Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 5karlmenn og krabbamein ● fréttablaðið ● ● GÓÐ RÁÐ ERU EKKI ALLTAF DÝR Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabba- meinsfélagsins er hægt að leita svara við spurningum af ýmsu tagi um krabbamein – bæði að kostnaðarlausu og nafnlaust. Hægt er að heimsækja Ráðgjaf- arþjónustuna í Skógarhlíð 8, hringja eða senda tölvupóst eftir hentisemi hvers og eins. Gjaldlaus símaráðgjöf er í síma 800 4040 og netfang þjónust- unnar er 8004040@krabb.is Ráðgjafarþjónusta Krabba- meinsfélagsins býður upp á fjölþætta þjónustu fyrir krabbameinssjúka og aðstand- endur þeirra. Mörgum þeim sem veikjast af krabbameini kemur á óvart að hve mörgu er að huga. „Þetta er ekki einfalt ferli og oft fallast fólki hendur andspænis vandanum,“ segir Gunnjóna Una Guðmunds- dóttir, félagsráðgjafi hjá Ráðgjaf- arþjónustu Krabbameinsfélags- ins. Hún er önnur tveggja starfs- manna Ráðgjafarþjónustunnar sem er þriggja ára tilraunaverk- efni og hefur nú starfað í eitt og hálft ár og gefið góða raun. Auk þess eru sálfræðingur og iðjuþjálfi sem taka að sér verkefni fyrir Ráð- gjafarþjónustuna. „Við erum upplýsingamiðstöð og beinum fólki í farvegi þannig að það fái einhver bjargráð og líði betur,“ segir Gunnjóna Una og heldur áfram: „Þegar fólk veikist finnur það oft til einsemdar því fólk þarf að tjá tilfinningar sínar og það eru ekki allir sem vilja leggja það á fjölskylduna að ræða þessi mál sífellt. Fólk lætur sig því oft hafa það og hummar van- líðanina fram af sér. Svo versn- ar ástandið og kvíðinn eykst enda óvissa með framtíðina og fjármál- in,“ segir Gunnjóna Una sem gerir mikið af því að hitta fólk og hjálpa því gegnum kerfið. Til dæmis hjálpar hún fólki að sækja um ým- islegt hjá Tryggingastofnun, hún hringir í sjúkrasjóði og stéttar- félög og aðstoðar þá sem þurfa við að sækja um örorkumat. Um 1.250 manns að meðaltali greinast með krabbamein á ári og um helmingur heldur áfram í lyfja- og geislameðferð. Þó eru ekki allir sem nýta sér Ráðgjafarþjónustuna. „Það er oft erfitt að stíga fyrsta skrefið, að hringja eða koma, en hins vegar hefur orðið mikil aukn- ing í aðsókn á þeim tíma sem stöð- in hefur starfað og greinilega mikil þörf fyrir hana,“ segir Gunn- jóna Una og tekur fram að alger trúnaður ríki milli þeirra sem sæki þjónustuna og starfsmanna. Þá er þjónustan öll ókeypis. Sem dæmi um það sem boðið er upp á má nefna námskeið í hugrænni atferlismeðferð, sjálf- styrkingarnámskeið, djúpslök- un og námskeið fyrir börn og unglinga sem eru aðstandendur krabbameinssjúklinga. Auk þess eru starfandi ýmsir stuðnings- hópar þar sem fólk getur talað við aðra í sömu sporum og það sjálft. Þá er einnig hópur ekkla og ekkna sem hittist einu sinni í mánuði til að ræða málin sín á milli. Þeir sem vilja hafa samband við Ráðgjafarþjónustuna geta hringt í síma 800 4040 eða sent tölvupóst á 8004040@krabb.is - sg Gefur góða raun Gunnjóna Una Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu Krabba- meinsfélagsins og aðstoðar fólk sem hefur verið greint með krabbamein, aðstand- endur og vini. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞJÓNUSTA SEM BOÐIÐ ER UPP Á Viðtöl við fagfólk. Þjónusta í gegnum síma og tölvupóst. Könnun á áunnum réttindum. Stuðningur og fræðsla. Stuðningshópar. Námskeið, fræðsla og fyrir- lestrar. Heimilislegt húsnæði, sérhæft bókasafn, aðgengi að tölvum, prenturum og hressingu. Áhugasamir drengir spjalla við Steinar á opnun átaksins Karlmenn og krabbamein í Vodafone-höll- inni síðastliðinn sunnudag. M YN D /ÞÖ K Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Maður Lifandi, Yggdrasill, Fjarðakaup Lífsins lind í Hagkaup, Hagkaup Smáralind, Lyfja, Lyfjaval, Krónan, Blómaval, Nóatún Hafnarfirði og Heilsuhornið Akureyri. Vegna einstakra gæða nýtur SOLARAY sívaxandi virðingar og trausts um allan heim Útsölustaðir: Heilsu si , r lifa i, Yggdrasill, Fj r k up, Lífsins lind í Hagkaup, Hagkaup Smáralind, Lyfja, Lyfjaval, Krónan og Blómaval. Íslenskt grænmeti er dyggur stuðningsaðili átaksins Karlmenn og krabbamein. islenskt.isÍSLENS K A /S IA .I S /S F G 4 53 76 0 3/ 09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.