Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 11 B R Æ Ð R A B O R G A R S T Í G 9 , S Í M I 4 1 4 1 4 5 0 w w w . v e r o l d . i s • v e r o l d @ v e r o l d . i s Eftir höfund Þriðja táknsins NÝ DROTTNING GLÆPASÖGUNNAR ÍS L E N S K A /S IA .I S /V E R 34 94 2 11 /0 6 Óhugnanlegt morð á heilsuhóteli á Snæfellsnesi. Reimleikar og hörmulegir atburðir grafnir úr fortíðinni - en tengjast þeir eitthvað morði á ungri konu sumarið 2006? Sér grefur gröf er ný og spennandi glæpasaga eftir Yrsu Sigurðardóttur en bækur hennar koma nú á markað á 25 tungumálum í yfir 100 löndum heims. „Skemmtileg morðsaga eftir nýja glæpasagnadrottningu.“ Tímaritið ALLAS í Svíþjóð um Þriðja táknið „Sagan er æsispennandi … grípur lesandann heljartökum.“ DAGBLADET í Noregi um Þriðja táknið „Snjöll“ „Spennandi“ „Skemmtileg“ „Heillandi“ „Bráðfyndin“ Úr erlendum umsögnum um Þriðja táknið STJÓRN Landsvirkjunar tók fyrir beiðni Ómars Ragnarssonar um stuðning við kvikmyndagerð af myndun Hálslóns á fundi sínum í gærmorgun og samþykkti að tvö- falda stuðning sinn við Ómar úr fjórum milljónum króna í átta milljónir gegn afnotum af kvik- myndaefni hans. Ómar og samstarfsmenn hans munu einnig fá húsaskjól og fæði í búðum Landsvirkjunar við Kára- hnjúka á meðan á kvikmyndatök- um stendur. Í fréttatilkynningu segir að Landsvirkjun virði ólík sjónarmið gagnvart Kárahnjúkavirkjun og telji jákvætt að styðja Ómar í við- leitni sinni við að sýna sem best myndun Hálslóns. Samstarf Ómars og Landsvirkjunar hafi enda ætíð verið gott. Minnt er á að þegar lagður var hornsteinn að Fljótsdalsstöð sl. vor komu fram óskir andstæðinga Kárahnjúka- virkjunar undir forystu Andra Snæs Magnasonar um að sjón- armið þeirra færu einnig í blýhólk hornsteinsins og var orðið við þeim óskum. Tvöfaldar stuðning við Ómar Ragnarsson Stuðningur Ómar Ragnarsson og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir fundinn í gær. SJÖ milljónir króna söfnuðust þeg- ar fermingarbörn um land allt gengu í hús þann 6. nóvember með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Fyrir söfnunina sáu börnin myndir af munaðarlausum systk- inahópi í Úganda að sækja vatn í drullugt vatnsból. Þau fengu fræðslu um hjálparstarf á vegum kirkjunnar í Afríku og m.a. hvernig munaðarlausum börnum er hjálpað með leiðsögn og efnislegri aðstoð. Sífellt fjölgar í hópi þátttakenda, 64 prestaköll voru með nú miðað við 56 í fyrra. Þá söfnuðust 6,8 milljónir. 3.250 börn fengu fræðslu í ár en í fyrra voru þau 3.100. All- flest þéttbýli á landinu voru með núna en erfitt er að safna þar sem dreifbýlt er, segir í fréttatilkynn- ingu. „Börnin sem tóku þátt stóðu sig gríðarlega vel samkvæmt upplýs- ingum frá prestum og skynjuðu að með vinnu sinni og framlögum sem þau fengu í baukana væru þau að bjarga mannslífum. Nú deyja 4.900 börn á dag í þróunarlöndum vegna þess að þau drekka óhreint vatn. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar öll- um sem gáfu, fermingarbörnum fyrir dugnað og prestum og kirkju- starfsmönnum samstarfið,“ segir í frétt frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum króna BÆJARSTJÓRINN á Seltjarnar- nesi, Jónmundur Guðmarsson, undirritaði í Stokkhólmi á dögunum samkomulag um að Seltjarnarnes- bær yrði fulltrúi Íslands í alþjóða- samtökunum INEC (International Network of E-Communities). Bæjarfélaginu var boðin innganga í samtökin í vor eftir að stjórn þeirra hafði kynnt sér ljósleiðaraáform þess og þau verkefni sem í bígerð eru og snúa að rafrænni þjónustu. INEC eru fjölþjóðleg samtök for- ystumanna í þróun háhraðatenginga og rafrænnar þjónustu. Þannig eru í samtökunum fulltrúar borga, svæða og þjóðlanda. Meðal meðlima má nefna Stokkhólm, Amsterdam, Möltu, Utah, Dubai og Malasíu. Sel- tjarnarnes mun eiga fulltrúa í stjórn samtakanna og á þann hátt eiga þátt í að móta ákvarðanatöku og stefnu til framtíðar. Á myndinni eru Christer Matts- son, fyrir hönd INEC, og Jónmund- ur Guðmarsson, bæjarstjóri. Fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi FERÐAFÉLAG Íslands og SPRON efna til kvöldgöngu upp í hlíðar Esj- unnar á sunnudagskvöldið. Allt útlit er fyrir stjörnubjart kvöld og verður stjörnufróður maður með í för og mun hann segja fólki frá því sem fyr- ir augu ber á kvöldhimninum. Feg- urðin þar nýtur sín betur þegar kom- ið er út fyrir ljósbjarma höfuð- borgarsvæðisins. Snævarr Guð- mundsson verður með leiðsögn um stjörnuhimininn en hann er m.a. þekktur fyrir fræðslu í stjörnuveri sínu í Húsdýragarðinum. Jafnframt stjörnuskoðuninni upp- lifa göngumenn íslenska fjallanátt- úru á vetrarkvöldi. Esjan er í allt öðrum og dulmagnaðri búningi en að sumri og degi til og sérstök stemning er að ganga í myrkrinu með ljós en þó bregður fölri birtu á umhverfið frá borgarljósunum. Fyllsta öryggis verður gætt. Gengið verður skammt upp í Esju- hlíðar, hefðbundin og léttasta leið upp frá bílastæðinu við Kollafjörð í grennd við Mógilsá og sem leið ligg- ur eftir göngustígnum í átt að Þver- fellshorni. Ekki verður farið í neinn bratta og þaðan af síður upp á Esju heldur látið nægja að ganga í róleg- heitum í tæpan klukkutíma upp að læk neðan við Þverfellið. Gangan verður róleg, aðeins tveir til þrír tímar og verður lagt af stað klukkan 18 frá bílastæðinu. Stjörnukvöld í Esjuhlíðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.