Morgunblaðið - 10.05.1998, Page 6

Morgunblaðið - 10.05.1998, Page 6
6 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hvað get ég gert fyrir ykk- ur gott fólk?“ sagði Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra Dana með glaðbeittu yfirlæti við erlendu blaðamennina. í orðum hans lá að þar sem þjóð hans gengi allt í hag- inn, væri hann aflögufær með ráð frá „fyrirmyndarlandinu Dan- mörku“. Fundurinn fór fram aðeins klukkustund áður en sáttasemjari tilkynnti að nýgerðir samningar um hálfrar milljónar danskra launþega hefðu verið felldir í atkvæða- greiðslu. Forsætisráðherra er ekki jafn glaðbeittur þessa dagana, þeg- ar dönsk fyrirtæld gera upp millj- arðatap og launþegar væna stjórn jafnaðarmanna um að hafa snúist á sveif með atvinnurekendum. En verkfallið veitir ríkulegt tækifæri til að hugleiða aðstæður á dönskum vinnumarkaði og hvemig stéttabar- áttan og verkfallstækið horfi við í nútíma þjóðfélagi, sem er algjörlega háð alþjóðlegu viðskiptalífi. Danska módelið er ekki Ijóshært og bláeygt Dönum verður tíðrætt um danska módelið þessa dagana og eiga þá við vinnumarkaðsmódel, þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja einir og óháðir í frjálsum samningum, án af- skipta ríkisvaldsins. Þetta er hin fræðilega útgáfa, sem forsætisráð- herra jafnt og aðilar vinnumarkað- arins tala sem mest um og er sem annast um. En í þetta skiptið brást módelið, samningar náðust ekki og lög voru að mati stjómarinnar eina raunhæfa leiðin til lausnar. Ekki svo að skilja að lög séu nein ný að- ferð til að ljúka verkföllum, því af þeim ellefu meiriháttar verkfóllum, sem riðið hafa yfir Dani eftir seinni heimsstyrjöld hafa níu verið leyst með lögum. Þannig var það einnig 1985 í síðasta stórverkfalh. Danska vinnumarkaðskerfið byggist á samlyndi aðilanna, að þeir séu samtaka um að leysa vandann sín á milh og freistist ekki til að spá í viðbrögð og svigrúm stjómarinnar til að koma þeim úr samningaklíp- unni. I orði era vinnustaðasamning- ar undirstaða samningagerðarinn- ar, en á borði hafa heildarsamtök bæði launþega og vinnuveitenda ekki verið tilbúin til að sleppa taum- haldinu. Þegar farið verður yfir ferlið nú mun athygUn tvímælalaust beinast að hlut þeirra. Ef reynslan fær að ráða en ekki ítök heildarsam- takanna, gæti dregið úr miðstýr- ingu á báðum vængjum. I lögunum, sem bundu enda á verkfalUð, gerði Nyrap ekki tillögu sáttasemjara að lögum, heldur gaf og tók, bætti í hana frídögum og felldi niður skatt á atvinnurekend- ur. En án tillits til efnahagsafleið- inga er Nyrap gagnrýndur fyrir að hafa með þessu blandað sér í deil- una, í stað þess að láta sér nægja að binda enda á verkfallið. Einn þeirra, er mest hafa gagnrýnt Nyrap, er hinn aldni Mærsk McKinney Moller eigandi A.P. Moller samsteypunnar. Hann segir lögin eyðileggja fram- tíðarmöguleika fijálsra samninga- viðræðna, því horfið hefði verið frá því að lögleiða tillögu sáttasemjara, sem í stöðunni hefði verið hið eina rétta. Lýðræði í danskri sérútgáfu I heildarsamtökum verkalýðs- hreyfingarinnar kom í Ijós að samn- ingamenn þeirra höfðu ekki skilið þá ofuráherslu, sem launþegar leggja á fleiri frídaga. Tillaga sátta- semjara, sem aðeins gerði ráð fyrir einum frídegi, var felld. En hreyf- ingin á einnig við að glíma þá sér- stöku tegund lýðræðis, sem Dönum er tamt að iðka. Árið 1996 vora samþykkt lög, sem auðvelduðu að fella gerða samninga. Breytingin átti að stuðla að auknu lýðræði og það var þessi lýðræðisrýmkun, sem gerði launþegum kleift að fella samningana nú. Eftir gömlu reglun- um hefði niðurstaðan ekki dugað til að fella þá. En nú spyrja margir, hvers virði sé að geta fellt samn- inga, þegar stjórnin lögbindi þá svo. Eftir sem áður getur sáttasemj- ari ákveðið samflot í atkvæða- greiðslu margra félaga, sem þýðir að stór verkalýðsfélög hafa meiri Kj arabaráttan á tímum alþjóða- væðingar BAKSVIÐ y Danska stjórnin batt enda á verkfall hálfr- ar milljónar Dana, en Sigrún Davíðsdóttir segír verkfallið vekja ýmsar spurningar, meðal annars um gildi verkfalls sem tækis í kjarabaráttu. skuldasöfunar. „Fyrirmyndarlandið Danmörk" er sú mynd, sem danska stjómin dregur gjaman upp og vill kenna öðrum. En sterkur efnahag- ur ríkisins gerir landið ekkert ónæmara fyrir erfiðum uppákomum eins og víðtæku verkfalli. Danska þjóðarbúið byggir á út- flutningi iðnvamings, sem 1994 nam 76 prósentum af útflutningsverð- mætum, en hlutur landbúnaðar nam 14 prósentum og fiskveiða 4 pró- sentum. Stærstur hluti iðnfram- leiðslunnar kemur frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem mörg hver era birgjar fyrir erlend iðnfyrirtæki, eins og skýrlega sást á því að fyrirtæki eins og Saab, Scania og Volvo lentu í eða vora við framleiðslustöðvun vegna verkfalls- ins. Danskur iðnaður er í hæsta máta liður í alþjóðlegri framleiðslu, sem fer fram utan Danmerkur. Ein helstu einnkenni hennar er að í sparnaðarskyni krefjast iðnfyrir- tæki þess að birgjar sjái sér fært að afgreiða vörur jafnt og þétt, en kaupa ekki til að eiga á lager. Fjöl- mörg dönsk fyrirtæki era hlekkur í slíku ferli og bregðist afgreiðsla þeirra skyndilega, þá fer fyrir við- Reuters. MARGIR Danir voru svo heppnir að geta sótt bensúi til Þýskalands í verkfallinu og myndaðist oft biðröð við landamærastöðina milli Flensborgar og Krusa. styrk en lítil. Óvilja til að nota vinnustaðasamninga til fulls og grafa þannig undan heildarsamtök- um gætir ekki aðeins meðal laun- þega, heldur einnig meðal vinnu- veitenda. Þeir kröfðust nú sameig- inlegrar atkvæðagreiðslu þeirra fimmtán félaga, sem áttu aðild að hinum umdeildu samningum. Þegar níu þeirra felldu samningana og sex samþykktu þá fóra samt sem áður öll fimmtán félögin í verkfall vegna samflotsins. Og auðvitað era einnig dæmi um félög, sem fella samninga, en vegna samflots era þau þvinguð til að taka samningum, sem önnur félög hafa samþykkt. ILO, alþjóða verkalýðssambandið, hefur gert at- hugasemdir við dönsku samflots- regluna, því hún dragi úr lýðræði, en þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt. Samflot í samningum, sem sam- tök vinnuveitenda kröfðust, hefur einnig ergt marga vinnuveitendur, sem álíta heildarsamtök þeirra gína yfir samningum, sem vinnuveitend- ur gætu hæglega gert á vinnustað með mun betri árangri fyrir alla. Vinnuveitendur, sem ekki eiga aðild að Vinnuveitendasambandinu, sluppu við verkfall. Þar sem margir vinnuveitendur vora óánægðir með frammistöðu Vinnuveitendasam- bandsins, gæti reynslan nú ýtt und- ir úrsagnir úr því og þar með dregið úr styrk þess. Frí og börn eru tiskugildi „Launþegar vilja bæði frí og pen- inga,“ sögðu ýmsir vinnuveitendur og héldu því fram að ekki væri hægt að fá hvort tveggja. Fríkrafan er engin ný bóla í Danmörku. Það hef- ur lengi tíðkast að semja til dæmis um frí út á yfirvinnu, svo þeir sem safna yfirvinnutímum taka þá ekki út í peningum, heldur fríum. Þetta á til dæmis við um blaðamenn, bæði hjá einkafjölmiðlum og ríkisfjöl- miðlum. Að hluta til er þetta byggt á ósk um aukið frí, en er einnig af- sprengi háskattakerfisins. Þeir sem spá í lífsstfl benda á að yfirgengileg umræða um gildi fjöl- skyldunnar þessa mánuðina endur- spegli gildatísku. Fyrir nokkrum áram var náttúran höfúðtískugildið og pólitísk umræða snerist að miklu leyti um umhverfismál. Nú er í tísku að eiga böm og gefa sér tíma fyrir þau. Allir flokkar veifa fjöl- skyldustefnu og forsætisráðherra verður tíðrætt um fjölskyldugildin. Óneitanlega getur það stundum verið svolítið broslegt að sjá alla þessa stjómmálamenn, sem stöðugt lofa gildi fjölskyldulífsins, þegar haft er í huga að líf nútímastjóm- málamanna gefur tæplega mikið svigrúm til að iðka það sem þeir prédika. Það var líka nokkuð skondið þeg- ar ein sjónvarpsstöðin sneri sér til leikskóla til að forvitnast um hvort verkfallsfólkið, sem var í verkfalli til að fá meiri tíma með bömunum, notaði verkfallstímann til að vera með þeim. Svarið var nei. Bömin vora sett í leikskólann éftir sem áð- ur, meðan foreldrarnir notuðu tím- ann til að dytta að húsum sínum eða gera eitthvað annað. Sérfróður maður um bamauppeldi sagði þó skynsamlegt að halda áfram að fara með bömin í leikskólann. Það gæti raglað þau í ríminu að vera allt í einu heima. En verkfallið nú komst á blað sem fyrsta verkfall í heimi þar sem fólk fór í verkfall til að krefjast mjúkra gilda, ekki bara peninga. Sterkur efnahagur - veik sam- keppnisstaða Dönum hefur tekist einum fárra Evrópuþjóða að vinna sig frá at- vinnuleysi við litla verðbólgu og án skiptavinum þeirra eins og sænsku bflaverksmiðjunum. Og verkfall er ekki aðeins hrikalegt íyrir dönsku framleiðendurna vegna sölutaps bráð, heldur sökum þess að kaup- endur leita umsvifalaust að öðram framleiðendum í heimi harðrar samkeppni. Samningar á tímum lítillar verðbólgu Og það er einmitt hin harða sam- keppni, sem danska stjómin hafði auga á. Ekki aðeins að ljúka yrði verkfallinu áður en fleiri íyrirtæki erlendis lokuðu og trúin á áreiðan- leika danskra fyrirtækja minnkaði, heldur einnig að launakostnaður fyrirtækjanna mætti ekki fara fram úr þeirri 4 prósenta hækkun, sem felldu samningarnir gerðu ráð fyrir. Er Nyrap og Ove Hygum at- vinnuráðherra kynntu blaðamönn- um lögin, sagðist Hygum skilja að með lítilli verðbólgu væri erfitt að semja, þvi svigrúm til launahækk- ana væri einfaldlega svo litið áður en farið væri að auka ótæpilega við framleiðslukostnað fyrirtækjanna, umfram það sem væri í öðrum sam- keppnisíöndum. í samtali við Morg- unblaðið eftir fúndinn sagði Hygum að þetta þýddi einfaldlega að verka- lýðshreyfingin yrði að gera miklu betur upp við sig hverjar forgangs- kröfumar ættu að vera hverju sinni. Þar sem lítil verðbólga er höfuð- markmið í hagstjóm þessi árin er ljóst að það ástand mun verða rammi launasamninga í fyrirsjáan- legri framtíð og því er fróðlegt að huga að þeim sérstöku aðstæðum, sem þá skapast. Kjami vandans í Danmörku einmitt nú er að launþegar hafa á tilfinningunni að eftir mikla hófsemi í launakröfum undanfarin ár sé kominn tími til að þeir fari að fá sinn skerf af því góðæri, sem allir tala um og hefur gert atvinnuleysi að gleymdum vanda. í ár vildu þeir því bæði kauphækkanir og aukið frí. I leiðara Jyllands-Posten er sú ályktun dregin að hin danska blanda vinnustaðasamninga og samningasamflots heildarsamtaka sé óheppileg. Hygum, sem kom beint úr verkalýðsforystunni í ráð- herrastólinn í mars, tekur ekki und- ir slíka gagnrýni og álítur kerfið gott. Hver þorir í frjálsa samninga? OECD hefur í skýrslu um vinnu- markaðinn lagt til frjálsa og sveigj- anlega samninga, sem gætu þá auk- ið launadreifingu, aukið mun hæstu og lægstu launa og gert það hvetj- andi að menntast. Með danska samningakerfinu hefði Danmörk alla burði til að halda í þessa átt. Það er með samningakerfið eins og svo margt annað í Danmörku að fræðilega séð ríkir frelsi, en í fram- kvæmd er frelsið takmarkað. Fræðilega séð era vinnustaðasamn- ingar við lýði, en í framkvæmd hafa heildarsamtök verkalýðshreyfingar og launþega þræðina í hendi sér. Báðir aðilar sjá fræðilega hag- kvæmni í vinnustaðasamningum, þar sem það er gengi hvers fyrir: tækis, sem mótar launarammann. I ýtarlegri framkvæmd þýddu vinnu- staðasamningar þó minna vald til heildarsamtakanna og hver hefur nokkurn tíma heyrt um samtök, sem vilja draga úr valdi sínu? Áhugi heildarsamtaka vinnumarkaðarins á vinnustaðasamningum er kannski ekki sá sami á borði og hann er í orði. m Þær raddir heyrast vissulega að launadreifing leiði til félagslegs ójöfnuðar, en land eins og Danmörk hefur alla burði til að vinna gegn því með sköttum annars vegar og fé- lagsbótum hins vegar. Bótakerfið er vandnotað tæki, því það má ekki draga úr vilja fólks til vinnu og af- kasta, en það liggja fyrir víðtæk skrif um þau efni og nægur inn- blástur. Það er sennilegt að danskir jafnaðarmenn, þungamiðja hins pólitíska kerfis, hafi hug á að þokast í þessa átt, en varúðin er mikil og hræðslan við að bregðast upprana sínum og ímynd sem verkalýðs- flokkur, jafnvel þótt verkafólk sé ekki lengur kjósendakjarni flokks- ins. Verkföll of öflugt vopn? Verkalýðshreyfingin getur nú spurt sig hvers virði verkfallstækið sé til að knýja fram betri samninga. Verkföll eru í eðli sínu ofurmáttugt tæki, en seinvirkt. Verkfall fer ekki að hafa sársaukafull áhrif nema að það standi lengi. Eins og rakið er hér að ofan fær það hins vegar ekki staðist á tímum alþjóðlegra fram- leiðslukerfa. Reynslan nú sýnir að jafnvel jafnaðarmannastjóm gefur verkalýðshreyfingunni eklá tæki- færi til að nota hið máttuga vopn sitt til hins ýtrasta. Spumingin er hvort verkföll séu orðin vopn, sem of öflugt sé til að nota. Markaðsvæðingin hefur haft í for með sé að áherslan hefur færst frá framleiðslunni yfir á neytendur. Neytendur, hvort sem era einstak- lingar eða fyrirtæki, hafa takmark- aða þolinmæði til að horfa upp á verkföll og leita þá annað. Og á tím- um alþjóðavæðingar er heimurinn einn markaður og valið frjálst. Við þessar aðstæður vaknar einnig spumingin um undirtökin á vinnu- markaðnum. Og þegar verkalýðs- hreyfingin getur ekki lengur treyst á jafnaðarmenn sem eðlilegan bandamann er kannski tími til að hugsa málin upp á nýtt. Samningar snúast um sálfræði og skipulag. í þetta skipti spymtu vinnuveitendur við fótum frá upphafi og héldu í litlar kauphækkanir á tím- um lítillar verðbólgu, meðan laun- þegar þrýstu á um mun meira í góð- ærinu. Afleiðingin var verkfall, leyst á gamaldags hátt með lögum utan hins ftjálsa samningaramma. Þótt skoðanakannanir sýni að 74 prósent Dana studdu lögin þarf forsætisráð- herra samt að leggjast undir feld eft- ir þessa reynslu til að samsama hana ímyndinni um nútímalega og frjálsa fyrirmyndarlandið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.