Morgunblaðið - 25.11.2006, Page 11

Morgunblaðið - 25.11.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 11 B R Æ Ð R A B O R G A R S T Í G 9 , S Í M I 4 1 4 1 4 5 0 w w w . v e r o l d . i s • v e r o l d @ v e r o l d . i s Eftir höfund Þriðja táknsins NÝ DROTTNING GLÆPASÖGUNNAR ÍS L E N S K A /S IA .I S /V E R 34 94 2 11 /0 6 Óhugnanlegt morð á heilsuhóteli á Snæfellsnesi. Reimleikar og hörmulegir atburðir grafnir úr fortíðinni - en tengjast þeir eitthvað morði á ungri konu sumarið 2006? Sér grefur gröf er ný og spennandi glæpasaga eftir Yrsu Sigurðardóttur en bækur hennar koma nú á markað á 25 tungumálum í yfir 100 löndum heims. „Skemmtileg morðsaga eftir nýja glæpasagnadrottningu.“ Tímaritið ALLAS í Svíþjóð um Þriðja táknið „Sagan er æsispennandi … grípur lesandann heljartökum.“ DAGBLADET í Noregi um Þriðja táknið „Snjöll“ „Spennandi“ „Skemmtileg“ „Heillandi“ „Bráðfyndin“ Úr erlendum umsögnum um Þriðja táknið STJÓRN Landsvirkjunar tók fyrir beiðni Ómars Ragnarssonar um stuðning við kvikmyndagerð af myndun Hálslóns á fundi sínum í gærmorgun og samþykkti að tvö- falda stuðning sinn við Ómar úr fjórum milljónum króna í átta milljónir gegn afnotum af kvik- myndaefni hans. Ómar og samstarfsmenn hans munu einnig fá húsaskjól og fæði í búðum Landsvirkjunar við Kára- hnjúka á meðan á kvikmyndatök- um stendur. Í fréttatilkynningu segir að Landsvirkjun virði ólík sjónarmið gagnvart Kárahnjúkavirkjun og telji jákvætt að styðja Ómar í við- leitni sinni við að sýna sem best myndun Hálslóns. Samstarf Ómars og Landsvirkjunar hafi enda ætíð verið gott. Minnt er á að þegar lagður var hornsteinn að Fljótsdalsstöð sl. vor komu fram óskir andstæðinga Kárahnjúka- virkjunar undir forystu Andra Snæs Magnasonar um að sjón- armið þeirra færu einnig í blýhólk hornsteinsins og var orðið við þeim óskum. Tvöfaldar stuðning við Ómar Ragnarsson Stuðningur Ómar Ragnarsson og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir fundinn í gær. SJÖ milljónir króna söfnuðust þeg- ar fermingarbörn um land allt gengu í hús þann 6. nóvember með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Fyrir söfnunina sáu börnin myndir af munaðarlausum systk- inahópi í Úganda að sækja vatn í drullugt vatnsból. Þau fengu fræðslu um hjálparstarf á vegum kirkjunnar í Afríku og m.a. hvernig munaðarlausum börnum er hjálpað með leiðsögn og efnislegri aðstoð. Sífellt fjölgar í hópi þátttakenda, 64 prestaköll voru með nú miðað við 56 í fyrra. Þá söfnuðust 6,8 milljónir. 3.250 börn fengu fræðslu í ár en í fyrra voru þau 3.100. All- flest þéttbýli á landinu voru með núna en erfitt er að safna þar sem dreifbýlt er, segir í fréttatilkynn- ingu. „Börnin sem tóku þátt stóðu sig gríðarlega vel samkvæmt upplýs- ingum frá prestum og skynjuðu að með vinnu sinni og framlögum sem þau fengu í baukana væru þau að bjarga mannslífum. Nú deyja 4.900 börn á dag í þróunarlöndum vegna þess að þau drekka óhreint vatn. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar öll- um sem gáfu, fermingarbörnum fyrir dugnað og prestum og kirkju- starfsmönnum samstarfið,“ segir í frétt frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum króna BÆJARSTJÓRINN á Seltjarnar- nesi, Jónmundur Guðmarsson, undirritaði í Stokkhólmi á dögunum samkomulag um að Seltjarnarnes- bær yrði fulltrúi Íslands í alþjóða- samtökunum INEC (International Network of E-Communities). Bæjarfélaginu var boðin innganga í samtökin í vor eftir að stjórn þeirra hafði kynnt sér ljósleiðaraáform þess og þau verkefni sem í bígerð eru og snúa að rafrænni þjónustu. INEC eru fjölþjóðleg samtök for- ystumanna í þróun háhraðatenginga og rafrænnar þjónustu. Þannig eru í samtökunum fulltrúar borga, svæða og þjóðlanda. Meðal meðlima má nefna Stokkhólm, Amsterdam, Möltu, Utah, Dubai og Malasíu. Sel- tjarnarnes mun eiga fulltrúa í stjórn samtakanna og á þann hátt eiga þátt í að móta ákvarðanatöku og stefnu til framtíðar. Á myndinni eru Christer Matts- son, fyrir hönd INEC, og Jónmund- ur Guðmarsson, bæjarstjóri. Fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi FERÐAFÉLAG Íslands og SPRON efna til kvöldgöngu upp í hlíðar Esj- unnar á sunnudagskvöldið. Allt útlit er fyrir stjörnubjart kvöld og verður stjörnufróður maður með í för og mun hann segja fólki frá því sem fyr- ir augu ber á kvöldhimninum. Feg- urðin þar nýtur sín betur þegar kom- ið er út fyrir ljósbjarma höfuð- borgarsvæðisins. Snævarr Guð- mundsson verður með leiðsögn um stjörnuhimininn en hann er m.a. þekktur fyrir fræðslu í stjörnuveri sínu í Húsdýragarðinum. Jafnframt stjörnuskoðuninni upp- lifa göngumenn íslenska fjallanátt- úru á vetrarkvöldi. Esjan er í allt öðrum og dulmagnaðri búningi en að sumri og degi til og sérstök stemning er að ganga í myrkrinu með ljós en þó bregður fölri birtu á umhverfið frá borgarljósunum. Fyllsta öryggis verður gætt. Gengið verður skammt upp í Esju- hlíðar, hefðbundin og léttasta leið upp frá bílastæðinu við Kollafjörð í grennd við Mógilsá og sem leið ligg- ur eftir göngustígnum í átt að Þver- fellshorni. Ekki verður farið í neinn bratta og þaðan af síður upp á Esju heldur látið nægja að ganga í róleg- heitum í tæpan klukkutíma upp að læk neðan við Þverfellið. Gangan verður róleg, aðeins tveir til þrír tímar og verður lagt af stað klukkan 18 frá bílastæðinu. Stjörnukvöld í Esjuhlíðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.