Málfríður - 15.09.1997, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.09.1997, Blaðsíða 7
er t.d. um tælensku, kínversku, arabísku og rússnesku. Einnig eru mörg mál ekki beygingamál og setningafræði/málfræði þeirra eðlisólík íslensku. Þar að auki koma oft til landsins einstakling- ar sem eru ólæsir með öllu, þó þeir séu ágætlega gefnir. Allt þetta verður að greina í upphafi og ganga síðan út frá forsendum nemenda. Olæs nem- andi þarf kennslu sem byggir á tali, myndum og athöfnum. Yfir- leitt vilja slíkir nemendur mjög gjarnan fá lestrar- og skriftar- kennslu líka og ber þá að gæta þess sem ég áður nefndi, að sækja efni í reynsluheim nem- andans. (Flestir þeirra ólæsu sem koma hingað eiga uppruna í Afríku eða Tælandi.) Annar vandi, sem við stönd- um frammi fyrir í íslensku- kennslu, er sá að beygingar eru ekki til í móðurmáli margra nem- enda t.d. víetnömsku, kínversku og ýmsum málum á Filipps- eyjum. Þegar svo er hefur mér gefist vel að byrja á algerum grunnatriðum, sem eru merking- arberandi, svo sem „er að“ og „var að“ og „er búinn að“ og fikra sig síðan áfram í et. og flt. Stig- breyting lýsingarorða getur beð- ið um sinn en orðin „mjög“ og „mikið" kennd fyrst. En gæta verður þess að hætti nemandi námi á þessu stigi mun málfarið lengi hefta hann í samskiptum og hann virðist „einfaldari" eða heimskari en hann er. Eitt er það sem kennari verð- ur að gæta sín á og það er að nemandi lærir fyrst og fremst það sem hann iðkar eða gerir. Því er ekki nóg að kennari gefi dæmi og fordæmi (þó að for- dæmið sé ætíð öflugt kennslu- tæki). Nemandi sem sjálfur talar eða segir frá hefur fengið hald- betri kennslu en hinn sem fyrst og fremst hefur hlustað, og nem- andi sem hefur sagt frá með eigin orðum fer út úr tíma með sigurtilfinningu í brjósti. Það að láta nemendur búa til setningar gefur þeim meiri þjálf- un heldur en að þýða beint eftir kennara því þá nýta þeir það sem þeir hafa tiltækt og bæta við hæfilegu magni orða. Ekki má gleyma því að söngur og orða- leikir eru góð kennslutæki og má geta þess að Gígja Svavarsdóttir kennari er að þróa slíka leiki í íslensku fyrir útlendinga. Áður er nefnt að sumir koma ólæsir til íslands, en hins ber líka að gæta að hingað flyst oft hámenntað fólk sem fær ekki störf hér við hæfi því málið hamlar. Slíkir nemendur geta gleypt í sig efni og melt málið með miklum hraða og verður að gæta þess að þeir fái líka eitt- hvað við sitt hæfi. Stundum getur reynst erfitt að gera það ef aðrir lítt menntaðir eru í hópn- um og verður þá að sjálfsögðu að fá þeim aukaverkefni og minnast þá þess að þeir hafa sjálfir mikla sérþekkingu að miðla af sem hægt er að láta þá fjalla um. Um málþroska í upphafi þessara orða benti ég á mikilvægi málþroskans og þess að þau börn sem hingað flytjast fái mál- og hugtaka- þroska. Fái þau hann ekki eru þau dæmd til þess að missa af skólanámi, jafnt bóklegu sem verklegu, og verða eins og for- eldrarnir að treysta á tekjur ófaglærðra eða þær sem hendur og hugkvæmni gefa. Því vex þeirri skoðun fylgi að kenna verði aðfluttum börnum og þeim sem koma frá framandi málsvæðum móðurmál sitt svo rækilega að þau öðlist vald á hugtökum og geti talað og hugs- að um flókin fyrirbæri á móður- málinu. Þá sé von til að þau öðl- ist þann málþroska sem til þarf að fjalla um flókin efni á hinu nýja máli og tileinka sér skóla- nám á því. Auðvitað væri hugsanlegt að láta börnin ekki læra móðurmál sitt en styðjast eingöngu við íslensku. Hver ætti að kenna þeim hana svo að gagn væri? Ekki móðirin, ekki faðirinn, sem e.t.v. er af sama þjóðerni og hún eða þá burtu langan vinnudag ellegar á sjó, og e.t.v. er hann ekki lengur til staðar við uppeld- ið. Þegar að þessu öllu er gáð ber allt að sama brunni. Það eru sjálfsögð mannréttindi nýbúa- barna að fá rækilega fræðslu í móðurmálinu svo að framtíð þeirra sé tryggð að jöfnu við önnur íslensk börn. Nokkur viðleitni er nú þegar í þessum efnum. í fáein ár hafa víetnömsk börn getað fengið kennslu í móðurmálinu í Náms- flokkum Reykjavíkur, einnig börn af norrænum og þýskum upp- runa og nú hafa portúgölskumæl- andi börn bæst í hópinn, sem og börn af ítölsku bergi brotin. í Miðstöð nýbúa er einnig kennsla sem miðar að þessu sama, efla færni í móðurmáli barnanna. Unglingar sem komnir eru í 10. bekk eða á framhaldsskóla- stig eru oft illa settir því að þeir eiga erfitt með að tileinka sér ís- lensk orð yfir hugtök sem þeir eiga að læra, en fullyrða má að því betra vald sem þeir hafa á hugtökunum á móðurmálinu þeim mun auðveldari en hinn íslenski hugtakaheimur. Fyrstu nýbúar á íslandi voru auðvitað hinir norrænu forfeður okkar en þeir höfðu í hópnum Kelta sér til fulltingis og bráðlega barst þeim enn ein menningar- bylgjan, þ.e. hin kristna trú. Úr þessari deiglu ólíkra þjóðflokka og nýrra menningarstrauma reis svo hin bókmenntalega alda, sem hefur skolað nafni íslands inn í heimsbókmenntasöguna. Síðan kom menningar- og efnahagslægð hjá okkur íslendingum. Eina háa risið var Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir. Það hefur aldrei verið rætt að Hallgrímur giftist konu sem hafði dvalið alllengi meðal múslímatrúarmanna og hlýtur að hafa miðlað honum af upplýsingum um menningu, við- horf og lifnaðarhætti þess fram- andi fólks. Er hugsanlegt að sú miðlun hafi valdið því að hann hugsaði öðruvísi og frumlegar en aðrir og skapaði verk á heims- mælikvarða? Það fara fram miklir fólks- flutningar í heiminum í dag. ís- lendingar fara ekki varhluta af því. Ný þekking og færni og ný viðhorf berast til okkar og ný hugsun hlýtur að spretta upp úr slíkum suðupotti. Gaman verður að sjá hvort upp rísi nýtt blóma- skeið í menningu okkar íslend- inga og þá á hvaða sviði. Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur. 7

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.