Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FYRR í þessum mánuði bárust gleðileg tíðindi út í ungmennafélagshreyf- inguna. Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti á fundi 2. nóv- ember sl. umsókn Ungmennafélags Ís- lands um lóð undir nýjar aðalstöðvar hreyfingarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða rúm- góða lóð við Tryggva- götu sem býður uppá mikla möguleika til uppbyggingar nýrra og glæsilegra höfuð- stöðva einnar elstu og stærstu fjöldahreyf- ingar á Íslandi. Með þessari ákvörð- un borgaryfirvalda skapast nýir mögu- leikar fyrir UMFÍ til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd og einnig kærkomið tækifæri til að styrkja starfið í höfuðborginni. Í dag búa ungmennafélagar við fremur þröng- an húsakost og er ekki vafi á því að meðal þeirra áttatíu þúsund ung- mennafélaga sem eru innan UMFÍ munu margir hugsa gott til glóðar- innar með nýjum aðalstöðvum og öllum þeim möguleikum sem þar skapast. Í nýju húsi verður gert ráð fyrir ýmsum afþreyingarmöguleikum þar sem boðið verður uppá fjölbreytt tækifæri til líkamlegar hreyfingar sem og listrænnar sköpunar. Auk þess verður rúmgott þjón- usturými og gistimögu- leikar. Fyrst og fremst verður lögð rík áhersla á að hanna húsið með það fólk í huga sem vill taka þátt í að skapa betra líf með eða í sam- starfi við UMFÍ. Megi borgaryfirvöld í Reykjavík hafa bestu þakkir fyrir þann stór- hug sem þau sýna í verki með því að treysta Ungmenna- félagi Íslands til að móta með þeim ásýnd og líf í miðborg Reykja- víkur. Aðalstöðvar UMFÍ á þessum stað eiga án efa eftir að efla ungmennafélagshreyf- inguna og styrkja til mikilla muna og um leið auðga líf margra. Nýjar höfuð- stöðvar UMFÍ Björn B. Jónsson skrifar um lóð sem UMFÍ hefur fengið úthlutað undir nýjar aðal- stöðvar hreyfingarinnar í miðbæ Reykjavíkur Björn B. Jónsson »Megi borg-aryfirvöld í Reykjavík hafa bestu þakkir fyrir þann stór- hug sem þau sýna í verki … Höfundur er formaður UMFÍ. ÉG HÉLT að Hrafnistuheimilin hefðu verið reist upphaflega fyrir aldraða sjómenn. Enda gáfu bæði skipstjórar og efnamenn stóran pen- ing og heilu herbergin sem áttu að bera nafn þeirra. En nú er búið að gera Hrafnistu að einhverri mestu okurleigustofnun landsins. Eldri borgarar eru um 34.000 og um helmingur þeirra er með 65–70 þúsund á mánuði. Hrafnista í Hafnar- firði hefur byggt tvö fjölbýlishús með 64 leiguíbúðum fyrir ein- staklinga 60 ára og eldri. Tíu milljóna króna afnotarétt þarf að greiða fyrir stærstu íbúðirnar auk þjón- usturýmis. Mánaðar- leiga slíkrar íbúðar á efstu hæð er tæpar 160 þúsund krónur með hússjóði. Leigan fyrir minni íbúð, eða tveggja herbergja, er um hundr- að þúsund á mánuði og borga á af- notagjöld frá 5,5–7 milljónir. Svo færðu endurgreitt þegar þú ert dauður. Þess vegna þarf vasa á líkklæðin. Maður er alveg bit á þessu verði, því í Keflavík og Sandgerði eru 70– 80 fm íbúðir leigðar á 55–60 þúsund á mánuði og þar eru engin afnota- réttargjöld. Með þessu er verið að skipta þjóð- inni í tvennt, sem er brot á stjórnar- skránni. Einnig finnst mér að þetta sé eignaupptaka (sbr. grein 72 í stjórnarskránni), því skilaboðin eru þessi: „Ef þú vilt koma í leigu til okkar selurðu bara eignina þína – eða haltu kjafti. Við viljum bara fólk sem á peninga.“ Í Fréttablaðinu er haft eftir Ás- geiri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs, að 3–5 ára bið sé eftir stærri íbúðunum og 6–18 mán- uðir eftir minni íbúðum. Þegar fyrstu íbúðirnar voru leigð- ar árið 2003 skrifaði ég um okurverð og kallaði greinina „Aðeins fyrir kvótakónga og toppskipstjóra“. Þá var mér kennt um að ekki hefði verið hægt að leigja íbúðirnar í eitt til þrjú ár. Ég var varamaður í Sjómanna- dagsráði. Ásgeir og Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður DAS, ráku mig úr ráðinu af því að ég var ekki já-maður. Það verða allir að segja já við svona mikla karla. Mér skilst að sex manns ákveði verðið á íbúðum og síðan sé það borið undir Sjómannadagsráð. Vil ég í því sambandi vekja athygli á 12. og 13. gr. Félagsmálasáttmála Evrópu, sem fullgiltur var af íslands hálfu 15. janúar 1976 (Stjórnartíð- indi C nr. 3/1976), og 11. og 12. gr. al- þjóðasamnings um efnahagsleg, fé- lagsleg og menningarleg réttindi, sem fullgiltur var af Íslands hálfu 22. ágúst 1979. (Stjórnartíðindi C nr. 10/1979). Lýtur fyrrnefndi samning- urinn að því að samningsaðilar skuldbinda sig meðal annars til að koma á eða viðhalda almannatrygg- ingum eða gera þeim það hátt undir höfði, sem krafist er til fullgildingar á alþjóðavinnumála- samþykkt um lágmark félagslegs öryggis, en í 67. gr. þeirrar sam- þykktar er mælt fyrir um þær reglur, sem þetta lágmark þarf að uppfylla. Kemur þar fram að um skerðingar geti ekki verið að ræða nema vegna verulegra viðbótarfjárhæða. Síð- ari samningurinn lýtur hins vegar að því meðal annars að samningsað- ilar viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífs- afkomu fyrir hann sjálfan og fjöl- skyldu hans. Svo á borgarstjórn að byggja dvalarheimili fyrir aldraða. 15 sóttu um framkvæmd og rekstur – og hverjir haldið þið að hafí hlotið hnossið? Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður DAS, og Vilhjálm- ur, borgarstjóri og stjórnarformað- ur Eirar. Er þetta ekki pólitísk veit- ing, ég spyr? Hvað höfum við eldri borgarar gert af okkur? Hví setur ríkisstjórn- in ekki upp útrýmingarbúðir fyrir 67 ára og eldri uppá Keflavíkurflugvelli frekar en að hálfsvelta okkur til dauða? Vildu þessir ráðamenn lifa af 70–80 þúsund eftir skatta? Um 2.400 kr. á dag? Því þurfa dvalarheimilin frá 14–17000 á dag fyrir fæði og hús- næði en við sem erum heima 2.400 kr. Er þetta ekki brot á stjórnar- skránni, gr. 65 um jafnréttisreglur? Samt vælir og skælir stjórnar- formaður DAS um að daggjöldin séu of lág. Ekki minnist ég þess að sá maður hafi minnst á kjör aldraðra á Alþingi, þótt hann sé stjórnarfor- maður stærstu dvalarheimila lands- ins. Þótt hann hljóti að vita að því betri sem kjör eldri borgara eru því meira fá dvalarheimilin. Svo getur fólk líka sótt um dagpeninga sem eru um 25.000 á mánuði. Ég spurði Guðmund Hallvarðsson hvort honum þætti sanngjarnt að hirða allan lífeyrissjóð af fólkinu og talaði um kunningja minn sem var með 190 þúsund á mánuði. Svarið sem ég fékk var: „Einhver verður að borga.“ Ég spyr, er þetta ekki eignaupp- taka, skv. 72. gr. Stjórnarskráinnar, þar sem segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema al- menningsþörf krefji og þá þarf til þess lagafyriræmæli og fullt verð komi fyrir? Svo gefur TR út þá til- kynningu að einstaklingur megi ekki eiga eignir eða verðbréf yfir 4 millj- ónir og hjón 8 milljónir. Þú færð um 45% skerðingu ef makinn vinnur úti og vinnur sjálfur úti ertu skertur um 85%, ef þú ert ekki embættismaður eða háttsettur ríkisstarfsmaður. Er þetta ekki brot á 65. gr. stjórnar- skrárinnar? „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn- þátta, litarháttar, efnahags og ætt- ernis og stöðu að öðru leyti.“ Nú eru kosningar í vor, við erum 34 þúsund atkvæði, notið þau rétt. Þessi stjórn hefur skert okkur um 40 milljarða. Nú er nóg komið!! Sverja ekki þingmenn eið að stjórnarskrá Íslands? Við förum í framboð því kjör okk- ar versna. Eru þetta ekki mannrétt- indabrot gagnvart öldruðum? Margur verður af aurum api Einar Grétar Björnsson skrifar um kjör eldri borgara »Hví setur ríkis-stjórnin ekki upp út- rýmingarbúðir fyrir 67 ára og eldri uppá Kefla- víkurflugvelli frekar en að hálfsvelta okkur til dauða? Einar Grétar Björnsson Höfundur er eldri borgari og fyrrv. sjómaður. Þau leiðu mistök urðu að þessi minning- argrein um Sigríði Gissurardóttur var birt með greinum um nöfnu hennar Gizurardóttur. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökun- ar á þessu. Sigríður er í mínum augum fyrir- mynd alls þess mætasta í fari mæðra þessa lands. Ég var svo lánsöm að hún var tengdamóðir systur minnar. Hún var líka mikil tryggðarvinkona mín og minnar fjölskyldu. – Eftir að ég og maðurinn minn fór- um utan til náms varð sonur okkar, Stefán Már, þá árs gamall, hjá móður minni á Marargötu 3. Systir mín, Ragnheiður, var þá í menntaskóla og bjó heima og besti vinur hennar og skólabróðir, Haukur, sonur Sigríðar og Filips, kom oft í heimsókn á Mar- argötu. Haukur og Ragnheiður voru afar dugleg að gæta Stefáns Más og fara til dæmis með hann í bílferðir á Fiatinum, heimilisbílnum á Hagamel 29. Á Hagamel ríkti hin frábæra gestrisni og rausnarbragur Sigríðar og Filips. Stefán Már var mjög oft í heimsókn hjá hinum yndislegu for- eldrum Hauks. Þessi tími var giftu- ríkur fyrir Stefán Má og Haukur tók margar afar góðar ljósmyndir á þeim árum sem lýsa svo vel hinum ham- ingjuríku dögum á Hagamel og Mararagötu. Nokkrum árum síðar var ég ung móðir með tvö smábörn í Vesturbænum. Það var á þeim un- aðslegu tímum þegar var ekki til siðs að ungar mæður væru á vinnustöð- um burtu frá heimilum sínum. Ég gekk mikið um með börnin mín í Vesturbænum og þá beindust skref- in oft niður á Hagamel til Sigríðar. Sigríður var alltaf heima og Filip vann hjá Viðtækjaverslun ríkisins. Ég og fjölskyldan bjuggum á Hring- braut 41 og það var stutt að labba. Sigríður sat öllum tómstundum sín- um í stofunni á Hagamel 29 og prjón- aði dáfagrar lopapeysur sem prýða marga manneskjuna. Ég minnist þess hversu yndislegt var fyrir mig og börnin að hreiðra um okkur í eld- húsinu hjá Sigríði. Við undum okkur oft svo vel og lengi morguns á eld- húskollunum yfir gómsætu heima- bökuðu brauði og kökum og heima- tilbúnu appelsínumauki eða kæfu. Svo var spjallað og börnin undu sér við að maula í sig og leika sér. Þarna ríkti nefnilega friður og jafnvægi ís- lensks heimilis eins og það gerist best. Sigríður gaf alltaf góð ráð og var bjartsýn á það sem aðrir tóku sér fyrir hendur og var með jákvæðar og sjálfstæðar skoðanir. Og það var fyrst og fremst þessi friður og heim- ilishamingja sem var svo gott að sækja í fyrir unga móður með lítil börn. Seinna fengum við hjónin að vera á sumrin með fjölskylduna í stórri íbúð Sigríður Gissurardóttir ✝ Sigríður Giss-urardóttir fædd- ist í Drangshlíð und- ir A-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu 27. nóvember 1909. Hún lést á Dvalar- heimilinu Grund 28. september síðastlið- inn og var útför hennar gerð í kyrr- þey. í kjallaranum á Haga- mel 29, hjá Sigríði og Filip. Það voru ham- ingjusöm ár. Uppi á lofti voru Filip og Sig- ríður sem alltaf voru okkur og börnunum svo góð. Þegar Filip fór niður í geymslurn- ar sínar og Stefán Már var á röltinu í kjallar- anum frammi hjá hon- um fékk hann vænan skammt af suðusúkku- laði hjá Filip og kom mjög glaður inn aftur. Einu sinni fór drenghnokkinn út í fallega garðinn fyrir framan stofu- gluggann hjá okkur og tíndi vænan vönd af kornblómunum fallegu sem búið var að setja niður um vorið og kom hróðugur inn til að gefa mömmu sinni til að setja í vasa. Sigríður hló bara glöð og sagði að auðvitað hefði drenginn langaði að gefa mömmu sinni blóm! Alltaf sama umburðar- lyndið og umhyggjan fyrir okkur hjá þessum afburðahjónum. Þau gættu Gunnfríðar Svölu, dóttur okkar, af og til og þá sagði Filip eitt sinn á sinn góða og blíða hátt að augun í henni væru alveg eins og stór bláber. Þeg- ar ég bjó í Noregi sendi ég Sigríði af- mælisgjöf í nóvember. Henni þótti svo vænt um það. Þá var hún flutt að Grund og undi sér vel eins og hún gerði alls staðar þar sem hún bjó. Henni fannst oft mikið fyrir sig að búa ein í stóru íbúðinni á Hagamel og tók þá ákvörðun sjálf að flytja á Grund. Hún bjó að Minni-Grund og hafði þar ágæta íbúð. Hún stundaði félagslíf með fólkinu, spilaði bridge, vann við handavinnu og fór í ferðalög og henni leið mjög vel. Mörgum ár- um síðar fór hún á Neðri-Grund og leið vel þar eins og alls staðar þar sem hún var. Hún var mjög dugleg að hreyfa sig og gekk á hverjum degi niður í bæ kringum Tjörnina og heim á Grund aftur. Þá fékk hún að borða og lagði sig. Síðan fór hún aftur af stað gangandi og gekk á leið út í Ör- firisey. Þessum göngum hélt hún áfram alla tíð. Við Sigríður fórum oft saman í guðþjónustur á sunnudögum á Grund, því Sigríður fór alltaf í messurnar á þar. Ég kom oft í heim- sókn til Sigríðar á Grund og var það alltaf jafn gaman, alveg eins og að koma til hennar á Hagamel 29 áður. Hún sýndi mér nýju útbygginguna sem var komin á Grund og ganginn með gluggunum, því þar sat hún oft. Það var einn sólskinsdag í haust að við fórum út í garðinn á Grund sem snýr út að Hringbraut og ég fór að segja henni þegar ég hafði séð móður mína, Sigríði Oddsdóttur, og Filip í sýn í himnaríki. Við stóðum við hand- riðið við hliðina á fallegu blómabeð- unum í garðinum og ég sagði henni að það yrði gaman fyrir hana að hitta Filip á himnum og þá sagði hún og lyfti upp handleggnum og brosti blítt: „Og þá fer ég beint upp til himnaríkis til hans!“ Og þar er hún áreiðanlega núna, þessi dásamlega manneskja. Jesús blessi og verndi minningu hennar og veru hennar með Filip og foreldrum sínum á himnum. Þakka þér, góða gjöfula Sigríður, fyrir allar dásamlegu stundirnar með þér alla þína ævi. Minningin um þig er ógleymanleg. Þóra Benediktsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar UMRÆÐAN Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.