Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN » 1999 Björgólfur kaupirBalkanpharma í Búlgaríu við einkavæðingu. » 2000 Balkanpharma renn-ur saman við Pharmaco. » 2002 Björgólfur og við-skiptafélagr selja Bravo- bruggverksmiðjuna til Hein- eken og kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. » 2003 Eignast hlut í Burð-arási og CRa í Tékklandi » 2004 Kaupir hlut í BTC íBulgaríu við einkavæð- ingu. Stofnar Novator. Kaupir hlut í Saunalahti í Finnlandi sem sameinast Elisa. » 2005 Burðarás og Straum-ur sameinast. Eignast hlut í El Bank í Búlgaríu. Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is CESKE Radiokomunicace (CRa) tékkneska símafyrirtækið sem Björgólfur Thor Björgólfsson seldi nú í vikunni, var ekki nema hluti af eignum fjárfestingafélags Björgólfs, Novators, í símafyrirtækjum í Mið- Evrópu. Novator er í dag leiðandi fjárfestir í símafyrirtækjum í Pól- landi, Búlgaríu, Grikklandi og Finn- landi, en í vikunni var hins vegar leitt líkum að því í erlendum fjölmiðlum að frekari sala á símafélögum Nova- tors kunni að vera í farvatninu. Þetta er í fyrsta sinn sem félög Björgólfs innleysa verulegan sölu- hagnað af fjárfestingum sínum í símafyrirtækjum, en áætla má að hagnaður hans nemi 56 milljörðum króna. Um miðbik ársins 2004 bætir Björgólfur og fjárfestar honum tengdir verulega við hlut sinn í CRa, um haustið gera þeir yfirtökutilboð til annarra hluthafa og undir lok árs- ins var félagið svo afskráð af aðal- lista kauphallarinnar í Prag. Hækkar meira en markaðurinn Greining Landsbankans segir í Vegvísi í gær að markaðsvirði bréf- anna í kringum afskráninguna hafi þá verið um 40 milljarðar króna mið- að við hæsta verð. Reiknar deildin með að kaupverðið kunni að hafa verið eitthvað hærra þar sem ekki sé óalgengt að fjárfestar borgi hærra verð en gangverð á markaði þegar um yfirtöku sé að ræða. Gera má því ráð fyrir því að verðmæti félagsins hafi rúmlega tvöfaldast á þeim tveimur árum sem Björgólfur hefur farið með eignarhlut í félaginu. Á þessum tveimur árum hefur verð hlutabréfa á tékkneska mark- aðinum hækkað um 70%, þannig að arðsemi fjárfestingarinnar er tölu- vert umfram vöxt markaðarins. Ekki er hægt að benda á eitthvert eitt ákveðið atriði sem skýrir þessa miklu verðmætaaukningu aðra en að vel hafi gengið að hagræða í rekstr- inum á tímabilinu. Sala kann að vera í farvatninu Fjárfestingafélagið Novator á nú fjarskiptafyrirtæki í fjórum löndum; Finnlandi, Búlgaríu, Póllandi og Grikklandi. Novator er stærsti ein- staki hluthafinn í Elisa, næststærsta farsímafyrirtækis Finnlands, með 10% eignarhlut. Novator á í tveimur símafélaögum í Póllandi, Netia og P4. Í Búlgaríu á Novator Telecom Bulgaris nærri 75% í símafyrirtæk- inu BTC. Þá á Novator 26% eign- arhlut í gríska símafyrirtækinu For- thnet. Um síðustu áramót var talið að verðmæti fjárfestinganna væru vel á annað hundruð milljarða króna. The Financial Times segir í frétt að salan á CRa marki tímamót þar sem hún sýni vaxandi áhuga einka- fjárfestingasjóða á fjarskiptafélög- um og vilja þeirra til að ráðast í mjög skuldsett verkefni í Mið-Evrópu. Í erlendum fjölmiðlum er líkum leitt að því að kaup á BTC í Búlgaríu og Elisa í Finnlandi séu í farvatninu. Þessar fréttir er óstaðfestar. Björg- ólfur Thor er umbreytingafjárfestir að eigin sögn og margt bendir til að hagstæður seljendamarkaður sé nú á fjarskiptamarkaði í Mið-Evrópu og þannig gætu verið teikn á lofti. Verðmæti CRa tvö- faldast á tveim árum Frekari sala á símafyrirtækjum sögð í farvatninu Getur brosað Björgólfur Thor. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði lítillega eða um 0,1% í gær í 6.242 stig. Verslað var með hlutabréf fyrir tæpa 5,7 milljarða, mest með bréf Kaupþings banka eða fyrir rúma 1,7 milljarða. Gengi bréfa Atlantic Petroleum hækkaði mest eða um 1,4% en mest lækkun varð á bréfum í Teymi eða um 0,7%. Krónan styrktist um 0,5% í gær og kostar dalurinn nú 70,2, pundið 135,6 og evra 91,9 krónur. Króna styrkist annan daginn í röð ● MILESTONE, félag í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu, verður kjölfestufjárfestir í nýjum fjárfest- ingabanka sem taka mun til starfa um næstu áramót. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, verður forstjóri bankans. Að sögn Karls Wernerssonar verður skýrt bet- ur frá stofnun bankans fyrir miðjan næsta mánuð og þá hverjir koma að stofnun hans með Milestone. Karl segir þó liggja fyrir að eigið fé bank- ans verði á bilinu 10–15 milljarðar króna og að starfsmenn verði á bilinu 40–45 og að þessi áform hafi ekki áhrif á eignarhlut Milestones í Glitni. Milestone stofnar fjárfestingabanka Tryggvi Þór Herbertsson falið í sér fyrir næstu vaxta- ákvörðun Seðlabankans enda hafi hann ekkert um það sagt þótt að öðru hafi verið látið liggja í fyr- irsögnum. „Þaðan af síður er hægt að túlka orð mín sem svo að þau endurspegli ágreining hagfræð- inga Seðlabankans við bankastjórn og enn síður bankaráð. Það hefur ekki verið venja mín að rökræða við bankastjórnina um pen- ingastefnuna í gegnum fjölmiðla og ég hef ekki í hyggju að taka þann sið upp nú,“ segir Arnór. ARNÓR Sighvatsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands, segir að í grein Morgunblaðsins í gær, þar sem vitnað hafi verið í umfjöll- un nokkurra aðila um ummæli sem fréttamaður fréttaveitu Bloomberg hafði eftir honum, gæti nokkurrar oftúlkunar. Í viðtalinu hafi hann að- eins endurtekið þau skilaboð um horfur í peningamálum sem sé að finna í síðasta hefti Peningamála. Arnór segir ótímabært að velta vöngum yfir því hvað geng- isþróunin undanfarnar vikur gæti Oftúlkun á orðum aðal- hagfræðings Seðlabankans                                    !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6      )7  " +   8  -   9: 5  ;<   ;<+++ 3 %3  = %3      !" 14 * + 13 -   ! #$ % 8>)? &  '  (                                                                 (- 2 3#  - + ;'3 @ # - +A .  1                         2        2 2    2 2 2                                              2 2    =3#  @ #B ;( C  +   "5%- 3#      2   2 2   2 2 2 1@3  3# 3 EFFIE-verðlaunin voru afhent öðru sinni í gær með viðhöfn á Nordica hóteli af Jóni Sigurðssyni, viðskipta- og iðnaðarráðherra. Samband ís- lenskra auglýsingastofa, SÍA, stend- ur fyrir verðlaununum, sem veitt eru fyrir auglýsingaherferðir og auglýs- inga- og kynningarefni. Voru þau fyrst afhent árið 2003. Valið stóð á milli 17 tilnefninga í tveimur flokkum. Í flokknum vörur voru veitt tvenn gullverðlaun, ann- ars vegar til Auglýsingastofunnar H:N markaðssamskipta og Bern- hard fyrir herferð um Honda CRV 4x4 bifreið og hins vegar til Íslensku auglýsingastofunnar og P. Sam- úelssonar fyrir herferð um Toyota Aygo-bifreið. ENNEMM auglýsingastofa og Ís- lensk getspá fengu silfurverðlaun í vöruflokknum fyrir herferðina um Lottóið með Lýð Oddsson í broddi fylkingar. Sigurvegarar verðlaunanna að þessu sinni geta talist ENNEMM auglýsingastofa sem jafnframt fékk gullverðlaun Effie í flokknum þjón- usta fyrir herferðina Nám er lífsstíll, sem unnin var fyrir Kaupþing banka. Silfurverðlaunin í sama flokki fóru til Hvíta hússins og Glitnis fyrir ímyndarherferð bankans. Morgunblaðið/ÞÖK Effie Fulltrúar ENNEMM og Lottó taka við Effie-verðlaunum sínum. Effie-verð- launin veitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.