinni þurft að heyja baráttu um yfirráðin í borgarstjórn við þær aðstæður. Þegar til þess er horft, að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki meirihlutaflokkur á landsvísu þurfti engum að koma á óvart, að sú barátta yrði erfið fyrir fjórum áram. Það má held- ur ekki gleyma því að kosningabarátta Sjálfstæðismanna þá var háð við erfíðar aðstæður og í skugga einnar mestu kreppu, sem yfír þjóðina hefur gengið á þessari öld. Kosningabaráttan til borgarstjórnar 1970 var mjög erfið enda háð við svipaðar aðstæður að þvl leyti, að þá var þjóðarskút- an rétt að byija að sigla upp úr djúpum öldudal mikillar kreppu. Þá naut Sjálfstæð- isflokkurinn forystu Geirs Hallgrímssonar, sem notið hafði fádæma vinsælda sem borgarstjóri en engu að síður hafðist meiri- hlutinn einungis með herkjum. Þá var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, svo svartsýnn á úrslitin að tveimur dögum fyrir kosningar kom hann í heimsókn á ritstjórn Morgunblaðsins og lýsti þeirri skoðun, að það væri nánast ómögulegt fyrir einn flokk að halda öllu lengur meirihluta í borgarstjóm Reykja- víkur. í kosningabaráttunni nú er Árni Sigfús- son fyrsti oddviti Sjálfstæðismanna í minnihluta sem tekst á við sameinaðan lista vinstri manna. Það liggur í augum uppi, að það er erfíðara að vinna vígið á nýjan leik við þær aðstæður heldur en þegar vinstri menn era sundraðir I kosn- ingabaráttunni og bjóða fram hver í sínu Iagi. Þetta tvennt verða menn að hafa I huga, þegar staða Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni er metin nú. Á hinn bóginn er Ijóst, að staða Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönnunum í Reykjavík er óvenju slök. Samkvæmt þeim nær flokkurinn engan veginn því fylgi, sem hann hefur í könnunum á landsvísu og heldur ekki því meðaltalsfylgi, sem hann hefur haft yfír landið allt í þingkosningum, sem er mun minna en meðaltalsfylgi í þing- kosningum í Reykjavík. Þetta sýnir annað hvort, að ekki er allt sem skyldi í kosninga- baráttu Sjálfstæðisflokksins eða styrkleiki Reykjavíkurlistans svona mikill. I þessu sambandi fer tæpast á milli mála, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt með að fóta sig á málefnum í þess- ari kosningabaráttu. Þó er augljóst, að flokkurinn hefur á réttu að standa í Geld- inganesmálinu. Reykjavíkurlistinn er þar á rangri leið og Geldinganesmálið er stærsta skipulagsmál sem nú er á döf- inni. Það er ekki ofmælt hjá frambjóðend- um Sjálfstæðisflokksins, að ef áform Reykjavíkurlistans um Geldinganes ná fram að ganga verður þar sannkallað umhverfísslys. Þá er augljóst, að frambjóð- endum Sjálfstæðisflokksins hefur ekki tek- izt að koma til skila til kjósenda að hveiju þeir stefna með greiðslum til þess að auð- velda öðru hjóna að vera heima og annast börn sín. Meiningin er góð eins og dansk- ir mundu segja, en ungar og vel menntað- ar konur með góð laun telja, að Sjálfstæð- isflokkurinn ætli með þessari stefnumörk- un að senda þær inn á heimili sín aftur. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða að útskýra þessa stefnu betur fyrir þessum hópi kjósenda. Þótt staða Sjálfstæðisflokksins sé því erfið tveimur vikum fyrir kosningar er hún ekki vonlaus. Fjölmörg dæmi eru um það í kosningum á Vesturlöndum, að slíkri stöðu hafi verið snúið við á skömmum tíma fyrir kosningar. Til þess að svo megi verða þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hins vegar að sýna samheldni og meiri baráttuhug og draga alveg skýrar línur á milli sín og frambjóðenda Reykjavíkurlist- ans. Reykvíkingar verða að vita um hvað Á KJÖRDAG 1994 skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, núverandi borgar- stjóri, grein hér í blaðið þar sem hún sagði m.a.: „Reykjavíkurlistinn er kominn til að breyta í Reykjavík. Ég hyggzt vinna að þeim breytingum í samráði og sam- vinnu við íbúa borgarinnar - með Reykvík- ingum en ekki á móti þeim eins og Sjálf- valið snýst. kominn til að breyta í Reykjavík“ stæðisflokkurinn hefur alltof oft leyft sér.“ Nú er ekki óeðlilegt að spurt sé fjórum árum seinna: Hveiju hefur Reykjavíkurlist- inn breytt? Það hefur auðvitað verið kjarn- inn í málflutningi vinstri manna alla tíð, hvort sem er í sveitarstjómarmálum eða landsmálum, að þeir mundu taka upp allt aðra stefnu en Sjálfstæðisflokkurinn, kæmust þeir til valda. Hið athyglisverða við Reykjavíkurlistann og borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er sú staðreynd, að hið sameinaða framboð vinstri manna hefur horfíð frá því að gera nokkrar breytingar á stjórn Reykjavíkur- borgar sem máli skipta. Reykjavíkurlistinn hefur ekki beitt sér fyrir nokkrum þeim umbótum í lífí og starfi borgarbúa, sem haft hafa afgerandi og augljósa þýðingu í daglegu lífi þeirra. í þessu lýsir sér lítill metnaður af hálfu stjórnmálaflokka, sem áratugum saman höfðu barizt fyrir því að ná meirihluta í Reykjavík en ekki tekizt nema á árunum 1978-1982. Til hvers eru menn í stjórn- málum? Er það bara til að halda völdum? Er ekki tilgangurinn sá að breyta þjóðfé- laginu til hins betra? Hvað gerði Reykjavík- urlistinn, þegar hann fékk tækifærið eftir kosningarnar 1994? Það væri afar fróðlegt að heyra útlistun borgarstjórans á því. Þær skýringar mundu segja mikla sögu um stöðu vinstri manna í íslenzkum stjórnmál- um yfirleitt. Hvað hafa þeir fram að færa um þessar mundir? Með góðum hug er hægt að segja, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafí haldið í horfinu. Það er allt og sumt. Og tæplega þó. Staðreyndin er sú, að á síðustu fjórum árum hefur orðið ákveðin stöðnun í málefn- um Reykjavíkurborgar. Allar helztu fram- kvæmdir borgarinnar á þessum fjórum árum era framhald á ákvörðunum, sem teknar höfðu verið og hafizt handa um fyrr á árum. Það á bæði við um þá miklu hreinsun, sem orðið hefur í sjónum í kring- um höfuðborgarsvæðið og einnig um út- þenslu borgarinnar. Þau byggingarsvæði, sem unnið hefur verið við eru öll sam- kvæmt skipulagsákvörðunum, sem teknar höfðu verið í tíð Sjálfstæðisflokksins. Eina nýja ákvörðunin í skipulagsmálum Reykja- víkur er Geldinganesið, þar sem borgar- stjórnarmeirihlutinn er á rangri leið og svo að sjálfsögðu sameiningin við Kjalarnes, sem samþykkt hefur verið í atkvæða- greiðslu í báðum sveitarfélögunum og eng- inn ágreiningur er um. í grein sem Ingibjörg Sólrún skrifaði í Morgunblaðið hinn 18. maí 1994 sagði hún m.a.: „Sveitarfélögin geta hins vegar ekki horft upp á það aðgerðalaus að fyrirtækin leggi upp laupana hvert á fætur öðru og dugmikið og vinnufúst fólk sé dæmt til að mæla göturnar. Þau hljóta að gera það, sem í þeirra valdi stendur til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast.“ Nú er það auðvitað svo, að það voru ekki aðgerðir Reykjavíkurlistans í borgar- stjórn Reykjavíkur, sem urðu til þess að atvinnuleysi minnkaði í Reykjavík. Þar áttu hlut að máli annars vegar átök at- vinnulífsins og hins vegar skynsamleg efnahagsstefna. Hitt er alveg ljóst, að á síðustu fjórum árum hefur borgarstjórinn og meirihluti hennar horft á það nánast „aðgerðalaus", að fólk og fyrirtæki hafa fært sig um set á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og stöðnun hefur verið í Reykja- vík hefur verið gífurlegur og ótrúlegur vöxtur og uppbygging í Kópavogi, næsta nágranna Reykjavíkur, þar sem að öllum öðrum ólöstuðum Gunnar I. Birgisson, for- ystumaður Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi, hefur átt mestan hlut að máli. Vöxturinn í Kópavogi sýnir kraftinn í atvinnulífinu á höfuðborgarsvæðinu á því kjörtímabili sem nú er að líða. Hvernig stendur á því, að sá kraftur hefur ekki endurspeglast í Reykjavík, sjálfri höfuð- borginni? Er metnaður borgarstjórans og hins sameinaða framboðs vinstri manna ekki meiri en svo, að þeim nægi að halda í horfinu og varla það? Hvar eru nú öll hin háleitu markmið um að breyta þjóðfé- laginu - og Reykjavík?! KJÓSENDUR geta hins vegar spurt með nokkrum rétti, nú þegar tvær vikur eru til kosninga hvers vegna hin stóru mál era ekki rædd í þessum sveitarstjórnarkosningum? Og hvað er átt við með stóru málunum? Þar er auðvitað fyrst og fremst átt við sameiningu sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta svæði er að renna saman í eitt og stefnt hefur í þá átt í mörg ár. Það þýðir að það er út í hött, að hvert sveitarfélag um sig vinni að skipulagsmálum sínum óháð því, sem gerist annars staðar og síðan séu settar upp rándýrar nefndir með tilheyrandi sér- fræðingum til að samræma sjónarmiðin, gatnakerfi og þess háttar. Það er að verða eitt helzta hagsmuna- mál íbúa á þessu svæði, að sem mest sam- eining verði á milli sveitarfélaga. Það mundi spara stórfé í skattgreiðslum íbúa sveitarfélaganna. Það er gersamlega út í hött, að á þessu svæði skuli vera kjörnar sjö sveitarstjórnir. Fyrir utan kostnaðinn við sveitarstjórnirnar sjálfar og nefnda- farganið í kringum þær eru settar upp jafn margar bæjar- og hreppsskrifstofur með allri þeirri yfírbyggingu, sem því kerfí fylgir. Þetta kerfi er orðið alltof umsvifa- mikið og alltof dýrt. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að sameina beri Reykjavík, Kópa- vog, Seltjarnarneskaupstað og Mosfellsbæ I eitt sveitarfélag og Hafnarfjörð, Garðabæ og Bessastaðahrepp í annað. Það er alveg nóg að hafa tvö sveitarfélög á þessu svæði og með því mundi sparast stórfé, sem er betur komið í vösum skattgreiðenda sjálfra. Landsbyggðin hefur gert stórátak f sameiningu sveitarfélaga en höfuðborg- arsvæðið lætur sinn hlut eftir liggja. Þar ráða mestu sérhagsmunir þeirra, sem hafa af ýmsum ástæðum hag af því, að sveitar- félögin séu svona mörg, sem er arfur frá Iiðinni tíð en engin rök eru lengur fyrir. Um þetta mál er ekkert rætt í kosningabar- áttunni og það er óskiljanlegt. Annað stórt mál, sem heldur ekki er rætt í kosningabaráttunni era þær hug- myndir, sem fram hafa komið um að færa valdið í málefnum sveitarfélaganna frá sveitarstjómum til fólksins. Um þetta var fjallað ítarlega hér í Morgunblaðinu fyrir einu ári og m.a. gefið út sérstakt blað til þess að kynna þær hugmyndir. í þeim hugmyndum felst t.d., að í stað þess að Reykjavíkurlistinn geti beitt meirihluta- valdi sínu í borgarstjórn Reykjavíkur til þess að ákveða að fremja stórfelld mistök í Geldinganesi mundu borgarbúar sjálfír í atkvæðagreiðslu taka ákvörðun um það, hvor leiðin yrði valin í skipulagsmálum þess svæðis, sú sem meirihlutinn leggur til eða sú leið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á. Hvers vegna er þetta stóra mál ekki rætt í kosningabaráttunni? Ætla frambjóðendur allra flokka að sameinast um það að halda völdunum í sínum hönd- um í stað þess að færa þau til fólksins? Þegar rætt er við fólk á förnum vegi er alveg ljóst, að tvö mál eru mest til umræðu manna á meðal: dagvistarmál og skólamál. Ungt fólk nú á dögum velur sér búsetu eftir því, hvort dagvistarmál eru í lagi og hvort góður grunnskóli er í viðkom- andi hverfí. Það dugar ekki að það sé skóli; það er líka gerð vaxandi krafa um, að það sé góður skóli. Raunar á það sama við um leikskólana. Það dugar ekki, að það sé leikskóli heldur er spurt hvort leik- skólinn sé geymslustaður eða raunveruleg- ur leikskóli. Það er m.ö.o. ekki bara spurt, hvort byggingin sé til staðar heldur hvað fari fram innan hennar. Hvert er framlag frambjóðenda í öllum sveitarfélögum til þessara umræðna? Eru þeir ekki í nokkru sambandi við kjósend- ur? Gera þeir sér enga grein fyrir því um hvað kjósendur eru að ræða sín í milli? Er hugsanlegt, að áhugaleysi almennings um kosningabaráttuna stafi af því að fram- bjóðendur eru að tala um allt annað en það, sem fólkið er að tala um? Það eru þrátt fyrir allt mörg stór mál, sem ræða þarf í þessari kosningabaráttu en veruleikinn er sá að fram að þessu a.m.k. eru frambjóðendur flokkanna ekki að ræða þau mál. Hvers vegna eru stóru málin ekki rædd? „Vöxturinn í Kópavogi sýnir kraftinn í at- vinnulífinu á höf- uðborgarsvæðinu á því kjörtímabili, sem nú er að líða. Hvernig stendur á því, að sá kraftur hefur ekki endur- speglast í Reykja- vík, sjálfri höfuð- borginni? Er metnaður borgar- stjórans og hins sameinaða fram- boðs vinstri manna ekki meiri en svo, að þeim nægi að halda í horfinu og varla það? Hvar eru nú öll hin háleitu markmið um að breyta þjóðfélag- inu - og Reykja- vík?!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.