Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 82

Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 82
42 7. mars 2009 LAUGARDAGUR Góð vika fyrir … Íslenska hönn- un. Engin önnur en krónprinsessa Danmerkur sást í íslenskum Cinta- mani-útivistarfatnaði í svissnesku Ölpunum. Ágætt að eitthvað íslenskt fái jákvæða umfjöllun í dönsku pressunni eftir allan skítinn tengdan íslenskum fjárfesting- um í Köben. Bókaorma. Þúsundir bóka á Bókamarkaðinum í Perlunni drógu til sín þúsundir bókaorma sem gerðu góð kaup á bókum af ýmsum toga. Var ein- hver að segja að bókin væri dauð? Íslenskar kvenrembur. Hið glögga gests auga kom með enn eina grein- inguna á hruninu á Íslandi. Samkvæmt grein Vanity Fair fór landið lóðbeint á hausinn undir styrkri stjórn karlmanna og eina vonin til að bjarga ástandinu eru íslenskar konur. Slæm vika fyrir … Reykvíska göngugarpa. Í fal- legu veðri er gott að fara út að ganga, skyldi maður ætla. Mengun var þó slík í Reykjavík seinni hluta vikunnar að göngu- túrinn varð ekki svo fýsilegur kostur, sér- staklega ekki fyrir viðkvæm lungu. Íslenskar karlrembur. Hið glögga gests auga kom með enn eina greininguna á hruninu á Íslandi. Samkvæmt grein Vanity Fair fór landið lóð- beint á hausinn undir styrkri stjórn karlmanna og eina vonin til að bjarga ástandinu eru íslenskar konur. Ný framboð. Skoð- anakannanir sýna að Íslendingar vilja bara sinn gamla góða fjórflokk og engar refjar. Smá- framboð eiga erfitt uppdráttar nú sem endranær. Hvernig veðrátta hentar þér best? Í sól og sumaryl er ég ofboðslega sáttur. Hitinn má samt ekki verða of mikill. Ég panta mér pizzu … með pepp- eróní og sveppum. Hvaða kæki ertu með? Ósjálf- ráða hreyfingin á „snooze“ á vekjaraklukkunni minni. Þegar ég var lítill hélt ég lengi … að ég héti í raun og veru Hermann Gunnarsson og væri betur þekktur sem Hemmi Gunn. Stjórnaði ófáum sjónvarpsþáttum á leikskólanum og hér heima þar sem ég fékk fólk í spjall í sófann til mín og klæddist litskrúðugum jökkum. Mig hefur alltaf langað … að gerast flugmaður. Hvaða frasa ofnotar þú? Orðið akkúrat. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja fóstra, yrðirðu að velja eina og af hverju? Ég myndi taka Abe Simpson, pabba Hómers, í fóstur. Ástæðan fyrir því er sú að Abe er langfyndnasti karakterinn í Simpson-þáttunum og á ýmislegt sameiginlegt með félaga mínum sem býr í Frakklandi. Þeir myndu ná vel saman. Eftirlætislykt? Lyktin af greni- trénu á aðfangadag. Hvernig hringitón ertu með í símanum þínum? Ég er með lagið Augun úti með hljómsveitinni Purrki Pilnikk. Eftirlætisgrænmeti og hvaða grænmeti geturðu alls ekki borð- að? Agúrkur eru frábærar en rauð- laukur er það versta sem hægt er að nota í matargerð. Hvaða sjö hluti leggurðu til í gott afmælispartí? Ég legg til sjálfan mig og kem síðan með fullt af hressu og skemmtilegu fólki. Sé til þess að dansgólfið og froðu- diskóvélin séu til staðar. Því næst kynni ég Herbert Guðmundsson í eigin persónu með lagið Can’t walk away og á eftir honum kemur Bjartmar Guðlaugsson sem syng- ur um Sumarliða og við endum á því að fá Geir Ólafs og Bob Marley til að syngja lagið jammin. Hvaða fáránlega dýra hlut vær- irðu til í að eiga en munt líklega aldrei kaupa þér, sama hversu ríkur þú verður? Ef ég verð ein- hvern tímann útrásarvíkingur væri ég til í að kaupa krúnudjásn fjölskyldunnar í Buckingham-höll. En það mun aldrei gerast þar sem útrásarvíkingar þykja ekkert sér- staklega töff í dag. Fjórar vefsíður sem þú ferð gjarnan á? Mbl.is, visir.is, ruv.is og youtube.com. Hvaða bíómynd geturðu horft á aftur og aftur? Ég get horft enda- laust oft á Með allt á hreinu. Þú færð þér páfagauk. Í hvernig lit – hvað nefnirðu hann – og hvaða fimm orð kennirðu honum að segja? Ég myndi nefna hann Kíkí, hann á að vera grænn og orðin sem hann á að kunna eru eftirfarandi: Mikið lítur þú vel út. Eftirlætisstigavörður allra tíma? Það er erfitt að gera upp á milli Katrínar Jakobs, Svanhild- ar Hólm og Steinunnar Völu. Mér finnst samt mest spennandi að sjá hvar ég enda eftir að stigavarðar- ferlinum er lokið. Sem mennta- málaráðherra eða eiginkona Loga Bergmanns? Það á allt eftir að koma í ljós. juliam@frettabladid.is Endar kannski sem ráðherra Ásgeir Erlendsson sér um stigavörslu í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur fyrstur karlmanna. Hann er jafnframt umsjónarmaður keppn- innar Skólahreysti 2009. Fréttablaðið tók Ásgeir í yfirheyrslu. HÉLT HANN VÆRI HEMMI GUNN Ásgeir Erlendsson, stigavörður í Gettu betur, hélt á yngri árum að hann væri í raun og veru Her- mann Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Ásgeir Erlendsson FÆÐINGARÁR: 1988 Á HUNDAVAÐI: Þáttastjórn- andi unglingaþáttanna útvarps Samfés og Ungmennafélagsins. Tók tímamótaviðtal við Davíð Oddson árið 2004 (þá 16 ára gamall) um jólamat Davíðs. Starfaði við innslagagerð fyrir sjónvarpsþáttinn Óp. Keppti til úrslita í Gettu betur 2006 og tapaði. Hóf störf á íþróttadeild RÚV árið 2007 og tók við starfi íþróttafréttamanns í nóvember 2008. GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA Lagersala GRANÍTVASKAR OG STÁLVASKAR GASHELLUBORÐ INNBYGGÐIR KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR HÁFAR Á VEGG OG YFIR EYJUR OFNAR OG GASELDAVÉLAR -% afsláttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.